Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 31 LISTIR Gítartónleikar á Vopnafirði, Raufarhöfn og Húsavík SÍMON H. ívarsson gítarleikari heldur tónleika á Austur- og Norð- austurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða fímmtudaginn 12. mars kl. 20.30 í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði. Þeir eru á vegum verk- efnisins: Menning um landið. Á tón- leikunum koma einnig fram nem- endur úr Tónlistarskóla Vopna- fjarðar. Föstudaginn 13. mars leikur Sím- on í Raufarhafnarkirkju kl. 21 og eru tónleikarnir haldnir á vegum Tónlistarskóla Raufarhafnar. Á tón- leikunum kemur harmoníkuleikar- inn Jóhann frá Ormarslóni fram og leikur með Símoni. Þriðju tónleikarnir verða í Safn- aðarheimili Húsavíkur sunnudaginn 15. mars kl. 15. Áður en Símon leik- ur mun valinn hópur gítarnemenda í tónlistarskóla Húsavíkur leika. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistar- skóla Húsavíkur. Á efnisskránni eru annars vegar verk eftir spænsku tónskáldin J. Rodrigo, J. Turina og I. Albeniz og hins vegar eftir íslenska tónskáldið Gunnar Reyni Sveinsson. Þá spilar Símon lög frá Suður-Ameríku, eftir L. Brouwer, A. Lauro, R. Borges og J. Morel. Símon H. ívarsson hóf gítarnám við Tónskála Sigursveins D. Krist- inssonar hjá Gunnari H. Jónssyni. Vorið 1975 lauk hann fullnaðarprófi frá skólanum en þá um haustið hóf hann nám við Hochschule fiir Musik und darstellende Kunst í Vínarborg hjá próf. Karl Scheit. Þaðan lauk hann einleikaraprófi vorið 1980. Símon starfaði síðan sem gítarleik- ari við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss, en hefur sl. 13 ár kennt á gít- ar við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann kennir auk þess kennslufræði og kammertón- list við sama skóla. Símon hefur sótt námskeið, m.a. til Spánar, Ítalíu, Sviss og Austurríkis. Hann hefur einnig sérhæft sig í flamenco-tónlist og farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim tilgangi. Símon hefur farið í margar tón- leikaferðir, bæði hér heima og er- lendis. Hann hefm- margsinnis kom- ið fram í útvarpi og sjónvarpi og hefur stjórnað útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist og hlotið náms- styrk frá ítalska ríkinu. Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við Félag íslenskra tónlistar- manna. Frumraun Gunnars í Y ínaróperunni GUNNAR Guð- bjömsson tenór- söngvari söng hlut- verk Tamínós í Töfraflautu Mozarts í Ríkisóperanni í Vín sl. mánudagskvöld. Gunnar var kallað- ur til í forfóllum ann- ars til að syngja hlut- verk Tamínós, en það hefur hann sungið víða, m.a. í Berlín. Rödd Gunnars er sögð hafa notið sín mjög vel í Vínaróper- unni og í sýningarlok var honum vel fagn- að af óperagestum og samstarfsfólki. Ymis verkefni bíða Gunnars á næstu mánuðum en á næsta ári fer hann væntan- lega á fastan samning við Ríkisóp- erana í Berlín til þriggja ára. Naumur tími til stefnu Aðspurður kvaðst Gunnar hafa haft nauman tíma til stefnu, ekki haft tíma til að æfa, enda hringt til hans til Danmerkur þar sem hann var staddur síðdegis á fóstudag. Allt hefði gengið vel, hann kunni hlutverkið, hefði sungið það áður í Berlín og víðar. „Það var ferskt í mér,“ sagði Gunnar, „og ég var ánægður með að syngja það.“ Hann sagði að samtölin væra breytileg eftir óp- erahúsum, en það hefði ekki reynst sér neitt vandamál. Allir hefðu verið mjög sáttir við söng hans og það lofaði góðu. Spurður um fram- hald sagði hann að það yrði líklega. Verið væri að tala við umboðsmann sinn vegna þess. „Ég býst við að framhald verði, það era ýmsar dyr að opnast fyrir mér, nú er ég að syngja bæði í Berlín og Munchen. Ekkert ólíklegt að Vín bæt- ist við.“ Gunnar var spurður um tengsl sín við Daniel Barenboim, list- rænan stjórnanda Berlínaróper- unnar, og sagði hann að Baren- boim hefði tekið sig undir sinn vemdarvæng, mikið samstarf og samvinna væri á döfmni milli þeirra. Gunnar lýsti erilsömum ferðalögum sínum vegna söngs- ins og var spurður um hvort þetta væri ekki erfitt. Hann svar- aði að hann neitaði því ekki að liðin vika hefði verið annasöm og nóg væri framundan. Hvíld væri takmörkuð, stundum ekki nema nokkrir klukkutímar. „En þetta er það eina sem ég get hugsað mér að vinna við, sér- staklega þegar gengur svona vel,“ sagði Gunnar Guðbjörnsson. Gunnar Guðbjörnsson KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði. Karlakórinn Heimir í tónleikaferð KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur í tónleika- ferð dagana 12.-14. mars. Fyrstu tónleikarnir verða í Reykholtskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 21. Föstudaginn 13. mars verða tónleikar kl. 21 á Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu. Laugar- daginn 14. mars heldur kórinn tónleika í Reykjavík og verða þeir í Langholtskirkju kl. 16.30. Á dagskrá verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda og má þar nefna Jón Björnsson, Pétur Sigurðsson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Geirmund Val- týsson, Hörð G. Ólafsson, Jean Sibelius, Richard Wagner, Sig- mund Romberg og fleiri. Söng- stjóri er Stefán R. Gíslason. Undirleikarar eru Thomas Hig- gerson og Jón St. Gíslason. Ein- söng, tvísöng og þrísöng með kórnum syngja Einar Halldórs- son og Álftagerðisbræðurnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir. Karlakórinn Heimir sér um létta skemmtidagskrá á Broad- way, Hótel Islandi, laugardag- inn 14. mars. Forsala aðgöngumiða á tón- leikana í Langholtskirkju er hjá Eymundsson og Pennanum. Opin kórænng í Kringlunni KÓR Langholtskirkju ásamt Gradualekór Langholtskirkju býður almenningi til opinnar kóræfingar í Kringlunni kl. 17 í dag, miðvikudaginn 11. mars, á 2. hæð, á móts við Hagkaup. Undir stjórn Jóns Stefánsson- ar kórstjóra verður áhorfendum gefinn kostur á að fylgjast með hefðbundinni æfmgu í undirbún- ingi kórsins fyrir tónleika. Um þessar mundir æfir kórinn Mattheusarpassíuna eftir J.S. Bach, sem flutt verður á þrenn- um tónleikum í dymbilvikunni, 9., 10. og 11. apríl. Áhorfendur fylgjast með upp- hitun en því næst verður einn kafli Mattheusarpassíunnar æfð- ur og kórstjórinn mun fræða áheyrendur um gang æfingarinn- ar eftir því sem þörf krefur. Hinn 11. mars árið 1829 lét Mendelsohn endurframflytja passíuna sem hafði þá ásamt nær öllum verkum Bachs legið í gleymskunnar dái í nærfellt heila öld. Nærri tvö hundruð manns taka þátt í flutningi verksins, níutíu manna Kór Langholtskirkju, fimmtíu kórfélagar í Gradualekór Langholtskirkju, fjörutíu liðs- menn Kammersveitar kirkjunnar og sex einsöngvarar eru í upp- færslunni: Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Rannveig Fríða Braga- dóttir, Stephen Brown, Michael Goldthorpe, Bergþór Pálsson og Eiríkur Hreinn Helgason. MÉGANE OPERA - gefur rétta tóninn í umferðinni Staóalbúnaóur í Mégane Opera: Fullkomið hljómflutningskerfi með geislaspilara, 6 hátölurum og fjarstýringu í stýrinu. Samlitir stuðarar Álfelgur Rafdrifnar rúður Vökva- og veltistýri > Fjarstýrðar samlæsingar Litað gler * Þjófavöm * Tölvustýrður oliuhæðarmælir Öryggisbeltastrekkjarar með dempara komdd og KIVNSLUAKTU RLNAULT MÉGAMI OÍERA MEGANE 0PERA - HLJ0MLEIKAH0LL A HJ0LUM v A iNAULT B&L • Ármúla 13 • sími 575 1200 • söludeild 575 1220 • fax 568 3818 • netfang bl@bl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.