Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 51,
BREF TIL BLAÐSINS
Lengra fæðingar-
orlof er forvörn
númer eitt
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ÞAÐ verður að telja nokkuð sér-
kennilegt að ekki hefur þokast
nokkurn skapaðan hlut í átt til
brejhinga varðandi lengingu fæð-
ingarorlofs til handa bömum þessa
lands, undanfarin ár, þótt konum
fjölgi er láta til sína taka í lands-
málum.
Eg hélt að konan skildi það
manna best, hve erfitt er að þurfa
að slíta barnið af brjósti og láta
það í hendur öðrum umönnunarað-
ila. Þrátt fyrir æ betri vitneskju
hlutaðeigandi um þarfir barnsins í
frumbernsku, hinar tilfinningalegu
þarfir, er barnið kallar á, og verð-
ur aðeins uppfyllt sem skyldi af
hálfu móður þess, hefur lítið sem
ekki neitt þokast í ráðstöfunum
varðandi það atriði að hlúa að sam-
vem móður með börnum sínum í
frumbemsku. Skattaívilnanir við
stofnun hjúskapar og myndun fjöl-
skyldu em litlar sem engar, hvað
þá einhvers konar hvatning til
handa mæðram að sinna uppeldis-
hlutverkinu, slíkt er nefnilega
erfitt að mæla þjóðhagslega hag-
kvæmt yfir fjögur ár. Við föllum
sífellt í þann pytt að leysa vanda-
málin eftir á, það er þegar bamið
er dottið ofan í brunninn, til dæmis
brunn vímuefnanotkunar, er ef til
vill á rætur sínar að rekja til rof-
inna fjölskyldutengsla.
Þá er sópað saman fjármagni í
„patent“lausnapoka, er skal inni-
hlda fögur markmið og fimmtán
hundruð lausnh' til framkvæmda á
fimmtíu stöðu af u.þ.b. fimmtán að-
ilum. Allt lítur þetta ágætlega út,
en eigi að síður er ekki ráðist að
nokkru leyti að rót þess vanda er
við er að etja, með framtíðarhugs-
un í farteskinu.
Kostnaður af rekstri og bygg-
ingu dagvistarstofnana á vegum
sveitarfélaga myndi lækka, en það
fjármagn mætti nýta til heima-
greiðslna til handa foreldram, er
kysu sjálfir að dvelja með bömum
sínum umfram fæðingarorlof, fram
að leikskólagöngu. Fyrst og síðast
fengi barnið notið samveru við for-
eldra sína, foreldra, er einnig fyrst
og síðast munu bera ábyrgðina á
uppeldi barnsins síns. Barnið yxi
upp sem mun sterkari einstakling-
ur tilfinningalega, eftir að hafa not-
ið samvista við brjóst móður sinnar
sem lengst, og samvera við for-
eldra sína báða.
Sterkari einstaklingur til þess að
takast á við hvers konar erfiðleika
og freistingar lífsins seinna meir,
einstaklingur er hefði frá upphafi
myndað tengsl við sína nánustu.
Foreldarnir byggju einnig mun
betur að vitneskju um lífið í heild,
með því að fá að upplifa barnið sitt
skríða, standa upp, fara að segja
orð og tjá sig um lífið og tilverana
á sinn einlæga einstaka hátt,
þroskast og taka framföram.
Ég vil skora á þingmenn allra
flokka að taka nú höndum saman
og koma hér á ráðstöfunum er ég
vil kalla foivörn nr. 1, en fæðingar-
orlof þarf að lengja um sex mánuði
að minnsta kosti, hið allra fyrsta.
GUÐRÚN MARÍA
ÓSKARSDÓTTIR,
Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi.
Sægreifaboðorðin 10
Frá Einarí Erlingssyni:
NÚ ER höfðað til sjómannastéttar-
innar um þegnskap. Nú er hrópað:
Þið hafið örlög efnahagslífsins í
hendi ykkar. Nú er viðurkennt hvert
er framlag stéttarinnar til þjóðfé-
lagsins. Er ekki rétt að ríkisstjórnin
eigi það vandamál sem nú er komið
upp við sjálfa sig og þá sem hún hef-
ur velþóknun á, sægreifana?
Hún hefur búið þessa stétt til sem
drottnara fiskiauðsins. Það hefði nú
ekki sakað þótt hún hefði um leið
búið til eins konar siðferðisbæn fyrir
þá að fara með. Hún hefði getað
hljóðað eitthvað á þessa leið:
1. Ég skal aldrei braska með kvót-
ann.
2. Ég skal aldrei hlaupa með gjafa-
féð úr landi þegar ég hef selt kvót-
ann né hefja útgerð erlendis fyi-ir
það fé í keppni við þjóð mína.
3. Ég skal aldrei fara með lífsbjörg-
ina frá fólkinu mínu í sjávarplássinu
okkar sem kom fótunum undir mig í
útgerð með þekkingu sinni.
4. Ég skal aldrei skrökva því að fisk-
ur sá sem ég keypti af sjómönnum
beint í hús af bátum mínum sé verri
en hann er, sjómönnum til tjóns, og
ég vil því að sá kaleikur verði frá
mér tekinn að verðleggja sjálfur.
Því læt ég setja aflann á markað.
5. Ég skal aldrei neyða sjómenn til
þess að kaupa kvóta á móti mér þeg-
ar ég hef selt minn gjafakvóta af
skipinu og stungið í minn vasa.
6. Ég skal halda réttlátan frið við
fólkið í landinu ef þið öðlingamir
gefið mér auðlindina.
7. Ég skal stuðla að því að okkar for-
ustumaður verði læknaður af sínu
tvöfalda siðgæði. Þar á ég við vafa-
sama umhyggju hans fyrir sjómönn-
um og útgerðannönnum stéttunum
til heilla.
8. Ég skal láta trillukarlana í friði
með krókinn sinn.
9. Ég skal vernda grunnmiðin fyrir
ránsveiðarfærum, svo sem trolli og
dragnót.
10. Ég skal hlíta öllum þessum regl-
um í sátt við ríkisstjórnina ef hún
vill þiggja það.
Þetta mætti vera eitthvað á þessa
leið. Nú er lag að koma réttlætis-
málum fram fyrir sjómenn. Við vor-
um ekki spurðir þegar núverandi
kvótakerfi var sett á né okkur út-
hlutað einu né neinu. Nú er komið
að skuldadögum og uppgjöri og
beita sleggjunni á kvótakerfið, gefa
frjálsan kvóta á grunnmiðin öllum til
handa er vilja stunda krókaveiðar en
senda togarana út fyrir 50 mílurnar
til bjargræðis fyrir landvinnsluna og
sjávarþorpin.
Ég ætla að ljúka þessum pistli með
því að leggja til að alþjóð fái að vita
hversu margir alþingismenn eiga
hagsmuna að gæta í kvótakerfinu.
EINAR ERLINGSSON,
vélstjóri,
Heiðarbrún 74, Hveragerði.
Isjá
alla virka daga kl. 17.05
©
Rás 1
http://www.ruv.is
Hverjir
eru með
Júlíönu?
LEIFUR Sveinsson lögfræðingur
hefur beðið Morgunblaðið að birta
þessar myndir af föðursystur sinni
Júlíönu Sveinsdóttur með óþekktu
fólki. Líklegast eru myndirnar báð-
ar teknar við Húsafell á 3. áratugn-
um.
Leifur segir að það hafi þurft eldgos
í Heimaey til þess að þessar myndir
fyndust. Þær komu upp úr kössum
frá ömmu hans, Guðrúnu Runólfs-
dóttur, þegar flóttafólkið bjó um sig
á Þorfinnsgötu í Reykjavík.
Á efri myndinni er Júlíana önnur
frá vinstri. Hægra megin við hana
er „víkingslegur maður með Húsa-
fellssvip“ og siðan fjórar ungar kon-
ur, sem einnig eru óþekktar.
Á tveggja dálka myndini er Júlí-
ana ásamt tveimur karlmönnum.
Talið er að sá til vinstri, sem situr í
tröppunum sé Ásgrímur Jónsson
listmálari, en óvíst er hver hinn er,
sá til hægri.
Það eru tilmæli Leifs Sveinsson-
ar, að þeir lesendur Morgunblaðs-
ins, sem þekkja fólkið á myndinni
hafi samband við hann í síma 551
3224 eða sendi honum fax í síma 551
3227.
Einkaframkvæmd
í almannaþjónustu
Margie Jaffe frá Unison
í Bretlandi segir frá reynslu Breta af
einkaframkvæmd í almannaþjónustu.
Fyrirspurnir og almennar umræður
Fundurinn verður fimmtudaginn 12. mars
kl. 9.00 árdegis á Grettisgötu 89.
Allir velkomnir