Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lakari rekstrarafkoma hjá Lyfjaverslun en ráðgert var Unnið að við- skiptaþróun til framtíðar Hagnaður nam 26,5 milljónum króna Lyfjaverslun íslands hf. 0k. Úr ársreikningi 1997 Samstæður Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.435,6 1.270,5 +13,0% Rekstrarqjöld 1.393,0 1.205,1 +15,6% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 42,6 65,4 -34,9% Fjármagnstekjur (gjöld) (14,8) (20,9) -29,2% Tekju- og eignarskattur (0,9) (2,0) -55.0% Hlutdeild minnihl. í hagnaði dótturfélags (0,4) (1,5) -73,3% Hagnaður tímabilsins 26,5 41,0 -35,4% Efnahagsreikningur 3i.desember 1997 1996 Breyting Veltuf jármunir Milljónir króna 382,9 615,9 -37,8% Fastafjármunir 526,8 432,5 +21,8% Eianir samtals 1.209,7 1.048,4 +15,4% Eiqið fé 538.6 517.6 +4,1% Hlutdeild minnihluta í dótturfélagi 5,1 4,6 +10,9% Langtímaskuldir 323,2 271,2 +19,2% Skammtímaskuldir 342,8 254,9 +34,5% Kennitölur 1997 1996 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 87,9 99,2 -11,4% Handbært fé frá rekstri 42,3 8,4 +403,6% HAGNAÐUR af rekstri Lyfja- verslunar Islands hf. nam 26,5 milljónum kr. á árinu 1997 og er það lakari rekstrarárangur en síð- ustu ár og lakara en rekstraráætl- un gerði ráð fyrir. Um 41 milljónar kr. hagnaður varð af rekstri Lyfjaverslunar Is- lands á árinu 1996. A fyrri árs- helmingi síðasta árs var síðan 24,4 milljóna króna hagnaður og þegar frá því var sagt kom fram að rekstraráætlun fyrirtækisins gerði ráð fyrir betri afkomu á síðari árs- helmingi. Það varð ekki. Gjöld hækkuðu meir en tekjur Söluþróun var jákvæð hjá Lyfja- versluninni á árinu og nam aukn- ingin tæpum 13% á milli ára. Velta ársins var 1.369 milljónir hjá móð- urfélaginu en 1.436 milljónir hjá samstæðunni í heild. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar umfram hækkun rekstrartekna sem skýrist af ýmsum þáttum, s.s. lækkun heildsöluálagningar á lyf og aukn- um útgjöldum vegna framtíðar við- skiptaþróunar fyrirtækisins. Þessir þættir vógu þungt á seinni hluta ársins að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Aukinn hagnaður í ár Sala á eigin framleiðsluvörum fyrirtækisins var einvörðungu á innlendan markað á árinu en gert er ráð fyrir að markaðsleyfi vegna fyrstu útflutningsverkefna fáist í lok þessa árs eða í byrjun ársins 1999. Þór Sigþórsson forstjóri segist ekki vera fyllilega ánægður með niðurstöðu rekstrarins. „Við höfum verið að vinna að framtíðarhags- munum félagsins,“ segir hann. Segir Þór að á árinu hafi verið unn- ið að ýmsum viðskiptaverkefnum, meðal annars með öflun nýrra við- skiptasambanda og aukinni mark- aðssókn sem muni skila sér í betri afkomu í framtíðinni. Telur hann að þetta komi að hluta til fram á yf- irstandandi ári og þar með í aukn- um hagnaði. Eigið fé samstæðunnar var í árs- lok 1997 538,6 milljónir kr. og eig- infjárhlutfall 44,5%. Veltufjárhlut- fall var 2. Reksturinn 1997 skilaði 88 milljónum kr. í hreinu veltufé. Stjóm félagsins hefur ákveðið að leggja til að greiddur verði 5% arð- ur til hluthafa á árinu 1998 og að aðalfundur félagsins verði haldinn 25. apríl. Lyfjaverslun Islands hf. er al- menningshlutafélag skráð á Verð- bréfaþingi Islands og voru hluthaf- ar 1.362 í árslok 1997, en voru í árs- byrjun 1.592. Hjá félaginu starfaði að jafnaði 91 starfsmaður á síðasta ári. Gjaldeyris- forðinn minnkar GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans rýrnaði um rúma 1,4 milljarða króna í febrúar og nam í lok mánað- arins 26,3 milljörðum króna (jafn- virði 367 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óu- verulegar og breyttust lítið í mánuð- inum. A gjaldeyrismarkaði námu nettó gjaldeyriskaup Seðlabankans í febr- úar tæpum 5,4 milljörðum króna að því er fram kemur í frétt frá bank- anum. Rýrnun gjaldeyrisforðans i febrúar stafaði af sölu Seðlabankans á gjaldeyri vegna vaxta- og endur- gi-eiðslna á erlendum lánum ríkis- sjóðs umfram kaup bankans á gjald- eyri á markaði. Gengi íslensku krón- unnar, mælti með vísitölu gengis- skráningar, hækkaði í febrúar um 1,% Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum rýrnaði í febrúar um rúma 1,7 milljarða króna og er þá miðað við markaðs- verð. Eign bankans í spariskírtein- um ríkissjóðs jókst um rúma 0,5 milljarða króna en ríkisbréfaeignin lækkaði um 0,1 milljarð króna. Rík- isvíxlaeignin lækkaði um 2,2 millj- arða króna og nam í mánaðarlok 5 milljörðum króna. Kröfur Seðla- bankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 0,3 milljarða króna í febrúar en nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 0,1 millj- arð ki-óna og námu 7,3 milljörðum ki-óna í lok febrúar. Grunnfé bank- ans lækkaði um 2,1 milljarð króna í mánuðinum og nam 16,9 milljörðum króna í lok hans. Fasteignalán fyrir eldrí borgara Fasteignalán Handsals hf. eru fyrir þá eldri borgara sem vilja innleysa að hluta uppsafnaðan spamað í húseign. Kostir Fasteignaláns Handsals hf. em meðal annars að með því má lækka eignarskatt, greiða upp óhagstæðari lán eða auðvelda framfærslu. Lánið er til allt að 25 ára og fyrstu 10-15 árin eru aðeins vaxtagjalddagar. Skilyrði fyrir lánveitingu er: Undir 50% heildarveðsetning á fasteign Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkurssyæðið S'IVSGNVH / Vextir á bili 6,75-7,50% eftir veðsetningarhlutfalli Dæmi um vaxtagreiðslur á milljón króna lán*: Vextir á láni Vaxtagreiðsla Vaxtagreiðsla á 3 mán. fresti á mánuði 6,75% 7,00% 7,50% 16.875 kr. 17.500 kr. 18.750 kr. 5.625 kr. 5.833 kr. 6.250 kr. Hringdu í sima 510 1600 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa Persónuleg og góð þjónusta * án verðbóta Námskeið Endurmenntnnarstofnunar og Verðbréfaþings * Utboð og skrán- ing verðbréfa VERÐBRÉFAÞING íslands og Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands ‘ gangast fimmtudaginn 12. mars nk. fyrir námskeiði um svo- nefnda kostgæfni (Due diligence) við undirbúning að útboði og skrán- ingu verðbréfa, Námskeiðið er ætl- að stjórnendum og sérfræðingum í verðbréfafyrii'tækjum, öðrum fjár- málastofnunum, stærri fyrirtækjum bg ráðgjöfum þeirra. I frétt frá Endurmenntun HI kemur fram að auk þess að fjalla um hlutverk sérfræðinga við gerð útboðs- og skráningarlýsinga verð- bréfa verður fjallað um ábyrgð þeirra og hvemig hún tekur mið af stöðu mismunandi fjárfesta, sam- skiptuní bérfræðinganna við að- standendur útboðs/skráningar og eðli útboðs/skráningar. Aðalfyrirlesari verða Dr. Daniel Levin, lögmaður hjá Levin & Srina- vasan LLP í New York, Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Islands, Jónas Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður og Tryggvi Jóns- son, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf. Galtalind 9—11 Glæsiíbúðir — nýtt á sölu Vorum að til sölu glæsilegar 90 fm 3ja herb., 117 fm 4ra herb. og 170 fm 6 herb. í glæsi- legu 14 íbúða fjölbýlishúsi á útsýnisstað í Lindahverfi. Vandaðar íbúðir sem seljast fljótt. Verð 3ja herb. 7,8 millj. Verð 4ra herb. frá 9.200—9.550 þús. Verð 6 herb. 10,4 millj. íbúðirnar skilast fullbúnar að innan ásamt sameign að utan og innan. Sérinngangur í tvær endaíbúðir á 1. hæð. Lautasmári — xiýjar íb. — allt að seljast upp Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Afhendast í sumar fullbúnar. Verð frá 7,7 millj. Mikil eftirspurn. Hafið samband. Valhöll, fasteignasöla, Mörkinni 3, sími 588 4477.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.