Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir í o o | o o i O o o O „ | ________________«___________» \ I o ------------ a?ft\pw?e»27 Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk \JUST BECAUSE TOU KE SMALL,YOL) PON‘T AIU)AY5, MAVE TO BE AFRAIP.. LEARNI TO FI6MT 0ACK ! DON'T LETANV0NEPU5M YOU AROONPÍ Lærðu að svara fyrir þig! Láttu engan ráðskast með þig! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 MINNISVARÐI um Skeiðarárhlaupið. Minnisvarði um Skeiðarárhlaupið Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: ÞEIR SEM á síðasta ári fóru austur að Skeiðará og skoðuðu menjarnar um Skeiðarárhlaupið hafa væntan- lega tekið eftir langbita úr eystri hluta brúarinnar yfir Skeiðará sem vatnselgurinn sópaði burtu í hlaup- inu. Hann lá á sandinum 300-400 metrum neðan við brúna. I þessari fjarlægð var bitinn að sjá eins og undið lok af sardínudós en þegar nær var komið var íyrst hægt að átta sig á stærð þessa stálvirkis sem náttúruöflin höfðu leikið svo illa; yfir 150 cm hár I-biti með tilsvarandi öfl- ugum þverböndum. Þá þegar eftir náttúruhamfarirn- ar kom fram sú hugmynd að stilla mætti þessum bita, eða hluta hans, upp í grenndinni sem áhugaverðum og upplýsandi minnisvarða um hlaupið. Þar gætu allir sem ættu leið um sandinn séð þennan minnisvarða og gert sér örlitla grein fyrir því hvað gekk á meðan á hlaupinu stóð. I þessu skyni hafði ég samband við ráðamenn hjá Vegagerðinni fyrir u.þ.b. ári. Þá var mér tjáð að til stæði að gera eitthvað í þessa veru. Fyrir skömmu þegar ég síðast átti leið um sandinn var orðið erfitt að koma auga á bitann þar sem hann var að mestu sokkinn í aur og möl. Og sjálfsagt á smáhlaupið í Skeið- ará, sem er í gangi þegar þessar lín- ur eru ritaðar, eftir að fylla enn bet- ur að bitanum. Á meðan tækjabúnaður er austur á sandi í sambandi við brúarsmíðina á Gígju eru sennilega síðustu forvöð að gera eitthvað til að bjarga bitan- um úr sandinum og varðveita hann sem menjar um smæð verka manns- ins gagnvart íslenskum náttúruöfl- um. Kannski er ég þó einn fárra um að telja þörf á þessu og að fleiri séu þeirrar skoðunar að betra sé að bit- inn hverfi endanlega í sandinn. Kannski erum við lítið gefin fyi-ir að viðurkenna á svo áberandi hátt að tækniþekking mannsskepnunnar megi sín stundum lítils gegn kröft- um náttúrunnar. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, leiðsögumaðm- og bíltækniráðgjafi. Óhugnanleg framvinda Frá Þorsteini Guðjónssyni: EITT af því sem mér hefur þótt ömurlegast að heyra, á þessum allra síðustu tímum, er sú frétt, að búið sé að selja um 400.000 úkraínskar konur mansali til Vesturlanda þar sem melludólgar hirða gróðann af að selja aðganginn. Ennþá miklu meiri gróði er sagður vera af þessu en eiturlyfjunum sem þó hafa þótt ekki lítil gróðalind. Af þessu dreg ég þá ályktun að hin síðari starf- semi (þótt gömul sé), sé orðin enn svívirðilegri en hin fyrri og er þó ekki hvítt að velkja í því efni. Víkur nú sögunni til íslands, þar sem menn hafa fram undir þetta eygt þá von að sumu því versta yrði héðan bægt. Ekki er langt síðan dansmey í húsi einu við Laugaveg, lenti saman í áflogum við atvinnu- rekanda sinn, og varð af blaðamál; sást mynd þar sem lögreglan leiðir yfirmann hússins stuttan spöl í ann- að hús við Hverfisgötu; en eitthvað varð stutt í þeirri sögu og því borið við að yfirmaður hjá lögreglunni væri skyldur atvinnurekandanum enda er þetta varla meira en inn- gangur að því sem meira er. Það eru sjálfar stofnanir þjóðfé- lagsins sem nú virðast komnar í „málið“! Og stærstu fyrirtækin sem ríkustu menn ráða: Flugleiðir senda Einar sinn í sjónvarp til að „út- skýra“ hvemig stóð á dreifiskeytinu þeirra til Englands með „einnar nætur stp.“ eins og Spaugstofan orðar það. Magnús í ferðamálunum spurði reyndar dálítið þykkjuþung- ur í haust er leið, þegar rætt var um ferðamálin „hvaða stefna er það sem menn vilja láta okkur taka í þeim málum?“ En þegar sami Magnús er spurður nú í febrúar ‘98, um dreifiskeytið, þegir hann eins og steinn. Tel ég það vera góðs manns þögn. Það er eitthvað mikið, sem er ver- ið að þegja um núna, einhver stór- felldur undirbúningur sem mikil leynd hvílir yfir. Er þetta „menn- ingarborgin“ að búa sig undir hlut- verk sitt? Hvar eru rannsóknarblaðamenn- imir? Hvar em nú öll kvennabar- áttusamtökin! ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þú þarft ekki alltaf að vera hræddur bara af því að þú ert lítill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.