Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um tillögu um byggingu tónlistarhúss við Skúlagötu Otímabært að taka eina lóð fram yfír aðra LÓÐIR Eimskipafélags íslands við Skúlagötu 12-16 eru rúmir 12 þús. fermetrar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að sér lítist ekki illa á þá hugmynd að kannaðir verði möguleikar á byggingu tón- listarhúss við Skúlagötu en sjálf- stæðismenn í skipulags- og um- ferðarnefnd hafa lagt fram tillögu þess efnis, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Borgar- stjóri segir hins vegar að ekki sé tímabært að taka eina lóð fram yf- ir aðra fyrr en vinnu breskra ráð- gjafa er lokið um staðsetningu tónlistarhúss í miðborginni. Borgarstjóri sagðist gera ráð fyrir að breski ráðgjafínn Abra- hams, sem unnið hefur að framtíð- arskipulagi miðborgarinnar fyrir borgaryfirvöld, væri með lóðina við Skúlagötu til athugunar eins og ýmsar aðrar. „Hann fékk frjálsar hendur varðandi miðborg- ina,“ sagði hún. „Það hefur lengi legið fyrir að Eimskipafélag ís- lands hefur haft áhuga á að byggja hótel á þessari lóð. Þeir hafa hana til þeirra nota þótt framkvaémdir hafi ekki farið af stað ennþá þannig að ég reikna með að þess vegna gæti þessi hug- mynd verið i takt við það sem ver- ið er að vinna en mér fínnst ekki tímabært að taka eina lóð fram yf- ir aðra fyrr en þessari vinnu er lokið bæði hjá breska ráðgjafan- um og hjá samstarfsnefnd borgar- innar og mennatmálaráðuneytis- ins, sem er að skoða lóðir við Hótel Sögu, Öskjuhlíð og í Laug- ardal. Þegar þeirri skoðun er lokið er tímabært að velja staðinn." Sömu rök og við Hótel Sögu Borgarstjóri sagði að sömu rök væru fyrir byggingu tónlistarhúss við Hótel Sögu og fyrir hugmynd arkitektanna um að byggja tónlist- arhús í tengslum við fyrirhugað hótel við Skúlagötu. í tengslum við hótel mætti ná fram hagkvæmari rekstri auk þess sem auðveldara væri að fjármagna verkið. „Þau rök hafa verið sett fram í greinargerð sem unnin hefur verið fyrir starfs- hóp borgarinnar og menntamála- ráðuneytisins," sagði hún. Fella niður Vitastíg Gunnar Jóhann Birgisson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og umferðarnefnd, sagði að á vegum borgarinnar væri verið að skoða reiti sem kæmu til greina sem lóðir undir tónlistarhús. „Astæðan fyrir því að við teljum könnun arkitektanna, þeirra Guð- mundar Gunnarssonar og Ingi- mundar Sveinssonar, áhugaverða er sú að hér er um að ræða arki- tekta sem hafa mikla reynslu af skipulagsmálum," sagði hann. „Þeir hafa báðir setið í skipulags- nefnd og báðir eru vanir deiliskipu- lagshöfundar. Þetta finnst mér skipta máli. í allri þessari umræðu sem verið hefur er aldrei talað um staðsetningu án þess að erlendir sérfræðingar komi þar að en við höfum þekkinguna til staðar og þaulvana skipulagshöfunda sem við eigum að leita til í auknum mæli.“ Gunnar sagði að sér fyndist að skoða ætti möguleika á að fella nið- ur þann hluta af Vitstíg sem sker lóðimar tvær þannig að tengin yi’ði góð milli bygginga. Þolir stórar byggingar Guðmundur Gunnarsson arki- tekt bendir á að góð umferðatengsl eru við lóðirnar við Skúlagötu en lóðirnar eru rúmir 12 þús. fermetr- ar. „Þetta er góður staður í mið- borginni og í nálægð við almenn- ingssamgöngur,“ sagði hann. „Svæðið þolir stórar byggingar vegna þess að þarna eru stórar byggingar fyrir á næstu lóðum. Við erum með ýmsar menningabygg- ingar eins og Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, sem einungis nýtast fyrir sýningar og æfingar en þær fara ekki endilega fram á sviðinu alla daga. Grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að reka svona byggingu á hagkvæman hátt er samnýting.“ Listi Framsóknar- flokksins í Mos- fellsbæ kynntur Tveir hafa sagt sig úr flokknum GYLFI Guðjónsson ökukenn- ari og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og Helgi Sigurðsson dýralæknir sögðu sig úr Framsóknar- flokknum í Mosfellsbæ eftir að listi flokksins til komandi bæjarstjórnarkosninga var kynntur á laugardag. Gylfi gaf kost á sér í þriðja sæti listans en í tillögu uppstillingarnefnd- ar er hann hvergi á listanum. Helgi Sigurðsson sagði sig úr flokknum honum til stuðnings. Gylfi sat í þriðja sæti fram- boðslista flokksins til síðustu bæjarstjórnarkosninga. Hann hafði lýst því yfir að ef hann yrði ekki í þriðja sætinu myndi hann _ segja sig úr flokknum. „Akveðnir sam- starfsörðugleikar hafa verið til staðar sem gera það að verkum að ég kæri mig alls ekki um að starfa þarna inni,“ sagði Gylfi. „Eg sagði mig úr flokknum eftir tuttugu ár vegna óá- nægju með að aðalsprautunni í Mosfellsbæ var hent út af listanum," sagði Helgi Sig- urðsson. Fimm efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Mos- fellsbæ skipa: 1. Þröstur Karisson bæjarfulltrúi, 2. Helga Thoroddsen bæjarfull- trúi, 3. Björgvin Njáll Ingólfs- son verkfræðingur, 4. Ævar Sigdórsson bifreiða- stjóri og 5. Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari. Sameining sveitarfélaga í Skagafírði Úrskurður Þingvallanefndar vegna beiðni Ásatrúarsafnaðarins Kosning kærð til dómstóla Varanleg mannvirki ekki reist í Arnarfelli FRAMKVÆMD kosninga um sam- einingu sveitarfélaga í Skagafirði sem fram fóru 15. nóvember síðast- liðinn hefur verið kærð til Héraðs- dóms Norðurlands vestra. Telja kærendur að þeir hnökrar hafi verið á framkvæmd kosninganna að það eigi að varða ógildingu þeirra. I stefnu vegna málsins kemur fram að stefnendur, sem eru tveir kjósendur á Sauðárkróki, hafi orðið varir við það á kjördegi að kosning- amar fóru ekki fram lögum sam- kvæmt. Skipti þar mestu að ekki hafi verið látin fara fram kosning á Héraðssjúkrahúsinu á Sauðárkróki „eins og siður hefur verið undanfar- in ár í öllum kosningum frá árinu 1987 a.m.k., ef frá era taldar sveit- arstjórnarkosningar 1990. Þegar kosið var um sameiningu sveitarfé- laga í Skagafirði árið 1993, var kosið á sjúki-ahúsinu“. Félagsmálaráðuneytið úrskurð- aði kosninguna gilda Stefnendur kærðu kosninguna upphaflega 20. nóvember síðastlið- inn og skipaði sýslumaður nefnd samkvæmt 37. gr. sveitarstjómar- laga til að fjalla um kærana. Hafn- aði hún kröfum stefnenda. Sá úr- skurður var kærður til félagsmála- ráðuneytisins sem úrskurðaði kosn- inguna gilda. Taldi ráðuneytið ekki skylt að láta fara fram kosningu á héraðssjúkrahúsinu, „þrátt fyrir að nær 90 sjúklingar, flestir úr Skaga- firði, væru þar“, segir í kæranni. Ennfremur segir að það sé stjórnsýsluvenja við allar kosningar á íslandi að láta fara fram sérstaka utankjörfundaatkvæðagreiðslu. 63. gr. laga um kosningar nr. 80/1987 og leiðbeiningar um utankjörfunda- atkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum hnígi öll að því að létta kjósendum að kjósa utankjörfundar til þess að sem flestir geti kosið. Greind laga- ákvæði hafi sérstaklega verið sett til að tryggja þennan rétt kjósenda, sem vegna veikinda, aldurs eða fötl- unar geti ekki kosið á reglulegum kjördegi í kjördeild sinni eða kjör- dæmi. Þá segir: „Stefnendur halda því fram, að kjörstjóri, sveitarstjómir og forráðamenn Héraðssjúkrahúss- ins á Sauðárkróki hafi ekki virt þennan grannrétt kjósenda, er lágu á sjúkrahúsinu. Þessi vanræksla á því að tryggja sjúklingum og vist- fólki á sjúkrahúsinu þennan gi-unn- rétt sé þess eðlis, að óhjákvæmilegt sé að ógilda kosningarnar. Sé í þessu sambandi bent sérstaklega á, að aðeins hafi munað tveimur at- kvæðum í Lýtingsstaðahreppi, en fjórir sjúklingar voru á Héraðs- sjúkrahúsinu úr Lýtingsstaða- hreppi og hafi enginn getað kosið. Ljóst sé, að það geti ekki verið sjúk- lingar, sem eigi að hafa framkvæði um utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, heldur kjörstjóri. Sé það óþolandi misrétti, að ein- stakir kjörstjórar geti þannig komið í veg fyrir, að fólk geti neytt at- kvæðisréttar síns og hljóti það að leiða til ógildingar kosninganna.". ÞINGVALLANEFND hefur synj- að umsókn Jörmundar Inga Han- sen allsherjargoða þess efnis að Asatrúarsöfnuðurinn fái að reisa varanleg mannvirki á jörðinni Arn- arfelli. Arnarfell er í eigu Landbúnaðar- ráðuneytisins en Jörmundur Ingi telur sig eiga réttindi á henni. Því hefur Landbúnaðarráðuneytið hins vegar hafnað auk þess sem hluti jarðarinnar er innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og heyrir því undir Þingvallanefnd. Að sögn Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra nefndarinnar, telur nefndin sig ekki getað heimil- að fasta aðstöðu í Arnarfelli þótt til geina komi að veita heimild til ein- stakra viðburða samkvæmt mánað- arsamkomulagi hverju sinni. Jörmundur Ingi segist fagna vil- yrði nefndarinnar fyrir því að hann geti gert ákveðna hluti í þjóðgarð- inum eða nágrenni hans þótt hann fái ekki aðstöðu þar til frambúðar. Hann muni nú hefjast handa við undirbúning áætlana sinna fyrir ár- ið 2000. Eftirlíking af fornu þingi „Ég mun einnig halda áfram að vinna að framkvæmdum á jörðinni Hvammsvík í Hvalfirði sem veitu- stofnun Reykjavíkurborgar hefur veitt mér aðgang að,“ segir hann. í Hvammsvík stendur til að byggður verði sögualdarbær, sem notaður verði til ábúðar allan ársins hring auk þess sem hann verði op- inn skólabörnum og ferðamönnum. Jörmundur segist hafa fundið mik- inn áhuga á verkefninu meðal aðila í ferðaþjónustu og að verið sé að ganga frá teikningum og safna hlutafé til framkvæmdanna. „Hugmyndin var síðan sú að tengja Hvammsvík og Arnarfell þannig að menn færa með víkinga- skipi upp í Hvalfjörð, dveldu þar í einn til tvo daga og færu síðan ríð- andi á Þingvöll," segir hann. Þar sem ekki verður um fasta að- stöðu í Arnarfelli að ræða getur Jörmundur hins vegar ekki sett þar upp sýnishorn af fornu þingi, eins og hann hafði hugsað sér. „Hug- mynd mín var sú að byggja eftirlík- ingu eða endurgerð af fornu þingi, með 36 búðum og öllu öðru sem slíku þingi tilheyrir svo, sem þing- brekku, lögréttu og dómþingi," seg- ir hann. „Eg hafði hugsað mér að þetta yrði einhvers konar menning- arlegur skemmtigarður, þar sem þingað yrði nokkrum sinnum á sumri þannig að menn gætu séð hvernig hlutimir gengu fyrir sig.“ Jörmundur segist ætla að halda áfram að vinna að því að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd þrátt fyrir dræmar undirtektir yfir- valda. Stjórnarkjör á Búnaðarþingi Ari Teitsson endur- kjörinn formaður ARI Teitsson var endurkjörinn for- maður Bændasamtaka Islands næstu þrjú árin á Búnaðarþingi í gær. Ari hlaut öll greidd atkvæði, 34 talsins, en fimm skiluðu auðu. Með Ara í stjórn voru kjörnir til næstu þriggja ára Þórólfur Sveins- son Ferjubakka II, Guðmundur Grétar Guðmundsson Kirkjubóli, Gunnar Sæmundsson Hrútatungu, Örn Bergsson Hofi, Hrafnkell Karlsson Hraum og Hörður Harð- arson Laxárdal. Guðmundur Grétar og Gunnar hafa ekki áður setið í stjórn Búnaðarsamtaka íslands. í varastjórn samtakanna voru kjörin Guðmundur Jónsson Reykj- um, Guðbjartur Gunnarsson Hjarð- arfelli, Anna Margrét Stefánsdóttir Hátúni, Jón Gíslason Stóra-Búrfelli, Aðalsteinn Jónsson Klaustursseli, Sólrún Ólafsdóttir Kirkjubæjar- klaustri II og Eggert Pálsson Kirkjulæk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.