Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 50

Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUG LY SINGAR NORÐURÁL HF. ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM í EFTIRFARANDI STÖRF VEGNA REKSTURS ÁLVERS Á GRUNDARTANGA: • Tölvunaifrœðingur/kerfisfrœðingur • Tœknimaður á rannsóknarstofu Gert er ráð fyrir því að rekstur álversins hefjist í byrjun júníl998. HÆFNISKRÖFUR OG STARFSSVIÐ Tölvunarfrœðingur/kerfisfrœðingur. Æskilegt er að viðkomandi hafi próf í tölvunarfræðum og/eða kerfisfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi að minnsta kosti þriggja ára reynslu í skyldu starfi. Tölvunarfræðingur mun hafa umsjón með skipulagi, uppsetningu og rekstri netkerfis Norðuráls, jafnt hugbúnaðar sem vélbúnaðar. Sér um rekstur bókhalds-, birgða- og flutningakerfis, hópvinnukerfa, samskiptakerfa og Intemetaðgangs. Annast forritun á stjómunar- upplýsingakerfum og sérhæfðum samskiptum við framleiðslukerfi. Stýrir samskiptum við verktaka sem selja og þjónusta hug- og vélbúnað og tekur þátt í þjálfun starfsmanna í notkun upp- lýsingakerfa. Tœknimaður á rannsóknarstofu. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi menntun í efnafræði/málmfræði. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi að minnsta kosti þriggja ára reynslu í skyldu starfi. Tæknimaður mun hafa umsjón með töku sýna, gæðaprófunum og nauðsynlegum rannsóknum í álframleiðslu. í ofangreindum störfum er krafa um góða íslensku- og ensku- kunnáttu. Önnur tungumálakunnátta kemur að gagni. Leitað er að öflugum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Vert er að taka fram að öll starfsemi Norðuráls mun fara fram á Grundartanga. UMSÓKN Vinsamlegast sendu umsókn þína, ásamt nákvæmum upplýsingum um menntun og starfsferil til Norðuráls, Ármúla 20,108 Reykjavík. Umsóknin þarf að berast okkur eigi síðar en föstudaginn, 13. mars 1998. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Norðuráls, Ármúla 20 Reykjavík, á skrifstofu Norðuráls á Grundartanga, hjá Málningarþjónustunni hf., Stillholti 16, Akranesi og á skrifstofu Markaðsráðs Borgfirðinga að Borgarbraut 59 Borgamesi. Umsóknin þarf ekki nauðsynlega að berast á tilgreindum umsóknareyðublöðum. Umsækjendur þurfa að taka skýrt fram um hvaða störf er sótt. Þeir sem áður hafa sent inn umsóknir um hliðstæð störf þurfa ekki að endumýja umsóknir sínar. Gœtt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir.fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar og öllum umsóknum verður svarað. NORÐURÁL Norðurál hf. byggir nú frá grunni fyrsta álverið sem reist hefur verið í Evrópu um áraraðir. Það er metnaður þeirra sem standa að byggingu álversins að það verði í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Hjá Norðuráli verður lögð áhersla á nýjungar í stjórnun og starfs- mannamálum, og að starfsmenn hafi áhrif á mótun eigin vinnu- umhverfis. Lagt verður upp úr góðu samstarfi um lausn verkefna og að starfsmenn séu öflugir þátttakendur í hópstarfi. Áhersla er lögð á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. Yflrstjórn Norðuráls hefúr sett sér það markmið að stuðla að sem bestum samskiptum og vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum með hagsmuni heildarinnar í huga. I Ijósi þess skal tekið fram að Norðurál verður reyklaus og vímu- efnaiaus vinnustaður. KR NORÐURAL NORDIC ALUMINUM Ármúla 20 • 108 Reykjavík Sími 553 6250 • Fax 553 6251 Netfang nordural@nordural.is Zing á íslandi Sölufulltrúi Sölu- og dreifingaraðili Zing gólfbóns og hreinsi- efna óskar eftir að ráða sölufulltrúa til starfa. Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini, öflun nýrra viðskiptavina og kynningu á Zing bónkerf- inu hjá fyrirtækjum og stofnunum. Unnið er í nánu samstarfi við verktaka og ræstingastjóra í faginu. Við bjóðum starf í góðu umhverfi. Góð laun fyrir rétta manninn. Þjálfun í meðferð efn- anna bæði erlendis og heima. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af bónvinnu og sölumennsku, þó ekki skilyrði. Starfið felur í sérferðir út á land. Fyllsta trúnaði heitið. Vinsamlegast sendið umsóknirtil afgreiðslu Mbl., merktar: „Zing — 3746", fyrir 16. mars nk. „Au pair" — Portúgal Óska eftir stúlku til að gæta 5 ára drengs, aðal- lega á kvöldin, í 5—7 mánuði frá 1. apríl. Verður að vera reyklaus. Upplýsingar gefur Bára milli kl. 17.00 og 23.00 í síma 553 0605. Endurskoðun Endurskoðunarskrifstofa óskar að ráða við- skiptafræðing af endurskoðunarkjörsviði til starfa. Um er að ræða fjölþætt starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegastsendið umsóknirtil afgreiðslu Mbl. fyrir 18. mars nk., merktar: „E — 23". Leikskólar Reykjavíkurborgar óska eftir að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Hraunborg v/Hraunberg Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, í síma 557 9770. Leikgarður v/Eggertsgötu Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu og í hlutastarf fyrir há- degi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sólveig Sigurjónsdóttir, í síma 551 9619. Seljaborg v/Tungusel Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Antonsdóttir, í síma 557 6680. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. mAbkóuvun Aakureyri Deildarstjóri Óskað er eftir að ráða deildarstjóra upplýsinga- og útlánadeildar Bókasafns Háskólans á Akur- eyri. Um er að ræða 80% starfshlutfall, en ráðning í fullt starf kemur til greina. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Megin starfsvettvangur verður upp- lýsingaþjónusta og umsjón afgreiðslu og út- lánadeildar, auk skráningar og flokkunar. Umsækjendur skulu hafa lokið fullgildu há- skólaprófi með bókasafnsfræði sem aðal- eða aukagrein. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu á tölvum. Launakjörfara eftir samningi Félags háskóla- kennara á Akureyri. Skriflegar umsóknir, með ítarlegum upplýsing- um um menntun og starfsferil, sendist fyrir 23. mars nk. til Sigrúnar Magnúsdóttur, yfir- bókavarðar, Háskólanum á Akureyri, Sólborg, 602 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirbóka- vörður í síma 463 0520. Offsetprentari prentari óskast frá næstu mánaðamótum. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 588 1650. Hagprent-lngólfsprent ehf., Grensásvegi 8,108 Reykjavík. Lyfjafræðingur — lyfjatæknir Ingólfs Apótek ehf. óskar eftir að ráða lyfja- fræðing og lyfjatækna til starfa vegna opnunar nýs apóteks á 3. hæð Kringlunnar. Upplýsingar veitir Páll í símum 568 9970 og 899 6740. Ingóifs Apótek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.