Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 41 Af snjóflóðum á fréttastofu Bylgjunnar SÁ ER línur þessar ritar hlustaði á fréttir Bylgjunnar klukkan 8:00 þriðjudaginn 3. mars s.L Þar sagði frá mikilli ógn er steðjaði að Vest- firðingum. Ogn þessi var snjóflóð, skelfilega breitt, sem féll á Hvilftar- strönd í Önundarfirði, „en svo vel vildi til að enginn var á ferð þegar það féll“ (tilv. í umrædda frétt). En Gissur Sigurðsson fréttamaður sá að þetta gekk illa upp því að í lok frétt- arinnar segir hann að „þrátt fyrir að talsvert hafi snjóað á Vestfjörðum í gær og að víða sé þæfings færð er ekki mikill snjór í fjöllum og Veður- stofan hefur ekkert gefið út um snjóflóðahættu á svæðinu" (tilv. í umrædda frétt). Klukkan 12:00, sama dag, var undirritaður aftur í nánd viðtækisins og heyrði fréttir af Vestfjörðum. Nú voru fréttirnar farnar að stigmagnast og enn var Gissur við stjórnina: „Samfelld snjó- flóðavakt hefur verið tekin upp á norðanverðum Vestfjörðum" (tilv. í umrædda frétt), og framhaldið var að hinum ýmsu aðilum á svæðinu var gert að hafa samráð við lögreglu til að mega fara um snjóflóðasvæðin! Ég var á vakt á lögreglustöðinni og hafði ekki fengið nein fyrirmæli um að slíkt ástand væri á mínu svæði, eða að ég sæi nein merki um hættu- ástand, það var svolítill snjór jú, of- ankoma verið mjög lítil. Hvað liggur að baki slíkum frétt- um, fréttum sem hafa engin sannindi að baki? Ekki hafði Gissur fyrir því að hringja í sýslumanninn á Isafirði, sem er yfirmaður almannavama, eða lögregluna á svæðinu sem er hægri hönd sýslumannsins í þessu sem öðru er að almannaheill snýr. Nógu oft hringja fréttamenn til lögreglunnar, stundum oft á dag, til að spyrja frétta. Gissur er því alls ekki ókunn- ur viðmóti lögreglunnar á Isafirði gagnvart fréttamönnum. Fullyrði ég að fréttamenn fá óvíða jafn kurteisis- legt viðmót og aðstoð, sem hér hjá lögreglunni á Isafirði. Mér rann í skap eftir að hafa hlustað á þennan þvætting frá fréttastofu Bylgjunnar, fannst þessi fréttamennska jaðra við að segja að fólk hefði komist lifandi yfir Miklubrautina í Reykjavík, þrátt fyrir að mikil umferð hafi verið þar klukkan 12:00 á hádegi. Ég hringdi því í umrædda frétta- stofu. Eftir stórkostlegar yfirlýsing- ar tveggja fréttamanna þar, um undimtaðan og Vestfirðinga al- mennt skilaði samtalið sér ekki neitt í þá áttina að hægt væri að fá svör við því á hvaða forsendum þessar fréttir voru byggðar. Staðreyndir málsins eru þær að þegar fyrstu snjókornin falla í fjöllin á Islandi hvert haust, fara athugun- armenn snjóalaga, hvers byggðar- lags fyrir sig, upp í fjöll og fylgjast með hegðun snævarins, hve mikill hann er, hvernig hann skefur í skafla og fleiri athuganir. Þetta gera þeir þar til hlánað hefur úr þessum sömu fjöllum að vori. Gissur, þetta er samfelld snjóflóðavakt. Frá há- degi á sunnudag hinn 1. mars vai hvasst og éljagangur á norðanverð- um Vestfjörðum. Lítið hafði hins vegar snjóað, já Gissur, það snjóaði lítið og það var satt sem þú sagðir í hádegisfréttum á þriðjudeginum, að mest af þeim snjó sem þá hafði fennt í fjöllin, hafði fokið burt. Við Vestfirðingar erum orðnir þreyttir á stöðugum óhróðri úrtölu- manna um landið okkar hér vestra. Ef við reynum að svara fyrir okkur, þó ekki sé nema til að leiðrétta rang- indi eru svörin á þá lund að við séum heilalausir, heyrnarlausir og sí- vælandi. Þetta eru svör sem að mínu mati eru fram færð af því einu að þið eruð rökþrota, með slæman málstað og viljið ekki viðurkenna það. Við búum í landi þar sem náttúran sýnir sig í hinum ýmsu myndum og tekur sinn toll af lífi okkar, sama hvar við erum stödd. Vestfirðingar hafa borgað sinn toll sem aðrir og gera vafalaust áfram, væla ekki yfir því frekar en aðrir landsmenn. Hitt er að illur þykir okkur rógurinn, nóg er af samt. Minna slík vinnubrögð mig gjarnan á aðför þá er fjölmiðlar gerðu á áttunda áratugnum að áhrifamanni í Reykjavík og Davíð Oddsson gerði um leikritið „Kusk á hvítflibbann". Lokaorð ritstjórans í leikritinu era minnisstæð, þegar engar sölufréttir voru til staðar þá skipaði hann sínum manni að skrifa grein undir fyrirsögninni: „Er salmonella í kjúklingum"? án þess að hafa neitt fyrir sér um slíkan sannleik, fréttin varð bara til í huga Við Vestfírðingar, segir Onundur Jónsson, erum orðnir þreyttir á stöðufflim óhróðri úrtölumanna. hans og hann sagði: „Þetta kemur fólki til að hugsa.“ Það era þessir menn sem frétta- menn mega ekki gleyma, þeir mega ekki skálda, flytja rangt mál. Komi það fyrir eiga þeir að fara heim og skrifa þar skáldsög- ur. Sá er munur á fréttamanni og skáldi, minnist þess. Gissur, og fleiri fréttamenn, hafið þið kynnt ykkur hvemig náttúran hagar sér? Hvenær er hætta á snjóflóðum, hvenær er skipum hætt vegna ís- ingar eða hvassviðris, hvenær fara munir að fjúka og hvar og hvenær gýs næst? Ver- ið þið allir velkomnir hingað vestur þegar einhver snjór er, eða hvenær sem er, og ég skal sjá til þess að þið verðið leiddir í all- an sannleikann um okkar lands- hluta. Látið okkur ekki hlusta eða lesa fréttir sem era rangar af því . að fréttamaðurinn er svo fákunnandi að helst minnir á sögur frá fomum sögumönnum sem sögðu helvíti vera ~ á íslandi, á Suðurlandi, í Heklu. Ég hefi átt nokkuð gott samstarf við fréttamenn í starfi mínu og vona að svo verði áfram. En fréttir, sem leiða til óþarfa ótta eða særa sannleiksvit- und fólks, eru best geymdar í huga við- komandi, óskrifaðar, ófluttar. Höfundur er yfirlögregluþjónn á ísaTirði. AIIhm mILI |1M iZUfM vViu0 (nm ioa toiva^ Fermingartilboð! ga B wawun > þ<wiaa Ú : ■ r~— iliYtlYtUliÍliUíiililiilHÍ i i i t i i i / » » i »i i i » n » i \ i < i • » « • « # < • • • • / ............ i / i / I ! I I I I t I . I wm Nú eru þessar öflugu Power Macintosh 6500/250 á ótrúlega góðu fermingartilboSi. Tölvurnar eru með 250 MHz PowerPC 603e örgjörva, 32 Mb vinnsluminni, 4 Gb harðdiski, 3D-hröSunarkorti, 24-hraða geisladrifi, L2-flýtiminni, innbyggðu ZlP-drifi, 33.600 baud mótaldi og 4 mánaða Internet-áskrift hjá Margmiðlun. Tilboð 1: m/15" Multiple Display-skjá: Tilboð 2: m/17" 720-skjá: Umboð Akureyri: Haftækni CD ■ÉMMH: Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is Önundur Jðnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.