Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 11 FRÉTTIR Samningur Hitaveitu Reykjavíkur og Mosfellsbæjar Margra ára deila til lykta leidd SAMNINGUR sem Hita- veita Reykjavíkur og Mos- fellsbær hafa gert um kaup á vatnsréttindum verður borinn undir atkvæði í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á morgun. Samning- urinn gerir ráð fyrir að réttindin verði seld fyrir 70% hærra verð, en Hitaveitan borgaði fyrir vatnsrétt- indin fyrir rúmum tveimur árum þegar hún gerði samning við tvo eigendur vatnsréttinda í Mosfells- bæ. Með samningnum er úr sög- unni ágreiningur sem verið hefur milli Hitaveitunnar og Mosfellsbæj- ar um hvernig eigi að meta hita- réttindi bæjarins samkvæmt samn- ingum sem gerðir voru 1955 og 1974. Reykvíkingar fengu fyrst að kynnast heita vatninu í Mosfellsbæ árið 1933 þegar borað var með góð- um árangri að Reykjum í Mosfells- sveit. Hitaveita Reykjavíkur keypti í kjölfarið hitaréttindi af nokkrum bændum í sveitinni. Samningarnir, sem hún gerði við eig- endur hitaréttinda allt fram til um 1950, gerðu ráð fyrir að Hitaveitan afhenti bændunum ákveðinn fjölda sek- úndulítra og kostaði lagningu leiðslna heim tO þeiiTa. Árið 1955 var gerður samningur milli Mos- fellsbæjar og borgar- stjórnar Reykjavíkur um að Hitaveitan tæki að sér að dreifa heita vatninu innan bæjarins. Þessi dreifing fól í sér greiðslu fyrir hitaréttindin. Mos- fellsbær átti hins vegar dreifíkerfið. Eftir því sem íbúafjöldi í Mosfells- bæ óx hækkaði kostnað- ur Hitaveitunnar við dreifingu vatnsins og ár- ið 1974 var gerður nýr samningur um hitarétt- indin. Þessi samningur gerði ráð fyrir áfram- haldandi dreifingu vatns- ins, en jafnframt viðbót- arkaupum Hitaveitu Mosfellsbæjar á heitu vatni af Hitaveitu Reykjavíkur. Samningurinn gerði ráð fyrir að vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur væri hemlað inn á kerfið, en það þýddi að kaupendur í Mosfellsbæ keyptu alltaf sama magn af vatni óháð því hvort það var sumar eða vetur og hvort þeir þyrftu á öllu þessu vatni að halda eða ekki. Þessu var breytt árið 1985 og farið að selja vatn eftir mæli, m.a. vegna þess að mönnum var þá orðið ljóst að sölufyrirkomulagið leiddi til só- unar á auðlindinni. Ágreiningur um mat á réttindum „I kjölfarið komu upp ágrein- ingsatriði miili Mosfellsbæjar og Hitaveitunnar um hvernig ætti að fara með þessi hitaréttindi bæjar- ins. Menn voru ekki sammála um hvernig ætti að meta þessi réttindi í uppgjöri milli aðila. í upphafi árs 1996 settust menn yfir þessi atriði og sú niðurstaða sem kom út úr þessum viðræðum er að í stað þess að deila um mat á hitaréttindunum kaupir Hitaveitan hitaréttindin af bænum,“ sagði Jóhann Sigurjóns- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Jóhann sagði að af hálfu Mos- fellsbæjar hefði því verið haldið fram í þessum samningaviðræðum að samningurinn frá 1974 gerði ráð fyrir að Mosfellsbær keypti heita vatnið á óeðlilega háu verði. Hita- Liðin eru 65 ár síðan Reykvíkingar hófu að bora eftir heitu vatni í Mosfellssveit. Ágrein- ingur hefur verið milli Mosfellsbæjar og Hita- veitu Reykjavíkur um hvernig eigi að meta hitaréttindin sam- kvæmt samningum sem gerðir voru fyrir meira en 40 árum. Nýjum samningi bæjarfélag- anna er ætlað að leysa þennan ágreining. veitan hefði á sínum tíma talið að þetta verð væri sanngjarnt vegna þess að Mosfellsbær væri að nota heitavatnsleiðslur hennar að hluta til sem innanbæjardreifikerfi. Að mati Mosfellsbæjar hefðu bæjarbú- ar hins vegar átt að njóta þess að búa nánast ofan á borholunum. í samningaviðræðunum, sem stóðu í tvö ár, var reiknað út hvert væri eðlilegt afgjaldsverð hvers þáttar. Reiknað var út hvað væri eðlilegt að borga fyrir virkjunar- þáttinn annars vegar og fyrir dreifikerfið hins vegar. Niðurstað- an varð sú að eðlilegt verð til Hita- veitu Mosfellsbæjar væri 40% af smásöluverði Hitaveitu Reykjavík- ur, en það þýðir 20% lækkun frá núgildandi verði. Jóhann sagðist telja að þessi samningur væri hagkvæmur fyrir báða aðila. Lækkun á vatnsverði yrði til þess að afkoma Hitaveitu Mosfellsbæjar myndi batna um 7 milljónir á ári miðað við núverandi stöðu. Samningurinn styrkti enn- fremur stöðu fyrirtækisins að því leyti að það yrði eitt um að afhenda vatn til notenda í Mosfellsbæ þar sem Hitaveita Mosfellsbæjar tæki yfir allar dreifilagnir. Hitaveitan yrði því sterkara fyrirtæki þegar til framtíðar væri litið. Jóhann sagði að bæjarstjórn hefði látið kanna hvort hag- kvæmara væri fyrir bæinn að virkja sjálfur frekar en að semja við Hitaveitu Reykjavíkur. Niður- staða sérfræðinga hefði verið sú að eftir að verð á vatninu frá Hitaveit- unni hefði verið lækkað um 20% væri ekki hagkvæmt fyrir Hita- veitu Mosfellsbæjar að fara út í að bora eftir heitu vatni. Samningarn- ir við Hitaveitu Reykjavíkur kæmu þó ekki í veg fyrir að Mosfellsbær færi út í að bora eftir heitu vatni. Vatnsréttindin í eigu margra aðila En það eru fleiri sem eiga vatns- réttindin en bæjarfélagið. I upphafi samdi Reykjavíkurborg við rúm- lega 20 bændur í sveitinni um nýt- ingu heitavatnsréttinda. Réttindin eru núna í mörgum tilfellum í eigu erfingja þessara manna. Dæmi eru um að Hitaveitan hafi keypt rétt- indin af þessum einstaklingum og t.d. seldu tveir aðildar Hitaveitunni vatnsréttindi árið 1996 fyrir 86-88 þúsund krónur mínútulítrann. Samningurinn sem Mos- fellsbær hefur gert ger- ir ráð fyrir að lítrinn verði seldur á 145 þús- und krónur eða fyrir 70% hærra verð. Jóhann sagði að Mos- fellsbær hefði leitast við að tryggja stöðu eigenda vatnsréttindanna með því að setja inn í samn- inginn við Hitaveituna ákvæði sem skuldbindur hana til að kaupa rétt- indin af þeim á sama verði og bærinn. Jóhann sagði að eigendumir gætu valið um að eiga vatnsréttindin áfram eða að selja þau á sama verði og bærinn. Akvarðanir annarra eigenda myndu engu breyta um þann samning sem Mosfells- bær hefði gert. Hann sagði að stjórnendur bæjarfélagsins hefðu ný- lega haldið fund með rétthöfum til að kynna þeim samninginn. Nær allir hefðu lýst yfir ánægju með samninginn. Einfaldari dreifmg „Við vonumst til að þessi samn- ingur leiði til þess að það verði ein- faldara og þægilegra að fást við dreifingu vatnsins. Það er erfitt fyrir okkur að reka dreifikerfi í Mosfellsbæ ofan í annað sem bæj- arfélagið rekur. Það er einfaldara og skilvirkara að þetta sé allt á einni hendi,“ sagði Gunnar Krist- insson, forstjóri Hitaveitu Reykja- víkur. Gunnar sagði að hitaveiturétt- indin í Mosfellsbæ væru mjög mik- ilvæg fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og yrðu það áfram þrátt fyrir til- komu Nesjavallavirkjunar. Um 40-45% af vatni Hitaveitunnar kæmu úr Mosfellsbæ. Hann sagði að áður en Nesjavallavirkjun kom til hefði álagið á virkjanasvæðið í Mosfellsbæ verið of mikið og það hefði m.a. leitt til þess að vatns- borðið lækkaði. Eftir að dregið hefði úr dælingu í Mosfellsbæ hefði vatnsborðið hækkað aftur. Gunnar sagði að ekki væru uppi áform um að bora frekar eftir heitu vatni í Mosfellsbæ. Orkan á Nesjavöllum væri það mikil. Samningurinn hefur verið rædd- ur tvívegis í bæjarstjórn Mosfells- bæjar og verður afgreiddur á næsta fundi sem haldinn verður í byrjun mars. Borgarráð Reykjavík- ur hefur þegar samþykkt hann. ÞAÐ þótti mikið framfaraspor þegar heitt vatn var leitt frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Grunaðir þjófar handteknir TVEIR menn voru handteknir í húsi í Breiðholti á fimmtudags- kvöld í tengslum við rannsókn á nokkrum innbrotum sem framin hafa verið í Breiðholti og Grafar- vogi að undanförnu. Mennimir eru grunaðir um að- ild að innbrotunum og fundust munir í fórum þeiiTa sem taldir era þýfi úr umræddum innbrotum. í kjölfar handtökunnar sam- þykkti héraðsdómur Reykjavíkur kröfu um gæsluvarðhald yfir öðr- um manninum til 11. mars, en hinn maðurinn hóf að afplána sjö mánaða fangelsisvist vegna eldra máls. Þeir hafa báðir komið áður við sögu lögreglu. London 27. mars frá 17.990 I Föstudagur til sunnudags Opið sunnudaginn 1. mars frá 13 - 16. I Aðeins þessi eina Glæsihótel við Oxford stræti Heimsferðir bjóða nú einstaka helg- arrispu til London 27. mars á ótrúlegu verði. Beint flug til Gatwick-flugvallar í London og þú getur valið um að kaupa bara flug, eða dvalið á hinu glæsilega fjögurra stjörnu Brittannia Mayfair hóteli við Oxford-stræti. Og að sjálfsögðu nýtur þú rómaðrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Ferðatilhögun Flug frá Keflavík kl. 15: 05 föstudaginn 27. mars Lending á Gatwick kl. 18:05. Dvöl í London í 2 nætur Brottför frá London á sunnudegi, 29. mars kl. 09:55. Lending í Keflavík kl. 13:00. Verð kr. 17.990 Flug fram og til baka með sköttum. Verð kr. 24.990 Verð kr. 26.990 Flug og gisting á Paragon-hótelinu, góðu þriggja stjörnu ráðstefnuhóteli, í 2 nætur, skattar innifaldir. Flug og gisting á Brittannia Mayfair við Oxford-Stræti, glæsilegt fjögurra stjörnu hótel. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 li0íiri0imMaMih - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.