Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 40
&40 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lífgjafa sjómanna frestað í fímmta sinn ENN einu sinni hefur samgöngui'áðherra frestað gildistöku reglu- gerðar er varðar losun- ar- og sjósetningarbúnað gúmbjörgunarbáta. Rétt ár er liðið síðan átta ,**j»manna starfshópur skil- aði áliti sínu til ráðherra, en hann fjallaði í tíu mánuði um sjósetningar- búnað. Góð samstaða var um niðurstöður hópsins nema fulltrúi LIU var ekki sammála hópnum og sendi ráðherra sérálit. Þar segir m.a. „að LIU hafí gert sér vonir um að kröfur til búnaðarins yrðu raunhæfar og framkvæmanleg- ar. Ennfremur gerði hann og LÍÚ sér vonir um að allir sem að málinu koma gætu verið sáttir við niðurstöður og vissir um að þeim væri hægt að fram- fylgja án umtalsverðra breytinga á __ skipunum, og til að komast mætti hjá því eina ferðina enn að fresta gildis- töku eða sniðganga settar reglur, og skapa þannig falskt öryggi fyrir þá sem geta átt líf sitt undir því að bún- aðurinn virki eins og til er ætlast". M.ö.o. öll sjómannasamtök landsins, Siglingastofnun, áhugamenn um ör- yggismál sjómanna og útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, eiga að beygja sig fyrir fulltrúa LIÚ eins og samgöngu- ráðuneytið hefur gert, það er sam- staðan um málið í hans augum. En hvpr voru ágreiningsatriði full- J0- trúa LIÚ við hina sjö í hópnum? Jú, hann vildi ekki að sjálfvirkur og fjar- stýrður sleppibúnaður yrði í skipum lengri en 45 metrar og ekki yrðu gerð- ar meiri kröfui' til sleppibúnaðar en að hann virkað við +-30° hallahom. Þetta voru sértillögur hins „mikla“ áhugamanns LÍÚ um öryggi sjó- manna. Hann hefur verið að reyna í þrjú ár að koma 45 m skipum og lengri undan skyldu að vera með sleppibúnað þvert á vilja sjómanna, en þess skal getið að það em skip þeirra manna sem ráða nú ferðinni í LÍÚ. Gott samband er milli LIÚ og ráðuneytis- ins sem þeir nota sér, m.a. koma þeir því inn hjá ráðuneytisfólkinu að ekki sé til viðurkenndur búnaður sem stenst þær kröfur sem gerðar em. Þeir sem hafa fylgst með þessum deilum vita að til er búnaður sem hefur verið sam- þykktur, og heitir Sigmund S2000 og gildir viðurkenning hans til mars 2000. Honum er hægt að koma fyrir á öllum skipum ef vilji er fyrir hendi. En LÍÚ er á móti þessum búnaði og þess vegna reyna þeh' að tefja og helst útiloka að sjómenn fái hann um borð í skipin. Allur málatilbúnaður þessara manna er eitt allsherjar mgl, sett fram með þeim tilgangi einum að tefja og sverta þann eina búnað sem staðist hefur prófun, enda lét Sævar Gunnarsson, einn úr átta manna sleppibúnaðar-starfshópnum og full- trúi stærstu sjómannasamtaka lands- ins, strax í upphafí nefndarstarfa bóka að hann teldi þennan starfshóp ein- göngu settan á stofn til að tefja þetta mál. Reynslan sýnir okkur að þetta var hárrétt hjá honum. En hvers vegna era forustumenn LÍÚ á móti þessum björgunarbúnaði? Er til ein- hver skynsamleg skýring á því að þeir em tilbúnir að gera aUt til að tefja þetta mál, þar með að fóma lífi sjó- manna og hafa samgönguráðherra og hans fólk í samgönguráðuneytinu að viðundrum í augum þeirra sem vinna að öryggismálum sjómanna. Þegar Sigmundsgálginn var orðinn að vera- leika 1981 og kominn í nokkur skip í Vestmannaeyjum, fundu menn strax að til vom menn sem ekki vom sáttir við að enn einu sinni skyldi vera kom- ið öryggistæki frá Vestmannaeyjum, sem augljóslega myndi fækka dauða- slysum á sjó. Allt var gert til að vinna á móti því að tækið fengi viðurkenn- ingu, en að lokum var það viðurkennt, þá var það komið í flest skip í Vest- mannaeyjum. En á meðan á þessari baráttu í Vm. stóð var verið að reyna að hanna annað tæki í Njarðvík sem átti að gera sama gagn og Sigmunds- gálginn. Útkoman var annar búnaður sem byggður var á hugmynd Sig- munds en því miður stálu þeir ekki Hvers vegna, spyr Sig- mar Þór Sveinbjörns- son, eru forystumenn ----7------------------- LIU á móti þessum bj örgunarbúnaði? allri hugmyndinni. í stað þrýstilofts var notaður gormur sem Vestmanna- eyingum var sagt af Iðntæknistofnun nokkram árum áður að ekki væri heppilegt að nota, eins og raunin varð. Er til bréf þess efnis frá þeirri stofn- un. Sjálfvirki hluti þessa búnaðar er mebra, sem Siglingamálastofnun vildi ekki með nokkm móti viðurkenna þegar Eyjamenn börðumst fyrir henni á sínum tíma. Þrátt fyrir þetta var gálginn viðurkenndur strax án nokkurrar baráttu og fyrst án sjálf- virks sleppibúnaðar. Hann hefur þrátt fyrir sína galla bjargað mörgum mannslífum á undanfómum ámm, síðast fjómm mönnum af Mýrarfelh ÍS 123,26. júní 1996. Þegar Olsenbúnaðurinn kom til sögunnar hófst mikill áróður ób'úleg- ustu manna á móti Sigmundsbúnaðin- um en með hinum búnaðinum. Mér er sagt að gamli Útvegsbankinn hafi fjármagnað fjöldaframleiðslu á þeim búnaði og hefur eflaust ætlað að gera góða hluti og sýna Vestmannaeying- um í leiðinni að fleiri gætu búið til sleppibúnað (þó hugmyndinni væri stolið frá Sigmund). En strax í byrjun komu í Ijós gallar á búnaðinum, sem vora brotnir gormar og sjálfidrki bún- aðurinn virkaði illa er slys urðu. Þeg- ar þetta kom í Ijós var strax farið að gera Sigmundsbúnaðinn tortryggileg- an. Vestmannaeyingar vildu þá strax setja búnaðina í prófun svo hægt væri að skera úr um hvemig þeir reyndust og hvort þeir stæðust þær kröfur sem gerðar væra til þeirra. Tók nokkur ár að fá þetta í gegn. A meðan voru hundruð búnaða settir um borð í ís- lensku skipin. En um síðir vora bún- aðimir sendir til Iðntæknistofnunar þar sem gerðar voru á þeim prófanir sem leiddu í Ijós að Ólsenbúnaðurinn stóðst t.d. ekki ísingartilraunir. Skýrslur sem Iðntæknistofnun gerði vora að mörgu leyti stórfurðulegar, sérstaklega fyrsta áfangaskýrslan sem ekki var gerð á réttum forsend- um. Aldrei var minnst á gormavanda- málið, þó sama stofnun hafi sent bréf um að ekki væri hægt með öruggum hætti að nota gorma í þessi tæki. I stuttu máli hafa þessi vinnubrögð Iðn- tæknistofnunar ekki auldð hróður hennar né traust, í það minnsta ekki í sjómannastétt. I kjölfar þessara próf- ana var sett samasem merki milli þessara búnaða og viðurkenning tekin af báðum 1988. Voru þá flest skip komin með búnaðinn. 15% Sigmunds- búnað en 85% með Ólsenbúnað. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Iðntæknistofnun gerði tillögu að prófunaraðferð sleppibúnaða sem byggð var á þessum tilraunum með búnaðina tvo. Til að gera langa sögu stutta var Sigmundsbúnaði í annað sinn veitt viðurkenningarskírteini frá S.r. 6. mars 1995 og gildir hún til 6. mars árið 2000. En eins og einn for- ustumaður sjómannasamtakanna sagði við mig: „LIÚ ræður því sem það vill ráða“. Það sannaðist þegar búið var að endurskoða reglugerðina og Siglingamálastofnun búin að við- urkenna Sigmundsbúnaðinn í annað sinn, þá neyddust LÍÚ-kafbátamir til að koma upp á yfirborðið og þeir sögðu: „Nei, við einir vitum hvað sjó- mönnum er fyrir bestu og tökum ekki mark á viðurkenningu Siglingamála- stofnunar, við tölum við ráðuneytið og segjum því fólki hvað það á að gera. Þetta var gert og ráðherra frestaði gildistöku reglugerðar í fimmta sinn, reglugerð sem hann sjálfur var búinn að setja 21. mars 1994, eftir margra ára_ endurskoðun. En af hveiju vill LIÚ ekki viðurkenna Sigmundsbún- aðinn? Kannski er skýringin einfóld. Það hlýtur að vera erfiður biti að gleypa og í raun sárt spark í afturendann að viðurkenna að 85% flotans sé með búnað sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar eru til hans. Þetta _er ef- laust ein skýringin á því að LÍÚ læt- ur mann í það ömurlega hlutverk að stoppa framgang þessa björgunar- tækis. Ég hef átt persónuleg samtöl við samgönguráðherra og ég held að hann hafi þrátt fyrir allt raunveru- legan áhuga á bættu öryggi sjó- manna, það hefur hann sýnt í nokkrum málum er varðar öryggi þeirra, t.d. með því að beita sér fyrir stöðugleikaátaki allra skipa sem ekki hafa viðunandi stöðugleikagögn í dag og veita þeim útgerðum styrk sem þurfa að láta hallaprófa skip sín. Þetta á eflaust eftir að fækka dauða- slysum á sjó. En hvers vegna ráð- herrann er svo snarlokaður fyrir áróðri LIÚ í sambandi við sleppi- búnaðinn skil ég ekki. Skýringin hlýtur að vera sú að hann hafi af- spyrnu lélega ráðgjafa í kringum sig og undir sínu þaki. Höfundur er áhugamaður um ör- yggismál sjómanna. AÐALFUNDUR Fundurinn verður í Þingsal I og hefst kl. 15.00 síðdegis. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál löglega borin upp. JS i Aðgöngumiðar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Kringlunni 5, 5. hæð, frá'18. mars til kl. 12.00 fundardaginn. SJQVAOirrALMENNAR Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Sími 569 2500 - kjarni málsins! Móðir geðsjúklings segir sögn sína VEIT almenningur um Félagsmiðstöð Geð- hjálpar sem er til húsa í Hafnarbúðum, Tryggvagötu 9? Þar er opið frá 11-17 á daginn og alltaf heitt á könn- unni. Ég undirrituð er ein af stofnendum þess fé- lags. Allir sem hafa áhuga á að gera þetta félag sterkt, láta það blómstra og skilja geð- fatlaða, eru velkomnir. Öll höfum við þurft á einhvem hátt á þjón- ustu heilbrigðiskerfisins að halda. Mörgum hefur þótt niðurlægjandi að þurfa að fara á geðdeild. En í dag er fólk farið að hugsa að geðsjúkdómar eru ekkert öðruvísi en aðrir sjúkdómar. Við viljum meðferð við sjúkdómnum en ekki gæsluvarðhald. Við krefjumst virðingar sem félagar í réttinda- samtökum geðfatlaðra og sem borg- arar samfélagsins sem við búum í. Eru geðsjúklingar og fyrrum geðsjúklingar einhver sérstétt sam- félagsins? Nei! Geðsjúkdómar til- heyra öllum stéttum. Sameinuð er- um við sterk og saman getum við breytt og betrumbætt kjör geðfatl- aðra alls staðar í heiminum. Þeir sem eru á geðdeild vantar oft: A. sálfræðing sem hefur tíma til að hlusta á sjúklinginn. B. geðlækni sem hefur tíma til að hlusta á sjúk- linginn og tíma til að hugleiða hvaða lyf skuli gefm. Það er þjóðinni til háborinnar skammar að þrengja að geðfótluðum á sjúkrahúsum. Hafa þeir háu herrar sem skera niður á geðdeild- um hugsað um afleið- ingar gjörða sinna! Sumir geðfatlaðir, sem ráfa um göturnar og fá ekki pláss á geðdeild né rétta læknismeðhöndl- un, geta verið hættu- legir. Gerið ykkur grein fyrir því að geðfatlaðir eru ekki heimskir, þeir vita hvar er verið að skera niður og hvernig það bitnar á heilsu þeirra. Látið ekki geð- fatlaða ráfa um göturn- ar, meðalalausa, svo ekkert komi fyrir ykk- ur eða ykkar nánustu. Geðsjúkling- ar eru oft hættulegir sínum nán- ustu, en það þarf ekki skyldmenni til. Byrgið brunninn áður en barnið dettur í hann! Sonur minn veiktist á 3-4 mánuð- um, þá 21 árs og er búinn að vera 10 ár á geðdeild, núna hefur hann sl. 5 ár lítið sem ekkert verið á geðdeild. Ég hef beðið fyrir honum á kristi- legum samkomum. Mest hjálp hef- ur þó komið frá félaginu mínu Geð- hjálp sem ásamt Stuðningsþjónustu Geðhjálpar hefur tekið á sig alla erfiðleikana og hjálpað syni mínum, bæði með húsnæði og margt annað, þeir eiga heiður skilið! Maðurinn minn drukknaði þegar sonur okkar var eins árs og ég ræð ekki við veikindi sonar míns ein. Ég er oft hrædd við son minn þegar hann neitar að taka lyfin sín. Geð; fatlaðir eru oft ákaflega sterkir. í eitt skipti þegar sonur minn kom æstur og mikið veikur á geðdeild þurfti hjúkrunarfræðingurinn að gefa honum sprautu við geðklofa og þurfti tvo gæslumenn til að halda honum. Slagsmálin og lætin voru mikil, þá varð slys, annar gæslu- mannanna handleggsbraut son minn. Síðan hefur sonur minn verið fatlaður á handlegg. Ég, sem móðir geðsjúklings, legg til að þeir í heilbrigðiskerfinu og Sameinuð erum við sterk, segir Úlla Vai- borg Þorvaldsddttir, og saman getum við breytt og betrumbætt kjör geðfatlaðra alls staðar í heiminum. fleiri sem ætla að spara á geðdeild- um, taki sér frí í vinnunni í einn til tvo mánuði og starfí sem gæslu- menn á geðdeild. T.d. Kleppsspít- ala, móttökudeild 13, gangi B. Ef þeir hefðu reynsluna af þessum sorglega og hættulega sjúkdómi, sjúkdómi sem geðsjúklingar hafa ekki skapað sér sjálfir, yrði málið tekið til athugunar hið snarasta. Fleiri aðstandendur geðfatlaðra ættu að skrifa um sína reynslu, þetta er ekkert feimnismál, bara að framkvæma og þora. Höfundur er móðir sem hefur þurft að þola mikið, en áfram skal halda. Úlla Valborg Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.