Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 39 AÐSENDAR GREINAR VÍST léttist brúnin á mörgum þegar birtar voru niðurstöður TIMSS um kunnáttu framhaldsskólanema í raungreinum og stærð- fræði; við erum þrátt fyrir allt meðal þeirra þjóða sem kunna bezt! Við erum skarpgreind þjóð, þótt grunnskóla- nemendur hafi kunnað lítið í TIMSS. Við erum bara lengur að tileinka okkur þekkinguna. Eða hvað? Mig langar til að staðnæmast við eitt at- riði sem ber hátt í skoðanaskiptum, brottfall nem- enda, en umræðan byggist að mínu mati á misskilningi að hluta til. Sagt er að 45% árgangs ýmist fari ekki í framhaldsskóla eða hætti þar án þess að ljúka prófi. Þessa tölu skynja margir sem stórt og mikið vandamál. Þessir nem- endur hrökklist frá námi og séu jafnvel vansælir þegnar á rápi um samfélagið. Þeir séu alvarlegt vandamál. En þetta er ekki svona einhlítt, einungis hluti af þessu brottfalli er raunverulegur ef brottfaU er skilgreint á þá lund, að nemendur hrekist úr skóla af ein- hverjum ástæðum og fái síðan ekki starf sem þeim falli. Brottfall í þessum skilningi er alls ekki 45% af hverjum árgangi. Um þetta langar mig að fara nokkrum orð- um. í fyrsta lagi fer nokkur hluti ár- gangs ekki í skóla, að minnsta kosti ekki strax að loknum grunnskóla. Þeim fækkar þó líklega með hverju ári, en ætli láti ekki nærri að íúm- lega 90% af hverjum hópi fari í framhaldsskóla haustið eftir að grunnskóla lýkur. Þeir sem út af standa verða því vitaskuld ekki mældir sem brottfall úr framhalds- skóla. I öðru lagi er mikil hreyfing á nemendum milli skóla. Nemandi sem til dæmis hættir í Menntaskól- anum á Akureyri og færir sig um set yfir í Verkmenntaskólann á Akureyri telst fallinn á brott í fyrr- nefnda skólanum þótt hann sé í farsælu námi í hinum skólanum. Þessi nemandi er ekkert vandamál. I þriðja lagi gerist það oft að nemendur hætta námi og hverfa til starfa sem þeim líkar vel og eru þeim eftirsóknarverð. Sumir era skammt á veg komnir með nám sitt, en flestir þó meira en hálfnað- ir. Mergurinn málsins er þessi: ís- lenzkt atvinnulíf krefst miklu minni skólunar til starfa heldur en tíðkast í nágrannalönd- um. Hér læra menn til verka á staðnum í miklu meira mæli en t.d. á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu. Nemendur geta fengið ljómandi góða og vel launaða vinnu við sitt hæfi þótt þeir hafi ekki lokið námi. Eg veit með vissu að talsvert fleiri lykju prófi ef þess væri beinlínis krafizt til þess að fá vinnu. I fjórða lagi eru alltof margir nemendur í námi sem ekki hentar þeim og það veldur losi og brottfalli meðan þeir era að átta sig. Hér eiga foreldrar nokkra sök, ef hægt er að nota það orð í þessu samhengi. Of margir ætla börnum sínum að verða stúdentar. Afleið- ingin er tímabundið brottfall ef svo má segja, nemendur heltast úr lestinni fyrsta árið af því að þeir hafa ekki áhuga á því sem þeir eru að gera. Svo koma þeir aftur inn í í framhaldsskóla kom- ast þeir einir áfram, segir Sölvi Sveinsson, sem spjara sig, bæði í námi og skólasókn. skóla í það nám sem þeim lætur bezt. En víst er það líka satt og rétt, að skólaganga af þessu tagi getur lamað vilja til frekari náms lengri eða skemmri tíma. I fimmta lagi hefur námsfram- boð aukizt utan hins hefðbundna skólakerfis. Margir nemendur sem horfið hafa úr skóla hafa sótt sér- hæfða menntun til margvíslegra starfa, ýmist á námskeiðum eða í einkareknum skólum. Hvað er þá brottfallið mikið? Ég ætla mér ekki þá dul að svara því að svo komnu máli, en hef fullan hug á að taka þátt í að rannsaka það. Ég spái að raunveralegt brott- fall verði þá einhvers staðar á bil- inu 10-20%. Það eru nemendur sem fara vansælir út úr skólanum, finna sig illa, fá ekki störf við hæfi. Þeim er hætt og mörgum hefur farnazt illa. Mikill meirihluti atvinnulausra hefur einungis grannskólamenntun að baki. Þetta er hópurinn sem málið snýst um. Hinir sem hætta spjara sig þótt þeir hafi ekki lokið form- legu lokaprófi. Ég ber ekki kvíð- boga fyrir þeim. Ég hef til dæmis miklu meiri áhyggjur af því hvað margir nemendur láta sér nægja að skríða yfir tiltekið lágmark. Hve margir segja að sér hafí gengið vel þegar þeir rétt ná. En hvað er þá til úrbóta? I fyrsta lagi þarf að mjókka gjána sem er milli grann- og fram- haldsskóla. Nemendur færast sjálf- krafa milli bekkja í grannskóla, en mér þykir hins vegar sjálfsagt að gera á39 kveðnar kröfur um kunnáttu í lestri og skrift, svo eitthvað sé nefnt, til þess að færast upp. Að sjálfsögðu þarf þá líka að sinna betur þeim sem af ýmsum ástæð- um era á eftir. I framhaldsskóla komast þeir einir áfram sem spjara sig; bæði í námi og skólasókn. I öðra lagi er nú lag til þess að gera námskrár skólastiganna þannig úr garði, að ómarkvissri endurtekningu verði hætt. Kennsla er að sumu leyti endur- tekning, en hún á að vera mark- viss. Nú er verið að kenna sömu hluti í grunn- og framhaldsskóla. Námskrár eiga að taka mið af því að langflestir eru í skóla framund- ir tvítugsaldur. Innihaldið á að vera í samræmi við það. í þriðja lagi þarf að auka náms- og starfsráðgjöf í grannskólum með það markmið í huga að náms- val nemenda verði markvissara, að færri hefji nám sem ekki er í sam- ræmi við getu þeirra eða löngun. í fjórða lagi þarf atvinnulífíð að skilgreina þarfir sínar fyrir mennt- un og skólar eiga að uppfylla þær. Það er staðreynd að menntað vinnuafl er miklu staðfastara í starfi heldur en óskólagengið fólk. Með öðram orðum: Skólaganga tryggir meiri festu í starfsmanna- haldi. Hér bráðvantar stuttar starfsmenntabrautir sem sniðnar era að þörfum atvinnulífs. Við er- um eftirbátar Evrópuþjóða í þess- um efnum, enda er framleiðni mun minni hér f flestum greinum en til dæmis í Danmörku og Þýzkalandi. I fimmta lagi þurfa skólar að nýta sér nýja tækni til þess að bæta kennsluhætti og nýta tíma nemenda og kennara sem bezt. Skólamenn þurfa líka að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir hafa ekki lengur einkarétt á fræðslu, ef svo má segja. Framboð á námsefni utan skólanna fer ört vaxandi og þeir verða að taka þátt í þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða. Vísast má tína fleira til, en hér skal látið staðar numið. Ég er þess fullviss að ráðstafanir af þessu tagi era til mikilla bóta þótt ekki sé sett undir allan leka. Það verður aldrei, því að mannskepnan er svo skrítið sköpunarverk. Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Brottfall - hvað er það? Sölvi Sveinsson Kringlukast 20% afsláttur af Triumph nærfatnaði lympta Kringlunni 8-12, sími 553 3600. 36.000 íslendingar hafa leigt sölubás og selt í Kolaportinu. Samkvœmt könnun Gallup er meðalsala á dag kr. 20.000,- Það kostar kr. 3100 á dag að leigja sölubás fyrir kompudót. Tekið er á móti pöntunum á sölubásum í síma 562 5030 alla KOLAPORTIÐ virka daga kl. 10-16 Hagkvcemt og skemmtilegt AÐALFUIMDUR 1998 Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn miðvikudaginn 18. mars 1998 i Uvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn eru afhent á aðalskrifstofu félagsins aö Suöurlandsbraut 4, 6. hæö, frá og meö hádegi 11. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Aö loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa meö léttum veitingum i Setrinu á sama staö. KæBr/Frystir Itr. HxBxD Verðstgr. Kæliskápur 308 143x60x60 36.000,- ísskápur 301/20innb. 143x60x60 38.300,- ísskápur 260/68uppi 148x55x60 42.500,- ísskápur 174/86niðri 148x55x60 43.900,- ísskápur 325/90ni5ri 163x60x60 47.500,- Frystir 250 143x60x60 42.900,- niboð Kæliskápar/lsskápar/Frystar VERSLUN FYRIR ALLA ! | í'i RADGREIOSLUR Við Fellsmúia • Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 EUROCAttD raögreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.