Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 21 Kjartan Gunnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans Skjótari ávinningur með sam- einingu við Islandsbanka kynni því að vera haldið fram að með þessu væri verið að færa núverandi eigendum Islandsbanka einhvers konar forréttindastöðu á fjármála- markaðinum. í því efni er þess að gæta að sala á hlut ríkisins í slíkum banka er alfarið á þess hendi og auð- velt er að skilyrðisbinda sölu á hluta- fé þess til þess að dreifa eignaraðild og tryggja að hlutir safnist ekki á fá- ar hendur. FRÁFARANDI formaður banka- ráðs Landsbanka Islands, Kjartan Gunnarsson, fjallaði um nauðsyn hagræðingar í bankakerfinu með samruna banka í ræðu sinni á síðasta ársfundi sem Landsbankinn hélt sem ríkisviðskiptabanki. Hann ræddi um hlutverk Landsbankans í þeirri þróun og þá kosti sem að hans mati eru fyrir hendi. Kjartan lýsti þeirri skoðun sinni að Landsbankinn yrði að fylgjast með umræðum um sameiningu banka og taka þátt í þeim. „I þessu er um þrennt að ræða fyrir Lands- bankann. I fyrsta lagi á hann að hafa frumkvæði að því að taka upp slíkar viðræður? I öðru lagi á hann að bíða þess aðgerðalaus að aðrir taki hugs- anlega upp slíkar viðræður sín á milli? eða í þriðja lagi á hann alfarið og eingöngu að bíða eftir forsögn ríkisvaldsins í máinu? Að mínum dómi hlýtur að vera um að ræða ein- hvers konar blöndu af fyrstu og þriðju leiðinni." Síðan sagði hann: „Víkjum fyrst að mögulegum samruna Landsbank- ans og sparisjóða. í þvf efni hlýtur eignai'fyrirkomulagið á sparisjóðun- um að flækja nokkuð möguleika hlutafélagsbanka í eigu ríkisins, sem ætlunin er að einkavæða, til þess að sameinast sparisjóðunum 30 til 40. Hugmyndin sem væntanleg hluta- fjársala ríkisins í bönkunum hlýtur að byggjast á er að hlutaféð dreifist á hendur sem flestra einstaklinga, fyrirtækja og annarra sem geta farið með bein eigendayfirráð yfir hlutum sínum. Sparisjóðirnir sem heild eru hins vegar auðvitað mjög öflug fyrir- tæki og hafa náð góðum árangri og sjálfsagt er að leita leiða til þess að þeir geti verið eðlilegir þátttakendur í fi'amjiróun banka og peningakerfis- ins á Islandi. Ef þá er næst vikið að hinum nýja Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. verður fljótt staldrað við hið mikla eigið fé bankans, sem margir halda fram að sé allt of mikið þegar litið er til efnahags hans og að ólíklegt sé að bankinn geti á næstunni staðið undir eðlilegri ávöxtun eiginfjár. Eðli þeirrar starfsemi sem í Fjárfesting- arbankanum er rekin er auk þess þannig að sambærileg og svipuð starfsemi er rekin í öllum viðskipta- bönkunum og verður að telja fremur ólíklegt að nokkur einn viðskipta- bankanna hefði bolmagn til eða áhuga á því að verða annaðhvort eig- andi að þeim 49% hlut sem til stend- ur að selja eða jafnvel að öllum bank- anum. Ollu líklegri væri sú þróun að bankar og fjármálafyrirtæki samein- uðust um kaup á Fjárfestingarbank- anum ef hann yrði allur boðinn til sölu með það fyrir augum að fram- kvæma þá hugmynd sem á sínum tíma var sett fram af viðskiptabönk- um og sparisjóðum að leysa upp starfsemi fjárfestingalánasjóðanna og fella þá beint að bankakerfinu. Með tilliti til þessa væri því ávinn- ingur Landsbanka Islands hf. af hugsanlegri sameiningu við Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. nú ekki auðsær og slík hugmynd a.m.k. fremur ólíkleg til þess að vera for- gangshugmynd Landsbanka íslands hf. um samvinnu eða sameiningu við aðra banka. Sparnaður 2 milljarðar Þá standa eftir hlutafélagsbank- amir tveir sem eru almennir við- skiptabankar, Islandsbanki hf. og Búnaðarbanki Islands hf. Hvoru tveggja eru þetta öflug fyrirtæki sem gengur vel að eiga sér traustan hóp viðskiptamanna. Hvað snertir hugsanlega sameiningu Landsbank- ans og Búnaðarbankans er rétt að minnast þess á þessum vettvangi var fyrir tveimur árum var gerð grein fýrir möguleikum slíkrar sameining- ar og bent á að sparnaður í sameig- inlegum rekstrarkostnaði þessara tveggja fyrirtækja gæti numið allt að einum milljarði króna á ári. Líklega er þessi tala síst of há. Sennilegt er að spamaður næmi ekki minna en 2 milljörðum á ári þegar sameining væri að fullu komin til framkvæmda. Þrátt fyrir það að ríkið hafi áratug- um saman átt þessi tvö fyrirtæki, Landabanka Islands og Búnaðar- banka Islands, hafa umræður um sameiningu þeirra aldrei komist á al- varlegt stig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist þrátt fyrir allnokkrar til- raunir að ná neinu samkomulagi um aðlögun útibúakerfa þessara banka hvors að öðrum. Engu að síður má færa fyrir því margvísleg rök að sameining þessara tveggja ríkisfyr- irtækja væri eðlileg og sjálfsögð ef á annað borð er verið að hugsa um mögulegan samruna í bankakerfinu. Það er sami eigandinn að báðum fyr- irtækjunum, þau hafa eins skipu- lagsramma um æðstu stjórn sína og ýmsir aðrir þættir í stjórnskipulagi þeirra eru svipaðir. Augljóst er að ná má fram töluverðu hagræði með sameiningu þeirra. Um gæti verið að ræða umtalsverða fækkun af- greiðslustaða, sameiningu höfuð- stöðva og verulega fækkun í yfir- stjóm. I framhaldi af slíkri samein- ingu yrðu væntanlega teknar ákvarðanir um sölu á hlutafé í slíku nýju fyrirtæki. Ólíklegt væri þó að hún mundi hefjast fyrr en að veru- legir áfangar hefðu náðst í virkri sameiningu og jákvæðar afleiðingar hennar væru farnar að koma fram með áþreifanlegum hætti í rekstri fyrirtækisins. Rökin sem kynnu að vera færð gegn sameiningu þessara tveggja fyrirtækja væru í fyrsta lagi þau rök sem yrðu færð fram gegn öllum sam- einingum í bankakerfinu, þ.e.a.s. að til yrði of stór banki. Þau rök eru ekki þungvæg. I fyrsta lagi mundi engin sameining tveggja viðskipta- banka í dag búa til stærri fyrirtæki en svo að það hefði rétt rúmlega helmings markaðshlutdeild á hinum hreina bankamarkaði. I öðru lagi er óraunhæft að bera saman svokallaða stærð banka, eðlilegra er að taka fjánnálamarkaðinn í heild sinni inn í slíkan samanburð og má þar t.d. benda á að lífeyrissjóðir landsmanna eru nú þegar orðnir töluvert stærri heldur en samanlagðir viðskipta- bankarnir. Önnur rök gegn samein- ingu Landsbanka Islands og Búnað- arbankans væru þau að með samein- ingu tveggja hreinræktaðra ríkisfyr- irtækja væri hætta á því að dragast mundi mjög og ganga illa að koma fram nauðsynlegri hagræðingu og önnur sjónarmið en viðskiptasjónar- mið yrðu um of ríkjandi. Reynsla af samruna Lítum þá til hugsanlegrar samein- ingar Landsbanka Islands hf. og Is- landsbanka hf. Hingað til hefur ekki verið rætt mikið um þennan mögu- leika þar sem svo virðist sem gengið hafi verið út frá því að óhugsandi væri að ríkisfyrirtæki og einkafyrir- tæki sameinuðust. Slík afstaða hlýt- ur að breytast þegar um er orðið að ræða hlutafélag í eigu ríkisins sem til stendur að selja hluti í á frjálsum markaði. I þessu sem öðru verður að leita hagstæðustu lausnar og þá hljóta allir kostir að vera ræddir með sama hætti. Sameining Landsbanka íslands hf. og íslandsbanka hf. mundi leiða til ekki síðri fjárhagslegrar niður- stöðu heldur en sameining Lands- banka og Búnaðarbanka. Líkur væru til að samrunaþróunin gæti orðið hraðari í fyi-irtæki þar sem annars vegar væri einkafyrirtæki sem gengið hefur í gegnum mikið sameiningarferli, og hins vegar ríkis- fyrirtæki sem einnig hefur reynslu af samruna tveggja banka. Þannig mundi fjárhagslegur ávinningur e.t.v. koma hraðar fram og þar með verða meiri en í tilviki Landsbanka Islands og Búnaðarbarika fslands. í báðum bönkunum varð umtalsverð hagræðing við sameininguna sem skilaði eigendum bankanna betri og arðmeiri fyriríækjum. Ef litið er til þess markmiðs sem sett hefur verið fram í sambandi við hlutafélagsvæð- ingu ríkisviðskiptabankanna, að draga skuli úr þátttöku ríkisins á fjármálamarkaði, má ætla að sam- eining af þessu tagi flýtti því mjög að sá árangur næðist,. Miðað við hær af- komutölur sem kynntar hafa verið fyrir báða þessa banka er tvímæla- laust að verðmæti hlutafjár í samein- uðum Landsbanka og Islandsbanka yrði mikið og hlutur ríkisins verð- mætur og væntaleg tiltölulega auð- seljanlegur. Gegn þessari hugmynd mæla sömu stærðarrökin og nefnd voru varðandi Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands. Auk þess Það er ekki ætlun mín að setja fram hér eða rökstyðja eina hug- mynd í þessum efnum fremur en aðra en ég hlýt að benda á að á næstu misserum er það sjálfgefið að umræður um skipulag og breytingu bankakerfisins á fslandi fara í farveg sem líkist þeim sem ég hef verið að setja fram hugleiðingar um hér að framan.“ AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 1998 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningarfélagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent | á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 1 4. hæð, frá og með 24. mars, s fram að hádegi fundardags. | Stjóm Olíufélagsins hf. Olíufélagiðhf ÓtabmdrHadur adgangur - eljbert stofngjald [Efþú notarnetið mikiö] Mótald: 1.190 kr. lYlínútijgjald [Efþú notarnetið lítiö] Mótald: Stofngjald 623 kr., mánaöargjald 374 kr., mínútugjald 1,12 kr. ISDN 64: 1.690 kr. ISDN 128:2.190 kr. ISDN: Stofngjald 1.868 kr., mánaöargjald 1.245 kr., mínútugjald 1,97 Notendurú mínútumœldum ISDN-aögangi sem nota 128 Kbps flutning greiöa tvöfalt mínútugiald eða 3,94 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.