Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Halldór E. Sig- urðsson, fyrrverandi ráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við opnunina. Náttúruvernd rikisins Athugasemdir við frumvarp um nýtingu auðlinda Lokaáfangi Skógar- bæjar afhentur LOKAÁFANGI hjúkrunarheimil- isins Skógarbæjar í Árskógum 2 var formlega tekinn í notkun við hátíðlega athöfn 5. mars síðast- liðinn. Með þessum nýja áfanga bætast 30 hjúkrunarrými við þau 49 rými sem tekin voru í notkun á síðasta ári. Skógarbær er byggður í tengslum við félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra við Árskóga 4. Það voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands sem stóðu sameiginlega að því að stofnuð var sjálfseignar- stofnun um byggingu heimilisins árið 1995. Auk þeirra voru verkamannafélagið Dagsbrún, verkakvennafélagið Framsókn, Starfsmannafélagið Sókn og Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands stofnaðilar. STJÓRN Náttúruvemdar ríkisins hefur lýst yfír stuðningi við þings- ályktunartillögu um þjóðgarða á mið- hálendinu og frumvarp til laga um þjóðlendur. Hún hefur hins vegai- ýmsar athugasemdir við frumvarp um eignarhald og nýtingu auðlinda í jörð. „Við teljum að menn hafi hreinlega gleymt að horfa á náttúruvemd í þessu frumvarpi,“ sagði Ami Braga- son, forstjóri Náttúruverndar ríkis- ins, eftir fund stjórnar Náttúru- verndar á mánudag. „Núgildandi lög um nýtingu auðlinda í jörðu era að stofninum til frá 1967 og 1973 og því löngu orðið tímabært að endurskoða þau. Við væntum þess að ný lög taki mið af aðstæðum og viðhorfum nú- tímans m.a. varðandi sjálfbæra þró- un, skynsamlega nýtingu og náttúru- vemd en teljum ekki að umrætt frumvarp uppfylli þessar kröfur. Þá teljum við frumvarpið ekki vera í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnar- innar sem fram kemur í bæklingnum Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - Framkvæmdaáætlun til aldamóta." Ámi segir það einkum vera veit- ingu leyfa til rannsókna og nýtingar, almenn ákvæði um vinnslu lausra jarðefna og eftirlit með vinnslunni sem stjórnin telji þurfa að endur- skoða. Verið er að vinna athuga- semdir stjórnarinnar sem síðan verða sendar stjórnvöldum. Mæla með stofnun friðlanda í umsögn stjórnar Náttúruverndar ríkisins, sem send hefur verið til Nefndarsviðs Alþingis, er lýst yfir stuðningi við meginhugmynd frum- varps um þjóðlendur en lagt til að beinni tilvísun til náttúruverndar verði bætt í texta þess. I umsögn um þingsályktunartil- lögu um þjóðgarða á miðhálendinu er einnig lýst yfir stuðningi við efni til- lögunar. Hins vegar er bent á að erfitt geti reynst að stofna þjóðgarða samkvæmt skilgreiningum alþjóð- legu samtakanna IUCN (Intemational Union of Con- servation) og lagt til að í upphafi verði því stefnt að stofnun friðlanda eða annars konar verndarsvæða. Þú kaupir ein gleraugu, færð önnur FRITT !! Á við gleraugu sem kosta 19.000,- kr. og yfír. r^BB www. itn. is/sjonarholl sjonarholl@itn. is GLERAUGNAVERSLUN j Reykjavíkurvegur 22 220 Hafnarfjörður S. 565-5970
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.