Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 56
3>6 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KATE Winslet og Leonardo DiCapno sigla lygnan sjo. Titanic yfír 100 þúsund á Islandi TITANIC hrinti áhlaupi myndarinnar „U.S. Mai-shals“ og hélt efsta sætinu á lista yfh- aðsóknannestu myndir í Bandaríkjunum. Titanic er komin í 444,6 miiljónir dollai'a og nálgast óðfluga met Stjörnustríðs sem er 461 milljón. „Hún á eftir að sigla yfir 500 milljónir. Engin kvikmynd hefur náð því marki í Bandaríkjunum,“ sagði frammámað- ur í kvikmyndaiðnaðinum vestra af þessu tilefni. „Það verð- ur forvitnilegt að sjá hversu langt hún nær. Fyrir sex mán- uðum var’talið ómögulegt að ná 600 milljónum dollara." Á hverfanda hveli eða „Gone With the Wind“ halaði hins vegar inn 1.300 milljónir dollara í Bandaríkjunum á sínum tíma, að því er Variety greinir frá, en það var fyrir daga sjónvarps. Er þá miðaverð uppreiknað samkvæmt verðbólgu. „U.S. Marshals", sem er framhald Flóttamannsins eða „The Fugitive“, vai' ekki langt frá því að stöðva siglingu Titanic í efsta sætinu, enda hörkutólið Tommy Lee Jo- nes í aðalhlutverki. En betur má ef duga skal. Ef Titanic heldur efsta sætinu í næstu viku jafnar hún met AÐS0KN faríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum I BÍÓA0! í Bandarí Titill Síðasta vika Alls 1. (1.) Titanic 1.267 m.kr. 17,6 m.$ 449,2 m.$ 2. (-.) U.S. Marshals 1.214 m.kr. 16,9 m.$ 16,7 m.$ 3. (2.) The Wedding Singer 446 m.kr. 6,2 m.$ 57,1 m.$ 4. (-.) Twilight 422m.kr. 5,9 m.$ 5,9 m.$ 5. (-.) Hush 413m.kr. 5,7 m.$ 5,7 m.$ 6. (-.) The Big Lebowsky 398 m.kr. 5,5 m.$ 5,5 m.$ 7. (3.) Good Will Hunting 373 m.kr. 5,2 m.$ 103,4 m.$ 8. (5.) As Good As It Gets 232m.kr. 3,2 m.$ 117,2 m.$ 9. (4.) Dark Gity 204 m.kr. 2,8 m.$ 10,2 m.$ 10. (8.) The Borrowers 149m.kr. 2,1 m.$ 17,3 m.$ „Tootsie" og „Beverly Hills Cop“ frá síðasta áratug sem voru báðar í efsta sætinu þrettán vikur í röð. Vinsældir Titanic eru ekki síðri hérlendis en annars staðar. Rúm- lega 100 þúsund hafa greitt sig inn á myndina og þarf vart að taka fram að það er aðsóknarmet. NICHOLAS RAY ►OFT eru það ólíklegustu myndir sem standa uppúr í minningunni frá myndmörgum kvikmyndahátíðum. Svo er t.d. með heimildarmyndina áhrifa- ríku, Lightning Over Water, (‘80), sem þýski leikstjórinn ''ÁVim Wenders gerði um hinn bandaríska starfsbróður sinn og átrúnaðargoð, Nicholas Ray. Wenders fann þörf hjá sér til að vekja athygli á þessum uppreisnarmanni, þá helsjúk- um af krabbameini og nánast komnum að leiðariokuin. Þeir félagar, Ray og Wenders, eru enn frekar tengdir minningum frá árdögum Kvikmyndahátíð- ar, því Wenders var fyrsti gest- j(ir hennar og setti hana með nýjustu mynd sinni, Der Amcrikanische Freund, þar sem Ray fer með Iítið hlutverk, sem jafnframt var hans síðasta. Ray er í dag skipað á bekk með athyglisverðustu leikstjórum fimmta og sjötta áratugarins og hefur óhemju fylgi víða um heim hjá breiðum aðdáenda- hópi. Er einn stærsti, ef ekki alstærsti „cult“-leikstjóri sam- tímans. Nicholas Ray, (1911-1979), var menntaður arkitekt, þar sem hann naut leiðsagnar ekki ómerkari manns en Franks Lloyd Wright. En Ray var eirð- arlaus maður, eins og myndir lians; sneri sér að störfum við leikhús og síðar sjónvarp og endaði sem kvikmyndaleik- sljóri og handritshöfundur, og kemur mjög við „auteur“-kenn- ingu fransmanna. Fór jafnan eigin leiðir eftir að hann hasl- aði sér völl í iðnaðarfrumskógi HoIIywood. Komst upp með að gera sérstakar, persónulegar myndir sem oft fóru þvert á stefnur og kröfur markaðar- ins. Ray átti oft erfitt uppdrátt- ar, átti sína góðu og slæmu tíma á litríkum og brokkgeng- um ferli. Þegar best lét var hann virtur og eftirsóttur. Var m.a. einn valdamesti leikstjóri RKO, kvikmyndaversins hans Howards Hughes, á blómatíma þess um miðja öldina. Hughes vildi gera hann að æðsta manni fyrirtækisins, en Ray lét ekki njörva sig niður. Ray er sjálfsagt ekki mjög þekktur meðal lesenda, en bestu mynd- ir hans koma einmitt frá RKO- tímabilinu. Fyrsta myndin, They Live By Night, (‘48), vakti mikla athygli, hún fjallar um rótlausa unglinga á flótta undan lögunum. Robert Alt- man kvikmyndaði söguna und- ir sínu rétta nafni, Thieves Li- ke Us, á áttunda áratugnum, með mun slakari árangri. Ray kom talsvert við sögu Film no- ir, sem nutu feikna vinsælda á þessum árum, ætli sú besta sé ekki A Woman’s Secret (‘49). Þá gerði hann tvær myndir með Humphrey Bogart. Onnur þeirraln a Lonely Place, (‘51), var magnaður sálfræðiþriller þar sem Bogey fer á kostum sem handritahöfundur í Hollywood ineð morð á sam- viskunni. Minnisstæð mynd frá tímum kanasjónvarpsins en sem stendur ófáanleg hérlend- is. Ofbeldi og unglingavanda- mál voru gjarnan til umfjöllun- ar, ekki síst í bestu myndum hans. Vestrinn Johnny Guitar, (‘54), tekur á því fyrra en Rebel WitlioutA Cause, (‘55), því síðara. Eftir velgengni þeirra hélt hann til Evrópu, Syndir feðranna (A Rebel With- out A Cause, 1955) irkirk Ein af fáum myndum goðsagnar- innar James Dean og frægasta og besta mynd Ráys, segir af sólarhring í ævi þriggja uppreisnargjarnra ung- linga, samskiptum þeirra við for- eldra sína og lögregluna. Myndin hrópar á athygli þessara veigamestu leiðbeinenda ráðvilltra ungmenna og tekur einarða afstöðu með ungdómn- um. Myndin er jafn lærdómsrík lexía og átakanleg enn þann dag í dag og hún var á sínum tíma, er hún olli straumhvörfum og var hafín til skýj- anna af reiðum ungmennum í hinum vestræna heimi. Atti hvað stærstan þátt í að gera Dean að því átrúnaðar- goði sem hann var á meðal þess áhorfendahóps. Gerði einnig stjöm- ur úr Natalie Wood og hinum óláns- sama Sal Mineo. Ray byggði handrit sitt á fjölda viðtala við dómara, lög- reglu, „vandræðaunglinga" og for- eldra þeiira. Dregur upp raunsanna STERLING Hayden og Joan Crawford í „Johnny Guitar“ sem þótti óvenju- legur vestri. NICHOLAS Ray leikstjóri fór eigin leiðir í iðnaðarfrumskógi Hollywood. j. JAMES Dean í myndinni „Rebel Without a Cause“ sem l„ var vinsælasta mynd Rays |sem leikstjóra. Sígild myndbönd óánægður með vinnuumhverf- ið, og sérstaklega meðferð Hollywood á vestranum The True Story of Jesse James, (‘56). Fyrsta verkefni Rays í Evrópu var undarleg mynd, The Savage Innocent, (59)’, þar sem Anthony Quinn lék Inúita. (!) Þessi morðsaga úr fimbulvetri norðurhjara var ein af fyrstu myndunum sem sýndar voru í Háskólabíói, ef ég man rétt, og olli vonbrigð- um. King of Kings, (‘61), var áferðarfalleg stórmynd um ævi Jesú. Gárungar í kvik- myndabransanum kölluðu hana „I Was a Teenage Jesus“, einkum vegna þess að súkkulaðidrengurinn Jeffrey Hunter fór með hlutverk frels- arans. Guðhræddu fólki til skelfingar. ÖIlu meiri vigt var í 55 Days at Peking, (63), sem var tvímælalaust besta mynd hans í „gamla heiminum“. Þegar upp var staðið naut hann þar ekki sama fijálsræðis og í Hollywood. mynd af unglingavandamálinu sem staðist hefur tímans tönn. Þá benti hún á það, mynda fyrst, að slík vandamál einskorðast ekki við fjöl- skyldur lágtekjufólks. Johnnie Guitar, kkk'/t Arthur Penn og Gore Vidal voru nýbúnir að „fínna upp“ sálfræði- vestrann þegar Ray kom með sína eigin útgáfu. Þar berast á banaspjót tvær harðsoðnar kerlur, leiknai’ af hinum aðsópsmiklu leikkonum Mercedes McCambridge og Joan Crawford. Þær eru aldeilis minnis- stæðar. Crawford sem forhertur krá- areigandi, með skúrka eins og Ernest Borgnine, John CaiTadine og Scott Brady sér við hlið. McCambridge er hinn réttsýni og ekki síður ósveigjan- legi bankastjóri og fulltrúi landeig- endanna, góðu aflanna. Hún hyggst stjórna ásamt gengi kúabænda með Ward Bond í fararbroddi. Báðar for- vitnilegar og sérstakar persónur. Þá kemur farandsöngvarinn Johnny Guitai' til sögunnar og heillar skössin bæði. Hann er einnig frábærlega leik- inn af Sterling Hayden. Þetta er eins og sjá má harla óvanalegt yrkisefni í vestra, ekki síst þegar haft er í huga að hann er gerður á þröngsýnum tím- um sjötta áratugarins. Einstök mynd og furðuleg, en makalaus skemmtun engu að síður. 55 Dagar í Peking (55 Days in Peking, 1962) kkk'h Reisuleg og ábúðarmikil stórmynd um boxarauppreisnina í Kína um aldamótin 1900, var síðasta stórvii'ki merks leikstjóra. Þessir umrótatímar í sögu kínverska risans, sem var að vakna af aldalangri niðurlægingu, er sögð af mikilfengleik og fínum hópi stórleikara. Charlton Heston, Ava Gardner, David Niven, leika frammá- menn Vesturlandabúa, ásamt John Ireland og Paul Lukas. Leo Genn fer fyrir innfæddum. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.