Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐ JUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli LINDA Hrönn Einarsdóttir, dökkklædd fyrir miðri mynd, og fleiri áhugasamir hjúkrunarnemar kynna sér margvísleg störf hjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum. Opið hús á Landspítalanum fyrir hjúkrunarnema á síðasta ári Sífellt meiri sam- keppni um nýútskrif- aða hjúkrunarfræðinga Islendingar taka þátt í heimssýningu í þriðja sinn Sj ávarútvegsþj óðin Island á EXPO ‘98 H JIJKRUN ARFRÆÐING AR og ljósmæður á Landspítalanum höfðu í gær opið hús fyrir hjúkr- unarnema á fjórða ári í Háskóla íslands, þar sem hinum tilvon- andi hjúkrunarfræðingum voru kynnt Qölbreytt viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hinum ýmsu deildum spítalans. Fræðslu- efni fyrir sjúklinga lá frammi, auk þess sem ýmsan fróðleik var að finna á veggspjöldum, ýmis tæki og tól voru til sýnis og starf- andi hjúkrunarfræðingar og Ijós- mæður sátu fyrir svörum áhuga- samra nemanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landspítalinn opnar dyrnar fyrir hjúkrunarnemum á þennan hátt, en að þessu sinni var þó meira lagt í kynninguna, að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarfor- stjóra. Hún segir samkeppnina um nýútskrifaða hjúkrunarfræð- inga verða sífellt meiri og reynsl- an hafí sýnt að kynningar á borð við þessa skili árangri. Sérleið fyrir nýútskrifaða Ein af þeim nýjungum sem bryddað hefur verið á fyrir nýút- skrifaða hjúkrunarfræðinga er svokölluð sérleið. Þá ræður hjúkrunarfræðingurinn sig við stofnunina til eins árs og fer á milli deilda til að kynnast sem flestu. Þannig getur nýútskrifað- ur hjúkrunarfræðingur byrjað á lyfjadeild og verið þar í nokkra mánuði, farið þá yfir á krabba- meinsdeild og endað á bráðamót- töku. Þá eru haldnir sérstakir fræðsludagar fyrir hjúkrunar- fræðinga á sérleið, þar sem m.a. hafa verið tekin fyrir atriði eins og verkjameðferð, líknarmeð- ferð, gjörgæsluhjúkrun og túlk- un á rannsóknarniðurstöðum. Linda Hrönii Einarsdóttir var ein hjúkrunarnemanna sem komu á kynningu Landspítalans. Hún tók undir þau orð hjúkrun- arforstjórans að samkeppnin um nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga væri mikil. „Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri verður með kynn- ingu fyrir okkur fljótlega, við er- um þegar búnar að fara á Sjúkrahús Reykjavíkur, Vog og Reykjalund. Mér sýnist allir vera að gera sitt besta til þess að krækja í okkur,“ segir hún. Sjálf hefur hún þegar kynnst krabba- meinsdeild og fæðingardeild Landspítalans, þar sem hún hef- ur verið í verknámi. Hún ætlar sér þó ekki að byrja á Landspít- alanum strax að útskrift lokinni, því hún er búin að fá sumarvinnu á á gjörgæsludeildinni á Akur- eyri. „Ætli maður stefni svo ekki á það eins og svo margir aðrir landsmenn að fara til Noregs í haust og spreyta sig þar. Grasið er jú alltaf grænna hinum megin við girðinguna," segir Linda Hrönn. RÚM þrjátíu ár eru liðin frá því ís- land tók síðast þátt í heimssýningu en eins og kunnugt er tekur ísland þátt í heimssýningunni EXPO ‘98 sem haldin verður í sumar í Portú- gal. Kynning á íslenskum sjávarútvegi Yfirskrift heimssýningarinnar í ár er EXPO ‘98 og taka yfir 130 þjóðir þátt að þessu sinni. Kjörorð sýningarinnar er „Hafið, arfleifð til framtíðar“ og er sýningunni ætlað að beina athygli manna að lífríki hafsins, varðveislu þess og auð- lindanýtingu. Sýningin stendur í rúma fjóra mánuði, frá 22. maí til 30. september, og er áætlað að um 15 milljónir manna sæki sýninguna heim. Gert er ráð fyrir að Portú- galar verði 45% gesta, Spánverjar 25% og 30% verði frá öðrum þjóð- löndum. Á kynningarfundi sem haldinn var á vegum Úflutningsráðs í gær lýsti Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins, þeim forsendum sem lágu að baki ákvörðun ríkisstjómarinnar um þátttöku í EXPO ‘98. Hann nefndi að í fyrsta lagi hefði þótt mikilvægt að Island sem sjávarútvegsþjóð tæki þátt í sýningu þar sem þemað væri framtíðarnýting og varðveisla hafsins. Það væri málefni sem varðaði íslendinga og þeir hefðu margt fram að færa á alþjóðavett- vangi. „Einnig gefst þarna tæki- færi til þess að kynna gæði ís- lenskra sjávarafurða og mikilvægi sjávarútvegs fyrir Islendinga," sagði Ólafur. Að öðm leyti nefndi Ólafur að kostnaður við sýninguna væri mun minni en til dæmis við sýninguna sem haldin var í Sevilla um árið þar sem Portúgalar legðu til húsnæði þátttakendum að kostnaðarlausu. Kostnaður Islend- inga við þátttöku í sýningunni yrði samt sem áður um 75 milljónir króna og bæri ríkið þungann af þeim kostnaði eða um 60 milljónir króna, en annar kostnaður yrði greiddur af fyrirtækjum. Taka þátt í þriðja sinn Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í Portúgal, minntist þess að rúm þrjátíu ár væru liðin frá því að ísland tók síðast þátt í heimssýningu, sýningunni í Montr- eai árið 1967. Sameiginlegur sýn- ingarskáli Norðurlandanna hefði þá ráðið úrslitum um þátttöku Is- lendinga en þema þeirrar sýningar hafi verið „maðurinn og umhverfi hans“. Sven-ir Haukur sagði að heimssýningar hefðu verið haldnar með fimm ára millibili allt frá 1939 og að þátttakan í EXPO nú í ár væri í þriðja skipti sem Islendingar tækju þátt. Fyrsta skiptið hafi ver- ið á heimssýningunni í New York árið 1939 og hafi þátttakan mátt teljast undanfari sjálfstæðisyfirlýs- ingar þjóðarinnar. íslensk náttúra, menning og list Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs, Gestur Bárðarson, framkvæmdarstjóri ís- lenska sýningarskálans, og Ragn- heiður Sverrisdóttir verkefnisstjóri kynntu sýningarsvæðið, staðsetn- ingu og útlit íslenska skálans. Sýn- ingarbás íslendinga mun verða við einn aðalinngang svæðisins og verður um 660 fm að stærð. Hann verður á sýningarsvæði í nánd við bás Bandaríkjamanna, Japana og Brasilíumanna en aðrar Evrópu- þjóðir verða annars staðar á svæð- inu. Markmiðið í hönnun íslenska skálans er að sögn Gests Bárðar- sonar að skapa íými sem líkist ís- lenskri náttúru. Sýningarrýmið verður tvískipt, annars vegar for- skáli með móttöku, verslun, marg- miðlunarhorni og myndbandsskjá, og hins vegar geysistór kvik- myndasalur sem ætlað er að skapa íslenska tilfinningu. Hönnun skál- ans mun um margt minna á ís- lenska náttúru og má þar nefna stuðlabergsvegg í klakaböndum. Ragnheiður minnti á að vissulega yrði hörð samkeppni um athygli sýningargesta og þess vegna yrði skemmtanagildi kynningarinnar haft í huga um leið og stefnt væri að því að hafa hana eins fræðandi um íslenska menningu og mögu- legt væri. Auk íslenska sýningarsvæðisins verður sérstakur þjóðardagur til- einkaður íslendingum þar sem fjöldi Islenskra listamanna og skemmtikrafta mun koma fram. Laugardaginn 27. júní munu ís- lenskir listviðburðir eiga sér stað á tíu sýningarpöllum og leikhúsum í Lissabon. Um er að ræða sviðslist- ir af ýmsum toga, leiklist, tónlist og dans. Meðal þátttakenda eru Frú Emilía leikhús, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Skari skrípó, leikhóp- urinn Ormstunga, Kammersveit Reykjavíkur, Blásarakvintett Reykjavíkur, Tjarnarkvartettinn, íslenski dansflokkurinn, GusGus hópurinn og Öm Ámason og Jónas Þórir Morgunblaðið/Golli JÓN Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, gerir grein fyrir fyrirhuguðu sýningarsvæði á EXPO ‘98. f bakgrunni má sjá frá vinstri Ragnheiði Árnadóttur verkefnissljóra, Gest Bárðarson, framkvæmda- sljóra íslenska sýningarskálans, Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra í Portúgal, og Olaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Forsetahjónin kynna ser for- varnir og meðferðarþjónustu FORSETI Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og frá Guðrán Katrín Þorbergsdóttir munu í dag og á morgun heimsækja samtök og stofnanir sem annast meðferðarþjónustu og fást við forvarnastarf í baráttunni við vaxandi fíkniefnavanda. Forsetahjónin munu einnig eiga viðræður við fulltráa ýmissa félaga sem starfa að vímuefna- vömum og taka þátt í athöfn sem markar upphaf forvamaátaks íþróttahreyfinganna. Dagskra vettvangsheimsókn- arinnar hefst á endurhæfingar- heimili SÁÁ, Vík á Kjalamesi, að morgni þriðjudagsins 3. mars. Þaðan verður farið á sjúkrahús SÁÁ, Vog. Þar munu séríræðing- ar og starfsfólk SÁÁ kynna helstu einkenni á þróun vímu- Ræða við full- trúa félaga í vímuvörnum efnaneyslu í landinu á undanfóm- um áram. Síðar um morguninn verður meðferðarstöðin að Stuðlum heimsótt og fjallað um starfsemi Bamavemdarstofu ríkisins. Eftir hádegið verður farið í Rauða kross húsið þar sem veitt er í senn neyðarathvarf og ráðgjöf. Um kvöldið 3. mars bjóða for- setahjónin fulltráum nokkurra grasrótarfélaga til viðræðukvölds á Bessastöðum. Þar koma fulltrá- ar Jafningjafræðslu, Vímulausrar æsku, foreldrasamtaka Vímu- lausra æsku, Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum, Fjölskyldumið- stöðvarinnar og nemenda, íþróttafélaga og foreldra í Reykjanesbæ en þar hefur ný- lega verið ýtt úr vör samfélags- legu átaki. Fjallað verður um biýn úrlausnarverkefni og nýjar leiðir sem famar hafa verið til að efla forvarnastarf meðal ungs fólks. Að morgni 4. mars verður Bama- og unglingageðdeildin á Dalbraut heimsótt og síðdegis verður athöfn í Laugardal þar sem ÍSÍ, UMFÍ og fleiri munu hefja sérstakt forvamaátak. Að kvöldi 4. mars fara forseta- hjónin á kaffihúsið Kjark sem Félag óvirkra fíkla rekur, en þar verður sérstök dagskrá sem skipulögð er af samtökunum Kjarki. V atnsskaðar tíðir í frostinu VATNSSKAÐAR hafa verið tíðir undanfama sólarhringa og hefur slökkviliðið í Reykjavík verið kall- að út í tæpan tug skipta til að hreinsa upp vatnselg og afstýra skemmdum af völdum leka. Vatns- skaðar þessir era flestir raktir til mikils frosts seinustu daga. Fólk hvatt til aðgæslu Slökkviliðið í Reykjavík fór í Kringluna aðfaranótt mánudags þar sem úðarar, sem era hluti af slökkvikerfi, höfðu gefið sig með þeim afleiðingum að vatn lak niður á gólf verslunarmiðstöðvarinnar. Skráfað var iyrir vatnið og því sem lekið hafði niður var dælt út. Fór vatnið eingöngu á ganga en ekki inn í verslanir samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þannig að skemmdir era taldar hverfandi litlar. Þá flæddi heitt vatn um kjallara í Þönglabakka í Mjódd eftir að leiðsla í hitablásara sprakk. I gær- morgun urðu sömuleiðis vatnslekar í Grjótaþorpi, hjá íslandsflugi og í Víðidal. Þá flæddi inn á milliloft í verslunarhúsnæði í Smáralandi í Kópavogi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að talsverð- ar skemmdir urðu. Fjöldi vatnsskaða er óvenjulega mikill samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík og er fólk beðið um að vera á varðbergi vegna þessa og athuga hvort lagnir liggja fyrir ofan eða utan við ein- angran og íýlgjast vel með þeim ef svo er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.