Morgunblaðið - 10.03.1998, Side 23

Morgunblaðið - 10.03.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 23 UR VERINU De Sousa Vasconcelos sjávarútvegsráðherra Portúgals Verkefnaskortur á út- höfunum er vandamál „VIÐ Portúgalir búum við ákveðið vandamál í sjávarútvegi, en úthafs- floti okkar er orðinn afar lítill vegna verkefnaskorts á úthöfunum og innan lögsögu annarra ríkja. Við þurfum á físki að halda og mark- mið okkar er að viðhalda möguleik- um okkar innan lögsögu og utan til að ná sem mestum fiskafla. Við þurfum að auka fiskeldi verulega og við þurfum að bæta meðferð afl- ans og nýta hann betur en við ger- um nú. Vandamál okkar snýst því um minnkandi veiðiheimildir og að- lögun flotans að þeirri staðreynd," segir sjávarútvegsráðherra Portú- gals, Marcelo de Sousa Vasconcelos, í samtali við Morgun- blaðið. Góðar viðtökur Portúgalski ráðherrann var hér í heimsókn í síðustu viku. Hann ræddi við íslenzka ráðherra, heim- sótti fyrirtæki og stofnanir sjávar- útvegsins í Reykjavík og fór bæði í heimsókn í fyrirtæki í Vest- mannaeyjum, Grindavík og Sand- gerði. „Astæðan fyrir heimsókn minni hingað til Islands var að treysta sambönd íslands og Portúgals á sviði sjávarútvegs," segir de Sousa Vasconcelos. „Þjóðirnar hafa verið tengdar í sjávarútvegi um langt skeið og viðskipti þeirra á milli á sviði hans hafa verið mikil. Markmiðið var að auka þekkingu okkar á íslenzkum sjávarútvegi og treysta sambönd- in, bæði á sviði tækni og vísinda og viðskipta. Ég hef fengið mjög góðar við- tökur hér og er hrifínn af því sem ég hef séð hér. Það er mikill mun- ur á því að sjá hlutina með eigin augum og lesa um þá eða heyra frá öðrum. Allir, sem ég hef hitt hér, allt frá ráðherrum til stjórnenda fyrirtækja og stofnana, hafa tekið mér mjög vel. Ég hef séð ýmislegt hérlendis, sem getur komið sér vel fyrir sjávarútveginn í Portúgal. Þorskurinn mikilvægur Þorskurinn er okkur mjög mikil- vægur, bæði sem matur og hráefni fyrir veiðar og vinnslu og hefur verið svo í meira en 400 ár. Miklar breytingar hafa orðið á útgerð frá Portúgal vegna slæmrar stöðu ým- issa fiskistofna og úthafsfloti okkar er því orðinn mjög lítill. Fyrir nokkrum árum voru 60 skip í út- hafsflota okkar en þau eru aðeins 16 nú. Fiskaflinn hefur því minnk- að mikið, en fiskneyzla og eftir- spurn eftir fiski hefur ekki minnk- að. Þess vegna er innflutningur á fiski okkur mikilvægur. Þegai- litið er til baka um 15 ár, skiptir það mestu máli að fiskistofn- ar í nánast öllu Atlantshafi hafa ver- ið á niðurleið. Þai' má neftia lýsing við Namibíu, þorsk við Kanada og á tímabili þorsk við Noreg. Mikil of- veiði allra þjóða er nærtækasta skýringin á þessari stöðu, sem síðan hefur leitt til minnkandi úthafsveiði- flota okkar og minni atvinnu tengdri sjávarútvegi. Fiskistofnar innan lögsögu okk- ar standa heldur ekki vel og nokk- ur ár mun taka að byggja þá upp á ný. Um þessar mundir sé ég enga möguleika á aukinni veiði á alþjóð- legum hafsvæðum eða innan lög- sögu annarra ríkja og aukningar er heldur ekki að vænta heima fyrir, þannig að fiskeldið hlýtur að vera svai’ið og á það leggjum við mikla áherzlu. Við leggjum einnig áherzlu á betri nýtingu sjávar- fangsins og þeirra tegunda, sem vannýttar eru. Töluverður fiskiðnaður Við rekum einnig töluverðan fiskiðnað. Sé þorskurinn tekinn sem dæmi, er hann saltaður og þurrkaður fyrir neyzlu, en þannig fær hann mjög sérstakt bragð. Við flytjum töluvert inn af heilfrystum þorski og vinnum hann heima. Það eru um 2.500 manns sem vinna að söltun og þurrkun á fiski. Við höf- um mikinn áhuga á því að halda þessum iðnaði áfram og þvi reyn- um við að flytja fiskinn inn með þeim hætti að frekari vinnslu sé þörf hér heima. Við viljum fiskinn því annaðhvort óunninn með öllu eða aðeins blautverkaðan, eins og við kaupum hann frá Islandi og víð- ar, ekki þurrkaðan." Nota kvóta á úthafinu Hvaða skoðun hefur þú á fisk- veiðistjómun með framseljanlegum kvótum eins og á íslandi og víðar? „Við höfum kynnt okkur fisk- veiðistjómun með framseljanlegum aflaheimildum á hvert skip, bæði hér á íslandi, Nýja Sjálandi, Ástralíu og víðar. Mér sýndist áður að fiskveiðistjómun með þessum hætti gengi vel á Islandi og hún hafi skilað árangri. Nú hef ég kom- izt að því að allnokkur ágreiningur er um kvótakerfið á íslandi, svo það Morgunblaðið/Golli MARCELO de Sousa Vasconcelos, sjávarútvegsráðherra Portúgals, ræðir við skipstjóra á portúgölskum togara í Reykjavíkurhöfn, ásamt föruneyti sínu. Togarinn var hér til að taka troll frá Hampiðjunni. er erfitt fyrir mig að meta kosti og galla þessa kerfis. Við höfum notað kvóta á skip við fiskveiðistjórnun í Portúgal. Það á einkum við veiðar á úthöfunum og veiðar innan lögsögu annarra ríkja, en þar er ekki um framseljanlega kvóta að ræða. Við notum einnig slíka kvóta við veiðar á einstökum tegundum innan lög- sögu okkar, til dæmis við veiðar á lýsingi." Telur þú að Island eigi erindi inn í Evrópusambandið? „Þetta er viðkvæm spurning. Portúgal er aðili að Evrópusam- bandinu og okkur væri mikil ánægja af því að Island gengi í sambandið. En við skiljum einnig ótta ykkar við hugsanlegar afleið- ingar þess fyrir fiskveiðistjómun við ísland og umráðaréttinn yfir fiskimiðunum við landið. Evrópu- sambandið þarf fleiri aðildarþjóðir eins og Island, sem em vel skipu- lagðar, vel menntaðar, tæknivædd- ar og með mikla og langa reynslu af lýðræði,“ segir Marcelo de Sousa Vasconcelos. Loðnufrystingu að ljúka LOÐNUFRYSTING fyrir Asíu- markað hefur gengið verr en í fyrra að sögn Halldórs Eyjólfssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Alls hafa 18.000 tonn verið fryst, en í fyrra nam heildarfrystingin 21.000 tonni. „Þar af erum við með 10.000 tonn, en til samaburðar vorum við með 14.000 tonn í fyrra,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Sæmund- ur Guðmundsson hjá Islenskum sjáv- arafurðum sagði þó að frysting hefði verið meiri hjá ÍS heldur en í fyrra, eða milli 8.000 og 9.000 tonn á móti 6.000 tonnum í fyrra. Þeir Halldór og Sæmundur sögðu báðir að útlit væri fyrir að frysting fyrir Japan og fleiri lönd í Asíu væri lokið, loðnuhrygnumar væru orðnar of þroskaðar, „hrognin era byrjuð að leka,“ sagði Halldór. Hann sagði að frysting fyrir Japan væri búin nema að ný ganga kæmi. „Það sem þeir eru að fá fyrir austan núna er allt of smár fiskur til að binda vonir við. Þar eru að fara 75 stykki í kílóið. Hún hentar til djúpsteikingar, en það er bara svo lítill mai-kaður. Við erum annars enn að frysta fyrir Rússland, en erum ekki byrjaðir að taka hrogn. Það verður þó ugglaust í vikunni,“ bætti Halldór við. Þakklátir fyrir það sem keniur „Við verðum að vera þakklátir fyrir það sem kemur, en samt verð ég að segja að við vonuðumst eftir meiri Japansloðnu. Stæmi loðnu. Hún er ansi smá sú sem hefur verið að veiðast og það er ekki sama hrá- efnið. Hrygnurnar era dýrari eftir því sem þær era stærri. Ég tel að Japanir hefðu birgt sig upp, keypt 30.000 tonn eða meira ef við hefðum getað útvegað það. Það hefur lítið verið að koma út úr Kanadamönn- um þannig að Japanir hefðu öragg- lega birgt sig vel upp hjá okkur,“ sagði Sæmundur. Hann bætti við að hrognataka væri ekki byrjuð, „ein- hverjir dagar“ væru í það, enda vildu Japanir „vel þroskuð hrogn sem rynnu úr hrygnunni". Bræla við Eyjar Bræla hefur verið á loðnumiðun- um við Vestmannaeyjar. Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri á Hólma- borginni sagði í gærdag, að „enginn hefði verið að gera neitt um nóttina og fram eftir degi“, eins og hann komst að orði. Hann var þó bjart- sýnn því veðurspáin væri hagstæð. „Þetta lítur því vel út, en það virðist vera mikil ferð á loðnunni," sagði Þorsteinn. NÁTTÚRAN HJÁLPAR ÞÉRAÐ íQl ' BLUE LAGOON :C t IÁN 6 ■ ;jf moisiurising aeam íeuthtigkeit cteme trenie hydtatante geofherma! skin coie Hugsaðu htýtt ti! húðarinnar og notaðu Btue Lagoon húðverndarvörumar. VIBHALDA NATTURULEGUM RAKA ÐARINNAR Ef þú vilt byggja upp og viðhalda náttúrulegum raka húðarinnar ættir þú aö leita ráða hjá sjálfri náttúrunni. Blue Lagoon rakakremið geymir einstaka samsetningu af söttum úr Bláa lóninu sem stuðla að heilbrígöu rakajafnvægi í húðinni. Það er sérstaklega gott sem dagleg húðvernd á allan líkamann, jafnt íyrir börn og fullorðna. Blue Lagoon rakakremið er án ilmefna, er mjög gottfyrir viðkvæma og þurra húð og á exem og psoriasís. Blue Lagoon vörumar fást í apótekinu. BLUELAGÖÖi I C E L A N D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.