Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 41 t HESTAR Vantar alla vitneskju um veiruna Akranes Einn hest- ur fékk yfir 42 stiga hita „VEIKIN kom fyrst upp í mínu hesthúsi og ég bar hana sjálfur þangað,“ sagði Hjör- leifur Jónsson, hestamaður á Akranesi, þegar Morgunblað- ið leitaði frétta af ástandinu þar í bæ. „í um vikutíma varð hennar einungis vart hjá mér, en nú er hún komin í 7 hús. Fyrsti hesturinn veiktist 20. febrúar og ég lét strax vita. Þá var vika liðin frá því að ég kom í hesthúsið hjá Atla Guðmunds- syni í Dal. Þegar ég kom þangað 13. febrúar var enn talið að um fóðureitrun væri að ræða. Um leið og Atli frétti að hér væri líklega um veirusýkingu að ræða, 20. febrúar, hringdi hann í mig og það var einmitt sama daginn og fyrsti hestur- inn veiktist hjá mér. Daginn áður hafði ég komið í annað hesthús á svæðinu. Hestarnir voru líka samtímis úti í sam- liggjandi gerðum þangað til veikin uppgötvaðist hjá mér.“ Hjörleifur segir að allir hans hestar hafí veikst, nema einn. Alla vega varð ekki vart neinna einkenna hjá honum. Fjórir af sextán hestum í hús- inu urðu mjög veikir í 2-3 daga, átu alls ekkert og létu á sjá. Einn hestuiinn fékk til dæmis 42,7 stiga hita. Hjör- leifur skráði hjá sér allar upp- lýsingar um framgang sjúk- dómsins og hita hrossanna frá degi til dags. „Það var fyrst núna á sunnudaginn sem ég varð var við að hrossin voru að byrja að hegða sér eðli- lega,“ sagði hann. „Hér er allt steindautt og öll starfsemi liggur niðri. Þrátt fyrir að hrossin séu að hressast er ljóst að það þarf að fara varlega í að byrja þjálfa þau og verður ekki gert fyrr en hlýnar í veðri,“ sagði Hjörleifur, en hann stefnir með a.m.k. fjögur hross á sýn- ingar í vor. EKKI hefur enn tekist að greina hvaða sjúkdómur er hér á ferðinni en þó eru dýralækn- ar nokkuð vissir um að um veirusýki sé að ræða sem lúti lögmálum veirufræðinnar. I upphafi veikinn- ar lækki fjöldi hvítra blóð- korna, sem rennir stoðum undir þá tilgátu. Þótt smitleiðir séu að nokkru kunnar er margt sem ekki er vitað og vant,- ar inn í mynstr- ið til að dýra- læknar geti gef- ið fullnægjandi ráðleggingar. Þá er margt á huldu um hver geti verið fram- vinda sjúkdóms- ins á næstu vik- um og mánuð- um. Einkenni sjúkdómsins eru þau að fyrst ber á lystarleysi og likamshitinn hækkar. I sumum tilvikum ber á meltingartrufl- unum. Hugsanlegt er talið að hross geti veikst án þess að menn verði varir við einkenni sem hér eru nefnd. Kunnar smitleiðir eru þær helstar að hestur smitar hest, þá væntan- lega með snertingu. Menn geta borið smit milli húsa eða staða og þá er ekki ósennilegt að hundar, kettir og jafnvel mýs gætu borið smit. Einnig virðast hestar sem ekki veikjast sjáan- lega geta borið smit. Þá er ekki talið útilokað að um svokallað úðasmit geti verið að ræða. Helgi Sigurðsson dýralæknir nefndi eitt dæmi þar um. Hesta- maður í Víðidal í Reykjavík fullyrðir að hross hans hafi ekki komist í snertingu við önn- ur hross né nokkur utanaðkom- andi aðili komið í hús hans en þrátt fyrir það hafi einn hestur sýkst. Hefur þessi maður stund- að útreiðar og hitt aðra hesta- menn í útreiðum og telur að hestur hans hafí smitast af út- öndun hinna hrossanna. Þarna er að sjálfsögðu um getgátur að ræða. Hestar sem sýkjast eru ein- kennalausir í viku til tíu daga eftir að þeir smitast. Þá fá þeir hita og sumir eru með einhverjar melt- ingartruflanir. Hitinn fer í sum- um tilvikum yfir 41 gráðu. Þrátt fyrir lystarleysið halda hross áfram að éta í sumum tilvikum. Þá á sér stað uppþornun í lík- ama hrossanna vegna hitans, því meiri sem hitinn er meiri. Þetta ástand getur varað frá einum degi upp í íjóra. Síðan tekur hrossin upp undir viku að jafna sig. Svo virðist sem ásig- komulag hrossanna þegar þau taka veikina ráði nokkru um hversu þungt hún leggst á þau. Ekki er vitað með vissu hvort liestur sem hefur fengið veikina geti veikst á nýjan leik og eins hvoi*t hann beri smit eftir að hafa náð sér af veikindunum. Helgi bendir á að þótt hross myndi mótefni geti virkni þess slaknað þegar frá líður. Blóðsýni eru til rannsóknar í Svíþjóð og verða fleiri send á næstu dögum. Þá gat Helgi þess að í Vestur-Svíþjóð væri í gangi óþekktur sjúkdómur í hrossum sem svipaði mjög til þessa sjúk- dóms og væri í rannsókn. BARÁTTAN gegn hitasótt- inni er talin vonlítil á höfuð- borgarsvæðinu og almennt talið að hrossin þar eigi fyrr eða síðar eftir að komast í tæri við hina meintu veiru. FJÓRIR hestar höfðu veikst hjá Lillu Hjaltadóttur í Hindisvík og brá hún á það ráð að setja stfla í afturenda þeirra til að halda hit- anum í skefjum. Hestarnir eru nú allir orðnir hitalausir og eru óðara að ná sér. Þyrfti jafnstrangt eftirlit og hjá lax- veiðimönnum ERLING Sigurðsson, reiðkenn- ari og tamningamaður, lenti í því fyrir fjórum árum að hestar hans veiktust'og var óttast að þar væri á ferðinni smitsjúk- dómur. Hestarnir voru settir í einangrun og hafði þetta mál á sínum tíma mikil áhrif á störf Erlings og afkomu. Erling segir að hestarnir hafi allir jafnað sig, en enn þann dag í dag hafí hann ekki fengið staðfestingu á því hvaða sjúkdómur var á ferðinni þrátt fyrir að hann hafí ítrekað leitað eftir því. „Eftir að ég lenti í þessu máli hef ég hvað eftir annað vakið at- hygli á hættunni á að hættulegir smitsjúkdómar berist til lands- ins og breiðist út. Meðal annars á ársþingum og öðrum samkom- um hestamanna. Eg verð að segja að mér fínnst ég hafa talað fyrir daufum eyrum og oftar en ekki fengið bágt fyrir. Þetta kæruleysi, bæði hjá hestamönnum sjálfum og stjórn- völdum, er ástæðan fyrir því að þessi veiki kemur upp núna. Ef rétt hefði verið að málum staðið hefði þetta ekki komið fyrir. Og þrátt fyrir að þetta virðist ekki vera hættulegur sjúkdómur sem nú geisar sýnir þetta okkur hvað getur gerst.“ Erling segir að fólk geti nán- ast flutt hvað sem er inn til landsins án nokkurra hindrana. Þess séu dæmi að óhreinar, not- aðar hestakerrur hafi verið flutt- ar inn frá Þýskalandi. „Fyrir skömmu gekk ung stúlka í gegnum tollinn með hnakk án þess að vera stöðvuð," segir hann. „Hún vissi ekki af neinum reglum og hafði hnakk- inn í tösku sem var í laginu eins og hnakkur og var alls ekki að reyna að fela neitt, en enginn gerði athugasemd. Sem betur fer var hér um nýjan hnakk að ræða, en hann hefði alveg eins getað verið notaður. Eftirlitið þyrfti að vera jafn- strangt og hjá laxveiðimönnum. Veiðistangir og aðrar græjur eru allar sótthi-einsaðar þegar komið er með þær til landsins. Hingað koma hestakaupmenn og aðrir sem tengjast hestum til landsins og geta verið með fulla tösku af skítagalla án þess að nokkurt eftirlit sé með því. Þetta er ekki hægt,“ sagði Erling að endingu. Líkleg veirusýking í hrossum á höfuðborgarsvæðinu segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir Ekki ljóst hvaðan veikin er komin „Það sem við hræðumst mest eru sjúkdómar sem hamla því að hægt sé að fara með hesta hvert á land sem er eins og verið hefur og stefna hrossum af öllu landinu á einn stað, t.d. á landsmót. Það er okkur ákaf- lega dýrmætt að geta áfram hamp- að því að íslenski hrossastofninn sé laus við smitsjúkdóma, ekki síst í sambandi við útflutninginn," segir Sigríður Bjömsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, í samtali við Morgunblaðið. Sigríður segir að fyrstu tilfelli sjúkdómsins hafí greinst 9. febrúar síðastliðinn þegar þrjú hross í sama hesthúsi veiktust. Þau fengu háan hita og öll einkenni bentu til þess að sjúkleikinn tengdist fóðrun. Sterkur grunur lék á að þetta væri svokölluð votheysveiki (Hvanneyrarveiki) en hún hegðar sér í byrjun nákvæm- lega eins og þetta. „Það sem skilur á milli er að vot- heysveiki er ekki smitandi, en yfir- leitt éta hross í sama hesthúsi sama hey svo oft veikjast nokkur hross í einu.“ - Grunaði dýralækni sem fyrstur sinnti þessum hestum ekki að þetta gæti hugsanlega verið eitthvað ann- að en fóðureitrun, t.d. veirusýking? „Nei, vegna þess að þeir veiru- sjúkdómar sem við óttumst mest hafa allir önnur greinilegri einkenni t.d. frá öndunarfærum eða melting- arvegi. Ef þessu hefðu fylgt minnstu öndunarfæraeinkenni, svo sem nefrennsli, hefðu strax vaknað grunsemdir og viðbrögð orðið önn- ur í byrjun." - En var gengið nógu hart fram í að koma í veg fyrir útbreiðslu í byrjun? „Það leið einhver tími þangað til rökstuddur grunur lék á að þarna væri um smitsjúkdóm að ræða. Mál- ið barst ekki yfirdýralækni fyrr en 19. febrúar.“ Sigríður segir að hestar fái mjög misjafnlega mikil einkenni. Dæmi séu um hesta með mjög háan hita og aðra sem eru einkennalausir en samt smitberar. Sjúkdómurinn sé ekki bráðsmitandi og það sé ástæð- an fyrir því að ekki er meira gert. „Við spörum okkur róttækari að- gerðir fyrir alvarlegri sjúkdóma sem geta borist hingað.“ Sigríður segir óljóst hvar sjúk- dómurinn kom fyrst upp, þar til meiri upplýsingar um hann liggja fyrir „en það skýrist væntanlega hvernig hann hefur borist til lands- ins þegar við vitum hvaða veira er á ferðinni. En það er ljóst að margir tamningamenn hafa verið á ferðinni og fjöldi útlendinga hefur komið til landsins að kaupa hesta, þannig að við getum ekki með nokkru móti séð á þessu stigi málsins með hvaða aðila veikin barst hingað." Veikin hefur nú þegar borist í úti- gangshross fyrir austan fjall. í stóð- inu eru einungis 25 hross og er bær- inn einangraður frá öðrum bæjum og ekki hætta á samgangi hross- anna við önnur hross. Hægt er að hýsa öll hross á bænum og veiku hrossin hafa verið færð inn. Sigríð- ur segir að það sé nauðsynlegt að hlúa að veikum hrossum og því mið- ur geti alls ekki allir hýst öll hrossin sín og því sé hætta á að þeir ráði ekki við vandamálið ef sjúkdómur- inn kæmi upp hjá þeim. „Heilbrigði íslenskra hrossa er forsenda fyrir því að þau geti verið á útigangi með þeim hætti sem tíðkast hér á landi. Því er mikilvægt að við náum tökum á þessu," segir hún. „Veirur hegða sér á mismun- andi hátt og eiga mismunandi mikla möguleika á að lifa fyrir utan hýsil- inn og þegar við fáum betri upplýs- ingar um eiginleika veirunnar sem hér á hlut að máli munum við meta þá möguleika sem við höfum á að útrýma sjúkdómnum. Að öðrum kosti verður að láta veikina breiðast út svo hrossastofninn byggi upp ónæmi gegn honum. Hvað það tek- ur langan tíma vitum við ekki á þessari stundu . En af því að sam- gangur hesta og hestamanna og flutningur á hrossum var takmark- aður hefur veikin ekki breiðst eins hratt út og ella hefði orðið. Marg- feldisáhrifin hefðu getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða." Ýmsar tölur hafa heyrst um kostnað við hvert hross, jafnvel 10.000 krónur fyrir hverja sprautu. Sign'ður segir ekkert hæft í þessu og hvernig svona sögur komist á kreik viti hún ekki. Hún heldur að dýralæknar sem sinnt hafa veiku hrossunum séu yfirleitt ekki famir að rukka.fyrir þá þjónustu. Þeir hafi veitt bráðaþjónustu og beðið með bókhaldið á meðan. Hún segir að rétt sé að gefa hrossum sem fá yfir 40 stiga hita hitastillandi lyf og einnig sé ráðlagt að gefa fúkkalyf ef einhver önnur einkenni koma í ljós. Ef kalla þurfi á dýralækni mörgum sinnum til sama hrossins ef það fær eftirköst megi búast við að af því hljótist einhver kostnaður. Sigriður segir að þetta mál hafi kennt okkur hvað áhrifin séu gífur- leg þegar svona sjúkdómur breiðist út. Hann raski allri starfsemi í kringum hesta og starf gífurlegs fjölda fólks liggur niðri, svo sem tamningamanna, járningamanna, hestaflutningamanna og fleiri. Hún segir mikla ábyrgð hvfla á hesta- mönnum sjálfum. Þeir verði að gera sér grein fyrir hversu dýrmætt það sé að halda íslenska hrossastofnin- um heilbrigðum. Þá fyrst væri hægt að tala um mikinn kostnað ef bólu- setja þyrfti öll hross í landinu. Svo ekki sé talað um þau áhrif sem það Æ hefði á sölu og útflutning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.