Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reyndir menn á FRETTIR Morgunblaðið/RAX MAGNÚS Arnarson (nær) og Ingimar Eydal voru meðal þeirra sem stjómuðu björgunaraðgerðum. ekki verið síst nauðsynlegt þar sem ekki var vitað hvemig ástand Dal- víkinganna var. Hann sagði einnig hafa verið nauðsynlegt að hafa feng- ið varalið að sunnan. Hefðu aðgerðir dregist enn lengur hefðu þeir verið sendir af stað en einnig sagði hann þá hafa átt varalið í björgunarsveit- um bæði austan og vestan Eyjafjarð- ar. Svæðisstjðrn björgunarsveitanna á Norðurlandi hafði með höndum stjóm leitarinnar framan af. I stjórnstöðinni störfuðu auk Magnús- ar, Ingimar Eydal, Þengill Ásgríms- son, Pétur Torfason, Jón Knutsen og Elías Höskuldsson. Björn Jósef Ai-n- viðarson sýslumaðm- fylgdist með aðgerðum og lögreglan tók skýrslur. Ingimar Eydal tjáði Morgunblað- inu í gær að öll vandamál sem komu upp varðandi þessa viðamiklu aðgerð hefði tekist að leysa og taldi að ekki hefði verið hægt að vinna verkið á annan hátt. Næst lægi fyrir að fara yfir alla þætti og ljóst væri að þetta verkefni sem önnur færði mönnum dýrmæta reynslu. Urðu frá að hverfa Björgunarsveitarmaður sem fór að snjóhúsi Dalvíkinganna Kom á óvart hvað þeir voru hressir vettvang NÆRRI 70 björgunarsveitarmenn vom við leitar- og björgunarstörf við Eyjafjörð í gær þegar mest var auk nokkurra tuga manna sem vom í við- bragðsstöðu og þeirra sem stjórnuðu aðgerðum úr í húsi Flugbjörgunar- sveitar Akureyrar. Alls komu því nokkuð á annað hundrað manns við sögu þessara að- gerða. Magnús Arnarson, einn stjómstöðvarmanna, segir sem bet- ur fer sjaldgæft að til svo umfangs- mikillar leitar komi hjá þeim og á þar bæði við fjölda manna og tækja sem komu við sögu og hversu lengi aðgerðir stóðu þrátt fyrir að vitað væri hvar mennimir væm niður- komnir. Ingimar Eydal segir að verkefni sem þetta reyni mjög á björgunar- menn og ekki hafi verið sendir aðrir en þeir sem öðlast hafi áralanga reynslu í fjallamennsku. Það hafi FÉLAGAR í gönguskíðahóp Hjálparsveitar skáta á Akureyri vom kallaðir út síðdegis á mánu- dag og lögðu upp akandi í Djúpa- dal um kl. 18 og sóttist ferðin fremur seint. Komið var myrkur er þeir lögðu af stað áleiðis að snjóhúsinu, en í fyrstu þurftu þeir að bera skíðin þar sem fremur snjólétt er á svæðinu. „Þama var brött stórgrýtisbrekka þannig að þetta var dálítið erfitt yfirferðar í byrjun,“ sagði Óttar Kjartansson hópstjóri. Skafrenningur var og nokkuð hvasst þegar hópurinn fikraði sig upp á Nýjabæjarfjall, en vel ferða- fært að sögn Óttars. „Það var lítið skyggni fyrst en veðrið fór skán- andi og varð betra eftir því sem á leið nóttina." Gönguhópur ffá Flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri hafði lagt af stað um klukkustund á undan skátunum og vissu hópamir hvor af öðmm. „Við fengum boð um það á milli kl. 3 og 4 um nóttina að þeir væm komnir í snjóhúsið og skammt væri í að snjóbíllinn kæmi þar að. Þar sem ekkert amaði að mönnunum og nægur mannskapur kominn á staðinn snemm við til baka,“ sagði Óttar þegar hópurinn kom í Galtalæk, stjómstöð Flug- böi'gunarsveitai'innar, um kl. 10 í gærmorgun. HAUKUR Þórðarson, félagi í Björgunarsveitinni Gretti á Hofs- ósi, var í hópi vélsleðamanna sem fylgdu snjóbflnum frá Dalvík að Þorbjarnartungum, þar sem Dal- víkingarnir fimm höfðust við í snjó- húsi. Alls fóra átta vélsleðamenn frá Hofsósi og Skagafirði með snjó- bflnum og var haldið af Öxnadals- heiðinni um kl. 22.30 á mánudags- kvöld. Haukur sagði að hópui'inn hafi komið upp á Óxnadalsheiði um kl. 14 á mánudag en veðrið hafi verið mjög vont fram á kvöld. „Heldur dró úr veðrinu um kvöldið og þá ákváðum við að skella okkur af stað. Hins vegar var veðrið hræði- lega vont þegar við komum inn á Nýjabæjarfjall. Ferðin upp var mjög erfið en við lentum þó ekki í neinum óhöppum en töfðumst vegna veðurofsans." Voru mjög svangir Upphaflega stóð til að flytja mennina áleiðis í snjóbílinn á vélsleðunum að sögn Hauks en hætt hafi verið við það og fór snjó- bíllinn alla leið að snjóhúsinu. „Það var ekki talið ráðlegt að fara með mennina á vélsleðum, bæði vegna veðurs og ásigkomulags þeirra. Hins vegar kom mér á óvart hversu hressir þeir voru. Þeir skiptu strax um fót í snjóbílnum og voru hinir sprækustu en þó mjög svangir." Haukur sagði að snjóhús þeirra félaga hafi verið mjög fínt en ekki sést vel á yfirborðinu. „Það var Morgunblaðið/Kristján HAUKUR Þórðarson var held- ur kuldalegur á að Iíta er hann kóm á vélsleða sínum á Öxna- dalsheiðina í gærmorgun, ásamt félögum sínum. enginn sleði við snjóhúsið en þeir höfðu notað kassa og drasl í snjó- húsið.“ Vélsleðamennirnir vom samferða snjóbílnum til baka og gekk heim- ferðin nokkuð vel en hægt. Hópur- inn kom á Öxnadalsheiðina skömmu eftir ki. 11 í gærmorgun. „Og nú er bara að fara heim og hvíla sig.“ Akveðið hefur verið að breyta skipulagi og starfsháttum í fjármálaráðuneytinu FRIÐRIK Sophusson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að taka upp nýtt skipulag fyrir fjármálaráðuneytið með það að markmiði að styrkja þátt ráðuneytisins í hagstjóminni, bæta stjórnsýsluna og efla þjónust- una við landsmenn. Eru aukin sam- hæfing og skilvirkni í stjórnsýslu höfð að leiðarljósi þessara breyt- inga sem Magnús Pétursson ráðu- neytisstjóri hefur unnið að í sam- vinnu við fleiri starfsmenn ráðu- neytisins að undanfömu. Eitt af megin markmiðum breyt- inganna er að starf ráðuneytisins beinist í auknum mæli að stefnu- markandi viðfangsefnum en almenn afgreiðsluverkefni verði færð til undirstofnana og komið verði á formlegu samstarfi við aðila utan ráðuneytisins, efnahagsstofnanir, fjárlaganefnd og hagsmunaaðila í atvinnulífinu. Launaafgreiðslur fluttar til Ríkisbókhalds Teknar hafa verið ákvarðanir um að flytja launaafgreiðslur til starfs- manna ríkisins fyrir hönd einstakra stofnana til Ríkisbókhalds 1. maí næskomandi. Einnig verður umsjón með viðhaldi og rekstri launaaf- greiðslukerfis færð í umsjá Ríkis- bókhalds frá sama tíma. Þá er ákveðið að færa umsjón með sölu og kaupum fasteigna út úr ráðuneytinu og er m.a. í athugun að þessi um- sýsla verði færð til einkaaðila með útboði. á þessari bryetingu að vera lokið ekki síðar en 1. maí. Loks verður gerð húsaleigusamninga og endurráðstöfun húsnæðis í eigu rík- issjóðs flutt til Fasteigna ríkissjóðs 1. maí nk., svo dæmi séu nefnd af þeim breytingum sem ákveðið hefur verið að hrinda í framkvæmd. Ríkisfjármálanefnd stofnuð Ákveðið hefur verið að koma á fót sérstakri efnahagsnefnd fjármála- ráðherra. Verður hún samstarfs- Samstarf við hags- munaaðila í atvinnulífí ✓ Akveðið hefur verið að taka upp nýtt skipulag fyrir fiármálaráðu- neytið. Almenn afgreiðsluverkefni verða færð í auknum mæli til undirstofnana og starfí ráðuneytisins beint að stefnumarkandi viðfangsefnum. Omar Friðriksson kynnti sér nýja starfshætti og skipulag sem taka á upp í ráðuneytinu. vettvangur Þjóðhagsstofnunar, Seðlabankans og forsætis-, við- skipta- og fjármálaráðuneytis. Einnig verður samstarf við fjárlaga- nefnd AJþingis styrkt með form- legri stofnun ríkisfjármálanefndar fjármálaráðherra og fjárlaganefnd- ar. Verður verkefni hennar að fylgj- ast með stöðu og horfum í veiga- miklum atriðum efnahags- og ríkis- fjármála. Þá hefur verið ákveðið að efna til formlegs samstarfs við hagsmunaaðila um málefni sem varða starfsskilyrði atvinnulífsins. Hefur fjármálaráðherra ákveðið að leita til þessara aðila um að koma á fót samstarfsnefnd atvinnulífs og fjármálaráðherra. Mun nefndin m.a. fjalla um samkeppnis- og starfsskil- yrði, s.s. skatta, gjöld, ríkisstyrki, alþjóðaviðskipti og ákvæði EES- samningsins. Mun ráðuneytisstjóri sinna þessu nefndarstarfi í samráði- við skrifstofustjóra og sérfræðinga. 2 af 6 skrifstofustjórum undan- þegnir skrifstofustjóm Nýtt skipurit hefur í för með sér að breytingar verða á skrifstofu- stjórn í ráðuneytinu. Verða fram- vegis tveir skrifstofustjórai' af sex undanþegnir ski-ifstofustjóm. Mun annar þeirra sinna fyrst og fremst almennri stefnumótun í efnahags- og ríkisfjármálum en hinn vinnur að hagræðingu og umbótum fyrir ráðu- neytið. Verða því fjórar skrifstofur í ráðuneytinu, þ.e. tekju- og lagaskrif- stofa, starfsmannaskrifstofa, gjalda- skrifstofa og fjárlagaskrifstofa. Efnahagsskrifstofa og Hagsýsla rikisins lagðar niður Ýmsar frekari breytingar leiða af þessu nýja skipulagi á starfsemi ráðuneytisins frá því sem verið hef- ur. Vinna á að áherslumálum fjár- málaráðherra og yfirstjómar ráðu- neytisins í efnahags- og ríkisfjár- málum o.fl. með svonefndri verk- efnastjórnun. Þau úrlausnarefni sem unnin verða skv. verkefna- stjórnun eru ákveðin af yfirstjórn ráðuneytisins og gera stjórnendur verkefnanna grein fyrir framgangi og niðurstöðum þeirra til ráðhema og ráðuneytisstjóra. Efnahagsskrifstofa ráðuneytisins verður lögð niður og hlutverk henn- ar fært nær yfirstjórn ráðuneytis- ins. Verður starf Hagsýslu ríkisins einnig lagt niður í núverandi mynd og verkefnin felld inn í aðra starf- semi ráðuneytisins. Þá verður starf staðgengils ráðuneytisstjóra skil- greint með öðram hætti en verið hefur og mun hann gegna fleiri verkefnum í stjómun ráðuneytisins. Er gert ráð fyrir að hann gegni starfinu í tiltekinn tíma og hefur verið ákveðið að einn sérfræðingur aðstoði ráðuneytisstjóra við ýmis störf. Tilgangurinn er sá að bjóða hæfum sérfræðingum að kynnast sem flestum starfssviðum ráðuneyt- isins og afla sér þannig reynslu. Er að því stefnt að starfið verði ákveðið til eins árs í senn og óháð sérsviðum ráðuneytisins. I starfsmannamálum hefur m.a. verið ákveðið að huga sérstaklega að kynjaskiptingu við val yfirmanna og hefur ráðuneytið einnig sett sér að starfsmönnum verði umbunað í samræmi við árangur, s.s. með þeim hætti að hæfum starfsmönnum verði gefið færi á fjölbreyttari störf- um og að frammistaða skipti máli þegar kjör og laun eru ákveðin. Leggja á meiri rækt við mat á frammistöðu starfsmanna. Ákveðið hefur verið að taka m.a. upp verk- efnaskráningu og vinnutímaskrán- ingu tiltekinna verkefna, að settir verði sérstakir árangursmælikvarð- ar fyrir ráðuneytið og að birt verði á ári hverju ársskýrsla ráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.