Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Afkoma Skeljungs í fyrra óviðunandi að mati stjórnenda félagsins Hagnaðurinn nam 74 millj- ónum króna HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 74 milljónum á síðastliðnu ári, saman- borið við 187 milljónar króna hagn- að árið áður og nemur samdráttur- inn 60% á milli ára. Hagnaður án tillits til rekstrar dóttur- og hlut- deildarfélaga nam 103 milljónum í fyrra en var 201 milljón árið 1996. Forstjóri Skeljungs býst við batn- andi afkomu á þessu ári eftir því sem víðtæk endurskipulagning á rekstrinum muni skila sér. Heildartekjur félagsins námu 8.346 milljónum króna í fyrra, sam- anborið við 7.967 milljónir árið áð- ur, og nemur aukningin því tæpum 5% milli ára. Hreinar rekstrartekj- ur námu 2.008 milljónum króna í fyrra, samanborið við 1.895 millj- ónir árið áður, sem er 6% aukning. Rekstrargjöld hækkuðu um 11% á milli ára. Rekstrargjöld án af- skrifta námu 1.557 milljónum í fyrra en 1.407 árið áður. Hagnaður án hlutdeildarfélaga var 1,3% af vörusölu félagsins í fyrra en var 2,6% árið áður. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að afkoma félags- ins á síðasta ári sé ekki viðunandi og gi’ipið hafí verið til margvís- legra aðgerða til að bæta rekstur- inn. „Það hefur verið ljóst um nokkra hríð hvert stefndi og við greindum m.a. frá því við birtingu sex mánaða uppgjörs í fyrra að allt benti til þess að hagnaður ársins yrði í kringum 100 milljónir. í kjöl- far þess var ráðist í mikla endur- skipulagningu á félaginu og voru gerðar ýmsar breytingar í því skyni að hagræða og draga úr rekstrarkostnaði. Dreifíkerfi og lagerhald hafa m.a. verið endur- skipulögð, verkstæðum lokað og þjónusta boðin út. Þessar breyting- ar eru nú óðum að komast í fram- kvæmd og ég býst við að þær skili sér í betri rekstri á þessu ári. Við höfum stokkað spilin og getum nú horft fram á betri tíma.“ Ekki dregið úr þjónustu Launakostnaður jókst verulega hjá Skeljungi í fyrra en heilsárs- störfum fjölgaði úr 259 1 291. Krist- inn segir að starfsmönnum muni fækka umtalsvert í tengslum við Skeljungur \ F Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 8.346 7.967 +4,8% Rekstrargjöld 7.896 7.479 +25,6% Rekstrarhagnaður 450 488 Fjármagnsgjöld (113) (25) Hagnaður fyrir hlutdeildarfél. 103 201 Afkoma hlutd.félaga (29) (14) Hagnaður tímabilsins 74 187 Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '97 31/12 '96 Breyiing I Eionir: \ Fastafjármunir 4.640 3.969 +16,9% Veltufjármunir 2.151 2.451 -12,2% Eignir samtals 6.791 6.420 +5,8% I Skuidir og eigið ié: | Eigið fé 2.851 2.853 -0,1% Langtímaskuldir 2.578 2.136 +20,7% Skammtímaskuldir 1.362 1.431 -4,8% Skuldir og eigið fé samtals 6.791 6.420 +5,8% Kennitölur 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 42,0% 44,0% Veituf járhlutfall 1,58 1,71 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 319 477 Samkeppn- ismál á morgun- verðarfundi ER Samkeppnisstofnun dragbítur atvinnulífsins eða bjargvættur neytenda? er yfirskrift morgun- verðarfundar Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga. Fundur- inn er í Skála, Hótel Sögu, í fyrra- málið, frá 8 til 9.30. Framsögumenn á fundinuin verða Arni Vilhjálmsson hrl. og Guðmundur Sigurðsson forstöðu- maður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Þeir munu m.a. skiptast á skoðunum um aðferða- fræði samkeppnissviðs varðandi markaðsráðandi stöðu. Hvernig markaðurinn sé skilgreindur og hvort ísland sé aíbrigðilegt vegna smæðar sinnar. Ræða þeir um það hvernig fyrirtæki misbeiti mark- aðsyfirráðum sínum. Einnig hvort samkeppnislögin séu gölluð eða framkvæmd þeirra. endurskipulagninguna en ekki sé þó ætlunin að draga úr þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Aukið tap af rekstri hlutdeildar- félaga setur verulegt strik í reikn- inginn hjá Skeljungi en það nam um 30 milljónum króna á síðasta ári. Þessi félög eru Frigg, Fríkort- ið, Gasfélagið og Bensínorkan. Aðalfundur Skeljungs verður haldinn að Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 18. mars þar sem lögð verður fram skýrsla stjómar og tillaga um að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Þá verður lagt til að hlutafé félagsins verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. GKS hf. kaupir Trésmiðju Eld- húss og baðs ehf. s Armannsfell eignast 6% hlut í GKS GKS hf. hefur keypt öll hlutabréf Trésmiðju Eldhúss og baðs ehf. af Armannsfelli hf. og mun taka við rekstrinum 17. mars næstkomandi. Velta trésmiðjunnar var um 70 milljónir á síðasta ári en fyrirhug- að er að hún aukist í um 120 millj- ónir á ársgrundvelli með auknum umsvifum. Kaupverð fæst ekki uppgefið en hluti þess var greitt með hlutabréfum í GKS fyrir 5 milljónir að nafnvirði. Jafngildir það 6% hlut í fyrirtækinu. Armannsfell hefur rekið tré- smiðju um 25 ára skeið eða frá ár- inu 1973 og hefur reksturinn verið fastur þáttur í starfsemi fyrirtæk- isins. Trésmiðjan hefur smíðað eld- húsinnréttingar samkvæmt pönt- unum og selt Scholtes heimilistæki. Kaupin bar að með þeim hætti að Ármannsfell hafði hug á því að ------------------- Útboð ríkis- verðbréfa LÁNASÝSLA ríkisins býður út óverðtryggð ríkisbréf til 3ja og 5 ára í dag. Einnig verður útboð á 12 mánaða ríkisvíxlum. Heildarfjárhæð þessa útboðs verður að þessu sinni á bilinu 100 til 500 milljónir að söluvirði, en samþykkt endurfjárfestingartilboð vegna endurfjármögnunar spari- skírteina og ríkisbréfa 10. aprfl nk. bætast svo við heildarútboðsfjár- hæðina. Til að auka sölu á ríkisvíxlum til lengri tíma verða einnig í boði rík- isvíxlar til 12 mánaða. Útboðsfjár- hæð þein-a er á bilinu 300 til 1.000 milljónir króna. auka nýtingu trésmiðjunnar og beindist athyglin að smíði skrif- stofuhúsgagna í því sambandi. Rafn B. Rafnsson, framkvæmda- stjóri GKS, segir að Armannsfell hafi sýnt áhuga á samstarfi og nið- urstaða viðræðna á milli fyrirtækj- anna hafi orðið sú að GKS keypti öll hlutabréf Trésmiðjunnar Eld- húss og baðs en Armannsfell eign- ast aftur á móti hlut í GKS. „Ár- mannsfell hf. telur að með kaupun- um sé tryggður traustur og góður framtíðarstarfsgrundvöllur fyrir rekstri trésmiðjunnar." Góð fjárfesting Markmiðið með kaupum GKS á trésmiðjunni er að styrkja fram- leiðsluþátt starfsemi fyrirtækisins og um leið að stíga fyrsta skrefið í að útvíkka starfsemina með því að fara inn á nýjan markað. „Við telj- um að hér sé um mjög góða fjár- festingu að ræða þar sem vélbún- aður trésmiðjunnar hentar mjög vel þeim verkefnum sem eru á markaðnum, auk þess sem þar starfar reynslumikið og hæft starfsfólk. Við munum leggja áherslu á að tryggja núverandi við- skiptavinum trésmiðjunnar áfram- haldandi góða þjónustu og vinna vel að því að efia starfsemina til muna. M.a. er stefnt að því að að- greina söludeild Eldhúss og baðs, sem nú er að Funahöfða 19, frá starfsemi trésmiðjunnar og finna versluninni hentugra húsnæði nær markaðnum," segir Rafn. Gengið hefur verið frá áfram- haldandi ráðningarsamningi við Árna Garðarsson, núverandi fram- kvæmdastjóra trésmiðjunnar, og hefur að auki öllum starfsmönnum verið boðið að vinna áfram hjá fé- laginu. Hlutabréf í Granda hækka um 10% VERÐ hlutabréfa í Granda hækk- aði um 9,9% í gær eftir að fréttir birtust um 516 milljóna króna hagnað af rekstri félagsins í fyrra. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1,15% í gær. Hlutabréfaviðskipti námu um 60 milljónum króna í gær. Mest við- skipti urðu með bréf í Granda eða fyrir 18 milljónir, í Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir 15 milljónir, í íslandsbanka fyrir 10 milljónir og í Flugleiðum fyrir 8 milljónir króna. Verð hlutabréfa í HB lækkaði um 1,5%, Islandsbankabréf hækkuðu um 0,3% og Flugleiðabréf hækk- uðu um 5,8%. Þá hækkuðu hluta- bréf í Hampiðjunni um 3,3%. Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 829 milljónum króna í gær. Mest viðskipti urðu á peninga- markaði eða fyrir 396 milljónir. Einnig urðu nokkur viðskipti með spariskírteini eða fyrir 240 millj. Harka á Nesja- völlum BORGARRÁÐ hefur að til- lögu stjórnar Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar ákveðið að taka tilboði Vél- smiðjunnar Hörku ehf. í svo- kallaðan A-hluta uppsetning- ar og tengingu tækja í Nesja- vallavirkjun. Verkið var boðið út í tvennu lagi og barst aðeins eitt tilboð í hvorn hluta. Tilboð Hörku í A-hlutann hljóðaði upp á 59,3 milljónir kr. sem er tæplega 8% yfir kostnaðaráætlun Hitaveitunnar. Gils ehf. í Garðabæ bauð 43 milljónir í B-hlutann og er það tæp 64% af kostnaðaráætlun. Eftir að farið var yfir tilboð fyrirtækisins kom í ljós að al- varleg mistök höfðu orðið í nokkrum tilboðsliðum. Akvað borgarráð að hafna tilboðinu en Innkaupastofnun heimilað að ganga til viðræðna við Gils ehf. á grundvelli tilboðsins. /_ Formaður SIT gagnrýnir Samkeppnisstofnun Vinnubrögð starfsmanna eru afar ógeðfelld HÖRÐ gagnrýni kom fram á starfshætti Samkeppnisstofnunar í máli Ólafs B. Thors, fráfarandi for- manns Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, á aðalfundi þess á fimmtudag. Sagði hann að vinnu- brögð starfsmanna stofnunarinnar vektu furðu og jafnaði þeim við vinnubrögð er tíðkuðust hjá van- þróuðum þjóðum eða í lögreglu- ríkjum en gera yrði þá kröfu að stofnunin færi eftir viðteknum meginreglum nútímastjórnsýslu. Olafur minnti á í ræðu sinni á að- alfundi SÍT að Samkeppnisstofnun hefði verið stofnuð á grunni Verð- lagsstofnunar, sem hefði staðið allri efnahagslegri þróun og at- vinnuuppbyggingu hérlendis fyrir þrifum, og haldið lífskjörum al- mennings niðri. „Flestir starfs- menn hinnar gömlu haftastofnun- ar, þ.m.t. yfirmenn hennar, voru nú í einni andrá orðnir helstu stjóm- endur samkeppnismála lýðveldis- ins. Ýmsar ákvarðanir þessarar stofnunar hafa orðið afar umdeild- ar og svo virðist sem ófriður um starfsemi þessa stjómvalds fari vaxandi." Ólafur sagði að það væru ekki fyrirmæli og niðurstöður Sam- keppnisstofnunar í einstaka málum sem vektu furðu þótt mönnum sýndist sitthvað um niðurstöður heldur vinnubrögð starfsmanna sem væru afar ógeðfelld. „Án þess að beina fyrirspurnum til aðila, sem athugun stofnunarinnar bein- ist að eða óska nokkurra skýringa, mæta starfsmenn stofnunarinnar í lögreglufylgd inn á vinnustaði, gramsa og hafa á brott með sér gögn og upplýsingar nánast af handahófí. í þessar aðgerðir virðist jafnvel ráðist á gmndvelli dylgna og órökstuddra fullyrðinga. Við vá- tryggingamenn höfum ekki farið varhluta af þessum vinnubrögðum, sem líklega em leifar af hugsunar- hætti hinnar gömlu haftastofnunar, forvera Samkeppnisstofnunar. Telji Samkeppnisstofnun sig eiga erindi við vátryggingafélögin eða samtök þeirra er það skýlaus krafa að þau samskipti fari fram eftir viðteknum meginreglum nútíma- stjórnsýslu. Við frábiðjum okkur vinnubrögð vanþróaðra þjóða eða lögregluríkja," sagði Ólafur. Hann fjallaði einnig sérstaklega um nauðsyn stefnumótunar eða at- hugunar, sem beindist að því að vá- tryggingafélögin tækju að ein- hverju leyti við hlutverki hins opin- bera í velferðar og almannatrygg- ingakerfinu. Sagði hann að einkum væri horft til slysatrygginga al- mannatryggingakerfisins í þessu sambandi. Axel Gíslason kjörinn formaður SÍT Ólafur gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn SIT en þar hef; ur hann setið undanfarin 14 ár. I hans stað var Axel Gíslason, Vá- tryggingafélagi íslands hf., kjör- inn formaður. Auk hans sitja eftir- taldir í stjórninni: Einar Sveins- son, Sjóvá-Almennum hf., varafor- maður, Gunnar Felixson, Trygg- ingamiðstöðinni hf., Ágúst Ög- mundsson, Tryggingu hf., og Bjarni Þórðarson, Islenskri endur- tryggingu hf. Varamenn eru Ólaf- ur Njáll Sigurðsson, Alþjóða líf- tryggingafélaginu hf., og Páll Sig- urðsson, Samábyrgð Islands á fiskiskipum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.