Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 45 : r ^ Upphaf hitasóttarinnar UNDIRRITUÐ var á næturvakt Dýraspítal- ans 9. feb. s.l. þegar ósk barst frá Hestamiðstöð- inni Dal um að vitja hests sem líklega væri með hrossasótt, en þó með hita. Þegar þangað kom voru 3 hestar veik- ir, allir með hita, lystar- litlir og einn með væg hrossasóttareinkenni. A íslandi höfum við, fram til þessa, ekki þurft að glíma við smitsjúkdóma í hrossum. Þegar hóp- sýking hefur komið upp í hestum á Islandi hefur orsakanna verið að leita í fóðri, vatni eða einhverju í um- hverfinu sem hrossin hafa komist í. Farið var yfir alla þætti með um- ráðamönnum hestanna og ekkert óvenjulegt fannst, heyið leit vel út og lyktaði vel. Aðbúnaður hrossanna var eins og best verður á kosið og þau einstaklega vel fóðruð. Grunur beindist að listeríu-sýkingu (Hvann- eyrarveiki), sem er umhverfisbakt- ería og getur fjölgað sér ört í heyi við ákveðin skilyrði. Þegar hestur innbyrðir listeríu-bakteríuna líða u.þ.b. 7 til 10 dagar þar til hann veik- ist. í langflestum tilfellum er því við- komandi fóður (heyrúlla) löngu upp- étið og ekkert eftir til að taka sýni úr. Til öryggis var þó heysýni tekið úr þeirri rúllu sem verið var að gefa úr 9. febrúar, en það tekur u.þ.b. viku að rækta listeríu úr sýni. Síðar kom svo í ljós (16. febrúar) að listería ræktaðist úr þessu heysýni, en í litlu magni og því alls eldd hægt að úti- loka fóðureitrun. Öll sjúkdómsein- kenni voru frá meltingarvegi, en ein- kenni smitsjúkdóma, sem við ótt- umst mest að berist til landsins, vantaði. Þau eru í langflestum tilvik- um í öndunarvegi. Hestamir voru því meðhöndlaðir eins og um fóður- eitrun væri að ræða. Fleiri hestar veiktust og öll einkenni bentu til fóðureitrunar eða fóðurslens eins og áður segir. Um það leyti sem síðustu hrossin veiktust voru fyrstu hrossin útskrifuð (12. febrúar) og meðhöndl- un var hætt 15. febrúar. Á meðan á þessu stóð leitaði undirrituð álits annarra dýralækna og bar þeim saman um að hér væri að öllum líkind- um um listeríusýkingu að ræða. Helgi Sigurðs- son, sérfræðingur hrossasjúkdóma, kom á þriðja degi sjúkdómsins í Dal og fór yfir stöðuna með undirritaðri. Hann skoðaði veik hross og yf- irfór meðhöndlun, að því loknu studdi hann sjúk- dómsgreininguna. Hafnarfjörður 16. febrúar fær undirrituð sjúkan hest inn í hesthús til sín í Hafnar- firði og annan hest daginn eftir sem kom úr öðru hesthúsi, einkenni gáfu til kynna fóðurslen, líkt og í Dal. Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um, segir Sigurborg Daðadóttir, hvar veikin byrjar, hvað þá heldur hvaðan hún kemur. Undirrituð hafði ekki haft nein sam- skipti við þessi hesthús eftir að veikin kom upp í Hestamiðstöðinni Dal, né önnur þar sem veikin kom upp síðar. Hins vegar veikjast hest- ar undirritaðrar 20. febrúar (sama dag veikist í öðru húsi í Hafnarfiðri og Akranesi), þ.e. 4 sólarhringum eftir að fyrsti sjúkhngurinn kom inn í hesthús til undirritaðrar. Vel má vera að undirrituð hafi borið veikina í Hafnarfjörð, þar sem ekki voru gerðar neinar varúðarráðstafanir varðandi smit, en það skýtur þó skökku við að veikin skuli byrja í öðrum húsum. Grunur vaknar Miðvikudaginn 18. febrúar fær undirrituð spumir af veikum hest- Sigurborg Daðadóttir Hitasóttin heldur í sókn á Suðurlandi Einn bær bættist við á laugardag „ÉG GET ekki séð að búið sé að stöðva útbreiðslu hitasóttarinnar," sagði Páll Stefánsson dýralæknir á Selfossi í samtali við Morgunblað- ið. Á laugardag veiktist hestur í Kjarnholtum í Biskupstungum og þá hefur veikin verið að breiðast út um hesthúsahverfið á Selfossi. Hann sagði að veikin virtist heldur í rénun í Kjarri í Ölfusi en fylfullu hryssumar sem fengu hita þar væm orðnar góðar og hefðu verið settar út í gær. Þá sagðist Páll vilja ítreka að hver og einn gætti að sér og sínum hrossum og sýndi ábyrgð. Ljóst virðist að átleysið sem oft fylgir veikinni hefur neikvæð áhrif á framvindu sjúkdómsins og telja dýralæknar að þvl lengur sem hrossin éta ekki aukist hættan á ýmiskonar fylgikvillum sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Helgi Sigurðsson dýralæknir ráðleggur að taka allan fóðurbæti eða grasköggla af hrossunum þeg- ar þau veikjast, minnka heygjöf, gefa oft og lítið og halda þeim hætti þótt hrossin séu farin að jafna sig. Þegar veik hross hætta að éta er gott að gefa þeim AB mjólk til dæmis með ormalyfs- byssu eða þá bætiefnablöndur sem innihalda gersveppi. Þetta hjálpar til að koma meltingunni í eðlilegt horf. Ef hrossin éta ekkert í fjóra daga eða lengur er mönnum ráð- lagt að hafa samband við dýra- lækni. um í Mosfellsbæ og Álftanesi með svipuð einkenni. Þennan dag vakn- ar grunur um smitandi sjúkdóm og undirrituð óskar eftir fundi með yf- irdýralækni, héraðsdýralækni og fleiri dýralæknum, sem haldinn var daginn eftir. Á þeim fundi kemur í ljós að dýralæknar hafa þá í vik- unni verið að meðhöndla nokkra hesta við fóðursleni í Mosfellsbæ, á Kjóavöllum og Álftanesi, auk fyrr- nefndra tilfella hjá undirritaðri. Á fundinum var ekki vitað um tengsl milli þessara staða og ákveðið að það yrði kannað og að sýni yrðu tekin úr öllum nýjum tilfellum. Smitsjtíkdómur staðfestur Föstudaginn 20. febrúar veikjast hrossin í Hafnarfirði eins og að ofan greinir, var þá Ijóst að um áður óþekktan smitsjúkdóm væri að ræða. Seinna um daginn sendir yfir- dýralæknir frá sér fréttatilkynn- ingu þessa efnis og varar hestaeig- endur við samgangi. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu að undirrituð kom hvergi nærri ákvörðun um flutning hests frá Dal austur að Gýgjarhóli, hvað þá að hún hefði lagt til að tilraun þess efn- is yrði gerð. Hvaðan komið? í millitíðinni hefur undirritaðri borist vitneskja um að 3 hestar í hesthúsi á höfuðborgarsvæðinu hafi veikst 13. janúar sem voru með sömu einkenni og hestar með „hita- sóttina“. Leiða má líkur að því að „hitasóttin" hafi verið að „malla“ í vetur, þar sem sjúkdómseinkennin era oft óljós og geta auðveldlega farið fram hjá eiganda. Af óþekkt- um ástæðum blossaði veikin hins vegar upp í Hestamiðstöðinni Dal. „Hitasóttin" uppgötvast þar, m.a. vegna einstaklega góðrar umhirðu hestanna og umhyggju umráða- manna, sem vöktu í nær 4 sólar- hringa og mældu hitastig á fárra klukkustunda fresti og hjúkruðu hestunum eins og kostur var. „Hita- sóttin" breiðist síðan þaðan út vegna mikils umgangs bæði manna og hrossa. Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um hvar veikin byrjar, hvað þá heldur hvað- an hún kemur. Þetta er hér sett fram vegna greinar Gunnars Más Gunnarsson- ar, sem birtist í Morgunblaðinu 7. mars s.l., þar sem höfundur fer með hverja vitleysuna af annarri. Gagn- rýni á störf mín og annarra dýra- lækna á fullan rétt á sér, en við eig- um kröfu á að hún sé rökstudd, þannig að bæta megi úr ef rangt hefur verið staðið að málum. Undir- rituð vonar að hestamenn beri gæfu til að lesa og hlusta með eigin gagn- rýni á það sem sett er fram í hita leiksins, ekki er alltaf rétt með farið þó á prenti sé. Höfundur er dyralæknir. Vögg uscengur, vöggusett. SkábvOfðustig 21 Siml 551 4050 Reykimlk. Wö S>ð Uppþvottavél Qea : fSS^RADCREIOSLUR EUROCARD g raögrciðslur kr. 42.900 stgr. j •Tekur borðbúnað eftir 12 manns • 4 þvoftakerfi • 2 hitastillingar 55/65° • Sparnaðarstilling Tvöfalt flæðiöryggi • Sjálfhreinsandi örsia • Þrefalt aðalsigti úr rústfríu stáli • Mjög hljóðlát Stillanleg efri grind Vatnsnotkun 22 lítrar Rafmagnsnotkun 1,6 kW/klst. HxBxD 85-82x60x60. Við Fellsmúfa • Simi 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Veldu þæeilegustu leiðina ut á völl að er bæði ódýrt og þægilegt að leigja bílaleigubíl til að aka á út á Keflavíkurflugvöll. Pú færð bílinn daginn fyrir brottför og notar hann í öllum snúningunum sem fylgja utanlandsferðinni - ná í gjaldeyri, vegabréf ... Bílnum skilar þú síðan á flugvellinum og nýtur þess að fljúga áhyggjulaus út í heim. Það kostar aðeins 3.100 kr. að leigja bílaleigubíl í minnsta flokki í einn sólarhring. Innifalið 100 km akstur ogVSK. FLUGLEIÐIR Bílaleiga Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650 W - kjarni málsins! alla ævi! ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.