Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 33 LISTIR Morgunblaðið/ Ásdís FRA kynningarfundi um minnisvarða um Fjalla-Eyvind og Höllu: Guðni Ágústsson, Hjálmar Jónsson, Magnús Tómasson og Hjöi-tur Þórarinsson. Fangar frelsisins á Hveravöllum Múkkinn hefur mannsaugu Fjalla-Eyvindarfélagið hefur látið gera minnisvarða um Fjalla-Ey- vind og Höllu og verður hann af- hjúpaður á Hveravöllum í ágúst í sumar. Minnisvarðinn er eftir Magnús Tómasson myndhöggvara og ber heitið Fangar frelsisins. Ögmundur Jónsson bóndi í Vorsa- bæ í Ölfusi átti hugmyndina. Guðni Ágústsson alþingismað- ur, formaður Fjalla-Eyvindarfé- iagsins, sagði þegar Morgunblað- ið leitaði til hans að saga þeirra Eyvindar og Höllu væri róman- tísk ástarsaga olnbogabarna þjóð- félagsins og ævintýri líkust. Tími væri kominn til að reisa konungi öræfanna minnisvarða. Eyvindur hefði verið langt á undan sinni samtíð. Það hefði komið til tals á sínum tíma að hann yrði gerður að leiðsögumanni og mætti hugsa sér að þá hefði betur farið fyrir Reynistaðabræðrum og öðrum á öræfum landsins. „Eyvindur Iifir í sögum og sögnum og skáldskap“, sagði Guðni Agústsson, „en í bók- um sýslumanna og Alþingistíðind- um eru skjalfestar heimildir um glímuna við þau Eyvind og Höllu, en margt vissulega hulið sögu- og ævintýraljóma." Auk minnisvarðans hefur félag- ið efnt til ritgerðarsamkeppni meðal grunnskólanemenda í Ár- nessýslu og Húnavatnssýslu, fyr- irhuguð er ráðstefna á Flúðum og meðal hugmynda er að í framtíð- inni rísi hálendismiðstöð helguð þeim Eyvindi og Höllu. LEIKLIST Logaland UMF REYKDÆLA eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Val- geir Skagfiörð. Leiktjöld: Hópurinn. Búningar: Elísabet og Sigríður Harð- ardætur. Leikendur: Ásgeir Ásgeirs- son, Steinunn Garðarsdóttir, Ilrund Olafsdóttir, Ásdís Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Jón Eyjólfsson, Þór Þorsteinsson. Frumsýning: Fé- lagsheimilinu Logalandi, Reykholts- dal, 27. febrúar. ÞAÐ VAR hlýtt inni í Logalandi í kuldakastinu á föstudagskvöldið. Að vísu kunna að vera áhöld um hversu lengi þetta lúna hús getur bægt norðangúlpinum frá sér, en þarna um kvöldið var vetrargaiTan- um úthýst úr hugum áhorfenda á meðan Leikfélag Reykdæla yljaði þeim um hjartaræturnar með því að setja mannleg örlög í brennidep- il um stund. Leikrit Jökuls Jakobssonar njóta talsverðrar (og verðskuldaðrar) hylli meðal landsmanna þessi miss- erin. Þau eru sett upp jafnt af at- vinnu- sem áhugaleikhúsum og fara um sjónvarp inn í hvers manns rann. Sjóleiðin til Bagdad er leikrit sem fjallar um vonir sem bresta (og mun því seint verða gert að banda- rískri kvikmynd). Þetta er krefj- andi verk og á köflum grimmt, en þótt undiraldan sé þung glittir víða í húmór höfundar, einkum í per- sónusköpun, og angurværðin er sjaldnast langt undan, minningin um betri tíma og það sem hefði get- að orðið. Leikhópurinn, vel samæfður undir stjórn Valgeirs Skagfjörð, sníður sér stakk eftir vexti með því að leggja sérstaka rækt við þessa þætti verksins og gerir það með ágætum. Þarna nýtur sín t.d. Stein- unn Garðarsdóttir prýðilega sem eiginkonan, mamman og amman Þuriður. Steinunn hefur örugga sviðsframkomu, skýra framsögn og er auðheyrilega hagvön í húmorn- um. Hrund Ólafsdóttir fer með snöggtum erfiðasta hlutverkið, Signýju, gerir það sómasamlega og á örugglega eftir að lifa sig betur inn í harm þessarar ógæfusömu konu þegar á líður. Asdís Armanns- dóttir er örugg og þokkafull í Lólítuhlutverki Hildar, þeirrar eggjandi ungmeyjar, og Ásgeir As- geirsson fyndinn sem Mundi, faðir hennar. Þá fer Þorvaldur Jónsson vel með hlutverk Eiríks, drykk- fellda draumóramannsins sem fer hvergi vegna þess að enginn getur farið frá sjálfum sér. Þór Þorsteins- son er bæði sakleysislegur og gæf- ur sem saklausi sjóarinn, sem siglt hefur um heimsins höf. I heild er þessi sýning vel unnin, af metnaði og talsverðri kunnáttu. Reykdælingar kunna augsýnilega að ylja áhorfendum um hjartaræt- urnar, jafnvel þótt það setji að þeim hroll andspænis öriögunum. Guðbrandur Gíslason Fyrirlestur um hernað norrænna manna PRÓFESSOR Jean Renaud, frá háskólanum í Caen í Normandí í Frakklandi, heldur fyrirlestur í húsakynnum Alliance frangaise, Austurstræti 3, miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „La france face aux Vikings", Frakkland and- spænis víkingunum, og fjallar um hernað norrænna manna í Frakk- landi á níundu öld og viðbrögð þar- lendra við þeirri ógn. Víkingar frá Norðurlöndum herj- uðu víða um Vesturlönd á þéssum tíma og stofnuðu meira eða minna langæ ríki á Bretlandseyjum. Þeir komu einnig til Frakklands, sigldu m.a. upp Signu og ógnuðu Parísar- borg og veldi Karlunga, sem var þá konungsættin í Frakklandi. Þessu ástandi lauk með friðarsáttmála sem geður var 911, en með honum eftirlét konungur Göngu-Hrólfi víkingahöfðingja stórt hérað norð- an og vestan við París. Það hét þá Neustría en fékk nú nafnið Norm- andí vegna þess að þar bjuggu nú norrænir menn. Prófessor Jean Renaud er yfir- maður norrænu deildarinnar í Caen í Normandí, doktor í íslenskum miðaldabókmenntum, og hefur m.a. rannsakað non-ænt landnám í Normandí og skrifað um það bæk- ur og fjölda greina. Fyrirlesturinn verðm- fluttur á frönsku en þýddur jafnóðum á íslensku. Ferð á milli lífssýna KVIKMYIVDIR S a m b í ó i n SEVEN YEARS IN TIBET ★★★ Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Handrit: Becky Johnston eftir bók Heinrich Harrers. Aðalhlutverk: Brad Pitt, David Thewlis, Jumyang Jamtsho Wangchuk og Lhakpa Tsamchoe. Mandalay. 1997. HEINRICH Harrer var hroka- fullur og sjálfselskur maður sem flúði til fjalla þegar einkalífið hent- aði honum ekki. Þar fann hann það sem hann sóttist eftir; einfaldleik- ann í djúpri og máttugri nærveru lífsins. Aðeins í nærveru Dalai Lama fann hann aftur þessa sömu tilfinningu. Sjö ár í Tíbet fjallar um sann- sögulegt ferðalag Harrers milli heimsálfa, milli menninga, milli lífssýna. Árið 1939 skildi hann barnshafandi konu sína eftir í Austurríki og stefndi á Himalaya- fjöllin. Hann komst ekki á leiðar- enda því heimstyrjöldin seinni braust út og hann og félagarnir voru sendir í fangabúðir. Eftir vel- heppnaða flóttatilraun endar hann í Tíbet ásamt leiðangursstjóran- um. Þeir setjast að í hinni heilögu borg Lhasa þar sem Dalai Lama býr, og verður Heinrich brátt sér- legur vinur hins andlega meistara sem er einungis 14 ára gamall. Hér er á ferðinni mikil örlaga- saga sem er komið til skila á sér- lega smekklegan hátt og tekst að virka hvetjandi fyrir andann. Handritið er ansi gott; sögu Har- rers eru gerð góðs skil, persónu- leiki hans og hugarástand verða mjög skýr, það hefur sögulegt og mannfræðilegt gildi auk þess sem spenna, húmor og ástin eiga sinn sess í því. Það er kannski helst að hefði mátt kafa dýpra í andlegu hliðina fyrst sagan gefur einstakt tækifæri tfi þess, því myndin á það til að virka örlítið yfirborðskennd. Leikstjóranum Annaud hefur haft einfaldleikann að leiðarljósi við gerð myndarinnar. Allir þættii- kvikmyndarinnar vinna saman að því að koma þessu andlega ferða- lagi til skila á sem raunsæjastan hátt. Kvikmyndatakan er einstak- lega falleg; einföld, stöðug og nýtir töfra náttúrunnar til fullnustu. Tónlistin er hógvær kvikmynda- tónlist sem aðallega tjáir andlega líðan aðalsöguhetjunnar. Það sama má segja um leikinn, hann er yfir- leitt góður en alltaf látlaus. Mest reynir á Brad Pitt sem leikur Heinrich Harrer. Sæti strákurinn frá Missouri hefur sannað að hann hefur meira en út- litið með sér, og bætir nú enn einu hlutverkinu í safn sitt, en hann hefur valið sér skemmtilega ólík og oft krefjandi hlutverk. Túlkun hans á hrokagikknum Harrer er ansi sannfærandi í heildina. Það er þó stundum eins og hann falli í þá gryfja að detta úr hlutverki og vera hann sjálfur. Stöðugri í leik sínum er David Thewlis sem leikur leiðangursstjórann. Hann skilar sínu hlutverki með snilld sem skarpskyggn og jarðbundinn ná- ungi. Fjöldinn allur af óreyndum leikuram fer með hlutverk í mynd- inni og standa sig allir ágætlega. Það er helst að nefna Jamyang Jamtsho Wangchuk sem leikur Dalai Lama 14 ára. Hann er mjög skemmtilegur og er samleikur þeirra Pitt bæði sannfærandi og heillandi. í heildina er þetta falleg og vel gerð mynd sem hefði mátt kafa dýpra, en nær því samt að vera góð skemmtun og vekja mann til umhugsunar. Fullkominn svefn, góð hvíld Fullkominn svefn sem veitdr góða hvíld, er eitt af lífsins gæðum. Málið er samt ekki svona einfalt. Hvenær vaknaðir þú til dæmis fúllkomlega endumærður eftir nætursvefninn? Hafirðu vaknað þreyttur og aumur í morgun er hugsanlegt að þig vanti betri rúmdýnu til að styðja við hrygglengjuna þannig að þú haldist í eðlilegri steDingu þegar þú sefur. Hörð rúmdýna, sveigja á hryggnum ! Lin rúmdýna, sveigja á hryggnum! Sofið á DUX-dýnu með beina hryggsúlu! Þetta er auðskilið. Þegar likaminn slakar á og endumærist verður maður betur fyrir kallaður að morgni. Rannsóknir sýna að til þess að sofa vel og njóta stuðnings við við bakið verður rúmdýnan að gefa eftir við axlir og mjaðmir. Dýnan þarf líka að stiðja vel við mjóhrygginn. Tilaðuppfyllaalltþettahérofanskráð, þarffrábæra rúmdýnu. DUX rúrnið! Fullkomin lausn! Frá því árið 1926 hefur DUX rannsakað leiðir til að sameina hin mestu þægindi og heilbrigðan svefn. DUX rúmið, sem er hm fullkomna lausn, fæst aðeins í DUXIANA Armúla 10. Hvers vegna ekki að prófa DUX- rúmið? Aumir hryggjaliðir og þreyttir bakvöðvar hafa grátbænt um það! Hringdu í síma 568 9950 ■ og pantaðu myndabæklinga » lS*«8SlliHlil9IS8lill Ármúla 10 108 Reykjavík Sími 568 9950 Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.