Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lífræn form sem mynda hið skrautkennda Myndlistarmaðurinn Victor Cilia sýnir um þessar mundir málverk í listamiðstöð- inni Hafnarborg í Hafnarfirði. Málverk hans byggjast á ævafornri mynsturhefð sem hafa tilvísanir í merkingarheim samtímans eins og hann útskýrir fyrir Hildi Einarsdóttur. EIN af myndunum á sýningu Viktors. VIKTOR hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum árið 1979 og var þar við nám í þijú ár. Bauðst hon- um þá starf hjá Þjóðleikhúsinu við leiktjaldamálun. Hann segist hafa verið svo ánægður með starf sitt sem leiktjaldamálari að hann hafi flengst í starfinu næstu tíu árin. Hann byrjaði aftur í Myndlista- og handíðaskólanum og lauk námi úr málaradeild árið 1992 og hefur starfað við myndlist sfðan. „Ég stundaði myndlistina lítið þessi tíu ár sem ég vann við leik- myndamálunina en ég lærði heil- mikið tæknilega á því að vinna þetta starf. í því fékk ég tækifæri til að prófa mig áfram með alls kyns efni og áferðir. Ég var að vinna með málningu allan tímann sem gerði það að verkum að ég átti orðið mjög auðvelt með að mála þegar ég tók upp þráðinn að nýju. Mér finnst þó gott að vera búinn að finna mig aftur í mál- verkinu en jafnhliða því hef ég undanfarin ár kosið að vera í lausamennsku við leiktjaldamálun því maður verður að hafa salt í grautinn," segir hann. „Núna vinn ég fyrir fyrir leikhúsin, Islensku óperuna, Saga Film og ég hef unn- ið við margar kvikmyndir eins og Atómstöðina, I skugga hrafnsins, Svo á jörðu sem á himni, svo ein- hverjar séu nefndar, en mér finnst einna skemmtilegast að vinna við kvikmyndirnar." „Leikmyndamálun gengur út á að mála leiktjöld," segir hann þeg- ar viðmælandinn biður um nánari skýringu á því út á hvað fagið gengur. „Þegar leikmyndin hefur verið smfðuð, hvort sem það er her- bergi, salur eða heilt hús þá er það hlutverk leikmyndamálarans að gera það raunverulegt. Breyta spónaplötu í marmara eða grjót- hleðslu, gera leikmyndina gamla eða skftuga, allt eftir efninu. Leikmyndamálarinn þarf líka að geta málað málverk til dæmis portrettmyndir eða búa til skúlpt- úra sem notaðir eru sem leikmun- ir. Maður þarf að vera tilbúinn til að mála allan fjandann," segir hann. Það kemur fram í máli Viktors að hann hefur tengst leikhúsinu lengi eða alveg frá barnæsku. Móðir hans er Margrét Guðmunds- dóttir og stjúpfaðir hans er Bessi Bjarnason, bæði þjóðkunnir Ieikar- ar. „Jú, ég hef leikið í leikriti eins og mörg leikarabörn,“ segir hann. „Ég lék Pétur prins í Dimmalimm eftir sam- nefndri sögu Muggs. I þessu verki fékk ég staðfestingu á því að ég vildi ekki verða leikari. Ætli ég sé mik- ið fyrir það að koma fram.“ Fulli nafni heitir hann Viktor Guðmund- ur Cilia. Faðir hans er Emanuel Cilia sem er Möltubúi og bjó hér í tuttugu og fimm ár. „Faðir minn fiktaði við myndlist og hélt eina sýningu á Mokka. Ég held að áhugi hans á myndlist hafi kveikt í mér. Hann átti fjölda listaverkabóka sem mér fannst gaman að skoða sem krakki. Ég fór að mála sam- hverfar myndir sem byggjast á ævafomri mynsturhefð. Ég reyni að túlka þann heim s_em við lifum í í gegnum mynstrið. Ég bý í borg svo mín náttúrusýn tengist ekki síður hinu manngerða. Gervihnattamóttökudiskur virkar á mig eins og blóm sem tekur við sólarljósinu svo dæmi sé tekið. Heillaður af tækninni „Jú, það má segja að ég sé heill- aður af tækninni," segir hann að- spurður. „Stundum er ég í vafa hvort hafi komið fyrst; maðurinn til að búa til þessa tækni eða öf- ugt.“ Það kemur í ljós þegar við tölum lengur saman að Viktor hefur tölu- verðan áhuga á stjörnufræði. „Hluti af minni lífssýn tengist einmitt stjörnufræðinni," segir hann. „Stjörnufræðin gefur manni þá tilfinningu hve maðurinn er smár og hversu samofinn hann er stærra gangverki. Þetta finnst mér góð tilfinning. Maðurinn er ekki einn heldur hluti af stærri heild. f alheiminum ríkir þó frum- skógarlögmálið líkt og á jörðinni, þannig lít ég á það að minnsta kosti. Skoðum vetrarbrautina. Við búum í stórri vetrarbraut sem í tfmans rás hefur gleypt aðra stjörnumassa sem hún notar til að búa til stjömur og sólir og endur- nýjar sig á þann hátt. Þannig ríkir ákveðið miskunnarleysi út í geimn- um líkt og í mannheimum, það er lögmálið um að aðeins þeir hæf- ustu lifi af í krafti stærðarinnar." „I framtíðinni langar mig til að sýna meira erlendis," segir hann þegar hann horfír fram á veginn. „Ég hef í hyggju að dvelja á Möltu um tíma og sýna þar og á fleiri stöðum. Eitt er þó víst að ég er ákveðinn í að halda mig við sam- hverfumálverkið að sinni.“ Ljósmyndari/Kristinn VICTOR Guðmundur Cilia. BÆKUR Þjóðfélagsmál STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR eftir Gunnar G. Schram. 681 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavfk, 1997. ÞEIR HAFA engan konung, að- eins lög, sagði Adam frá Brimum um íslendinga. Því er síst að furða þótt lögin komi títt við sögu í forn- ritunum. Menn sóttu og vörðu með lögkrókum og lagaflækjum. Fyrir- menn síðari alda stóðu, margir hverjir, í stanslausu málaþrasi. Nú er öldin önnur. Eigi að síður er enn þörf fyrir lögspekinga, og þá ekki síður vegna skuldbindinga rík- isins út á við. Efni bókar þessarar kemur ekki mikið inn á hin almennu samskipti borgaranna. Hér er eink- um tekið á stóru málunum. Að meg- inhluta eru þetta lagaskýringar varðandi stjórnarskrána og æðstu stjórn landsins. Þótt ritið muni fyrst og fremst ætlað laganemum getur það öragglega gagnast öllum áhugamönnum um þjóðfélagsmál. í fyrsta lagi er gerð grein fyrir þeirri þrískiptingu valdsins sem franskir átjándu aldar stjómfræðingar töldu að halda bæri aðgreindu - í löggjaf- arvakþ framkvæmdavald og dóms- vald. I framhaldi af því er svo lýst því sem höfundur kallar gangverk Gang’verk þjóðfélagsins þjóðfélagsins, þing- ræði, ríkisvaldi og dómskerfi. Þótt öll séu málefni þessi títtnefnd í fjölmiðlum og stjóm- málaúmræðum og margur telji sig að spakari fyrir vikið er vitneskja sú, sem þannig gefst, harla brotakennd í saman- burði við fróðleik þann sem hafa má af riti þessu. Hér eru sér- hverjum þætti stjórn- kerfisins gerð svo ítar- leg skil sem verða má. Þó stjórnmálin sýn- ist oft snúast mest um dægurþras er stjóm- kerfið í raun sá grunnur sem þjóð- lífið byggist á. Vegna fjölþjóðlegra skuldbindinga og vaxandi alþjóða- hyggju era grandvallaratriði stjórn- skipunarinnar nú ofar á baugi en áður. Samningar íslands við Evr- ópska efnahagssvæðið era enn í fersku minni. Þótt aðild að Evrópu- sambandinu sé ekki beint á dagskrá fylgjast íslendingar grannt með því sem þar gerist og vega og meta kosti þess og galla. Þá er í bók þessari skilgreint yfírráða- svæði íslenska ríkisins sem er landið og land- helgin. Nákvæmlega er farið ofan í lög óg regl- urum ríkisborgararétt. Þau mál hafa aldrei verið ofarlega í umræð- unni, enda engum deil- um valdið. Fjölda inn- flytjenda, sem hingað hefur komið frá svo til öllum heimshornum á seinni árum, hefur enn sem komið er tekist að samlagast þjóðlífinu og aldrei orsakað teljandi vandamál. Enda þótt veiting ríkisborgara- réttar heyri að veralegu leyti undir dómsvaldið er úrskurðarvaldið Al- þingis sem ávallt hefur síðasta orð- ið, hvort heldur um er að ræða út- lending, sem sest hefur að í landinu, eða íslending, sem dvalist hefur er- lendis og tekið upp erlent ríkisfang en hyggst svo snúa aftur. Alþingi eitt hefur líka vald til að víkja frá meginreglunni. Þarna er og sérstakur kafli um mannréttindi. Reyndar er það ein- hver lengsti kafli bókarinnar. Höf- undur segir í upphafi að engin ein- hlít skilgreining sé til á hugtakinu. Oftast mun átt við einhvers konar pólitisk réttindi svo sem tjáningar- frelsi eða rétt manna til að verja hagsmuni sína andspænis stjóm- valdsákvörðunum. Raunar líta ýms- ir svo á að mannréttindi varði ein- göngu réttarstöðu einstaklings gagnvart ríkisvaldinu, og þá oftast dómsvaldinu. Pólitísku réttindin gagnast þó einungis fáum útvöldum. Fæstir tjá sig um stjórnmál á opin- berum vettvangi og með þeim hætti að á reyni. Höfundur bendir því á að hugtakið verði að vera víðara ef það eigi að þjóna hagsmunum hins al- menna borgara: »Þannig má spyrja,« segir hann, »hvort þörfin á viðunandi lífsskilyrðum, fæði, klæð- um og híbýlum, er ekki ríkari held- ur en þörf manna til að njóta tján- ingarfrelsis, eignaréttar eða ann- arra borgaralegra og stjómmála- legra réttinda ef valið stendur á milli þessara kosta.« Hluti mannréttindakaflans fjallar um félagafrelsi en það hefur valdið nokkram deilum á seinni áram. Eng- inn efast lengur um rétt þegnanna til að stofna félög, að vísu. Hitt hafa Gunnar G. Schram Svanur íslensks flökku- manns í JANÚAR sl. birtist heilsíðu um- sögn í spænska dagblaðinu La Vanguardia um Svaninn eftir Guð- berg Bergsson sem nýkominn er út í spænskri þýðingu. Höfundur rit- dómsins, Gregorio Román, er kunnur gagnrýnandi sem m.a. hef- ur samið bók um menntamenn á tímum Francos. Fögur, grimm og torræð Román segir í upphafi: „Guð- bergur Bergsson, það er ekki hægt að bera fram nafnið. Hann kemur frá landi sem heitir Island og það væri ekki fjarri sanni að kalla það land þúsund og einnar kaldrar næt- ur. Hann er sprottinn úr einhverri minnst þekktu bókmenntahefð ver- aldarinnar þótt blekkingameistar- inn Borges þættist þekkja hana lengst aftur í aldir. Hann skrifar á íslensku, elsta tungumáli norrænna þjóða. Nú er komin út eftir hann á spænsku ein sú fegursta, grimmasta og torræðasta skáld- saga sem ég hef lesið um hríð. Hún ber titilinn „Svanurinn". „Við höfum lítillega kynnst Guð- bergi Bergssyni gegnum bækur hans, þótt verk hans hafi einnig verið sýnd í leikhúsum og hann hafi einnig skrifað margar aðrar bækur sem okkur era ókunnar," skrifar Román, „en við höfum líka haft önnur kynni af honum en í gegnum bækurnar, af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur sótt land okkar heim. Hann var hingað kominn 1956 án þess að kunna staf í spænsku, lenti í Barcelona og kom sér fyrir á gisti- húsi í „barrio chino“, kínverska hverfinu, eins og það hét áður en því nafni var fómað á altari falskr- ar uppranakenningar eða pólitískr- ar rétthugsunar." Román segir Svaninn upplifun sem feli í sér eitthvað af þessari ótvíræðu fullnægingu sem öðravísi bækur gefi, þær sem hvorki tilheyri hinum hugmyndasnauðu, né hinum nýtískulegu bókum, sem deild „skapandi" bókmennta í hinu stóra forlagi sendi frá sér. Hann lýkur lofsamlegri umsögn sinni á þessum orðum: „Forréttindi bókmenntanna eru þau að leyfa okkur að ragla saman þeim tilfinningum sem era sprottn- ar af þjáningunni og draumnum." sumir dregið í efa að skylda megi mann til að ganga í félag og greiða gjöld til þess gegn vilja og samþykki hans sjálfs. Hugmyndin að baki slíkri skylduaðild er auðvitað sú að þjóðfélagið skiptist svo eindregið upp í hagsmunahópa að einstak- lingnum sé ókleift að njóta réttar síns nema hann standi í skjóli ein- hverra samtaka. Aðrir benda á að gjöld, sem stéttarfélög innheimta, séu sjaldnast notuð til hagsmuna- gæslu eingöngu. Höfundur veltir upp hinum ýmsu flötum málsins, meðal annars » . . . . að réttur til að ganga í félag hljóti að fela í sér rétt- inn til að velja að gera það ekki. Þetta séu tvær hliðar félagafrelsisins með alveg sama hætti og tjáningar- frelsið felur ekki aðeins í sér réttinn til þess að tjá hugsanir sínar heldur einnig sjálfkrafa réttinn til þess að tjá þær ekki án þess að það þurfi að taka fram.» Skylduaðild gildir þó fortakslaust - ef rétt er skilið - þeg- ar félagi er af hinu opinbera falið einhvers konar eftirlitshlutverk. Hér hefur einungis verið drepið á fáein atriði sem ætla má að hinn al- menni borgari láti sig sérstaklega varða. Ber þó hvergi svo að skilja að annað efni bókarinnar komi ekki öll- um við. Þetta er undirstöðurit sem oft verður vitnað til á komandi ár- um. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.