Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugbjörgunarsveitin fór tvær ferðir að sækja leiðangnrsmenn Frakkarnir illa fyrir kallaðir Morgunblaðið/Kristinn ÞRIR leiðangursmanna, Alexandre Santiago, Geirharður Zinotti og Hen- ique Denche. Á myndina vantar Hermann Baldursson lögreglumann. LIÐSMENN Flugbjörgunar- sveitarinnar sóttu aðfaranótt mánudags franskan lögreglu- mann, Henique Denche, að Hlöðufelli en hann kenndi sér þá meins vegna bakmeiðsla sem hann hafði orðið fyrir nokkrum vikum áður í bílslysi í heima- landi sínu. Á mánudagsmorgun barst sveitinni siðan annað er- indi frá leiðangursmönnum og hafði þá hinn Frakkanna, Alex- andre Santiago, fengið skæða flensu. Var hann því sóttur ásamt tveimur íslendingum, Hermanni Þór Baldurssyni lög- reglumanni og Geirharði Zinotti framhaldsskólakennara, sem ákváðu að tímabært væri að slá ferðalagið af. Lauk svaðilförinni því nokkru fyrr en ætlað var því hópurinn lagði upp á laugardag og hafði einungis gengið um 30 kíló- metra á leið sinni yfir hálendi fs- lands. Höfðu þeir hugsað sér að ljúka ferðinni á Fáskrúðsfirði. Hópurinn var vel búinn og höfðu meðferðis svokallað Ar- gos-staðsetningartæki sem skipti sköpum, enda var Flug- björgunarsveitarmönnum ávallt kunnugt um staðsetningu þeirra og ásigkomulag. Frakkarnir eru jafnframt tryggðir fyrir þeim kostnaði sem af hlaust. Onnur tilraunin til að ganga þvert yfir Island Santiago og Denche sögðust í samtali við Morgunblaðið nú hafa fengið staðfestingu á því að ísland væri erfitt land yfir- ferðar. Þeir eru báðir lögreglu- menn í Grenoble en samtök lög- reglumanna þar hafa á undan- förnum árum ferðast víða um heim, Santiago gekk til dæmis yfír Lappland þvert og endi- langt fyrir nokkrum árum. I fyrravetur voru þeir félagar síðan hér á ferð í fyrstu tilraun sinni til að ganga þvert yfir ís- land. Þeir lentu þá líka í erfið- leikum, eftir að hafa gengið frá Þingvöllum og alla leið að Tungnafellsjökli, því sqjóþrúgur þeirra brotnuðu og þyrla Land- helgisgæslunnar þurfti að sælga þá. Santiago sagðist trúa því að um forlög væri að ræða. Aug- ijóst væri að æðri máttarvöld vildu ekki að þeir hefðu sigur yfir fslenskri náttúru enda hefðu þau tekið I taumana í bæði skiptin. „í fyrra skiptið voru það tækin sem biluðu en í þetta sinn var það mannskapur- inn sem sýndi af sér linkind," sagði hann og var ekki viss um að hann gerði aðra tilraun enda væri varasamt að storka forlög- ununi. Eldur í bát í Sandgerð- ishöfn ELDUR kom upp í Hafbjörgu GK 58 í Sandgerðishöfn snemma í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglu í Keflavík kviknaði í út frá strompröri frá kab- yssu. Að sögn Júníusar Guðnasonar, varaslökkviliðsstjóra í Sandgerði, var slökkvistarfí lokið um áttaleytið en um kl. tíu var aftur farið að rjúka úr bátnum og kom slökkvilið þá aftur á vettvang. „Það gaus upp aftur milli þilja, bak við járnplötur á vegg við kabyssuna," segir hann. Vel gekk að slökkva eldinn í annan'i atrennu en töluvert var þá brunnið í lúkarnum, að sögn Júníusar. Framleiðsluráð landbún- aðarins verði lagt niður í SKÝRSLU starfshóps um samþættingu rann- sókna, leiðbeininga og fagmenntunar í landbún- aði er lagt til að Framleiðsluráð landbúnaðarins, auk ýmissa annarra stofnana, verði lagt niður í núverandi mynd. Skýrsla þessi er nú rædd á Búnaðarþingi. Starfshópurinn, sem Guðmundur Bjamason landbúnaðarráðherra skipaði, leggur í skýrslunni til að ný ríkisstofnun, svonefnd Búnaðarstofa, taki í sinn verkahring ýmis verkefni sem nú heyra undir margar stofnanir. Stofnanirnar sem um ræðir, auk Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, eru: Embætti yfirdýralækn- is, veiðimálastjóra, yfii'kjötmats, aðfangaeftirlits, auk stjómsýsluverkefna frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Bændasamtökum Islands. Alþingi hefur síðasta orðið Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka ís- lands, sagði í samtali við Morgunblaðið að gjarn- an mætti einfalda stjórnsýslufyrirkomulag land- búnaðarmála enda hefði landbúnaðurinn verið að dragast saman. Hann væri kominn í færri og stærri einingar sem gerði það að verkum að létt- ara væri að hafa yfirsýn yfir hann. Því væri ekk- ert óraunhæft að ræða um sameiningu nokkurra stofnana á þessu stigi. „Hitt er svo annað mál að oft bregðast nú embættin og stofnanirnar svona frekar við til varnar heldur en hitt.“ Aðspurður um hvenær þessi breyting ætti að koma til fram- kvæmda sagði Ari enga ákvörðun liggja fyrir í málinu enda bíður landbúnaðarráðherra nú stjómsýsluúttektar á þeim stofnunum sem um ræðir áður en nokkuð er aðhafst í málinu. „Þetta er svona á fmmstigi enda var skýrslan bara lögð fram í desember. Síðan þá hefur þetta verið að gerjast, menn hafa verið að ræða sín á milli hvað sé best að gera í stöðunni." Ari benti á að mörg þessara embætta sem rætt væri um að steypa saman ættu sér stoð í lögum og að það yrði því að vera Alþingi sem á endan- um tæki allar ákvarðanir og ætti síðasta orðið. Tvær flugvélar rák- ust saman í aðflugi TVÆR eins hreyfils einkaflugvélar snertust þar sem þær vom á loka- stefnu fyrir lendingu á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ á laugardag. Flugmennirnir sluppu með skrekkinn en önnur vélin er nokkuð skemmd. Málið er í rann- sókn hjá rannsóknamefnd flugslysa. Flugvélarnar TF-KLM, sem er af gerðinni Cessna 172, og TF-TWO, Cessna 150, vom báðar að æfa lend- ingu á vellinum þegar óhappið átti sér stað. Vélamar vom á meira en 100 km hraða í um 150 feta hæð og vom á lokastefnu þegar TF-KLM fór fram úr TF-TWO og snerti bakið á henni með hjólunum. Flugmönn- unum tókst báðum að lenda heilu og höldnu en nokkrar skemmdir urðu á TF-TWO. Engin flugumferðarstjórn er á flugvellinum á Tungubökkum frekar en á mörgum öðrum smærri flug- völlum, en flugmenn tilkynna um ferðir sínar á ákveðinni fjarskipta- tíðni. Að sögn Skúla Jóns Sigurðar- sonar, formanns rannsóknarnefndar flugslysa, er ekki Ijóst hvað fór úr- skeiðis en málið er í rannsókn hjá nefndinni. „Það er ljóst að hvomgur flugmannanna sá til ferða hins, þetta gerðist og við þökkum bara forsjón- inni fyrir að ekki fór verr,“ segir hann. Laugavegi 18 • Sími S15 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Þriðja prcntlin komin „[Guðjón] liefur dregið saman mikinn fróðleik... og scgir söguna ó cinföldu og skýru máli ... Ijósmyndir eru skipulcga notaðar til að auka við cfni tcxtans... uppsctning öll og umbrot er til fvrirmyndar. Það cr óhæít að inæla cindrcgið mcð jicssari bók.“ GuimundurHeidarFrimmruion, Moipmblaiið Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans Oskar eftir úttekt Ríkisendurskoðunar SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbanka íslands hf., sendi í gær frá sér svohljóð- andi tilkynningu: „Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur síðustu daga um meint kaup Landsbanka Islands á veiðileyfum af leigutaka Hrútafjarðarár hef ég ákveðið að óska eftir að Ríkisendurskoð- un geri úttekt á þessum málum og skili, ef stofnunin telur efni til þess, skýrslu um málið til banka- ráðs Landsbanka íslands hf. Ég minni á að Ríkisendurskoðun er jafnframt endurskoðandi bank- ans. Ég tek fram að þessi ósk er ekki síst sett fram í ljósi um- mæla formanns bankaráðs Landsbanka íslands hf. á opin- berum vettvangi. Ég tel eðli- legra að umræður um þessi mál fari fram á grundvelli trúverð- ugra upplýsinga, heldur en get- sagna.“ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir S Oveður í aðsigi Egilsstaðir. Morgunblaðið. FÓLK sem hafði dvalið sl. helgi í námunda við Snæfell og var á heim- leið slapp rétt undan óveðrinu sem skall á síðdegis á sunnudag. Fólkið gisti í skála við Kollumúlavatn á Lónsöræfum og bjó sig til heimferð- ar fyrripart sunnudags. Aðrir ferðalangar, sem voru í sunnudags- bíltúr og voru í samfloti á fimm bfl- um þurftu að dvelja næturlangt í Snæfellsskála. Hiuti þeirra var illa búinn til hálendisferða, hafði hvorki með sér mat né svefnpoka, og voru bflar þeirra vanbúnir. Þeir komust svo til byggða fyrripart mánudags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.