Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 29 LISTIR Reuters Kínverskir dýrlingar SAFNVORÐUR í listasafni í Taipei sýnir gestum málverkið „Kínverskir dýrlingar". Það er 3,9 metrar á hæð og 2,6 á breidd og var málað að beiðni Páfagarðs. Listamaðurinn heitir Lee Chien- ping og sýnir verkið Páfagarð taka kínverska kaþólikka, sem teknir voru af lífi á tíma Ching- keisaradæmisins, í dýrlingatölu. Stúlkur í innheimum hafi verið lengi að gerjast, það hafi hentað sér vel og gefið sér tækifæri til endurskoðunar og frekari íhugunar. Kristín svaraði því til þegar hún var spurð að því hvað hún héldi að gerði ritgerðir framúr- skarandi að hún væri kannski ekki sú rétta til að svara því og það væri örugglega alltaf álita- mál hvað væri framúrskarandi og hvað ekki. „Að mi'nu mati er textinn sjálfur alltaf númer 1, 2 og 3 í bókmenntafræðilegum ritgerðum. Það að hafa góða yfírsýn yfir verk höfundar og samanburð á verkum hans er mjög mikilvægt, Mér finnst líka mjög mikilvægt að undirbyggja það sem maður er að segja og rökstyðja vel þær kenningar sem maður setur fram með til- liti til textans." Um heiti ritgerðarinnar sagði Kristín: „Persónur í bók- um Vigdísar eiga sér allar innri heima, sem þær reyna að stjórna sjálfar, innheimar eru einkenni á verkum hennar. Þetta á líka til dæmis við um aðalpersónu í Kaldaljósi þó svo þar sé um karlmann að ræða.“ I umfjöllun sinni um bókina Eg heiti Isbjörg Eg er ljón bendir Kristín meðal annars á það að Isbjörg lifi í tveimur heimum, ytri og innri, sem úti- loka hvor annan þannig að Is- björg getur ekki verið á báðum stöðum í einu. Kristín Viðarsdóttir er í magisternámi í bókmenntum við Háskóla íslands auk þess sem hún starfar á Borgarbóka- safni Reykjavíkur. STÚLKUR í innheimum heitir ný bók eftir Kristínu Viðars- dóttur. Þetta er fyrsta bókin í nýrri ritröð Bókmenntafræði- stofunar, sem hlotið hefur nafn- ið UNG FRÆÐI, en markmiðið með ritröðinni er að birta framúr- skarandi námsrit- gerðir í bók- menntum við Há- skóla Islands. í bókinni Stúlk- um í innheimum fjallar Kristín um skáldsögur Vigdís- ar Grímsdóttur rithöfundar. Krist- ín Ieggur, í ritgerð sinni, áherslu á þá spennu sem mynd- ast á milli ein- angrunar persón- anna í lokuðum einkaheimi annars vegar og þrár þeirra eftir sam- runa og samfélagi hins vegar. Kristín sýnir hvernig þessi spenna kem- ur fram í mynd- máli sagnanna og kallast á við um- ræðuna um list- sköpun sem finna má í bók- menntaverkum Vigdísar. Verkið Stúlkur í innheimum er upphaflega unnið sem BA- ritgerð í bókmenntafræði. Fjallar Kristín þar aðallega um sögurnar Eg heiti Isbjörg Eg er ljón og Stúlkan í skóginum. Seinna bætti Kristín við um- fjöllun sína Grandavegi 7 og lít- illega um önnur útkomin verk Vigdísar. Kristín var spurð að því hvers vegna verk Vigdísar Grímsdótt- ur hefðu orðið fyrir valinu sem verkefni BA-ritgerðar hennar. Morgunblaðið/RAX Kristín Viðarsdóttir „Það var svolítið ferli. Eg hef alltaf verið mjög hrifin af bók- um Vigdísar. Textarnir eru svo ríkir að það er mjög gefandi að vinna með þá, maður finnur alltaf eitthvað nýtt í textunum. Upphaflega var ég beðin að skrifa grein um Isbjörgu og svo vatt þetta upp á sig.“ Kristín segir að ritgerðin Föstutón- list í Hall- grímskirkju í HALLGRÍMSKIRKJU í dag, miðvikudag kl. 21, flytja Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Horður Askelsson organisti aríur úr Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach. Einnig verður flutt tónlist fyi-ir selló og orgel. Þessi tónlistardagskrá er sú fyrsta af þremur sem haldin verður á föstuvöku annan hvern miðviku- dag og verður sú síðasta 25. mars, en þá mun Unglingakór Hallgríms- kirkju flytja föstutónlist. Milli tónlistaratriða í Hallgríms- kirkju í dag verða lesnir kaflar úr píslarsögunni og flutt valin erindi úr passiusálmum. Þá verður bæna- gjörð og almennur söngur. Föstu- vökunni stýrir sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. nftín Stórhöfða 17, viö Gullinbrú, sími 567 4844 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Oll þurfum við að hafa augun opin fyrir sívaxandi mengun. Hin glæsilega og ríkulega útbúna Carisma CDl státar af bensínhreyflí með strokkinnsprautun, sem leiðir m.a. af sér allt að 20% minni mengun. Bensíneyðsla Mitsubishi Carisma einstök bifreið á ótrúlegu verði! co2 loftmengui MITSUBISHI ítniklmnmeUun! HEKLA CRRISMR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.