Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn HALLDÓR Laxness, skáldastofa. í FAÐMI SKÁLDA I^SLENDINGAR hafa löngutn borið skáld á höndum sér. Sagnahefðin er rík hjá þjóðinni og menn sem kunna að segja sögu, sanna eða skáldaða, í bundnu eða óbundnu máli, eiga og munu eflaust alltaf eiga upp á pallborðið. í gegn- um tíðina hafa skáldin blásið okkur baráttuþrek í brjóst, vandað um við okkur, mótað skoðanir okkar, með og á móti, og, umfram allt, glatt okkur í blíðu og stríðu. Hvar værum við stödd hefði þeirra ekki nötið við? Horfnum skáldum til heiðurs hef- ur Hótel Loftleiðir tekið í notkun tíu herbergi, svonefndar skáldastof- ur, sem gerð hafa verið upp í anda þjóðþekktra rithöfunda og skálda, sem lifðu á þessari öld og þeirri síð- ustu. Er hvert herbergi kennt við eitt skáld, en þati eru Stephan G. Stephansson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Jóhann Sigur- jónsson, Davíð Stefánsson, Jón Helgason, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Snorri Hjartarson og Steinn Steinarr. Magnea Hjálmarsdóttir aðstoðar- hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, sem á heiðurinn af hugmyndinni ásamt Einari Olgeirssyni hótelstjóra, segir tilganginn tvíþættan, annars vegar að gera dvölina á hótelinu ríkari og hins vegar að kynna menningu þjóðarinnar. „Hótelherbergi á að vera meira en sturta og beddi og við viljum að dvölin hjá okkur skilji eitthvað eftir sig. Pess vegna réð- umst við í gerð skáldastofanna. Öll vitum við hvaða þýðingu kveðskap- ur þessara manna hefur í hugum okkar íslendinga, auk þess sem fjöl- margir útlendingar koma hingað beinlínis vegna menningararfsins. Hvað er því betra en að fá menning- una beint í æð á hótelinu?“ Ljóð og myndir Herbergin tíu voru endumýjuð í hólf og gólf af þessu tilefni. Tók það dágóðan tíma, en, að sögn Magneu, fór engu að síður mun meiri vinna í að finna myndefni tengt skáldunum og láta þýða ljóð þeirra á ensku. í herbergjunum hanga myndir af skáldunum, eða þeim tengdar, á veggjum, auk þess sem valin ljóð, í sumum tilfellum í eiginhandarriti skáldanna, er þar að finna. Sá Knút- ur Bruun um að útvega myndimar í samráði við ættingja skáldanna en flestar ljóðaþýðingar era eftir Bern- ard Scudder. A herbergjunum er jafnframt að finna bækling sem gerður var sér- staklega af þessu tilefni. Hefur hann að geyma sýnishom af kveð- skap skáldanna tíu, á íslensku og í enskri þýðingu, auk þess sem Jó- hann Hjálmarsson skáld fjallar stuttlega um skáldin og íslenska ljóðlist á þeirra dögum. „Okkur þótti nauðsynlegt að bæklingur af þessu tagi fylgdi herbergjunum til þess að fólk gæti fengið nasaþefinn af skáldunum og skáldskapnum á þessum tíma,“ segir Magnea. Fyrstu skáldastofurnar voru teknar í notkun síðastliðið vor og segir Magnea þær hafa mælst ákaf- lega vel fyrir. „Framkvæmdin var kostnaðarsöm en vel þess virði. Herbergin era yfirleitt bókuð og fastagestir hjá okkur, innlendir sem erlendir, era farnir að panta þau sérstaklega: „Eg var hjá Halldóri síðast, get ég fengið að vera hjá Da- víð núna!“ Hjá hverjum ert þú? Magnea segir ennfremur brögð að því að herbergin hafi vakið áhuga erlendra gesta á íslenskum skáldskap og þeir haft margs að spyrja. í því samhengi hafi bækling- urinn komið í góðar þarfir. „Ut frá þessu má draga þá ályktun að er- lendir gestir sem dvalist hafa í skáldastofunum hafi margir hverjir kynnst einhverju sem þeir hefðu kannski aldrei kynnst hefðu þeir búið í öðrum herbergjum." En hvemig hafa Islendingar tek- ið framtakinu? „Rosalega vel,“ segir Magnea. „Sem dæmi má nefna að nýverið hélt stórt tölvufyrirtæki árshátíð sína hjá okkur. Voru for- svarsmenn þess vitskuld settir í skáldastofumar og þegar þeir komu niður í hanastél töluðu þeir ekki um annað en herbergin sín: „Ég er hjá Tómasi, hvar ert þú?“ Hvar annars staðar fara menn niður í hanastél og tala um herbergin sín?“ Magnea segir viðtökurnar virki- lega ánægjulegar, „ef gestimir eru ánægðir eram við ánægð“, og fyrir vikið hyggist hótelið halda ótrautt áfram á sömu braut - þegar hefur verið ákveðið að taka tíu listastofur, helgaðar íslenskum myndlistar- mönnum, í gagnið á þessu ári. „Við höfum tröllatrú á þessari hugmynd og getum endalaust haldið áfram. Það er hægt að innrétta herbergi í anda tónlistarmanna, sterkasta manns í heimi og svo framvegis og svo framvegis..." Leiftur frá lið- inni tíð SKÁLDASTOFURNAR tíu eru hannaðar af Björgvini Snæ- björnssyni arkitekt sem tölu- vert hefur unnið fyrir Hótel Loftleiðir á liðnum misserum. Kveðst hann lítið hafa glímt við klassíska hluti í starfí sínu til þessa en, eðli málsins samkvæmt, ekki komist hjá því að þessu sinni. Og haft gaman af! „Þarna var verið að fjalla um látna rithöfunda, sem margir hverjir voni uppi um síðustu aldamót, þannig að mér þótti við hæfi að skapa um- hverfi sem hefði átt við á þeim tíma - hafa þetta svolítið í þyngri kantinum,“ segir Björg- vin og bætir við að hann hafí lagt áherslu á að skapa rólega umgjörð, svo fólk gæti notið þess að lesa og slappa af. Arkitektinn segir að grunn- urinn sé sá sami í herbergjun- um tíu. „Síðan skiptum við út veggfóðri, rúmteppum og gardínum til að skapa sérstöðu enda fáhnst okkur að hvert skáld þyrfti að hafa sitt um- hverfí, auk þess sem gestir, sem koma til með að gista á fleirum en einu herbergi, ættu að fá meira út úr dvölinni í hvert skipti.“ Kveðst Björgvin hafa haft gaman af að glíma við skálda- stofurnar - hugmyndin sé snjöll. „Ef við hugsum um gest- ina er alltaf skemmtilegra að koma inn á herbergi með þema, persónulegt herbergi - það skilur meira eftir sig þeg- ar fólk er farið. Það var einmitt tilgangurinn, að ná fram hughrifum sem skilja eitthvað eftir sig.“ Höfuðlausn prófessorsins DJASS M ú 1 i n n Sólon íslandus HÖFUÐLAUSN Óskar Guðjónsson saxófónn, Egill B. Hreinsson pianó, Tóraas R. Einarsson bassi og Matthías MD Hcmstock trommur. Sunnudags- kvöldið 8. mars. SÁ sjóður sem djassmenn hafa fyrst og fremst sótt í sem umgjörð spuna slns - þegar þeir hafa ekki flutt íramsamin djassverk og blúsa - era sönglög bandarískra tón- skálda þessara aldar. George Gershwin, Cole Porter, Irving Berlin og Richard Rodgers era einna frægastir, en hundrað ann- arra koma við sögu og fjölmörg þessara laga lifa aðeins í endur- sköpun meistara djassins. Djass svíngtímans byggðist að miklu leyti á þessum lögum - enda skilin ekki alltaf skörp milli djass og danstónlistar á þeim tíma - og þau urðu óijúfanlegur hluti hans. Á síðari árum hafa djassmenn annarra þjóða gjaman leitað til þjóðlegrar tónlistar heimalanda sinna - jafnt þjóðlaga sem söng- laga - með misjöfnum árangri þó, því oft falla lög þessi ekki að hefð- bundnu tónmáli djassins og mönn- um tekst ekki endursköpunin. Á Norðurlöndum var píanistinn sænski Jan Johansson einn helsti framherji þjóðlagadjassins og leit- aði í þjóðlagasjóð sænskra og til trallaranna. Skífur hans fengu metsölu og það sama varð upp á teningnum er Niels-Henning og Ole Koch Hansen tóku að vinna úr dönskum þjóð- og sönglögum. Hér heima fetaði Guðmundur Ingólfs- son í fótspor þeirra. I Noregi og Finnlandi leituðu menn á borð við Jan Garbarek og Tapane Rinne til samískra joikara og í Færeyjum urðu lög við sálma Kingos fyrir valinu. Vinsældir Niels-Hennings meðal norrænna þjóða má ekki síst relqa til hljóðritana hans á þjóðlög- um, dúett hans og Kennys Drews: I skovens dybe stille ro, varð margfóld metsöluplata og þess má geta að á nýjustu skífu Niels má finna þennan dúett - en í stað Kennys heitins situr Oscar Peter- son við slaghörpuna. Egill B. Hreinsson og félagar glímdu sl. sunnudagskvöld við ým- is vinsæl íslensk sönglög, s.s. Maí- stjömuna eftir Jón Ásgeirsson, Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi og í dag skein sól eftir Pál ísólfsson, þar sem marsinn var of- inn inn í. Svo vora þjóðlög: Máninn hátt á himni skín og Vísur Vatns- enda-Rósu. Utsetningar Egils vora vel gerðar en þó vantaði dálítið á í spilamennskunni til að tónlistin yrði eftirminnileg. Ef ekki hefði verið saxófónleikur hins nýkrýnda djassleikara ársins, Óskars Guð- jónssonar, hefði athygli manns þrotið áður en tónleikamir vora allir. Hljómatröllið John Coltrane og hugmyndaskaparinn Sonny Roll- ins era fyrir mér jafnt andstæður sem hliðstæður djasssaxófónleiks nútímans. Óskar er jafnan rollínískur í útfærslum sínum þeg- ar frelsið ríkir ekki eitt, en hann á margan tón í lúðranum og stund- um reri hann á mið hins svala skóla þetta kvöld. Egill B. Hreinsson er verkfræðiprófessor að atvinnu og fremstur áhugapíanista í íslensk- um djassi síðan Óli Steph gerðist atvinnumaður. Hann er smekkleg- ur píanisti en dálítið kraftlaus og kvartettnum tókst aldrei að renna saman í þá heild sem er forsenda fyrsta flokks djass. Óskar fór oft skemmtilega út og suður í sólóum sínum og hefði hrynsveitin fylgt honum einhuga og náð að auki að byggja upp þá spennu er sveiflan sprettur af hefði samranni djassins og íslenskra sönglaga tekist. En þar stóð hnífurinn í kúnni. Hvort sú glóð kviknar sem gerir þessar útsetningar Egils að lifandi djass- tónlist verður tíminn að leiða í ljós - við vonum bara það besta. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.