Morgunblaðið - 10.03.1998, Side 26
M'ORGUNBLAWJ)
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
ERLENT
Deila stjórnvalda í Indónesíu við Alþjóðagjaideyrissjóðinn
Frestur á greiðslu frá IMF
bitnar á gjaldeyrisbirgðunum
Jakarta. Reuters.
Hneykslast
á græn-
ingjum
Bonn. Reuters.
ÞYSKIR jafnaðarmenn brugð-
ust í gær ókvæða við sam-
þykktum flokksþings græn-
ingja en almennt er búist við,
að þeir taki höndum saman um
stjórnarmyndun eftir næstu
kosningar fái þeir til þess
meirihluta.
Á ílokksþingi sínu um helg-
ina samþykktu græningjar að
þrefalda skatta á bensíni,
vinna að úrsögn úr NATO,
skera niður þýska herinn og
gera neyslu marijúana lög-
lega. Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands og leiðtogi kristi-
legra demókrata, sagði, að
ljóst væri, að kæmust græn-
ingjar í ríkisstjóm myndi það
enda með skelfíngu. Jafnaðar-
mönnum var líka brugðið og
vísa þeir samþykktum græn-
ingja út í hafsauga. Ljóst er að
þessar tillögur eru vatn á
myllu stjómarflokkanna.
REYNT var í gær að bera klæði á
vopnin í deilu indónesískra stjóm-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF). Osætti sjóðsins við umbóta-
stefnu stjórnvalda olli því að næstu
greiðslu efnahagsaðstoðar við landið
hefur verið frestað. Sögðu frétta-
skýrendur að frestunin kynni að
leiða til vandræða vegna ónógra
gjaldeyrisbirgða nkissjóðs.
Til stóð að framkvæmdastjóm
IMF kæmi saman 15. mars til þess
að taka ákvörðun um næstu greiðslu
en greint var frá því á fóstudag að
ekkert yrði ákveðið í málinu fyrr en
í næsta mánuði. Tilkynnt var um
frestunina eftir að sjóðurinn hafði
kvartað yfir því að Indónesar
drægju lappirnar í efnahagsumbót-
um og þess vegna urðu margir til
þess að líta svo á að fresturinn væri
til marks um óþolinmæði IMF.
Ali Alatas, utanríkisráðherra
Indónesíu, sagði í gær að Suharto
forseti ætlaði hvergi að hvika frá
efnahagsumbótaáætlun í samræmi
við tillögur IMF, sem settar voru
sem skilyrði fym- 43 milljarða dala
efnahagsaðstoð. Nú er að Ijúka ráð-
stefnu Þjóðarráðgjafarsamkomunn-
ar í Indónesíu og í dag verður Su-
harto kjörinn forseti til fimm ára,
sjöunda kjörtímabilið í röð.
Reynt að draga úr spennu
Fulltrúi IMF í Jakarta gerði
einnig sitt til þess að draga úr
spennu vegna deilunnar. Sagðist
hann vona að brátt lyki viðræðum
við indónesísk stjórnvöld um
greiðslu þriggja milljarða dala af að-
stoðinni, sem gerð var áætlun um
vegna efnahagskreppu sem skall á í
Indónesíu í fyrra.
Efnahagssérfræðingar sögðu í
gær að staða ríkiskassans í
Indónesíu væri mjög slæm og frest-
un á greiðslu frá IMF og á framlagi
frá Alþjóðabankanum og Asíska
þróunarbankanum, sem fylgja átti
með, gæti reynt mjög á gjaldeyris-
forða ríkisins.
Suharto sagði á sunnudag að skil-
yrðin sem IMF hefði sett um efna-
hagsumbætur stönguðust á við
indónesísku stjórnarskrána. IMF
færi fram á að komið yrði á opnu
hagkerfi „sem er ekki í samræmi við
grein 33“ í stjórnarskránni, að því er
Suharto sagði. Þróunarmálaráð-
herra, Ginandjar Kartasamita, tók
dýpra í árinni og sagði að stofnanir á
borð við IMF ættu ekki að niður-
lægja Indónesíu.
„Við fögnum því að alþjóðastofn-
anir á borð við IMF og Alþjóða-
bankann komi Indónesíu til hjálpar.
En ef það þýðir að þær geti komið
fram vilja sínum eða niðurlægt okk-
ur værum við betur komin án hjálp-
ar þeirra," sagði Kartasamita.
Ókyrrð á mörkuðum
Fréttirnar af frestun á greiðslu
framlagsins frá IMF og orðum Su-
hartos og Kartasamitas ollu titringi
á fjármálamörkuðum í SA-Asíu í
gær. Efnahagsráðgjafi stjómvalda í
Malasíu sagði við Reuters: „Við skul-
um horfast í augu við það að ástand-
ið er mjög alvarlegt í Indónesíu."
Indónesíska rúpían féll í verði
gagnvart Bandaríkjadollar í gær-
morgun og var skráð lægst 12.250
en rétti nokkuð úr kútnum og við
lokun var hún komin í um 11.000, í
kjölfar þess að indónesíski seðla-
bankinn hækkaði skammtímavexti.
Styrkari staða hjá stjórnmálaflokki indverskra hindúa
Rasmussen um EMU-aðild Danmerkur
Auknar líkur á að
BJP myndi stjórn
Nýju Delhí. Reuters.
FLEST bendir nú til þess að
Bharatiya Janata (BJP), flokki
þjóðemissinnaðra hindúa, verði
falið að mynda næstu stjórn Ind-
lands. Kongressflokkurinn hefur
viðurkennt að dregið hafi úr líkun-
um á því að hann geti myndað
stjóm með Samfylkingunni, banda-
lagi fímmtán flokka.
Nokkrir af flokkum Samfylking-
arinnar hafa hafnað stjómarsam-
starfi við Kongressflokkinn. „Svo
virðist sem við höfum ekki mikla
möguleika núna. Við ætlum þó að
halda áfram tilraunum okkar til að
mynda stjórn,“ sagði talsmaður
Kongressflokksins.
Bharatiya Janata hefur fengið
253 þingsæti og vantar 19 sæti til að
geta myndað meirihlutastjóm. Kon-
gressflokkurinn hefur fengið 166
þingmenn og reynt að mynda stjórn
með Samfylkingunni, sem hefur 96
þingsæti. Svæðisbundnir smáflokk-
ar og óháðir þingmenn geta ráðið
úrslitum um hvers konar stjóm
verður mynduð og stjórnmála-
skýrendur segja að það viti á póli-
tískan glundroða í landinu.
Kommúnistaflokkur Indlands,
einn af stærstu flokkunum í Sam-
fylkingunni, hefur ekki reynt að
koma í veg fyrir að Bharatiya
Janata fái tækifæri til að mynda
stjóm en kveðst ætla að greiða at-
kvæði gegn henni á þinginu. Tveir
vinstriflokkar í Samfylkingunni
ákváðu á laugardag að hafna stjóm-
arsamstarfi við Kongressflokkinn,
sem hætti stuðningi við minnihluta-
stjóm Samfylkingarinnar í nóvem-
ber og það varð til þess að boða
þurfti til nýrra kosninga.
Kosningamar hófust 16. febrúar
og 537 þingmenn af 545 hafa þegar
verið kjömir. Talningu atkvæða í
tveimur kjördæmum í Kasmír er
ekki lokið. Kosið verður í tveimur
kjördæmum síðar í mánuðinum og
tveimur í júní. Forsetinn tilnefnir
síðan tvo þingmenn.
Verður Gandhi leiðtogi
Kongressflokksins?
Sitaram Kesri, forseti Kongress-
flokksins, tilkynnti í gær að hann
hefði ákveðið segja af sér og skoraði
á Soniu Gandhi, ekkju Rajivs Gand-
his fyrrverandi forsætisráðherra, að
taka við leiðtogastöðunni.
Reuters
SITARAM Kesri, fráfarandi
forseti Kongressflokksins á
Indlandi, við mynd af Soniu
Gandhi eftir að hann tilkynnti
að hann hefði ákveðið að segja
af sér og hvatti hana til taka við
Ieiðtogastöðunni.
Búist hafði verið við afsögn
Kesris, sem er 78 ára. Ekki var vit-
að í gær hvort Sonia Gandhi tæki
áskoruninni. Einn af forkólfum
flokksins, Sharad Pawar, sagði að
fast yrði lagt að henni að gerast
leiðtogi flokksins á fundi forystu-
manna hans í dag.
T
Falleg oggagnleg fermingargjöf
Ensk-íslensk orðabók
34.000 ensk uppflettiorð
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990
Gagnleg og glæsileg fermingargjöf,
sem nýtist vel í nútíð og fxamtíð
Fæst hjá öllum hóksölum
Orðabókaútgáfan
Ekki kosið um
EMU næstu árin
Kaupmannahöfn. Reuters.
POUL Nymp Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, sagðist í
gær ekki sjá það gerast að efnt yrði
til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
landsins að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU, innan
næstu þriggja til fjögurra ára.
Flokkarnir sem standa að minni-
hlutastjórn Rasmussens njóta sam-
kvæmt skoðanakönnunum fyrir
þingkosningarnar á morgun, mið-
vikudag, minna fylgis en mið- og
hægriflokkarnir, en ólíkt Jafnaðar-
mannaflokki Rasmussens eru þeir
fylgjandi EMU-aðild Danmerkur.
Rasmussen lýsti því jafnframt
yfir í gær að stjórnarflokkamir
myndu ekki þola að hróflað yrði við
undanþágunum sem Danir sömdu
um frá skuldbindingum Ma-
astricht-sáttmálans, en undanþág-
an frá þátttöku í EMU er ein
þeirra.
Undanþágurnar eign
almennings
„Þessar fjórar undanþágur eru
eign dansks almennings. Það er
hann og aðeins hann sem ákveður
hvað verður um þær,“ sagði forsæt-
isráðherrann.
Aðspurður, hvort hann myndi
íhuga að láta fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um EMU ef hann
yrði endurkjörinn, sagði hann: „Ég
sé ekki fyrir mér að það komist á
dagskrá á næstu þremur til fjórum
árum.“
Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar og sá maður
sem stjórnmálaskýrendur telja að
sé líklegastur til að taka við stjórn-
artaumunum eftir kosningarnar,
gangi spár um kosningasigur
hægriflokkanna eftir, sagði í liðinni
viku að kæmist hann til valda
mjmdi hann reyna sitt bezta til að
sannfæra Dani um að þeim væri
fyrir beztu að afnema allar undan-
þágurnar.
I gær lýsti Ellemann-Jensen því
yfir, að ynni hann kosningaslaginn
á morgun myndi hann sjá til þess
að efnahagur Danmerkur uppfyllti
áfram skilyrðin fyrir aðild að EMU.
„Ég get fullvissað ykkur um að við
munum standa vörð um EMU-skil-
yrðin,“ tjáði hann fréttamönnum.
„Við munum leggja okkur fram um
að halda okkur jafnvel enn betur
við skilyrðin en þau ríki sem taka
þátt í EMU.“
Ræða
saman um
NATO og
ESB
VACLAV Havel, forseti
Tékklands, kom í gær í þriggja
daga opinbera heimsókn til
Varsjár, þar sem hinn pólski
starfsbróðir hans Aleksander
Kwasniewski (t.h.) tók á móti
honum. Efst á dagskrá viðræðna
forsetanna er áformuð aðild
beggja landa að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) og Evrópu-
sambandinu (ESB), en samninga-
viðræður um aðild Tékklands,
Póllands, Ungveijalands,
Slóvenfu og Eistlands, auk Kýp-
ur, hefjast í lok þessa mánaðar.
L
í
I
i
í
í
I
L
:
I
l.
L
S
L
L
P
i
I
■
Reuters