Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 63 í DAG Árnað heilla Q /\ÁRA afmæli. Á Ov/morgun, miðvikudag- inn 4. mars, verður áttræð- ur Stefán Egilsson, Kirkju- vegi 11, Keflavík. Hann býðui- vinum og vanda- mönnum til kaffisamsætis í KK-salnum á Vesturbraut 17 kl. 20-22 á afmælisdag- Q /V ARA afmæli. í dag, O vlþriðjudaginn 3. mars, verður áttræð Björg Þor- kelsdóttir, fædd á Valda- stöðum í Kjós, Hringbraut 50, Reykjavik. Maður hennar er Sigurður Ólafsson og taka þau á móti vinum og vanda- mönnum í Víkingasal Hótels Loftleiða sunnudaginn 8. mars á milli kl. 15 og 18. /?/VÁRA afmæli. í dag, Ovfþriðjudaginn 3. mars, verður sextug Guð- ríður Hannibalsdóttir, Bergholti 4, Mosfellsbæ. Guðríður tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Gull- smára 13 á afmælisdaginn kl. 20. BRIDS llmsjón (iuðmundur l’áll Arnarsnn EFTIR að sagnhafí hafði tekið tíu siagi með tromp- þvingun í fjórum spöðum litu allir við borðið á vestur: „Þú áttir að spila tígli í þriðja slag.“ Vestur gefur; NS á hættu. Norður *Á95 VD10 ♦ ÁK83 *ÁG62 Vestur «43 VÁKG9876 ♦ 6 *974 Suður Austur *D86 V4 ♦ DG1095 +ÁG83 4KG1072 V532 ♦ 742 *105 Vestur Norður Austur Suður 4 hjörtu I)oh! Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur tók tvo fyrstu slagina á ÁK í hjarta og spilaði því þriðja. Sagnhafi stakk með ás blinds og svínaði fyrir spaðadrottn- ingu. Austur hafði hent tveimur tíglum í hjörtun, en mátti ekkert spil missa þegar sagnhafi tók næst- síðasta tromp sitt í þessari stöðu. Norður * - V - ♦ ÁK *KD62 Vcstur * - V87 ♦ 6 *974 Suður *7 V - ♦ 742 ♦ 105 Austur á eftir að henda í tromp. Ef hann kastar tígli verður sjöan heima frí, og ef hann fækkar við sig lauf- um getur sagnhafi fríað fjórða laufíð með trompun. Til þess þarf hann tvær inn- komur, svo það liggur fyrir að vestur gat brotið upp samganginn í þriðja slag með því að skipta yfir í tígul. En hvemig gat vestur vitað það? Var ekki nær fyrir austur að trompa hjai-takónginn og spila sjálfur tíguldrottningu! Austur * - V - ♦ DG10 *ÁG83 pT /AÁRA afmæli. í dag, O Vfþriðjudaginn 3. mars, verður fimmtug Björk Mar- teinsdóttir, Kirkjugerði 15, Vogurn. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í Glaðheimum, Vogum, laug- ai’daginn 7. mars kl. 19. fT /"V ÁRA afmæli. í dag, Ovf þriðjudaginn 3. mars, verður fímmtug Eiríka Inga Þórðardóttir, Vesturbergi 74. Eiríka verður að heiman á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu .. ?að standa saman. TM Heg U.B. P«4.01». — all nghti re»»vod (c) 1998 lo8 Angelos Tlmea Syndtcatfl ÉG vona að við fínnum manninn áður en htín fínnur hann. COSPER ÉG ætla sko að hitta köttinn áður en hann vekur allt hverfið. STJÖRJVUSPA eftir Erances llrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert frjálslegur og vilt síst af öllu festa þig í neti vanans. Þú þarft þó að aga þig svo að hæfdeikar þínir fái að njóta sín. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þér gæti boðist óvænt tæki- færi sem þú ættir að taka fagnandi. Þú ert tilbúinn til að hefja nýjan feril. Naut (20. apríl - 20. mal) Taktu tillit til sjálfs þín og líttu ekki á það sem eigin- girni þótt þú viljir fá frið. Þú þarft virkilega á því að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú mátt sjá fram á það að langþráður draumui’ þinn fari að rætast. Þú munt verða í sviðsljósinu vegna þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun er varðar heimilið. Vertu framsýnn og gefðu þér tækifæri á að breyta til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) TÍft Breytingar liggja í loftinu varðandi atvinnu. Hafí þig langað til að breyta til á vinnustað, ættirðu að gera fyrirspurn um það. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Bu. Það er bjart framundan í fjármálunum og þú munt svo sannarlega fá stuðning vina þinna vai'ðandi fjárfest- ingar. (23. sept. - 22. október) Einhver misskilningur er í gangi í vinnunni, sem þú skalt ekki hafa áhyggjur af. Þér býðst að fara í stutt ferðalag. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) “wt Þú þarft að endm'skoða vin- áttu við ákveðinn aðila. Haltu þig frá fólki rangtúlk- ar allt og elur á rógburði. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Si t Þú þarft frið til að hugsa málin. Þú gætir uppskorið vel ef þú notfærir þér hug- vitssemi þína. Treystu sjálf- um þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú setur sjálfum þér hindr- anir með því að vera of dóm- harður. Ef þú slakar á munu hugmyndirnar streyma til þín. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) oMt Þér hættir til að taka hlut- ina of nærri þér. Viðhorf þitt gæti breyst ef þú hlustar á ráðleggingar vinar þíns. Fiskar m (19. febrúar - 20. mars) >%■» Þú hefur ákveðnar skoðanir á fjármálum, en einhver þér nákominn gæti fengið þig til að skipta um skoðun. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni \dsindalegra staðreynda. Matur og matgerð Gómsætir ýsuréttir Nú eru Islendingar farnir að meta físk betur en áður, segir Kristín Gestsdóttir, sem gefur gestum sínum oftast fisk þegar hún heldur veislu. ÞEGAR fyrsta mat- reiðslubók mín kom út árið 1981 varð fólk undrandi á hve margt gott væri hægt að búa til úr físki. Mér er minnis- stætt að nær hver einasta mann- eskja sem keypti bókina prófaði sama réttinn og ekki þann auð- veldasta, en það er ýsuréttur á bls. 27 með lauk, eplum, tómöt- um, beikoni og osti. Allir voru sammála um gæði þessa réttar. Þegar ég fór að skrifa í Morgun- blaðið nokkrum árum síðar, heyrði ég aftur á móti stundum raddir í þeim dúr að þetta og hitt væri of fyrirhafnarsamt og of margar tegundir hráefnis og krydds væru í réttunum. Þær raddir hafa hljóðnað og fólk er farið að átta sig á því að maður býr ekki til góðan mat úr engu. Ysuflak sem hent er hugsunar- laust í pott er ekki góður matur enda heyra foreldrar börn sín mjög oft kveina: „Oj, bara fískur.“ Leggið smáhugsun og fyrirhöfn í matinn og uppskerið ánægjustunu frá bömum ykkar. Hér er að sjálf- sögðu uppskrift af ýsuréttinum flí'í- 2. Saxið laukinn og steinselj- una. Bræðið smjörið og sjóðið hvort tveggja í því í nokkrar mín- útur. Gætið þess að þetta brenni ekki. Skerið beikonið smátt. Af- hýðið tómatana og skerið í sneið- ar. Afhýðið eplin, takið úr þeim kjarnann og skerið í þunnar sneiðar. 3. Smyrjið eldfast fat. Leggið beikon á botninn, síðan fyrsta ýsuflakið, þá eplasneiðarnar, síð- an smyrjið þið annað flakið með sinnepi og leggið ofan á, þá tómatana, síðan þriðja flakið, leggið lauk/steinseljuna þar yfír og síðast fjórða flakið. 4. Hrærið sýrða rjómann með karrí, papríku og sítrónusafa. Smyrjið því yfir. 5. Rífíð ostinn eða skerið í sneiðar og leggið ofan á. 6. Bakið í bakaraofni við 180° C í 30-40 mínútur. Leggið stein- seljugrein og sítrónusneiðar með á fatið. Meðlæti: Soðin hrísgrjón og smábrauð. vinsæla á bls. 27 í bókinni „220 gómsætir sjávarréttir". Stundum höfum við minna við og því er hér annar mjög einfaldur ýsuréttur sem eldri börnin geta auðveldlega matreitt sjálf og jafnt böm sem fullorðnir kunna að meta. Ýsa og pastaskrúfur í tómatsósu 2 dl pastaskrúfur 1 lítri vatn Ofnbökuð ýsa með lauk, eplum, tómötum, beikoni og osti 4 lítil ýsuflök (eða 2 stærri klofin) ___________safi úr 1/2 sítrónu _______________salt/pipar_____________ _______6 sneiðar beikon (100 g)_______ ________________3 epli________________ ______________5 tómatar_______________ __________1 msk, milt sinnep__________ _______________1 laukur_______________ 1 væn steinseljugrein_______ 20 g smjðr______________ 1 bikar sýrður rjómi________ ______________1 tsk. kam'_____________ ___________sk. paprikuduft____________ ___________1 msk. sítrónusafi_________ 200 g maribóostur eða annar feitur mjólkurostur 1. Roðdragið flökin, skerið úr þeim öll bein, skolið úr köldu vatni, þemið með eldhúspappír, hellið sítrónusafa yfir flökin, strá- ið á þau salti og pipar. Látið bíða í 10-15 mínútur. __________1 tsk. salt________ 1 meðalstórt ýsuflak __________1 tsk. salt________ nýmalaður pipar 2 dl vatn á pðnnuna hveitihristingur (vatn + hveiti) 2 msk. tómatsósa 1 msk. smjör 1. Sjóðið vatn með salti, setjið pastaskrúfur út í sjóðandi vatnið og sjóðið við háan hita í um 15 mínútur. Pastað á að vera á stöðugri hreyfíngu í vatninu. Hellið síðan á sigti. 2. Roðdragið flakið, skerið úr því beingarðinn. Stráið á það salti og pipar og látið standa í nokkrar mínútur, skerið í sneiðar og legg- ið á pönnu, hellið vatninu utan með og sjóðið í 7-10 mínútur. 3. Hristið saman hveiti og vatn. Færið fiskinn til hliðar á pönn- unni, hallið henni örlítið og hrær- ið hveitihristinginn út í soðið. Látið sjóða í 3 mínútur, hrærið þá smjör og tómatsósu út í. Setjið pastað saman við og rétturinn er tilbúinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.