Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 58. TBL. 86. ARG. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Banni við ferðum til Kosovo verði aflétt MANNRETTINDASAMTÖKIN Amnesty International hvöttu Slobodan Milosevic forseta Jú- góslavíu til þess í gær að hleypa blaðamönnum, hjálparsamtökum og óháðum eftirlitsmönnum til Kosovo til þess að sannreyna þá fullyrðingu júgóslavneskra stjórnvalda, um að aðgerðir serbnesku lögreglunnar þar beinist einungis gegn hryðju- verkamönnum. „Hafi Milosevic ekkert að fela og aðgerðir öryggissveita hans séu réttlætanlegar á grundvelli alþjóð- legra samþykkta getur hann vart haft ástæðu til þess að loka Kosovo fyrir utanaðkomandi," sagði í yfir- lýsingu Amnesty, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 80 manns biðu bana í aðgerðum serbneskra örygg- issveita í Kosovo í síðustu viku. Fimm vestræn stórveldi hafa ákveð- ið að beita stjórn Milosevics þving- unum vegna þess hvernig hún hefur haldið á málum í Kosovo og sögðu stjórnmálaskýrendur og bankamenn í gær, að þær kynnu ýmist að veikja júgóslavneskt efnahagslíf enn frek- ar eða neyða stjórnina til að semja um framtíð héraðsins. Forseti stríðsglæpadómstólsins í Haag sagðist í gær hafa gert ráð- stafanir til að afla gagna um atburð- ina í Kosovo að undanförnu með til- liti til hugsanlegrar ákæru um brot á alþjóðamannréttindasamþykktum. Rússar hvöttu til þess að þegar í stað yrðu hafnar diplómatískar til- raunir til að draga úr spennu í Kosovo og sögðust andvígir því að þangað yrðu sendar erlendar her- sveitir til eftirlits. Albönsk stjórn- völd sögðust í gær íhuga að óska eft- ir því við Atlantshafsbandaiagið (NATO) að það sendi herlið til Al- baníu til eftirlits með landamærun- um að Júgóslavíu og jafnvel til Kosovo. Spennan í Kosovo er mikil, að sögn Hannesar Haukssonar, yfir- manns starfs Alþjóðasambands Rauða kross-félaga í Júgóslavíu, sem kom þaðan í gærkvöldi til Belgrad. „Gífurleg spenna og ótti voru í loftinu þegar við ókum inn á svæðið, nær enginn á ferli á götum sem venjulega iða af lífi. Fólk sást ekki íyrr en mótmælafundur hófst en hann fór sem betur fer friðsam- lega fram. Astandið virðist rólegra núna en verið hefur sl. viku en það er aldrei að vita hvað gerist," segir Hannes. Starfsmenn Rauða krossins hafa átt í erfiðleikum með að komast til nokkurra þorpa á svokölluðu Dren- ica-svæði, þar sem serbneska lög- reglan gerði áhlaup í leit að albönsk- um skæruliðum. Segir Hannes að frést hafi af fjölda íbúa þorpanna sem lagt hafi á flótta og ekki sé vitað hvar allt það fólk sé niðurkomið. Aðrii- dvelji hjá ættingjum. Hefur Rauði krossinn komið lyfjum og sáraumbúðum til heilsugæslustöðva og mat, teppum og skóm til íbúa en kalt er og snjór í Kosovo. Pá reynir Rauði krossinn að þrýsta á serbnesk stjórnvöld um aðgang að þorpum sem gerðar voru árásir á. 100 bíla árekstur BJÖRGUNARMAÐUR virðir fyrir sér kraðak klesstra bíla á A-31 hraðbrautinni við bæinn Thionville í Frakklandi. Árekstur varð á brautinni vegna svartaþoku og þegar upp var staðið voru um 100 bif- reiðar í klessunni. Slösuðust rúmlega 30 manns, þar af 11 alvarlega. Hræðslu- áróður á loka- spretti Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. DANIR ganga að kjörborði í dag og er búist við að þessar kosningar tákni endalok stjórnar jafnaðar- manna. Málflutningur jafnaðar- manna hefur undanfarna sólar- hringa einkennst af hræðsluáróðri í garð hægriflokkanna, sem sam- kvæmt skoðanakönnunum hafa náð góðri fótfestu. Sjónvarpsumræður stjórnmála- leiðtoganna í gærkvöld buðu upp á fátt annað en fremur þreytulega leiðtoga innan um rómverskar stytt- ur í salnum á Glyptótekinu, sem val- inn var sem vettvangur lokaátak- anna. Höfuðandstæðingur jafnaðar- manna, Uffe Ellemann-Jensen, leið- togi Venstre, hvatti kjósendur til að stuðla að valfrelsi og tókst að fá um- ræðurnar til að snúast einmitt um það atriði. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, talaði til ellilífeyrisþega, atvinnu- lausra og unga fólksins 1 lokaorðum sínum, hvatti þá til að setja áfram traust sitt á sig og varaði við fölsku valfrelsi, eins og hann orðaði það, sem byggðist á misrétti. Tæplega þriggja vikna kosninga- baráttu lýkur í dag er kjósendur fá tækifæri til að koma boðskap sínum til skila eftir snarpa kosningabar- áttu. Spár um stjórnarskipti hafa gerst æ ákafari undanfama daga, en reynslan hefur sýnt að jafnaðar- mönnum vegnar venjulega betur í kosningum en skoðanakönnunum. ■ Árangur Nyrups virðist/24 Felldu þrjá Palestínumenn ISRAELSKIR hermenn standa yfir líkum þriggja Palestínu- manna sem þeir skutu í gær við ísraelska varðstöð skammt frá Hebron á Vesturbakkanum. Fregnum af atvikinu ber ekki saman. Israelski herinn sagði mennina hafa ekið á hermann og reynt að keyra á annan við varðstöðina. Palestínskur ör- yggisvörður sem var vitni að at- burðinum sagði bflinn hafa ekið óaðfinnanlega og ekki verið gef- ið stöðvunarmerki. Skyndilega hefði einn ísraelsku hermann- anna hafíð skothríð að tilefnis- lausu með fyrrgreindum afleið- ingum, en auk þess særðust tveir Palestínumenn lífshættu- lega. Horfa á 8.000 morð London. Reuters. BANDARÍSK börn sjá að meðaltali 8.000 morð framin á sjónvarpsskjánum og um 100.000 ofbeldisatriði fram að þeim tíma er þau útskrifast úr grunnskóla, að sögn banda- ríska þingmannsins Edwards Markey. Á alþjóðlegri ráð- stefnu um sjónvarpsefni fyrir börn í London hvatti hann til þess að meira yrði gert til að vernda börn fyrir sjónvarpsof- beldi. Markey, sem er demókrati frá Massachusetts, átti frum- kvæðið að setningu svo- nefndra „V-flögu“-laga í Bandaríkjunum. Þau skylda framleiðendur viðtækja til að setja í þau sérstakan tölvukubb, sem gerir foreldr- um kleift að stjórna því hvað börnin geta horft á. Telji for- eldrar eitthvert efni á dag- skránni vera skaðlegt börnum geta þeir með hjálp kubbsins látið tækið sjálfkrafa slökkva á rás þegar útsending á sér stað. Þar ræður ekki tímastill- ing, heldur nemur kubburinn flokkunarupplýsingar viðkom- andi útsendingar. Markey segir tækni þessa hafa mælst vel fyrir á banda- rískum heimilum. „Bandaríska þjóðin er samfélag útivinnandi foreldra. Þar er að finna átta milljónir lyklabarna og átta milljónir einstæðra foreldra,“ segir Markey. Hann segir næsta skrefið vera að draga úr og takmarka auglýsingar með- an barnaefni er sent út. Fylgi bresku stjórn- arinnar minnkar London. Reuters. STUÐNINGUR við ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins hef- ur minnkað, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, og er nú 46% og hefur aldrei verið minni í skoðana- könnunum frá því flokkurinn komst til valda eftir kosningar 1. maí sl. Skoðanakönnunin var gerð fyrir blaðið Guardian og samkvæmt henni hefur stuðningur við Verka- mannaflokkinn minnkað um eitt prósentustig frá því fyrir mánuði. Stuðningur við íhaldsflokkinn hef- ur aukist um tvo af hundraði, og er nú 33%, og stuðningur við Frjálsa demókrataflokkinn hefur minnkað um eitt prósent, í 17%. Tólf hundruð kjósendur tóku þátt í könnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.