Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 72
Atvinnutryggingar
Við sníðum
þær að þínu
fyrirtæki.
wl
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Nathan & Olsen hf. krefst skaðabóta vegna tjóns af völdum fjárdráttar
Krefur
um 25,5
NATHAN & Olsen hf. hefur stefnt endurskoðun-
arfélaginu Coopers & Lybrand-Hagvangi hf. og
starfsmanni þess, Gunnari Sigurðssyni, löggiltum
endurskoðanda, til greiðslu á 25,5 milljónum
króna í skaðabætur vegna tjóns sem fyrirtækið
varð fyrir vegna fjárdráttar fyrrverandi gjaldkera
þess á árunum 1992-1996.
Gunnar var kjörinn endurskoðandi Nathans &
Olsens hf. þegar fjárdrátturinn átti sér stað, en
það hafði hann þá verið í áratugi. Telur fyrirtækið
að bæði fagleg endurskoðunarvinna hans og ann-
^.tarra starfsmanna Coopers & Lybrand-Hagvangs
hf. og önnur þjónusta sem þeir hafi látið fyrirtæk-
inu í té hafi ekki uppfyllt lágmarkskröfur sem
gera verði til slíkrar vinnu.
Þá liggi fyrir að stefndu hafi beinlínis blekkt
stjóm og hluthafa Nathans & Olsens hf. með bréf-
um til stjómarinnar um innra eftirlit fyrirtæksins
og athugasemdalausum áritunum ársreikninga á
þvi tímabili sem gjaldkeri fyrirtækisins dró sér fé
endurskoðendur
milljónir í bætur
úr sjóðum þess. Hafi þeir með þessu þverbrotið
ákvæði laga um endurskoðendur.
Gestur Jónsson hrl., lögmaður stefndu, segir að
allri bótaskyldu í málinu hafi verið hafnað þar sem
þeir telji að tjón Nathans & Olsens hf. stafi af allt
öðra en því sem rakið verði til endurskoðandans.
Beint orsakasamband milli
tjónsins og vanrækslu
Gjaldkerinn var í mars í fyrra dæmdur til að
sæta fangelsi i tvö ár fyrir fjárdráttinn og var hon-
um auk þess gert að greiða Nathani & Olsen hf. það
fé sem hann dró sér. Gjaldkerinn viðurkenndi að
hafa dregið sér samtals rúmar 32 milljónir króna og
áður en dómur féll hafði hann endurgreitt fyrirtæk-
inu um sjö milljónir króna. Ekkert hefur fengist til
viðbótar upp í kröfuna á hendur gjaldkeranum sem
nú hefur verið úrskurðaður gjaldþrota, en engar
eignir fundust í búi hans og þykir Nathan & Olsen
hf. sýnt að skuldin sé glötuð.
Fram kemur í stefnu Nathans & Olsens hf. að
við skýrslutöku fyrir rétti í mars í fyrra hafi
Gunnar Sigurðsson lýst því viðhorfí sínu til end-
urskoðunarstarfans „að endurskoðun sé ekki
skipulögð með það fyrir augum að koma í veg fyr-
ir eða upplýsa misferli, þótt slíkt geti komið í ljós
við endurskoðun, en það sé fyrst og fremst innra
eftirlit fyrirtækis og stjómenda þess sem ætti að
koma í veg fyrir eða upplýsa slík tilfelli.“
í stefnunni kemur fram að krafan um bóta-
greiðslu byggist á því að beint orsakasamband sé
á milli vanrækslu stefndu og hins fjárhagslega
tjóns sem Nathan & Olsen hafi orðið fyrir; og sé
annars vegar byggt á húsbóndaábyrgð Coopers &
Lybrand-Hagvangs hf. á starfsmönnum félagsins
við umrædda vinnu í þágu fyrirtækisins og hins
vegar á faglegri ábyrgð Gunnars Sigurðssonar á
heildarverkinu.
■ Krefst /37
Loðnumiðin
Banaslys
um borð
í Júpíter
TUTTUGU og átta ára gam-
all maður á loðnuskipinu
Júpíter ÞH frá Þórshöfn lést
þegar hann féll útbyrðis um
hádegisbil í gær.
Slysið varð þegar skipið
var á veiðum um tvær sjómíl-
ur út af Ingólfshöfða skömmu
fyrir klukkan 12 í gær. Talið
er að skipverjinn hafi dregist
útbyrðis með loðnunót.
Hann náðist um borð um
20-25 mínútum síðar en var
þá látinn. Skipið kom með
hinn látna til Hafnar í Horna-
firði um miðjan dag í gær.
Ekki er hægt að birta nafn
skipverjans að svo stöddu.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
í.
Þokast í rétta átt í vélstjóradeilunni
Skilar fískverðs-
nefnd fyrir helgi?
DEILUAÐILAR í sjómannadeil-
unni gera sér vonir um að nefnd
‘sjávarútvegsráðherra um fiskverðs-
mál muni skila niðurstöðum sínum
innan tveggja til þriggja daga. Hef-
ur sáttafundi sem halda átti í dag
með fulltrúum sjómannasambands-
ins, Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins og útvegsmönnum verið
frestað til fimmtudags, en þá er
jafnvel búist við að tillögur nefndar-
innar verði tilbúnar.
Sáttaviðræður samninganefnda
Vélastjórafélags íslands og Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
hafa þokast í rétta átt að undan-
fómu að sögn Helga Laxdal, for-
manns Vélstjórafélags Islands. Á
sáttafundi í gær var ákveðið að
skipa tvo undirhópa. Mun annar
þeirra fjalla um ágreining deiluað-
ila um breytingar á hlutaskiptum
en hinn um endurmenntunarmál
vélstjóra.
ísing á loðnu-
miðunum
LOÐNUSJÓMENN hafa ekki farið
varhluta af kuldakastinu frekar en
aðrir landsmenn og hefur mikil ís-
ing safnast á skipin á miðunum.
Skipverjar á Heimaey VE þurftu
að berja ís af skipinu í fjóra tíma
áður en óhætt þótti að hefja veiðar
um helgina og hafa fleiri skip lent
í sama vanda. Skipveijar á Berki
NK gátu hins vegar brotið ísinn af
rekkverkinu á hvalbaknum í höfn,
en Börkur landaði um 1.600 tonn-
um um helgina. Loðnuveiðar
ganga vel og segja má að mokveiði
sé, þegar veður leyfir. Frysting
fyrir markaðinn í Japan gengur
vel, en loðnan er sögð heldur smá.
■ ísing til ama/23
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Erfítt slökkvistarf í byl og frosti
Kviknaði í húsi
með 100 svínum
ELDUR kom upp í svínahúsi á
bænum Kirkjubóli í Hvítársíðu síð-
degis í gær en slökkviliðinu í sveit-
inni tókst að ráða niðurlögum elds-
ins án þess að 100 svín, sem í hús-
inu voru, sakaði að ráði.
Að sögn Bernhards Jóhannes-
sonar slökkviliðsstjóra kviknaði
eldurinn út frá feitipotti sem notað-
ur er við fóðurgerð handa svínun-
um. Vinnukona á bænum varð elds-
ins vör og hringdi í Neyðarlínuna
og kom allt tiltækt slökkvihð á
staðinn. Fljótlega tókst að slökkva
eldinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður
en öskubylur og mikið frost var í
Borgarfirði í gær.
Að sögn Bemhards varð nokk-
urt tjón á raflögnum og millivegg í
svínahúsinu, en svínin sakaði ekki
að því að talið er. Hann sagði að
hugsanlegt væri þó að einhver
þeirra hefðu orðið fyrir reykeitr-
un.
Sjúkrasjóður VR
Vernd
vegna
barna
aukin
STJÓRN sjúkrasjóðs Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur hef-
ur samþykkt að auka trygginga-
vernd vegna langveikra barna.
Fyrir tveimur árum ákvað
stjórain að greiða dagpeninga til
foreldra sem verða fyrir launa-
missi vegna langveikra barna í
allt að 30 daga. Nú hefur stjóm-
in ákveðið að lengja þennan
tíma upp í 90 daga.
Þetta kemur fram í VR-blað-
inu sem var að koma út. Magnús
L. Sveinsson, formaður VR, seg-
ir í samtali við blaðið að sjúkra-
sjóður VR sé orðinn mjög sterk-
ur og þess vegna hafi trygginga-
verndin verið aukin árlega síð-
ustu ár. Stjómin hafi hins vegar
viljað stíga öll skref af gætni til
að þurfa ekki að stíga nein skref
til baka.
Greiðslur sjóðsins til foreldra
langveikra bama era þær sömu
og félagsmaður fær vegna eigin
veikinda eða sem svarar til 80%
af launum.