Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skiptar skoðanir á fjámiálamarkaðnum um sameiningu bankanna Na u ðsynlegur sparnaður eða of stór eining? STJÓRNENDUR fjármálafyrir- tækja skiptast í tvö horn í afstöðunni til hugmynda um sameiningu Lands- banka íslands hf. og íslandsbanka hf., hugmynda sem Kjartan Gunn- arsson, fráfarandi formaður banka- ráðs Landsbankans, setti fram á árs- fundi bankans á föstudag. Margir telja hugmyndina jákvæða en aðrir, meðal annars núverandi formaður bankaráðs Landsbankans, eru efíns og tala um að sameinaður banki yrði of stór á mælikvarða íslenska fjár- málamarkaðarins. „Landsbankinn er mjög stór og öflugur á íslenskan mælikvarða. Hann er auk þess nýbúinn að fjár- festa í VÍS, stærsta tryggingafélagi landsins. Mér finnst það svo mikið verkefni að gera gott úr þessari fjár- festingu og nýta hana sem best að ég hef ekki verið að hugsa um annað á meðan,“ segir Helgi S. Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- banka íslands hf., þegar álits hans er leitað. Helgi segist hafa verið efíns fyrst þegar fjallað var um hugmyndir Kjartans. Hann tekur þó fram að hann hafí enga fordóma gegn sam- einingu við Islandsbanka eða aðra banka en telji rétt að fara sér hægt við núverandi aðstæður. Formaður bankaráðs Landsbank- ans hf. tekur undir fram komin sjón- ai-mið að hagræða þurfí í bankakerf- inu og lækka vexti. „En ég spyr: Hvað gerðist þegar fjórir bankar sameinuðust í Islandsbanka? Lækk- uðu vextir? Eg man ekki eftir því,“ segir Helgi. Búnaðarbankinn skoðar málin Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbanka Islands hf., segir að stefna bankans varðandi þessi mál verði kynnt á aðalfundi sem haldinn verður innan tíðar. „Breyt- ingar á starfsemi bankanna eru auð- vitað sífellt að gerast. Mér sýnist einnig líklegt að einhver fækkun á bankastofnunum geti átt sér stað á komandi árum en allar slíkar breyt- ingar þurfa að gerast að vel yfir- lögðu ráði,“ segir Pálmi. „Yfírlýsing- ar um stórmál af þessu tagi eru vandmeðfarnar. Þær þurfa að hafa eitthvað á bak við sig þannig að breytingamar geti orðið raunhæfar og komist í framkvæmd. Ella er mögulegt að þær valdi óþarfa óróa innan bankakerfísins. Búnaðai'bankinn hefur auðvitað verið að skoða þessi mál. A það bæði við um það hvernig hann geti best tryggt samkeppnisstöðu sína og framtíð og hvernig hann geti veitt viðskiptavinum sínum sem ódýrasta þjónustu. Það má tO dæmis nefna að á undanförnum árum leitaði Búnað- arbanki íslands ítrekað eftir því að ríkisviðskiptabankarnir stokkuðu upp útibúakerfi sitt sem hefði getað sparað mikla fjármuni í rekstri. Því miður komust tillögur bankans í þessu efni ekki fram,“ segir Pálmi. Hann minnir einnig á að um það leyti sem ríkisviðskiptabönkunum var breytt í hlutafélög hafi verið stofnaður nýr banki í eigu ríkisins. Það sé ekkert launungarmál að Bún- aðarbankinn hafi talið mögulegt að fara aðrar leiðir. Önnur staða FBA „Þetta er leið sem ákveðið var að fara ekki,“ segir Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf., þegar hann er spurð- ur um þá hugmynd Kjartans Gunn- arssonar að bankar og fjármálafyrir- tæki sameinuðust um kaup á Fjár- festingarbankanum með það fyrir augum að framkvæma þá hugmynd þeitra að leysa upp starfsemi fjár- festingarlánasjóðanna og fella þá beint að bankakerfinu. Bjami bætir því við að hugmyndir Kjartans um spai-nað í bankakerfinu styðji þessa skoðun. Fjárfestingarbankinn sé heildsölubanki og með sameiningu hans við aðra banka komi ekki fram þau samlegðaráhrif sem næðust með sameiningu viðskiptabanka. Ríkið á alla þessa þrjá banka en Bjarni bendir á að staða FBA sé önnur en Búnaðarbankans og Landsbankans. Hugmyndin sé að auka hlutafé hinna bankanna og selja en Fjárfestingarbankinn verði seldur beinni sölu. Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar og formað- ur Sambands íslenskra sparisjóða, hefur áhyggjur af áhrifum þess á ís- lenska fjármálamarkaðinn ef Lands- bankinn og íslandsbanki sameinuð- ust. Erfitt yrði fyrir aðrar fjármála- stofnanir að keppa við hann. „Eg gæti trúað því að árangur af slíkri sameiningu kæmi ekki hraðar fram en hjá Islandsbanka sjálfum. Það tók fjögur til sex ár að sjá ár- angur,“ segir Þór. Hann telur skyn- 516 milljóna kr. hagnaður hjá Granda hf. HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur- félags hans, Faxamjöls hf., nam 516 milljónum króna á árinu 1997, en ár- ið 1996 var hagnaður félagsins 180 milljónir króna. Hagnaðurinn er rúmlega 13% af veltu, en var tæp- lega 5% árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 3.914 milljónum kr. og er það um 2% aukning frá árinu áður. Rekstrar- gjöldin námu 3.044 milljónum ki'óna og höfðu minnkað um 4%. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segir að fyrirtækið sé að uppskera hluta af aðgerðum við hagræðingu í útgerð. Á árinu 1996 hafi félagið tekið þátt í kapphlaupi um úthafskvóta. Það hafí átt níu skip og gert út átta þeirra. Síðan hafi verið settur kvóti á út- hafskarfann og fyrirtækið ákveðið að minnka veiðar í Smugunni. Fækkað skipum niður í fimm og veitt kvóta sinn á þeim. Það þýddi meiri fram- leiðni á hvert skip. Samhliða þessu hafi verið gert átak í að draga úr kostnaði. Brynjólfur segist ánægður með árangurinn, sérstaklega þó veltufé frá rekstri sem jókst úr 459 milljón- um kr. í 686 milljónur sem er 18% af veltu og hefur aldrei verið meira. ,Að öllu óbreyttu tel ég að þær geti verið allsæmilegar, það er að segja ef okkur tekst að semja fyrir helgina," segir Brynjólfur um rekstrarhorfur fyrir yfirstandandi ár. Hann segir að loðnan veiðist en hún sé smá og því minni verðmæti í loðnufrystingu. Þá séu markaðirnir sæmilegir sem stendur. Aðalfundur Granda hf. verður haldinn 3. apríl 1998 kl. 16 í matsal fyrirtækisins í Norðurgarði. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 9% arður. GRANDIhf Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 | 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 3.914 3.045 3.831 3.175 +2,2% ■4.1% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði Afskriftir Hreinn fjármagnskostnaður 869 -451 -34 656 -507 -10 +32,5% ■11,0% +240.0 Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld 384 132 139 41 +176,2 +222.0 Hagnaður ársins 516 180 +186.7% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12'97 31/12 '96 Breyting | Eign ir: Fastafjármunir 5.358 5.296 +1,2% Veltufjármunir 913 843 +8,3% Eignir alls 6.271 6.139 +2,2% Skuldir Eigiðfé 3.072 2.613 +17,6% og eigid Langtímaskuldir 2.682 2.884 -7,0% té: Skammtímaskuidir 517 642 ■19,5% Skuldir og eigið fá alls 6.271 6.139 +2.2% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Eiginfjárhlutfall 49% 43% Veltufjárhlutfall 1,77 1,31 +35,1% Arðsemi eigin fjár 19,9% I 9,0% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 686 I 459 +49,4% samlegast að setja hlutabréf i Landsbankanum og Búnaðai'bank- anum á markað og láta markaðinn um þróunina. Fýsileg leið Fram kom í ræðu Kjartans Gunn- arssonar að hann telur að eignarfyr- irkomulag sparisjóðanna hljóti að flækja sameiningu við Landsbank- ann, hlutafélagsbanka í eigu ríkisins sem eigi að einkavæða. Þór segir að það sé ekkert nýtt að Kjartan hnýti í eignafyrirkomulag sparisjóðanna. Telur Þór ekkert að rekstraríyrir- komulagi sparisjóðanna, það hafi sannað sig, og menn eigi ekki að bera það fyrir sig. Sparisjóðirnir séu sjálfseignarstofnanir, sumir með á fimmta hundrað stofnfjáraðila. Stjórnendur verðbréfafyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru jákvæðir til hugmynda um sam- runa Landsbanka og Islandsbanka og hvers konar sameiningar í banka- kerfinu. „Mér finnst Kjartan mjög framsýnn að setja þetta fram og koma með því Landsbankanum meira inn á kortið í sameiningarum- ræðunni. Hingað tU hefrn' meira ver- ið rætt um sameiningu Búnaðar- bankans og Islandsbanka," segir Ja- fet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf. „Ég tel að sameining Landsbanka og Islandsbanka sé jafnvel fýsUegri leið og geti gert báða bankana verð- mætari en þeir eru í dag. Báðir búa yfir öflugu útibúaneti,“ segir Jafet. Vegna umræðna um yfirburðastöðu sameinaðs banka á íslenska fjármála- markaðnum bendir Jafet á að fyrir séu öflugar bankastofnanir, Búnað- arbankinn, sparisjóðimir og hinn nýi Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. „Við megum heldur aldrei gleyma hvað stutt er til útlanda og erlendar bankastofnanir veita stöðugt meiri samkeppni hér á markaðnum.“ Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri Kaupþings hf., segir að með sameiningu banka sé hægt að spara fjármuni, bæði með fækkun útibúa og hagræðingu í höfuðstöðvum bank- anna. Bendfr á að ef hægt væri að leggja niður fjölda útibú með samein- ingu Landsbanka og íslandsbanka spöruðust verulegir fjármunir. Á hinn bóginn bendir Sigurður á að Landsbankinn gæti gert verulegt átak í hagræðingu, án þess að sam- einast öðrum banka. Hann veltir einnig fyrir sér afstöðu samkeppnis- yfirvalda til slíkrar sameiningar, í ljósi þess að sameining tveggja bak- aría hefði verið felld úr gildi. Bendir á að banki sem yrði til með samein- ingu Landsbanka við íslandsbanka eða Búnaðarbanka yrði markaðsráð- andi. Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjái-vangs hf., telur hugmyndir um sameiningu Lands- banka og íslandsbanka jákvæðar. Þeir geti lært sitthvað hvor af öðrum. Islandsbanki hafi orðið til við mikið samrunaferli og Landsbankinn hafi einnig sameinast Samvinnubankan- um. Hún segir að vaxtamunur beggja bankanna sé of mikill miðað við það sem þekkist erlendis. Hann þurfi að minnka, ef bankarnir eigi að lifa af. Sameining gæti verið liður í því. r@r<ar Viö kynnum verölækkuná Internetþjónustu Landssímans. Hringdu í síma |8ÖÖB3ES°9 fáðu allar nánari upplýsingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.