Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 BRIDS llmsjón Arnúr G. Kagnarsson Bridsfélag Kópavogs AÐALSVEITAKEPPNI félagsins lauk síðasta fimmtudag með sigri sveitar Þróunar, en sveitina skip- uðu: Bemódus Kristinsson. Georg Sverrisson, Ragnar Jónsson og Murat Serdar. Lokastaðan: Þróun 221 Birgir Öm Steingrímsson 205 Sigurður Sigurjónsson 198 Vinir 188 Næsta fimmtudag verður eins kvölds tvímenningur og 19. mars byrjar Catalínumótið, sem er butler-tvímenningur, fjögur kvöld. Bridsfélag SÁÁ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 8. mars 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell- tvímenningur. 14 pör spiluðu 7 um- ferðir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og röð efstu para varð eftirfar- andi: N/S Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson 199 Elías Ingimarss. - Unnar A. Guðmundss. 187 Halldór Þorvaldss. - Baldur Bjartmarss. 178 Halldóra Magnúsd. - Aðalst. Steinþórss. 177 A/V Páll Þ. Bergsson - Sveinn Sigurgeirsson 197 Björn Bjömsson - Friðrik Steingrímsson 175 Einar L. Pétursson - Gunnar Ómarsson 170 Logi Pétursson - Nicolai Þorsteinsson 170 Næsta spilakvöld félagsins verð- ur svo sunnudagskvöldið 15. mars. Sem fyrr em allir hvattir til að mæta, spilað er í Armúla 40, baka- til. Spilamennska hefst klukkan 19.30. Samkeppnislögin í 5 ár Málþing L.M.F.Í. 13. mars nk. Ársal - Hótel Sögu Lögmannafélags íslands stendur fyrir stuttu mál- þingi í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá setningu samkeppnislaga sem leystu af hólmi lög um verðlag, samkeppnishömlur og fleiri reglur. Segja má að samkeppnislögin hafi valdið byltingu á sínu sviði, bæði hvað varðar efnisreglur samkeppnisréttar, svo og lagaframkvæmd, þar á meðal með starfsemi Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs og mál- skotum til áfrýjunamefndar samkeppnismála. Við framkvæmd laganna hefur reynt á margvísleg lögfræðileg atriði, svo sem um gildissvið laganna, valdmörk samkeppnisyfirvalda, málsmeðferðar- reglur, túlkun einstakra efnisákvæða o.fl. Dagskrá málþingsins: 12:00 Léttur hádegisverður 12:30 Setning Samkeppnislög og þróun þeirra Bjöm Friðfinnsson, ráðgjafi ríkisstjómarinnar í EES-málum 12:40 Tilgangur samkeppnislaga og vald- heimildir samkeppnisyfirvalda Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar 13:00 Málsmeðferðarreglur og sjónarmið um valdmörk samkeppnisyfirvalda Andri Árnason, hrl. 13:20 Gagnrýni á störf samkeppnisyfirvalda Jónas Fr. Jónsson, hdl., aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands 13:40 Pallborðsumrœður og fyrirspurnir 14:00 Þingslit. Fundarstjóri er Ásgeir Thoroddsen, hrl. Fundurinn verður í Ársal á Hótel Sögu. Þátttöku þarf aö tilkynna til skrifstofu L.M.F.Í., í síma 568-5620, bréfsíma 568-7057 eða netfang lmfi@tv.is. Þátttökugjald ásamt hádegisverði er kr. 3.500. Lögmannafélag Islands í DAG HVITUR leikur og vinnur an Sokolov frá Bosn- íu. Við skulum líta á hvernig hann sigraði Rússann Vladímir Episín (2.570) í FIDE heims- meistara- keppn- inni í jan- úar. Sokolov hefur hvítt og á leik: 27. Bxh6!! - gxh6 28. Dxh6 - Dd7 29. Bh7+ - Kh8 30. ekki að yfirbuga Episín, heldur féll hann út úr keppninni. f4! - d4? (Svartur átti að reyna 30. - De8) 31. f5 - d3 32. fxe6 - Dd4+ 33. Kfl - Dal+ 34. Kf2 - Re5 35. Bxd3+ (Fljótvirkara var 35. Bg6+ - Kg8 36. exf7+ - Rxf7 37. Dh7+ - Kf8 38. Dxf7 mát) 35. - Kg8 36. Bh7+ - Kh8 37. Bg6+ og svartur gafst upp. Þrátt fyrir þennan lag- iega sigur náði Sokolov NlvVk llinxjún Margeir Pétur.sson ALÞJÓÐLEGA Reykjavík- urskákmótið, það 18. í röð- inni, hefst í dag í félags- heimili Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12. Stiga- hæsti keppand- inn er Iv- VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 18-15 frá mánudegi til föstudags Niður með rimlana í SAMBANDI við minn- ismerkið sem reisa á til minningar um Eyvind og Höllu á Hveravöllum finnst mér að rimlamir séu ekki viðeigandi þar sem þau brutu af sér alla hlekki þegar reynt var að koma böndum á þau. Mér finnst að með því að hafa þessa lokuðu fang- elsisrimla sé á einhvern hátt búið að koma bönd- um yfir þau og legg til að rimlamir verði brotnir niður að minnsta kosti til hálfs. Einnig vil ég koma á framfæri að sjónvarps- þátturinn sem Ómar Ragnarsson gerði og var sýndur í Sjónvarpinu fyrir stuttu var mjög góður, hreint listaverk. Gyða Ölvisdóttir. Tapað/fundið Gleraugu týndust Kvensjóngleraugu í svörtu hulstri týndust á Dubliners laugardaginn 28. febrúar. Finnandi vinsamlega hringi í s: 552 1653. Kvenúr týndist KVENÚR með gylltri skífu og keðju týndist frá Síðumúla 11 að Hótel ís- landi sl. laugardag. Skil- vís finnandi hafi sam- band í síma 564 1080. Karlmanns- gleraugu týndust á Hótel Sögu SILFURLITUÐ karl- mannsgleraugu týndust á Hótel Sögu laugardag- inn 28. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 431 2466. ri 1 úii m gj g np 1 | m g fg liu gP Morgunblaðið/RAX Hafnfirskur snjókarl Víkverji skrifar... AKVÖRÐUN sú að taka innrétt- ingarnar úr verslun Egils Jac- obsen niður og gefa þær Arbæjar- safni veldur Víkverja dagsins von- brigðum. Víkverji fyllir flokk þeirra sem er annt um gömul hús og hús- muni og hann er þeirrar skoðunar að hvomgt sé safngripur, heldur hluti af því umhverfi sem við lifum og hræmmst í. Sú tilhneiging að flytja hús og innréttingar á safn til að rýma fyrir nýju felur í raun í sér þá yfirlýsingu að þau hafi þjónað til- gangi sínum og að byggingarsög- unni sé best þjónað með því að flytja þau langt frá þeim stað sem þeim var upphaflega komið fyrir á, koma þar fyrir sýningarmunum, kaffi- og kleinusölu. Þá fyrst er var- ið fé til endurbóta á húsum, sem hafa liðið áratugum saman fyrir slælegt viðhald, orðið þvflíkt lýti á umhverfinu að menn sjá ekki lengur fegurðina í þeim. XXX ÍKVERJI er ekki þeirrar skoð- unar að gömul hús eigi að fá að standa eingöngu vegna aldursins. Hann telur hins vegar að þau hús, sem hafa menningar- og byggingar- sögulegt gildi, eigi að standa, og þá á þeim stað sem þau em reist á. Á þann hátt gegna þau best bygging- arsögulegu hlutverki sínu og á þann hátt telur Víkverji að íbúamir séu í bestum tengslum við borgamm- hverfið. Víkverji saknar margra húsa úr miðbænum, t.d. úr Lækjar- götu og Suðurgötu, og finnst þau órafjarri á Árbæjarsafni, þar sem þau em í sístækkandi „þorpi“ sögu- frægra húsa, sem hrúgað hefur ver- ið á einn stað. XXX NNRÉTTINGARNAR úr versl- un Egils Jacobsen em enn eitt dæmið um tilhneiginguna til að vera sífellt að rýma fyrir nýju. Þær em hluti af glæsilegu húsi, eru greinilega í ágætu ásigkomulagi fyrst hægt er að taka þær niður og koma upp aftur á safni og því þykir Víkverja leitt að sjá þær fjúka, þar sem þær em eitt örfárra dæma sem enn era í Reykjavík um verslunar- innréttingar frá fyrstu tugum ald- arinnar. Vandinn er sá að húsnæðið hefur staðið autt mánuðum saman og það sámar Víkverja einnig, því það er enn eitt dæmið um það hvemig lífið seytlar smám saman úr miðbænum. Fyrirtæki virðast ekki lengur sjá sér neinn hag í að vera þar og enginn virðist fá nokk- uð að gert. Víkverji minnist há- leitra markmiða Miðbæjarsamtak- anna og fleiri velunnara miðbæjar- ins um endurnýjun hans fyrir nokkmm árum. Hvaða árangri hafa þær skilað? Sorglega litlum enn sem komið er. xxx OVIÐA í heiminum gætir eins mikillar tilhneigingar til að losa sig við gamla dótið, hvort heldur er hús eða húsmuni, og hér á landi. í flestum öðrum löndum sjá menn notagildi og fegurð í gömlum hlutum og halda þeim við af myndarskap. Vonandi nær sá hugsunarháttur meiri fótfestu hér en raunin hefur verið hingað til. Það gæti ef til vill orðið miðbænum til bjargar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.