Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 23
ERLENT
Suharto forseti form-
lega endurkjörinn
Jakarta. Reuters.
Reuters
Stúdentar mótmæla
MUSLÍMSKIR stúdentar við Jakartaháskóla klappa ræðumanni lof í
lófa á mótmælafundi í gær. Matvæli hafa hækkað mjög í verði og
héldu háskólastúdentar friðsamlega kröfufundi víðsvegar um
Indónesíu þar sem þeir mótmæltu endurkjöri Suhartos. Undanfaraa
daga hafa stúdentar haldið fjöida funda þar sem þeir hafa skorað á yf-
irvöld að takast á við efnahagsvandann.
Hefja vitnaleiðslur
um orsakir kúariðu
London. Reuters.
SUHARTO, forseti Indónesíu, til-
kynnti formlega í gær á fundi Þjóð-
arráðgjafarsamkomunnar að hann
hefði útnefnt Jusuf Habibie, rann-
sóknar- og tæknimálaráðherra, til
embættis varaforseta. Suharto var
formlega endurkjörinn forseti til
fimm ára í sjöunda sinn á fundi sam-
komunnar í gær.
Haft var eftir forsetanum í gær að
þjóðin „þurfi á Habibie að halda til
þess að undirbúa [sig] fyi'ir komandi
iðnvæðingu." Ljóst varð í síðasta
mánuði að Habibie yrði valinn vara-
forseti, en hann var einn í framboði.
Hann verður formlega kjörinn af
samkomunni í dag.
Greint var frá því í gær að
indónesísk stjómvöld myndu senda
fulltrúa sína til Washington til við-
ræðna við fulltrúa Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (IMF) og Bandaríkjastjóm-
ar um efnahagskreppuna í
Indónesíu. IMF og Bandaríkin hafa
átt í deilum við Indónesíu vegna fyr-
irhugaðrar efnahagsaðstoðar til
landsins gegn því að gerðar verði
efnahagslega umbætur sem vekja
eiga traust fjárfesta, er haldið hafa
að sér höndum vegna 75% rýrnunar
indónesísku rúpíunnar frá því í júlí.
Hafa Bandarikjamenn og IMF
haldið því fram að Indónesar hafi
ekki sýnt í verki að þeir vilji ganga að
skilyrðum fyrir efnahagsaðstoðinni
og hefur deilan enn frekar veikt stöðu
mpíunnar og efnahags landsins.
A mánudag samþykkti Þjóðarráð-
gjafarsamkoman að Suharto skyldu
veitt „sérstök völd“ er geri honum
kleift að bregðast við neyðarástandi.
Ekki var gerð grein fyrir því hvert
svið umræddra valda er. Fjölskyldu-
meðlimir Suhartos fógnuðu endur-
kjöri hans í gær. Tíu þeirra eiga sæti
í Þjóðarráðgjafarsamkomunni og
sagði sonur forsetans, Bambang Tri-
hatmodjo, að forsetinn ætti fyrir
höndum að takast á við einhvern
mesta vanda sem hann hefði staðið
frammi fyrir þau 32 ár sem hann
hefur verið við völd. Kvaðst Trihat-
modjo vona að Suharto nyti stuðn-
ings allrar þjóðarinnar á næstu fimm
áram, sem yrðu honum erfið.
En þeir Indónesar sem Reuters
ræddi við í gær virtust kæra sig koll-
ótta um forsetann eða voru
vonsviknir. Sögðu margir að tími
væri kominn til þess að Suharto viki
sæti fyrir öðram.
OPINBER rannsókn, eða öllu held-
ur vitnaleiðslur, á orsökum kúariðu
hófst í Bretlandi á mánudag. Er allt
eins við því búist að hún standi yfir í
hálft annað ár og muni kosta 10
milljónir punda, jafnvirði 1,2 millj-
arða króna.
Vegna rannsóknarinnar er áætlað
að fyrir nefndina, sem lýtur forystu
Sir Nicholas Phillips, eins æðsta
dómara landsins, verði kallaðir
mörghundrað núverandi og fyrrver-
andi ráðherrar, opinberir embættis-
menn, vísindamenn og bændur. Til-
SAMÞYKKI íbúar
London í almennri
atkvæðagreiðslu
7. maí nk. að
stofnað verði til
embættis borgar-
stjóra í borginni
kann svo að fara
að kosið verði ári
seinna milli
leikkonunnar
Glendu Jackson og rithöfundarins
Jeffrey Archer, ef marka má blaða-
fregnir.
I Independent í gær var því haldið
fram að æðstu leiðtogar Verka-
mannaflokksins styddu að Jackson,
sem er 62 ára, yrði teflt fram en það
hefði í fór með sér að hún yrði að
hætta starfi aðstoðarráðherra í sam-
gönguráðuneytinu.
Á laugardag skýrði Times frá því
að Archer, sem er 57 ára, hefði stofn-
að sveit manna til að hjálpa sér að
gangurinn er að komast að því
hvers vegna það tók yfirvöld svo
langan tíma að átta sig á hættum
kúariðunnar og bregðast við henni.
Leiðtogar Verkamannaílokksins
hafa skellt skuldinni á íhaldsflokk-
inn, segja stjórn hans hafa sett
óvandaðar reglur um dýrafóðrun
sem hafi gert það að verkum að
veikin gat skotið rótum seint á síð-
asta áratug og hafa mistekist að
gera ráðstafanir nógu snemma til
þess að stemma stigu við útbreiðslu
hennar.
öðlast útnefningu
sem borgarstjóra-
efni íhaldsflokks-
ins.
Stjórn Margar-
et Thatcher lagði
stórborgarstjórn
London (GLA) af
árið 1981, en nái
áform ríkisstjórn-
arinnar um endur-
reisn hennar fram að ganga yrði
borgarstjórinn kosinn beinni kosn-
ingu, en slíkt á sér engin fordæmi í
Bretlandi.
Þessi áform era hluti af áætlun
stjómarinnar um uppstokkun stjóm-
skipunar Bretlands. Innanríkisráð-
herrann Jack Straw greindi frá því
að þjóðaratkvæðagreiðsla um grund-
vallarbreytingu á fyrirkomulagi
kosninga til neðri deildar þingsins
yrði öragglega haldin fyrir lok þessa
kjörtímabils.
Keppa Jackson og Archer
um borgarstjórastól?
London. Reuters.
Glenda Jackson
Prescott kann að
sæta rannsókn
Segist vera fórnarlamb hefndarsam-
særis fyrrverandi flokksfélaga
London. The Daily Telegraph. Reuters.
JOHN Prescott, aðstoð-
arforsætisráðherra
Breta, þarf væntanlega
að sæta sérstakri þing-
rannsókn vegna ásak-
ana um að hann hafi lát-
ið hjá líða að telja fram
tæplega 28.000 pund,
jafnvirði þriggja millj-
óna króna, framlag sem
hann þáði árið 1996. Bú-
ist er við að hann sleppi
með áminningu. Ráð-
herrann heldur því fram
að hann sé fórnarlamb
hefndarsamsæris fyrr-
verandi samflokks-
manna sinna í Hull.
Prescott þáði fjár-
magnið frá sérstökum styrktarsjóði
sem kenndur er við Joseph Rown-
tree, stofnanda samnefndrar
súkkulaðiverksmiðju. Prescott
kveðst ekkert óhreint hafa í poka-
horninu og ekkert óeðlilegt væri við
að þiggja féð. Þingmenn Ihalds-
flokksins halda því hins vegar fram,
að smám saman sé að koma í ljós,
að Verkamannaflokkurinn boði eitt
en aðhafist annað. I kosningabar-
áttunni í fyrra gagnrýndi flokkurinn
pólitískar fjárgjafir og vildi að þær
yrðu allar gefnar upp, en Prescott
segir það enga þörf í sínu tilviki.
Sir Norman Fowler, sem fer með
umhverfismál í skuggaráðuneyti
Ihaldsflokksins, segir að einfaldast
væri að Prescott skýrði þinginu
sjálfur frá málinu hið fyrsta ef hann
vildi fá það út úr heiminum.
Styrkurinn var veittur til rekst-
urs skrifstofu Prescotts í heima-
kjördæmi hans og athygli vekur, að
Prescott hefur fulla vitneskju um
hvaðan styrkurinn kom
og upphæð hans, en
samkvæmt reglum um
svonefnda „blinda
styrktarsjóði" eiga
þiggjendur ekki að vita
hverjir í þá greiða.
Hús á hálfa milljón
Þá beinist athyglin
einnig að Prescott
vegna umsvifa fyrir-
tækis sonar hans í
Hull, sem keypti 20 tví-
lyft tvíbýhshús af borg-
arsjóði fyrir 5.000 pund
hvert, eða hálfa milljón
króna. Hafa þau við-
skipti sætt harðri
gagnrýni íbúa og bæjarráðsmanna
minnihlutans, en John Prescott
yngri segir föður sinn hafa verið
dreginn ranglega inn í þá deilu því
hann hafi ekki haft hugmynd um
þessi húsakaup.
Prescott aðstoðarforsætisráð-
herra segir ásakanir um fjármála-
spillingu og meint brask sonar síns
líklega eiga upptök hjá fyrrverandi
flokksfélögum í Hull, sem hafi
gengið svo langt að brjótast inn hjá
honum og jafnvel stela öskutunnum
1 von um að geta þar fundið eitthvað
á hann. Sem fulltrúi í framkvæmda-
stjórn Verkamannaflokksins átti
Prescott aðild að þeirri ákvörðun að
stöðva starfsemi flokksfélagsins í
Hull meðan flokksrannsókn færi
fram á ásökunum um óviðurkvæmi-
legt framferði leiðtoganna og lög-
reglurannsókn á meintu fjármála-
misferli og barnaníði þeirra. „Ef til
ætla vilja einhverjir ná sér niðri á
mér vegna þessa,“ sagði Prescott.
Prescott
Sound ofMusic fi i
eftir Rogers og Hammerstein
ífyrsta sinn á Islandi hjá Leikfélagi Akureyrar.
• Flug með flugvallarskatti, fram og til baka
• Einn miði d Söngvaseið (Sound ofMusic)
• Gisting á Hótel Akureyri eina nótt með morgunverði
í tveggja manna herbergi
• Gjugg í borg/bæ, afsláttarhefti
Tilboðid gildir frá 6. mars til 15. mat 1998
Skilmálar: Greiðsla við bókurt. Ldgmarksdvöl er eitt nótt.
Miðarfást ekki endurgreiddir nerna veður hamli flugi.
Bókanir og upplýsingar um flug
t stma 570 3030, fax 570 3001
www.airiceland.is
3 Kvöldvcrður á Fiðlaranunt fyrir sýningu á 2.000 kr.
Miðnætursnarl eftir sýningu á 1.250 kr.
Hótel Akureyrí Fíðlarinn á þakinu FLUGFÉLAG Í5LAND5
ínnifalið í leíkJttísgjitggi