Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + KarI Magnússon fæddist í Vík í Mýrdal 25. septem- ber 1924. Hann and- aðist á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur aðfaranótt þriðjudags 24. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Jónsson húsasmíðameistari, f. 18. febrúar 1893, d. 8. apríl 1971, og Halldóra Ásmunds- dóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1896, d. 26. apríl 1993. Systkini Karls voru: Sóley, f. 28. nóvember 1920, d. 4. desember 1920, Ásgeir Þórarinn, f. 26. nóvember 1921, d. 10. sept- ember 1976, og Jón Reynir, f. 19. júní 1931. Þann 10. nóvember 1956 gekk Karl að eiga Jónínu Lilju Waag- ijörð hjúkrunarfræðing, f. 18. október 1926. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Kristín Dóra, f. 30. september 1957, gift Halli Birgis- syni, f. 10. nóvember 1957, dætur þeirra eru: Stella, f. 1987, og Tinna, f. 1992; og 2) Sólveig Ásta, f. 22. janúar 1961, gift All- an Ebert Deis, f. 1. október 1959, börn þeirra eru: Karl Emil, f. 1993, og Freyja, f. 1995. Karl útskrifaðist sem vélstjóri frá Vél- skóla íslands 1949. Eftir það starfaði hann sem vélstjóri hjá Skipadeild SIS í 2 ár og síðan við Ljósafossvirkjun. 1968 hóf hann störf sem verkstjóri vélaverkstæðis hjá íslenska álfélaginu hf., eftir ársdvöl við nám á þeirra vegum í Sviss. 1978 hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við enduruppbyggingu rafstöðvar- innar við Elliðaár. Karl tók síðar við starfi stöðvarstjóra rafstöðv- arinnar og sinnti því þar til hann hætti störfum vegna aldurs í des- ember 1994. Útfór Karls Magnússonar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi minn var mjög góður maður. Hann vildi öllum gott. Ég var fyrsta barnabarnið hans og honum þótti mjög vænt um mig. Einu sinni þegar ég var 1 árs, smíðaði afi hvítan rugguhest með ekta hnakki fyrir mig, sem kallað- ur er Gamli Gráni. I ístöðunum eru stafirnir mínir. Hann spilaði alltaf við mig Olsen, Olsen. Afi sagði mér margar sögur frá því að hann var lítill strákur og vildi líka alltaf lesa fyrir okkur sögur. Besta kaka sem afi fékk var jólakaka sem amma bakaði. Afi smíðaði handa okkur dúkku- hús upp í sumó, sem heitir Krakka- kot. Afi átti með ömmu sumarbú- stað við Hafravatn. Við sváfum oft í honum. Á kvöldin spilaði afi alltaf við mig. Á haustin tókum við alltaf upp kartöflur. Þegar við vorum að slá fengum við alltaf hrífur til að raka með og þegar við vorum búin að raka allt saman þá tókum við heyið og létum í hjólbörumar og bundum það fast. Svo fengum við að sitja í hjólbörunum ofan á hey- inu og afi keyrði hjólbörumar. Alltaf þegar við komum til afa og ömmu kom afi hlaupandi á móti okkur og faðmaði okkur að sér. Svo oft þegar við vorum heima opnuð- ust allt í einu dyrnar og afi kom í ljós og sagði: „Halló.“ Við hlupum til hans og föðmuðum hann. Svo KARL MAGNÚSSON rruixi Miðvikudaginn 11. mars nk. mun aukablað um menntun fylgja Morgun- blaðinu. Aukablaðið er gefjð út í tengslum við Námskynningu 1998 sem ber yfirskriftina „íleit að námi". f blaðinu verður kynning á nær öllu námi að loknum framhaldsskóla og námi á öllum skólastigum sem miðar að starfsréttindum, eins og t.d. iðn- og tækninámi. Einnig verða kynntir möguleikar á sviði símenntunar og náms erlendis. Þá eru kynnt ýmis styttri námskeið á vegum einkaskóla, eins og nám í tölvu- og viðskipta- greinum. Blaðið verður prentað f aukaupplagi og dreift á námskynningunni, sem fram fer á svæði Háskóla fslands, en gestir á síðustu kynningu voru um 7.000. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 fimmtudaginn 5. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga ísíma 569 1139. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang augl@mbl.is bjó afi til skrúfblýant fyrir mig, sem er merktur S. Afi smíðaði margt fallegt fyrir okkur. Þegar ég var 4 ára fórum við til Danmerkur. Þegar við vorum að fara í loftið varð mér illt í eyrunum og afi gaf mér tyggjó og hélt utan um mig og huggaði mig. Afi minn, ég elska þig og ég mun ávallt muna eftir þér. Þín Stella. f dag er lagður til hinstu hvílu hjartfólginn vinur og lærifaðir í lífi og starfi, Karl Magnússon, vél- stjóri og fyrrverandi stöðvarstjóri rafstöðvarinnar við Elliðaár í Reykjavík. Við fráfall náins vinar leita minn- ingarnar á hugann, minningar sem hvorki mölur né ryð fá grandað, minningar sem ylja og gleðja um ókomna tíð. Við fráfall náins vinar kemur strax fram söknuður og tregi vegna óskarinnar um að hafa fengið að njóta lengur návista við góðan og heilsteyptan dreng, en það er einmitt þá sem máttur minn- inganna er mestur. Myndbrot birt- ast okkur af mörgum samveru- stundum við eldhúsborðið á Rauða- læknum, kaffidrykkju á sólpalh sumarbústaðar Karls og eiginkonu hans, Stellu, við Hafravatn, berg- mál fjörlegra umræðna um dægur- málin og síðast en ekki síst, mynd- brot um handbragð völundarsmiðs sem breytt gat einfóldum jámbút eða járnplötu, sem aðrir töldu ónýt- anlega hluti, í fagran smíðagrip. Við kveðjum Karl á miðjum vetri þegar sól er farin að hækka á lofti og dag tekur að lengja. Fæstir eru reiðubúnir þegar að kveðjustund er komið og svo er farið nú. Um leið og við færum Stellu, dætrun- um Halldóru og Sólveigu, tengda- sonum og bamabömum ósk um styrk og Guðs blessun á erfiðum tímamótum, þökkum við Karli samfylgdina og þann ómetanlega fjársjóð sem einlæg vinátta veitir. Þorsteinn Ingi Kragh og Ellen Ingvadóttir. ráðgjöf og umsjón með þessum framkvæmdum, og að vera þáver- andi stöðvarstjóra, Jóni heitnum Ásgeirssyni, til aðstoðar. Skömmu eftir að þessar um- fangsmiklu framkvæmdir hófust í Elliðaárdalnum andaðist Jón og var þá fast sótt að Karli að hann tæki við starfi stöðvarstjóra raf- stöðvarinnar gömlu. Við félagar Karls í rafstöðunni höfum grun um að sú málaleitan stjórnenda Raf- magnsveitu Reykjavíkur hafi verið nokkuð auðsótt því slíkur var hug- ur Karls til þessa gamla starfsvett- vangs síns. Stöðin, sem er í fullum rekstri, er engu að síður eins og minjasafn og að öðrum ólöstuðum er hún í raun fagur vitnisburður um handbragð og fagmennsku Karls. Við, sem nú störfum við stöðina, erum Karli þakklátir lyrir það hve vel hann skilaði henni og öllum tilheyrandi búnaði í hendur okkar er hann lét af störfum fyrir örfáum árum vegna aldurs. Við er- um honum þakklátir fyrir þá um- hyggju og leiftrandi áhuga sem hann sýndi eftir að starfstíma lauk, en hann var tíður gestur og góður ráðgjafi um hvaðeina er lýtur að rekstri og viðhaldi rafstöðvarinnar. Karls Magnússonar er sárt saknað, en minningin um skaprík- an, réttsýnan mann og dverghagan smið lifir og mun ylja um ókomin ár. Það er ekki öllum gefið að sjá um og hlúa að arfleifð þjóðar sem rafstöðin við Elliðaár óneitanlega er, en þegar saman fara virðing og þekking á fallegu handbragði og trúmennska fyrir því sem í hendur manns er sett, fer vel. Ekki vitum við hvort Karl kynni okkur nokkrar þakkir fyrir þessi fátæklegu kveðjuorð, enda honum lítt að skapi að ræða eigin kosti. Við kveðjum hann með þakklæti og virðingu, og vottum eiginkonu hans, Stellu, og fjölskyldu, sem nú sjá á bak elskulegum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa, innilega samúð okkar. Far vel, kæri vinur. Megi auga þess, sem allt sér, fylgja þér og vísa veginn á nýjum brautum. Þorsteinn, Guðni, Orn. Kvaddur er hinstu kveðju í dag Karl Magnússon, vélfræðingur og fyrrverandi stöðvarstjóri rafstöðv- ar Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Karl hóf störf við rafstöðina árið 1952, en gerði hlé um nokkurra ára skeið er hann tók að sér yfirverk- stjórn á vélaverkstæði íslenska ál- félagsins í Straumsvík á árunum 1966 til 1978. Á áttunda áratugnum ákvað Rafmagnsveita Reykjavíkur að endurnýja ýmislegt við þessa fallegu arfleifð Reykvíkinga, raf- stöðina við Elliðaár, t.d. endur- byggja stíflumannvirki og að- rennslispípu. Þess var farið á leit við Karl að hann fengi sig tíma- bundið lausan frá störfum hjá ÍSAL til þess að taka að sér eftirlit, TóuuiiiflD oflflufl ad sjfl um ÍWIDÍTOÖÍ flÓTÍL ÍOflC flfiTJlUAflNT • (Híí Upplýsingar í s: 551 1247 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. Þegar ég hugsa til þess dags þegar ég sá Kalla arka upp Rauða- lækinn, þá sagði ég si svona við sjálfan mig, mikið asskoti er hann nú alltaf vel á sig kominn hann Kalli. En lífið getur nú verið hverf- ult og maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Já þú veitir honum blessun aðeilifu, þú gleður hann með fógnuði fyrir augliti þínu. Ég kveð góðan vin sem átti svo mikið ógert. Ég votta innilega samúð mína Stellu, Kristínu Dóru og Sollu, maka og börnum, megi Guð vera með ykkur. Ásgeir Ásgeirsson. Við sem komin erum á efri ár höfum margs að minnast og eru æði margar minningar tengdar vini okkar, Karli Magnússyni, sem við ætlum nú að kveðja með nokkrum línum, enda eru okkar kynni orðin ansi löng, 57 ár. Ég var starfandi í Vélsmiðjunni Héðni er Kalli kom þar sem nemi, fljótlega fór hann með mér til að setja upp vélar í hraðfrystihús Garðs í Sandgerði og urðum við strax miklir vinir og fór- Erfidrykkjur H H S H H H H H Sími 562 0200 [XXIIIIIIII H H H H H H H H H H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.