Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 47' Í i i ð « i i i Náttúrulegt val og stofngerð þorsks í Norður-Atlantshafí DR. GRANT Pogson frá University of California Santa Cruz heldur fyr- irlestur á morgun, fimmtudaginn 12. mars, á vegum stofnerfðafræði- deildar Hafrannsóknastofnunar sem nefnist „Natural Selection and Population Structure in the Atlantic Cod (Gadus morhua)“. „í fyrirlestrinum, sem haldinn verður á ensku, mun dr. Pogson fjalla um nýlegar rannsóknir á stofngerð þorsks í N-Atlantshafi, þar sem breytileiki í svk. smátungl- um (minisatellites), örtunglum (microsatellites) og skerðibúta- greiningu á kjarna-DNA hefur ver- ið kannaður. Niðurstöður þessara rannsókna gefa til kynna að ungur aldur stofna valdi því hversu líkir þeir eru erfðafræðilega, frekar en að mikið genaflæði sé milli stofna. Samkvæmt þessu ætti ekki að vera mikill mismunur á hlutlausum genasætum milli stofna, en gena- sæti undir náttúrulegu vali ættu aftur á móti að vera vel aðgreind og gefa þannig til kynna að um að- greiningu stofna sé að ræða. Eitt slíkt genasæti hefur verið rannsak- að hjá þorski, en það skráir fyrir prótíni sem nefnist synaptophysin (syp 1). í fyrirlestrinum mun dr. Pogson ræða um niðurstöður stofnerfðafræðilegra rannsókna á þessu genasæti og þýðingu þeirra íyrir stofngerðarrannsóknir á sjáv- arfiskum," segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði líffræðiskorar Háskóla ís- lands á Grensásvegi 12, stofu G6, og hefst kl. 16.15. Námskeið um uppbyggingu þjónustu til eldri borgara Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands í samvinnu við Öldr- unarfræðafélag íslands bjóða upp á ■'J námskeið um uppbyggingu þjón- 4 ustu við eldri borgara og hefst það fimmtudaginn 12. mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með öldruð- um og láta máiefni þeirra til sín taka. Þar verður fjallað um mis- munandi úrræði sem í boði eru fyrir eldri borgara þegar þeir þurfa á að- M stoð að halda vegna líkamlegs og andlegs heilsubrests eða breyttra félagslegra aðstæðna. Leitað verður « svara við því hvenær hægt er að fyrirbyggja, greina og meðhöndla einkenni áður en til innlagnar á sjúkrahús kemur til. Hvernig er hægt að vinna þverfaglega að mál- efnum aldraðra og hvernig er þjón- usta við aldraða úti í samfélaginu byggð upp í dag? Hvemig hún gæti litið út í framtíðinni. Fyrirlesarar em úr röðum sér- fræðinga í öldrunarþjónustu, en dagskrána hafa skipuiagt þær Bergþóra Baldursdóttir, sjúkra- þjálfari, og Jóhanna Rósa Kolbeins, iðjuþjálfari, báðar á endurhæfingar- deild Landspítala. Skráning og nánari upplýsingar era á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar. Boðað til fundar um sameigin- legt framboð í Mýrasýslu SJÖTIU og átta íbúar í nýju samein- uðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarhrepps, Álftaneshrepps og Þverárhlíðar hafa sameiginlega boð- að til stoíhfundar samtaka um fram- boð til sveitarstjómarkosninga í veit- ingahúsinu Búðarkietti í Borgarnesi miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30. I fundarboði segir: „Með sameig- inlegu sveitarfélagi og Hvalfjarðar- göngum skapast nýjar forsendur í Borgarbyggð. Mikilvægt er að tæki- færið verði nýtt til uppbyggingar og sóknar, betri þjónustu við íbúana, eflingar atvinnulífs og aukinnar kynningar á sveitarfélaginu og kost- um þess. Þessar aðstæður kalla á ný vinnubrögð og nýtt fólk. Við undir- rituð höfum því ákveðið að standa sem einstaklingar að stofnun félags til undirbúnings framboði til sveitar- stjórnarkosninga í vor. Við höfum ólíkan bakgrunn og komum víða að en erum sammála um eitt: Breytinga er þörf.“ --------------- Gengið og siglt á milli hafna HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið 11. mars frá Hafnarhúsinu kl. 20 og fylgir strandarstígnum sem liggur inn fyrir Höfða, þaðan um Laugarnes- hverfið og Kleppsholtið niður í Sundahöfn og um borð í ferjuna Maríusúðina. Ef veður leyfir verður siglt með henni út fyrir Laugarnestanga út á Engeyjarsund og síðan inn í gömlu höfnina að Miðbakka. Val verður einnig um að ganga til baka út Sundahöfn eða fara með SVR. Ferðinni Iýkur við Hafnarhúsið. All- ir eru velkomnir. Ljósmyndasprettur 98 „LJÓSMYNDASPRETTURINN hefur verið haldinn árlega í all- mörg ár. Grannskólum og félags- miðstöðvum í Reykjavík hafa verið send keppnisgögn og nán- ari upplýsingar um keppnina. Föstudaginn 13. mars verða filmur og verkefni afhent í skól- um og félagsmiðstöðvum þeim unglingum sem áhuga hafa á að vera með í ljósmyndasprettin- um. Ateknum filmum þar sem búið er að leysa verkefnin, á síðan að skila mánudaginn 16. mars á sama stað. Sýning á myndunum verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 3.-15. apr- íl,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍTR. i « i i i i i i i i i i i i ATVINNUAUGLÝSINGAR ORKUSTOFNUN * GRENSASVEGI 9 - 108 REYKJAVfK r ’****v^Si;/ Störf á Orkustofnun Á Rannsóknasviði Orkustofnunar eru eftirfar- andi störf laus til umsóknar: Starf deildarstjóra forðafræðideildar. Um er að ræða almenna sérfræðingsstöðu á forðafræðisviði, en viðkomandi verðurfalið að gegna starfi deildarstjóra til fimm ára í senn. Krafist er menntunar á sviði eðlis- eða jarðeðlisfræði og umfangsmikillar reynslu í forðafræði jarðhita og borholumælingum auk stjórnunarreynslu. Starf sérf ræðings á forðafræðideild. Um er að ræða ótímabundna sérfræðings- stöðu á sviði borholumælinga og forðafræði. Krafist er menntunar á sviði eðlis- eða jarðeðl- isfræði. Reynsla og kunnátta í túlkun og úr- vinnslu borholumælinga er tilskilinn. Starf sérf ræðings á jarðefnafræðideild. Um er að ræða ótímabundna sérfræðings- stöðu á sviði efnafræði jarðhita. Starfið felur m.a. í sér vinnu við efnagreiningar, einkum á jarðhitavökvum auk sýnatöku og þátttöku í verkefnavinnu á sviði jarðhita, grunnvatns og umhverfisrannsókna. Krafist er góðrar und- irstöðumenntunar og reynslu í jarðefnafræði. Starf vélaverkfræðings á verkfræðideild. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfið felur m.a. í sér hönnun borhola, vinnu við nýtinga- rannsóknir jarðhita og kennslu nemenda. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá starfs- mannastjóra Orkustofnunar. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til starfsmannastjóra Orkustofnunar eigi síðar en föstudaginn 27. mars 1998. Ollum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri. Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Árbæjarskóli Vegna forfalla óskast kennari til kennslu í líf- fræði, ensku og íslensku. Starfsmaðurtil að annast kaffiumsjón fyrir starfsfólk skólans tímabundið. Um er að ræða 50% starf. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri skólans í síma 567 2555. Réttarholtsskóli Vegna forfalla óskast kennari til kennslu í líf- fræði, 11 stundir á viku. Upplýsingar um stöðuna gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skólans í síma 553 2720. • Frfkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Sölu- og markaðsstjóri — 50% starf Fyrirtæki með hársnyritvörur leitar að áhuga- sömum einstaklingi til að annast sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Starfið felst í að fara í fyrirtæki til að kynna og selja vörur heildsölunnar og viðhalda við- skiptasamböndum. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og eiga auð- velt með mannleg samskipti. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi 16. mars nk., merktar: „Hár — 3756." Gilfélagið menningarmiðstöð Framkvæmdastjóri menningarmiðstöðvar Gilfélagsins á Akureyri Gilfélagið óskar eftir að ráða framkvæmda- stjóra í fullt starf sem fyrst. Leitað er eftir ein- staklingi með mikinn áhuga á lista- og menn- ingarmálum, sem hefurgóða skipulagsgáfu, frumkvæði og metnað til að ná árangri og eiga auðvelt með samskipti við fólk. Reynsla af rekstri og stjórnun nauðsynleg. Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og hafa gott vald á ensku og a.m.k, einu Norðurlandamáli. Meðal verkefna framkvæmdastjóra er rekstur skrifstofu Gilfélagsins og að halda utan um þá þjónustu, sem menningarmiðstöðin veitir. Framkvæmdastjóri Gilfélagsins er jafnframt framkvæmdastjóri Listasumars, sem er vett- vangur lista- og menningarviðburða á Akureyri á sumrin. Umsóknum, ásamt gögnum um menntun og fyrri störf, skal skilað á skrifstofu Gilfélagsins, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, merktum: „Framkvæmdastjórn", fyrir 23. mars næstkom- andi. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Þórgnýr Dýrfjörð í síma 461 2478 (á kvöldin). Öllum umsóknum verður svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.