Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998
#-------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
„Tekur tíma
að koma
sér áfram“
I janúarhefti franska tímaritsins Photo var
birt mynd sem Baldur Bragason ljósmynd-
ari tók. Rakel Þorbergsdóttir sló á þráðinn
til New York þar sem hann er búsettur.
„ÞETTA er í annað skiptið á þrem-
ur árum sem ég sendi mynd í
keppnina og í bæði skiptin voru þær
valdar til birtingar. Það eru í kring-
um 40 þúsund myndir sendar inn en
ég vissi að þeir myndu setja hana í
flokk sem heitir „Charme“. Eg tók
myndina síðasta vor bara fyrir sjálf-
an mig og gat þá notað hana í þess-
um .tilgangi. Síðast sendi ég mynd
af Elmu Lísu Gunnarsdóttur sem
var tekin heima á íslandi," sagði
--vBaldur en að þessu sinni var fyrir-
sætan bandarísk og heitir J.C.
„Hún er 182 sentimetrar á hæð og
þykir eiginlega of stór til að vera
fyrirsæta. Auk þess er vaxtarlag
hennar aðeins of kvenlegt eða
mjúkt. Hún er leikkona og kom í
stúdíóið með vinkonum sínum sem
ég var að mynda. Þær vissu að ég
hafði unnið fyrir Playboy og spurðu
hvort ég væri ekki til í að mynda
hana nakta. Myndimar komu mjög
vel út og þetta er gullfalleg stelpa."
Baldur segir myndabirtinguna í
Photo ekkert hafa að segja fyrir
feril sinn sem ljósmyndara. „Maður
hefur bara gaman af þessu og ég
get vísað í blaðið sem eitt af þeim
sem hafa birt myndir eftir mig. Það
er allt og sumt.“
Hann hefur búið í New York í
rúm tvö ár og starfar nú sjálfstætt
sem ljósmyndari. Hann leigir að-
stöðu í stúdíói sem heitir „Pier 59“
Rafrænn
mMMm M tjutométvn S9S #### DMST liimaor
■ HUfi fyrfJhun* OrSMIÐIR
IH©¥Eft. BORC
©
Þessi fyrirtæki veita öllum sem
greiða með VISA kreditkorti
rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRIÐINDAKLUBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
FRANSKA tímaritið Photo.
BALDUR Bragason starfar sem ljósmyndari f New York.
Morgunblaðið/Baldur Bragason
▲ MYNDIN
sem birtist í
janúarhefti
franska tíma-
ritsins Photo.
A ÞESSA mynd tók Baldur ný-
lega og er hún dæmi um það
sem hann er að gera um þessar
mundir.
M AÐ sögn Baldurs er mikil-
vægt að brjóta odd af oflæti
sínu og taka þá vinnu sem
býðst.
en dagsleigan er um 70 þúsund
krónur. „Það eru toppljósmyndarar
sem koma og leigja stúdíó yfir dag-
inn og menn nota þetta bara þegar
þeir eru að mynda fyrir viðskipta-
vini. Innifaldar eru allar græjur
sem maður þarf að nota og þetta
sparar manni kostnaðinn við að
reka sjálfur stúdíó.“
Gífurleg samkeppni
„Ég lærði ljósmyndun í Brooks í
Santa Barbara í Kalíforníu en þurfti
að hætta vegna peningaleysis og fór
þá að vinna sem aðstoðarljósmynd-
ari hjá Playboy í Los Angeles. Ég
vann á Morgunpóstinum heima á
Islandi, fór tii Italíu að vinna sem
aðstoðarljósmyndari og því næst til
Flórída. Að lokum fór ég til New
York þar sem ég var í 6 mánuði að
vinna sem aðstoðarljósmyndari. Þá
vann ég meðal annars fyrir tímarit-
in Vogue, Vanity Fair og Harper’s
Bazaar og lærði mjög mikið á því. I
fyrrasumar klippti ég svo á nafla-
strenginn og fór að vinna sjálfstætt.
Núna er ég kominn með umboðs-
mann hér í New York og þá loksins
eru hlutirnir farnir að gerast."
Um 10 þúsund ljósmyndarar
starfa í New York og samkeppnin
er því mikil. Baldur segist hafa það
ágætt um þessar mundir en þegar
hann kom til borgarinnar var hann
með 39 dollara í vasanum. Að hans
sögn er vænlegra að vinna sjálf-
stætt heldur en hjá tímaritum eða
fyrirtækjum. Þáttur umboðsmanns-
ins skiptir þar miklu máli en þegar
Baldur kom fyrst til New York með
myndamöppu frá íslandi var honum
samstundis vísað á dyr af umboðs-
manni sem fannst myndir af fræga
fólkinu á Islandi ekki tilkomumikl-
ar.
„Það tekur tíma að komast eitt-
hvert áfram og það er fyrst núna að
ég er farinn að uppskera eitthvað.
Maður þarf að brjóta odd af oflæti
sínu og taka þá vinnu sem býðst.
Það gengur ekki að sitja heima og
bíða eftir því að einhver komi og
geri mann frægan. Það gerist ekki.
Það eru mörg þúsund ljósmyndara
jafngóð eða betri en maður sjálfur
og því spurningin að vera á réttum
stað á réttum tíma og þekkja rétta
fólkið.
Það sem er mest spennandi hjá
mér þessa dagana er að ég er að
mynda fyrir Interview Magazine.
Ég myndaði til dæmis fyrir
skömmu Shannon Briggs sem er
hnefaleikakappi í þungavigt og
barði meðal annars á George For-
eman. Það er stóra tækifærið mitt
núna,“ sagði Baldur ánægður í
heimsborginni New York.
♦
;
■
t
t
t
Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni?
Nú er rétti tíminn til
að panta nýja, létta,
einangraða stálhurð
frá Raynor
LJ
1
□ ÍJPctf.
VERKVER
Smiijuvegi 4b, Kópavogi
® 567 6620
Raynor bílskúrshurðaopnarar Verðdæmi: Fulningahurð 229 x 244 cm kr« 61 •490/". Innifalið í verði eru brautir og þéttífútar.