Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Brugðist hafa betri vonir Er olíuhreinsunarstöð hér í einu mesta veðravíti jarðar áhættunnar virði? Margrét Þorvaldsdóttir veltir upp ýmsum flötum á málinu. UPPBYGGING stóriðju er töfra- lausn gegn atvinnuleysi um þessar mundir. Nýlega kynnti iðnaðarráð- herra hugmyndir að byggingu olíu- hreinsunarstöðvar við Skagafjörð. Þar sem hugmyndin hef- ur verið kynnt tvisvar og málið komið á það stig að hreinsunarstöðinni hefur verið fundið land, verður hún tekin alvarlega. Aukin iðnaðartækifæri hér á landi eru bæði nauðsynleg og æskileg, en sennilega er olíu- hreinsunarstöð einhver sá óæskilegasti iðnaður sem hægt er að fá hingað vegna mengunarhættu á viðkvæmu hafsvæði. Full- yrðingu um að þessari stóriðju fylgi ekki meng- un verður að meta í Ijósi álíka fullyrðinga, sem við- höfð hafa verið áður en önnur stóriðjufyrirtæki hafa verið reist hér, en hafa ekki alltaf staðist. Hráolíuflutning'ar um eitt mesta veðravíti jarðar Olíuhreinsunarstöð getur fylgt margvísleg áhætta. Landfræðilega er Island staðsett í einu mesta veðraviti jarðarinnar. Hér er allra veðra von og hafa válynd veður brostið á fyrirvaralítið oft með hörmulegum afleiðingum. Jafnvel þó að íslendingar hafi lært að lifa með þessum óútreiknaniegu nátt- úruöflum og beri virðingu fyrir þeim, þá hafa þau oft verið vanmet- in af þeim sem ekki þekkja þau af reynslu. Skýrt dæmi um það er strandið á Víkartindi. Olíuflutningar um viðsjárverð hafsvæði geta verið áhættusamt fyrirtæki. Hættan snýr að flutningi á hráefninu, hráolíunni, hingað til lands. Hráolía er flutt með mjög stórum olíuflutningaskipum. En hvað eru þetta stór skip? „Þessi olíuflutningaskip eru mjög stór eða um 300 metrar að lengd, (þ.e. 3 fótboltavellir)“ sagði Bjarni Jóhannesson skipstjóri frá Akranesi er rætt var við hann um þessi risavöxnu skip. Bjarni sigldi á þýska kaupskipaflotanum í 19 ár og þar af skipstjóri f 11 ár. Hann var varkár og benti á að ekki væri vitað hvort hráolían yrði flutt hing- að með þessum stóru skipum eða hvort notuð yrðu minni skip til flutninganna. - Það veit enginn fyrirfram, en raunhæft er að gera ráð fyrir að eigendur olíuhreinsunarstöðvar sem staðsett væri svo fjarri helstu mörkuðum, leiti allra leiða til að reka fyrirtækið á sem hagkvæm- astan hátt og noti hefðbundin olíu- flutningaskip við flutningana til að halda rekstrarkostnaði niðri. Olíuflutningaskipum fylgir mikil mengun Bjami segir að þessum stóru ol- íuflutningaskipum fylgi mikil mengun. Þegar siglt sé í kjölfar ol- íuflutningaskips eða um svæði þar sem olíuflutningaskip hefur farið um áður, fljóti hvít froða í flákum á sjónum. Froðan kemur frá efnum sem notuð eru við hreinsun á tóm- um olíutönkum. Eftir að olíutankar olíuflutningaskipa hafa verið tæmdir eru tankamir hreinsaðir strax og á meðan skipið er á sigl- ingu og em hreinsiefnin látin renna í hafið. Bjami segir að menn velti stundum fyrir sér hvort þessi kemísku hreinsiefni frá olíuflutn- ingaskipunum séu með öllu skað- laus umhverfínu. Ef hér yrði reist oh'uhreinsunar- stöð yrði hráolían flutt til lands með olíuflutningaskipum, en ekki þarf nema að eitt fullhlaðið olíu- flutningaskip reki á land undan óveðri til að valda óbætanlegu um- hverfísslysi sbr. Exxon-Valdez strandið við Alaska fyrir um ára- tug. Líklega er meiri hætta á um- hverfísslysi hér við land en víðast zzannars staðar vegna þess hve veðráttan er hér óstöðug. Skaðinn af mengun gæti orðið hér jafnvel enn meiri en hann var við strendur Alaska vegna þess hve strendur em vogskornar og grýttar og straumar sterkir, og ekki síst vegna hægfara niðurbrots efna í köldum sjó hér norður við heim- skautsbaug. Stór skip þurfa mikið svigrúm Flestum er ferskt í minni strandið á Víkartindi er skipið rak stjórnlaust á land. Bjarni var spurður um stjórn á svo stóra skipi. Hann segir að við eðlilegar aðstæður sé stjórn á fullhlöðnu ol- íuflutningaskipi ekki svo mikið vandamál. Skipin hafi að vísu frem- ur afllitla vél miðað við stærð skip- anna, enda sé vélin miðuð við að skipin geti haldið jöfnum hraða við eðlilegar aðstæður. Aftur á móti geta vandamál komið upp ef stoppa þarf fullhlaðin skip eða draga úr ferð þeirra á stuttri vega- lengd. Skipin em svo þung og vél- arkrafturinn lítill miðað við stærð skipanna. - Nú vh-ðist Skagafjörður ekki vera mjög stór, er líklegt að þessi risaskip geti athafnað sig þar? Bjarni, sem sigldi á flutninga- skipum í kring um landið hér á ár- um áður, segist ekki muna hvert dýpi Skagafjarðar sé, en hann seg- ist velta því fyrir sér hvort skip af þessari stærð hafi nægjanlegt svig- rúm til að snúa við á fírðinum við bestu aðstæður, en það geti verið vonlaust í vindi. Hann segir að í vindi séu skip af þessari stærð, sér- staklega ef þau eru tóm, hjálparlít- il og upp á aðstoðarskip komin. Um leið og skipið hefui- verið tæmt er þyngdarpunkturinn kominn mjög ofarlega og í vindi sé vélarkraftur skipsins ekki í hlutfalli við vindaflið sem skipið tekur á sig. Þá getur þurft 6 dráttarbáta til að hafa stjóm á því. - Nú geta orðið óhöpp á sjó og olíuflutningaskip hafa strandað og jafnvel brotnað í sundur í óveðrum í hafi. Hvaða fyrirmæli gefa út- gerðir skipstjórum sínum komi sú staða upp? „Skipstjórinn fær engin fyrirmæli," svaraði Bjarni, „ekkert skriflegt, skipstjórinn ber ábyrgð á skipinu og honum er ætlað að meta aðstæður ef vandamál koma upp.“ Ef ákvörðun verður tekin um byggingu olíuhreinsunarstöðvar hér á landi yrði að meta slysahættu og áhrif mengunarslysa á fisk og lífríkið og hvort ævintýrið sé áhættunnar virði. Höfundur er blaðamaður. OLIUFLUTNINGASKIPIN em gífur- lega stór og taka á sig mikinn vind. í DAG Morgunblaðið/Kristinn BÖRN að leik í Keflavík. HÖGNI HREKKVÍSI VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags * Oþarfí að leyfa reyk- ingar á Bessastöðum VELVAKANDA barst og allir hinir. Það er mjög eftirfarandi: „MÉR finnst það al- gjör óþarfi að Margrét Danadrottning fái að reykja á Bessastöðum. Það á ekki að gera ein- hverja undantekningu þó að höfðingjar komi til Bessastaða, þeir eiga að fara eftir þeim reglum sem em á staðnum eins Betri nýtingu ER ekki kominn tími til að breyta skattprósent- unni sem hægt er að nýta af skattkorti maka sem er heimavinnandi. Finnst mér að það ætti að vera hægt að nýta skattkortið 100%, það gerir konum auðveldara fyrir að vera heima hjá börnum. Það er í sjálfu sér mannrétt- indabrot að fá ekki að nýta skattkortið sitt að fullu. Einnig vil ég benda á að Sjálfstæðisflokkurinn var búinn á sínum tíma jakvætt utavið að hafa Bessastaði reyklausa og gott fyrir ímynd landsins. A sama tíma era forseta- hjónin með herferð gegn eiturlyfjum og reyking- um og ættu þau að standa fóst á reykingabanninu á Bessastöðum." Sigríður. á skattkorti að koma því á að greiða konum fyrir að vera heima hjá börnum sínum, þær fengju þá það sama og borgin borgaði með börnum á dagheimili. Nú er þetta komið í fram- kvæmd hjá þeim konum sem em með börnin hjá dagmæðmm. Má ekki setja alla undir sama hatt og borga þeim sem vilja vera heima með börnin sömu greiðslu og þeim sem em með börnin sín hjá dagmæðrum? Ein heimavinnandi. \sA „ Nó hdekhz, höggm L/ndirnar h.ans ' 'ver&t, " Þakklæti til Leiðbeiningar- stöðvar heimilanna SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi hún koma á fram- færi þakklæti til Leið- beiningarstöðvar heimil- inna fyrir mjög góða þjónustu. Hefur hún oft hringt til þeirra og fengið mjög góðar leiðbeiningar, Tapað/fundið Arrabandsúr í óskilum ARMBANDSÚR fannst sl. laugardag í Vestur- bænum. Uppl. í síma 561 1795. Silfurhringir týnd- ust í Gerðarsafni TVEIR silfurhringir týndust sl. laugardag í Gerðarsafni í Kópavogi. Þeirra er sárt saknað og t.d. þurfti hún að fá hjá þeim kökuuppskrift en sú sem varð fyrir svömm sagðist eiga betri upp- skrift heima hjá sér og hringdi í hana heiman frá sér og lét henni í té upp- skriftina. Segir hún að þetta sé einstök þjónusta. em þeir einu sinnar teg- undar í landinu. Skilvis finnandi vinsamlega hafi samband í síma 552 0201 eða 554 0720. Fundarlaun. Dýrahald Norskur skógar- köttur fæst gefíns NORSKUR skógarkött- ur, eins og hálfs árs göm- ul læða, fæst gefins vegna ofnæmis á heimil- inu. Upplýsingar í síma 551 4138. ■HB—■———a—B—maMBMiil'IMIHl Víkverji skrifar... HEIMSMETIÐ í stangarstökki kvenna innanhúss hefur verið að falla dag hvem eða svo gott sem, að undanfómu. Það er skemmtilegt að fylgjast með þessum ungu stúlkum sem em nánast hver í sínu heims- homi, að glíma við nýtt heimsmet, þ.e. í Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Miðað við það hversu framfarirnar em örar verður þess ömgglega ekki mjög langt að bíða að 4,5 metra múr- inn falli í innanhússstökkinu og í framtíðinni er svo hægt að gæla við tilhugsunina um að einhver stúlkn- anna fari jafnvel yfir 5 metrana! xxx EKKI er ólíklegt að aðdáendahóp- ur Völu Flosadóttur stækki dag hvern. Vala er einstaklega geðþekk afrekskona, sem virðist hafa „stokk- ið sig“ inn í hug og hjarta Islendinga. Víkverji hefur af áhuga fylgst með framgöngu hennar á mótum að und- anfornu og ekki síður hefur hann fylgst með því sem Vala segir í fjöl- miðlasamtölum að loknum mótum. Hún virðist vera í fullkomnu jarð- sambandi, svarar ávallt fyrir sig á skynsamlegan, hófstilltan og yfirveg- aðan hátt. Víkverji er þeirrar skoð- unar að hún sé líkleg til áframhald- andi afreka. Það var vel til fundið hjá Bimi Bjarnasyni menntamálaráð- herra að bjóða Völu hingað til lands í síðustu viku ásamt þjálfara hennar. XXX AÐ var einnig skynsamleg ráð- stöfun hjá íþróttahreyfingunni að tilnefna margt fremsta íþróttafólk landsins í landsliðshóp gegn fíkniefn- um, þegar kynnt var átaksverkefnið „íþróttir - afl gegn fíkniefnum". Það er einmitt íþróttafólk í fremstu röð- um, sem getur verið íslenskri æsku fyrirmynd. Til dæmis kom það á daginn í síðustu viku, að ungar stúlk- ur era farnar að biðja um Völu Flosa-klippingu, þegar þær láta skera hár sitt! XXX FLESTIR önduðu léttar af fegin- leik upp úr kl. 13 í fyrradag, þegar fyrstu fregnir bámst af vélsleðaköpp- unum átta frá Dalvík, en þeirra hafði þá verið saknað í tæpan sólarhring. Auðvitað fyllast menn miklum óhug, þegar fregnir berast af 8 björgunar- sveitarmönnum og jafnmörgum vélsleðum, sem virðast beinlínis hverfa af yfirborði jarðar. Sem betur fer vom fyrstu fregnir í þá vem að ástaða var til bjartsýni, eftir algjört fréttaleysi í tæpan sólarhring, en það var þegar fyrstu þrír komust sjálfir gangandi til byggða. En veður gerð- ust vályndari og því tókst þyrlu Land- helgisgæslunnar ekki að sækja þá fimm sem biðu í niðurgröfnu snjóhúsi einhvers staðar í 1200 metra hæð, eða með öðmm orðum, hátt uppi til fjalla. Meiriháttar viðbúnaður skíðagöngu- manna og snjóbíla var svo gerður op- inber um kvöldmatarleytið í fyrra- kvöld, menn og tæki sem áttu að fara með vistir og fleira til þess að gera strandaglópunum lífið bærilegra. Það var svo ekki fyrr en í fyrrinótt sem fyrstu björgunarmenn náðu til þeirra sem sátu hraktir, kaldir og svangir í snjóhúsinu og þegar Ijóst varð að snjó- bíllinn var kominn til þeirra og þeir komnir inn í hlýjuna var fyrst hægt að taka að fullu gleði sína. XXX AÐ er ávallt gleðiefni þegar fólk sem lendir í hrakningum á fjöll- um bjargast giftusamlega. En það verður á hinn bóginn aðð segjast eins og er, að Víkverja dettur oft í hug, hvort eitthvert vit sé í því yfir höfuð, að leggja á fjöll um hávetur, í voðaveðri, ótrúlegu frosti og byl, jafnvel þótt um þrautreynda björg- unarsveitarmenn sé að ræða. Er þetta ekki eitthvað sem bæði þaul- reyndir fjallamenn og áhugamenn um útivist þyrftu að endurskoða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.