Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ %50 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 Dýraglens ÉG JMwgttitMattfe BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Aðstaða elsta íþróttafelags landsins Grettir 06 VlÐ ERUM UKA I i I KVITT/M // Tommi og Jenni WHAT YmiS 15 60IN5 ARE YOU /TOBEMV PAINTIN6?! 6REATE5T ^,___I-\W0RK.. ^ 1 ‘M PAINTIN6 A HU6E LAND5CAPE UJITH TU)0 MI6HTV ARMIE5 FACIN6 EACH OTHER ACR055 AN EN0RM0U5 VALLEY BENEATH A UIIPE SKV WITH DARK 5T0RM CL0UP5 6ATHERIN6 IN THE PI5TANCE.. - WTj kT' dj IT L00K5 M0RE/THAT5 WHAT LIKE A PUCK / I CALL IT.. LANDIN6 ON THE WATER.. Hvað ertu að mála? Þetta Ég er að mála risastért landslag þar sem tveir Þetta líkist meira önd sem er að mun verða mitt mesta verk . voldugir herir mætast í dal einum miklum und- setjast á vatn ... það er það sem .. ir vfðáttumiklum himni á hverjum óveðursský ég kalla það ... „Önd að setjast hrannast upp í fjarska ... á vatn“ ... Frá Carli J. Eiríkssyni: GUÐMUNDUR Kr. Gíslason í stjórn Skotfélags Reykjavíkur ritar grein í Mbl. 1. mars s.l. um aðstöðu- leysi félagsins í innanhússgreinum skotfimi. Guðmundur telur að inni- greinar félagsins hafi gleymst á und- anfómum árum meðan félagið stóð í miklum framkvæmdum á útisvæðinu í Leirdal. Hann gagnrýnir borgai'yf- irvöld í Reykjavík fyrir að útvega ekki félaginu húsnæði fyrir inni- greinarnar og segir að þolinmæði fé- lagsmanna sé þrotin. Mér finnst gagnrýni Guðmundar ekki réttlát, því að félagið hefur í marga áratugi notið þeÚTa fríðinda hjá Reykjavíkurborg að hafa stórt og glæsilegt æfingasvæði í Leirdal til afnota, bæði fyrir útigreinar og innigreinar. í Leirdal eru skothús sem nota má fyrir innigreinai'nar. Eftir 1990 virtist allur áhugi fé- lagsins beinast að haglabyssum. Þeir félagsmenn sem mest stunduðu inni- gi-einarnar fóru í önnur félög. Að- staðan undir stúkunni á Laugardals- velli var þá of dýr fyrir þá fáu sem eftir voru. Fyrrverandi formaður STI hefm' skrifað um það þegar hann útvegaði Skotfélagi Reykjavíkur inniaðstöðu með skotbrautum í Laugardalshöll- inni 1994. Hann skrifar að þetta hafi staðið ónotað í marga mánuði og að Iþróttabandalag Reykjavíkur hafi sagt húsnæðinu upp vegna þess að það var ekki notað. Það bendir ekki til mikils áhuga stjórnar né félags- manna Skotfélags Reykjavíkur á innigreinunum. Síðan gerðist það haustið 1996 að stjórn Skotfélags Reykjavíkur með Guðmund Kr. Gíslason innanborðs neitaði að leyfa þrem keppendum að keppa fyrir félagið, með þeim afleið- ingum að þeir máttu ekki keppa í skotfimi í heilan vetur, hvorki fyiir Skotfélag Reykjavíkur né fyrir nokkurt annað félag, vegna rang- látra félagaskiptareglna Skotsam- bands Islands. Þetta virkaði eins og keppnisbann. Þó voru þetta þrír af færustu keppendum Skotfélags Reykjavíkur í innigreinum og Is- landsmethafar nokkrum árum áður fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Ég er sjálfur innfæddm- Reykvík- ingur og mér finnst fara betur á því að þakka borgaryfirvöldum fyrir að- stöðuna í Leirdal, en að gagnrýna Iþrótta- og tómstundaráð og Iþrótt- abandalag Reykjavíkur fyrir aðgerð- aiieysi og að lýsa því yfir að þeim beri tafarlaust að útvega enn meiri aðstöðu. I Leh'dal er aðstaða á heimsmæli- kvarða til að æfa flugskífuskotfimi (haglabyssu) og einnig aðstaða fyrir riffil- og skammbyssuskotfimi. Þar er fjölmenn þátttaka í haglabyssu- greinum sem gefur Skotfélagi Reykjavíkur góða tekjumöguleika. Þar æfa margir sem myndu sækja æfingar hjá Skotveiðifélagi íslands ef ekki væri hin frábæra aðstaða fé- lagsins í Leirdal. CARL J. EIRÍKSSON, heiðursfélagi í Skotfélagi Reykjavíkm'. Enn um sparnað í geð- heilbrigðiskerfinu Frá Björk Agnarsdóttur: ENN og aftur skal spara í heil- brigðiskerfinu og enn og aftur í geð- geiranum. Er ekki komið nóg af þvl? Ég er ung kona með geðsjúk- dóm og ég hef þó nokkra reynslu af því að nota geð- deildir og þá að- allega móttöku- deild. Ég hef einu sinni orðið fyrir því að lenda inni á móttökudeild á spamaðartíma og var það hreint hræðilegt. Tvær deildir voru þá lok- aðar yfir sumartímann og biðlistar mynduðust af hræðilega sjúku fólki, sem þurfti að komast inn á deildina, fólki sem var jafnvel í sjálfsvígshug- leiðingum. Álag á starfsfólk var gíf- urlegt og ekki hefði ég viljað vera einn af þeim sem var að vinna þá. Vegna yfirfullrar deildar var erfitt að ná bata á þessum tíma og hefði verið mjög gott að geta haft deild eins og deild 28 í Hátúni til að leita til, en sjálfsagt hefur verið yfirfullt þar líka. En nú í haust var ég svo lánsöm að fá að liggja inni á deild 28 í Hátúni og get ég varla lýst því hversu miklu betra var að njóta að- hlynningar þar eftir eril og læti móttökudeildarinnar. Þar ríkti ró og friður og aðstaðan til að ná sér fullkomlega fyrir heimkomu mun betri en á móttökudeildinni. Ég er hér með ekki að rakka niður mót- tökudeildir, því enn sem komið er vantar fleiri slíkar, en ég er sann- færð um það, að ef við hefðum fleiri legudeildir eins og í Hátúni, þá fengjum við geðsjúkir meiri bata og skjótari. A tímum þar sem aukning er á þunglyndi, ekki eingöngu á ís- landi, heldur um heim allan, úr því að vera í fimmta sæti sjúkdóma í það að vera í öðru sæti, á eftir hjartasjúkdómum, þá finnst mér skrítið að yfirmenn ríkisspítala skuli skera niður á þeim stað sem aukning er á sjúklingum. Frekar ætti að auka þjónustuna, áður en þessi aukning verður á þunglyndis- sjúklingum. Vil ég á endanum þakka öllu því fólki sem hefur starf- að á þeim deildum sem ég hef legið inni á fyrir góða aðhlynningu og stuðning. BJÖRK AGNARSDÓTTIR, geðsjúklingur. Björk Agnarsdóttir Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.