Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Lakari rekstrarafkoma hjá Lyfjaverslun en ráðgert var
Unnið að við-
skiptaþróun
til framtíðar
Hagnaður nam 26,5 milljónum króna
Lyfjaverslun íslands hf.
0k. Úr ársreikningi 1997 Samstæður
Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.435,6 1.270,5 +13,0%
Rekstrarqjöld 1.393,0 1.205,1 +15,6%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði 42,6 65,4 -34,9%
Fjármagnstekjur (gjöld) (14,8) (20,9) -29,2%
Tekju- og eignarskattur (0,9) (2,0) -55.0%
Hlutdeild minnihl. í hagnaði dótturfélags (0,4) (1,5) -73,3%
Hagnaður tímabilsins 26,5 41,0 -35,4%
Efnahagsreikningur 3i.desember 1997 1996 Breyting
Veltuf jármunir Milljónir króna 382,9 615,9 -37,8%
Fastafjármunir 526,8 432,5 +21,8%
Eianir samtals 1.209,7 1.048,4 +15,4%
Eiqið fé 538.6 517.6 +4,1%
Hlutdeild minnihluta í dótturfélagi 5,1 4,6 +10,9%
Langtímaskuldir 323,2 271,2 +19,2%
Skammtímaskuldir 342,8 254,9 +34,5%
Kennitölur 1997 1996
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 87,9 99,2 -11,4%
Handbært fé frá rekstri 42,3 8,4 +403,6%
HAGNAÐUR af rekstri Lyfja-
verslunar Islands hf. nam 26,5
milljónum kr. á árinu 1997 og er
það lakari rekstrarárangur en síð-
ustu ár og lakara en rekstraráætl-
un gerði ráð fyrir.
Um 41 milljónar kr. hagnaður
varð af rekstri Lyfjaverslunar Is-
lands á árinu 1996. A fyrri árs-
helmingi síðasta árs var síðan 24,4
milljóna króna hagnaður og þegar
frá því var sagt kom fram að
rekstraráætlun fyrirtækisins gerði
ráð fyrir betri afkomu á síðari árs-
helmingi. Það varð ekki.
Gjöld hækkuðu
meir en tekjur
Söluþróun var jákvæð hjá Lyfja-
versluninni á árinu og nam aukn-
ingin tæpum 13% á milli ára. Velta
ársins var 1.369 milljónir hjá móð-
urfélaginu en 1.436 milljónir hjá
samstæðunni í heild. Rekstrargjöld
hækkuðu hins vegar umfram
hækkun rekstrartekna sem skýrist
af ýmsum þáttum, s.s. lækkun
heildsöluálagningar á lyf og aukn-
um útgjöldum vegna framtíðar við-
skiptaþróunar fyrirtækisins. Þessir
þættir vógu þungt á seinni hluta
ársins að þvi er fram kemur í
fréttatilkynningu fyrirtækisins.
Aukinn hagnaður
í ár
Sala á eigin framleiðsluvörum
fyrirtækisins var einvörðungu á
innlendan markað á árinu en gert
er ráð fyrir að markaðsleyfi vegna
fyrstu útflutningsverkefna fáist í
lok þessa árs eða í byrjun ársins
1999.
Þór Sigþórsson forstjóri segist
ekki vera fyllilega ánægður með
niðurstöðu rekstrarins. „Við höfum
verið að vinna að framtíðarhags-
munum félagsins,“ segir hann.
Segir Þór að á árinu hafi verið unn-
ið að ýmsum viðskiptaverkefnum,
meðal annars með öflun nýrra við-
skiptasambanda og aukinni mark-
aðssókn sem muni skila sér í betri
afkomu í framtíðinni. Telur hann
að þetta komi að hluta til fram á yf-
irstandandi ári og þar með í aukn-
um hagnaði.
Eigið fé samstæðunnar var í árs-
lok 1997 538,6 milljónir kr. og eig-
infjárhlutfall 44,5%. Veltufjárhlut-
fall var 2. Reksturinn 1997 skilaði
88 milljónum kr. í hreinu veltufé.
Stjóm félagsins hefur ákveðið að
leggja til að greiddur verði 5% arð-
ur til hluthafa á árinu 1998 og að
aðalfundur félagsins verði haldinn
25. apríl.
Lyfjaverslun Islands hf. er al-
menningshlutafélag skráð á Verð-
bréfaþingi Islands og voru hluthaf-
ar 1.362 í árslok 1997, en voru í árs-
byrjun 1.592. Hjá félaginu starfaði
að jafnaði 91 starfsmaður á síðasta
ári.
Gjaldeyris-
forðinn
minnkar
GJALDEYRISFORÐI Seðlabank-
ans rýrnaði um rúma 1,4 milljarða
króna í febrúar og nam í lok mánað-
arins 26,3 milljörðum króna (jafn-
virði 367 milljóna bandaríkjadala á
gengi í mánaðarlok). Erlendar
skammtímaskuldir bankans eru óu-
verulegar og breyttust lítið í mánuð-
inum.
A gjaldeyrismarkaði námu nettó
gjaldeyriskaup Seðlabankans í febr-
úar tæpum 5,4 milljörðum króna að
því er fram kemur í frétt frá bank-
anum. Rýrnun gjaldeyrisforðans i
febrúar stafaði af sölu Seðlabankans
á gjaldeyri vegna vaxta- og endur-
gi-eiðslna á erlendum lánum ríkis-
sjóðs umfram kaup bankans á gjald-
eyri á markaði. Gengi íslensku krón-
unnar, mælti með vísitölu gengis-
skráningar, hækkaði í febrúar um
1,%
Heildareign Seðlabankans í mark-
aðsskráðum verðbréfum rýrnaði í
febrúar um rúma 1,7 milljarða
króna og er þá miðað við markaðs-
verð. Eign bankans í spariskírtein-
um ríkissjóðs jókst um rúma 0,5
milljarða króna en ríkisbréfaeignin
lækkaði um 0,1 milljarð króna. Rík-
isvíxlaeignin lækkaði um 2,2 millj-
arða króna og nam í mánaðarlok 5
milljörðum króna. Kröfur Seðla-
bankans á innlánsstofnanir lækkuðu
um 0,3 milljarða króna í febrúar en
nettókröfur bankans á ríkissjóð og
ríkisstofnanir hækkuðu um 0,1 millj-
arð ki-óna og námu 7,3 milljörðum
ki-óna í lok febrúar. Grunnfé bank-
ans lækkaði um 2,1 milljarð króna í
mánuðinum og nam 16,9 milljörðum
króna í lok hans.
Fasteignalán fyrir eldrí borgara
Fasteignalán Handsals hf. eru fyrir þá eldri borgara sem vilja
innleysa að hluta uppsafnaðan spamað í húseign.
Kostir Fasteignaláns Handsals hf. em meðal annars að með því
má lækka eignarskatt, greiða upp óhagstæðari lán eða auðvelda
framfærslu.
Lánið er til allt að 25 ára og fyrstu 10-15 árin eru aðeins
vaxtagjalddagar.
Skilyrði fyrir lánveitingu er:
Undir 50% heildarveðsetning á fasteign
Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkurssyæðið
S'IVSGNVH
/
Vextir á bili 6,75-7,50% eftir veðsetningarhlutfalli
Dæmi um vaxtagreiðslur á milljón króna lán*:
Vextir á láni Vaxtagreiðsla Vaxtagreiðsla
á 3 mán. fresti á mánuði
6,75%
7,00%
7,50%
16.875 kr.
17.500 kr.
18.750 kr.
5.625 kr.
5.833 kr.
6.250 kr.
Hringdu í sima 510 1600 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa
Persónuleg og góð þjónusta
* án verðbóta
Námskeið Endurmenntnnarstofnunar
og Verðbréfaþings
*
Utboð og skrán-
ing verðbréfa
VERÐBRÉFAÞING íslands og
Endurmenntunarstofnun Háskóla
íslands ‘ gangast fimmtudaginn 12.
mars nk. fyrir námskeiði um svo-
nefnda kostgæfni (Due diligence)
við undirbúning að útboði og skrán-
ingu verðbréfa, Námskeiðið er ætl-
að stjórnendum og sérfræðingum í
verðbréfafyrii'tækjum, öðrum fjár-
málastofnunum, stærri fyrirtækjum
bg ráðgjöfum þeirra.
I frétt frá Endurmenntun HI
kemur fram að auk þess að fjalla
um hlutverk sérfræðinga við gerð
útboðs- og skráningarlýsinga verð-
bréfa verður fjallað um ábyrgð
þeirra og hvemig hún tekur mið af
stöðu mismunandi fjárfesta, sam-
skiptuní bérfræðinganna við að-
standendur útboðs/skráningar og
eðli útboðs/skráningar.
Aðalfyrirlesari verða Dr. Daniel
Levin, lögmaður hjá Levin & Srina-
vasan LLP í New York, Sigrún
Helgadóttir, forstöðumaður aðildar-
og skráningarsviðs Verðbréfaþings
Islands, Jónas Aðalsteinsson hæsta-
réttarlögmaður og Tryggvi Jóns-
son, löggiltur endurskoðandi hjá
KPMG Endurskoðun hf.
Galtalind 9—11
Glæsiíbúðir — nýtt á sölu
Vorum að til sölu glæsilegar 90 fm 3ja herb.,
117 fm 4ra herb. og 170 fm 6 herb. í glæsi-
legu 14 íbúða fjölbýlishúsi á útsýnisstað í
Lindahverfi. Vandaðar íbúðir sem seljast
fljótt.
Verð 3ja herb. 7,8 millj.
Verð 4ra herb. frá 9.200—9.550 þús.
Verð 6 herb. 10,4 millj.
íbúðirnar skilast fullbúnar að innan ásamt
sameign að utan og innan. Sérinngangur í
tvær endaíbúðir á 1. hæð.
Lautasmári — xiýjar íb.
— allt að seljast upp
Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Afhendast
í sumar fullbúnar. Verð frá 7,7 millj.
Mikil eftirspurn. Hafið samband.
Valhöll, fasteignasöla,
Mörkinni 3, sími 588 4477.