Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Landakirkja gefur út geisladisk með barnakórnum Litlum lærisveinum Lög eftir Helgu Jónsdóttur Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SKÓGRÆKT rfldsins undirritar samninga við SKÝRR. F.v.: Sigurður Þórarinsson, fjármálastjóri SR, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, Stefán Kærnested, framkvæmdastjóri hjá SKÝRR, og Margrét Arnórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá SKÝRR. Skógrækt ríkis- ins gerir samn- ing við SKÝRR Egilsstöðum - Skógrækt ríkisins er að endurnýja upplýsingakerfi sín og hefur gert samning við SKÝRR um kaup og uppsetningu á Agresso- upplýsingakerfi. Skógræktin hefur hingað til eins og aðrar ríkisstofn- anir notað BÁR, sem er Bókhalds- og áætlanakerfí ríkisstofnana. Agresso-kerfið er alþjóðlegt og skógi-æktin í Noregi hefur haft slíkt kerfí um skeið. Samningsupphæðin hljóðar upp á kr. 5 milljónir en með endurnýjuðum tölvubúnaði er gert ráð fyrii' að heildarverð verði 6-7 milljónir. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir þessa endumýjun gera bylt- ingu í upplýsingamálum skógrækt- arinnar. Starfsemin hefur verið að vaxa og en hún byggist nú á eigna- umsýslu, ferðaþjónustu, upp- græðslu og afurðasölu. Mikilvægt sé að geta haldið vel utan um starf- semina og allar þær áætlanir sem gerðar eru á vegum Skógræktar ríkisins, en þær séu margar og einnig gerðar fyrir skógræktarfélög víða um land. Jón sagði Agresso- kerfið vera sérstaklega aðlagað að þörfum Skógræktar ríkisins. Stefán Kæmested, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðsdeildar SKÝRR segir Agresso-kerfið búið nýjustu tækni í upplýsingamálum og tengi vel nútíðina við framtíðina. Hann bendir á þá sérstöðu Skóg- ræktar ríkisins hvað varðar birgða- bókhald að þegar birgðii' eldast þarf að afskrifa þær eftir því sem tíminn líður hjá flestum fyrirtækjum, en hjá Skógrækt ríkisins þá vaxa þær og dafna. Kerfið tengist auðveldlega öðmm kerfum, t.d. BÁR-kerfi ríkis- Vestmannaeyjum - Sóknarnefnd Landakirkju hefur gefið út geisla- disk með lögum fyrir sunnudaga- skóla barna en öll lögin og textarn- ir á diskinum eni samin af Helgu Jónsdóttur. Lögin eru flutt af barnakór Landakirkju sem heitir Litlir lærisveinar og er Helga stjórnandi kórsins. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að Helga hefði lengi samið lög og texta fyrir kristilegt barnastarf og hefði hún verið fengin til starfa við sunnu- dagaskóla Landakirkju fyrir þrem- ur árum. Eftir að hún kom til starfa hjá sunnudagaskólanum hafi lögin hennar strax orðið vinsæl enda hafi fylgt þeim ákveðinn ferskleiki í starfinu. Það hafi því verið stofnaður kór undir stjórn Heigu, sem í eru börn á aldrinum 8-12 ára, og hafi sífellt verið að íjölga í kórnum en nú séu í honum 33 börn. Sóknarnefnd Landakirkju hafi síðan ákveðið, fyrir níu mán- uðum, að gefa út geisladisk með lögum Helgu og hafi verið litið á það sem innlegg Landakirkju í sunnudagaskólastarf í kirkjum landsins. Jóna sagði að lengi hefði vantað nýja og líflega tónlist í barnastarfið í kirkjunum en lög og textar Helgu hefðu alveg fyllt það skarð. Við upptöku á geisladiskinum stjórnaði Helga kórnum og æfði hann fyrir upptökurnar en undir- leik önnuðust Eyjamennirnir Arnór Hermannsson, eiginmaður Helgu, sem lék á gítar, Högni Hilmisson á bassa, og Stefnir Snorrason á trommur. Upptökum stjórnaði Sig- urður Rúnar Jónsson en hann lék einnig á íjölmörg hljóðfæri í ýms- um lögum. Séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir annaðist síðan útgáfustjórn á diskinum. Séra Jóna Hrönn sagði að lögin á diskinum hefðu hlotið frábærar viðtökur. Reyndar hefðu lögin smám saman verið að berast milli kirkna landsins á undanförnum mánuðum og hefðu lífgað upp á sunnudagaskólastarfið en nú mætti vænta þess að þau yrðu víðar tekin upp í starfinu. Hún sagði að lög Helgu væni grípandi og boðskap- urinn í textunum væri skýr. Guð- fræðin í þeim væri einföld og því væri komið til skila við börnin að þau væru dýrmæt í augum Guðs. Hún sagði að Helga hefði langa reynslu af barnastarfi og hefði því góðan skilning á hvað hentaði börnum best. I lögunum væri ekki mikið um einleik á hljóðfæri heldur væru erindin frekar sungin oftar enda elskuðu börn yfirleitt endur- tekningar. Þau gætu því bæði notið laganna og sungið með enda væri það tilgangurinn að allir væru þátttakendur. Kvikmyndafélagið Nýjabíó hefur gert myndband með lögum af disk- inum sem notað verður til kynning- ar á honum og var myndbandið gert með Litlu lærisveinunum í Eyjum. Formlegir útgáfutónleikar voru haldnir í Landakirkju á æskulýðs- degi þjóðkirkjunnar, og nú er disk- urinn kominn í sölu en hann verður seldur í Kirkjuhúsinu á Laugavegi, Versluninni Japis, hjá KFUM og K í Reykjavík og hjá Veginum. Séra Jóna Hrönn sagðist afskap- lega ánægð með hvernig til hefði tekist. Hún sagði að í lögunum á diskinum væri lagt upp úr gleði og það endurspeglaðist í söng Litlu lærisveinanna. Ekki væri mest lagt upp úr fágaðri raddsetningu held- ur að gleðin skilaði sér í söngnum. Kórinn gerði mikið að því að hreyfa sig með söngnum, notað væri táknmál og hreyfingar, klapp og ýmis hljóð sem endurspegluðu gleði barnanna. „Með útgáfu á þessum diski hefur verið unnið þarft framtak sem mikill sómi er að fyrir kirkjuna," sagði Jóna Hrönn. Egilsstaðir - Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hélt fyrsta fund af boðuðum raðfundum, sem halda á víða um land, um skólamál, á Hótel Héraði, Egilsstöðum, um síð- ustu helgi. Ráðherra kynnti nýja skólastefnu undir kjörorðinu „Enn betri skóli“, en bæklingi þar að lút- andi hefur verið dreift inn á öll heimili í landinu. I fylgdarliði ráð- herra vora sérfræðingar sem allir sitja í verkefnisstjórn námskrár- vinnu, og svöruðu þeir fyrirspurn- um fundarmanna. Þeir vora: Jón- mundur Guðmarsson verkefnis- stjóri, Stefán Baldursson skrif- stofustjóri, Hörður Lárasson, deildarstjóri framhaldsskóladeild- ar, og Hrólfur Kjartansson, deild- arstjóri grunnskóladeildar. Undirbúningur að nýrri skóla- stefnu hefur staðið síðan 1996. Þegar lokið verður að kynna þess- ar breytingar um allt land verða ráðnir sérfræðingar til þess að ganga frá nýrri námskrá. Hún verður væntanlega tilbúin í sept- ember nk. og kemur til með að taka gildi í þrepum á næstu þrem- ur áram. Lögð er mikil áhersla á endurmenntun kennara og nýtt námsefni. Sjálfstæðir nemendur með góða fslenskukunnáttu Ný skólastefna felur í sér að gera nemendur sjálfstæðari og sterkari til þess að takast á við lífið að námi loknu. Valfrelsi verður aukið í 9. og 10. bekk og tekin upp ný námsgrein, lífsleikni, sem á að stuðla að alhliða þroska nemenda og auka færni til þess að takast á við síbreytilegt og flókið samfélag og varast þær hættur sem á vegin- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FUNDARGESTIR voru að mestu fagfólk sem kom alls staðar af Héraði. um verða. Gert er ráð íyrir heild- stæðari íslenskukennslu og að kennsla í móðurmáli verði felld inn í aðrar námsgreinar. Fjölgað verði kennslustundum í stærðfræði og náttúrufræði. Enska verði fyrsta tungumál og sérþörfum mætt í nýrri skólastefnu er lögð áhersla á tungumálakennslu og gert ráð fyrir því að enskukennsla hefjist í 5. bekk, en dönskukennsla ekki fyrr en í 7. bekk. Enskan verði því fyrsta tungumál og möguleiki verði fyrir nemendur að velja sér þriðja tungumál áður en grann- skóla lýkur. Sérþörfum nemenda verði mætt og þær metnar með greiningu, t.d. verði foreldrum 6 ára barna gefinn kostur á að láta böm sín gangast undir lesblindu- próf. Fyrirhugað er að fjölga kennslu- stundum jafnt og þétt á næstu ár- um, yfírferð verði hraðari og fram- úrskarandi nemendum verði gefinn kostur á því að Ijúka grannskóla- námi í 9. bekk. Nemdendur í fram- haldsskóla eiga möguleika á því að hraða námi sínu og ljúka bóknámi á þremur áram i stað fjögurra. Tekin verður upp upplýsingatækni og notkun tölva verður gerð að skyldunámi frá 4. bekk. „Öllum grannskólabörnum er nauðsynlegt að hafa aðgang að margmiðlunar- tölvum og Netinu," segir í nýrri námstefnu. Sett verður í tilrauna- skyni upplýsinga- og tæknibraut í framhaldsskóla. íviorgunDiaoio/öigurgeir jonasson LILTU lærisveinarnir í Eyjum flytja lög af geisladiskinum á útgáfutónleikunum á sunnudaginn. Þörungaverksmiðj- an á Reykhólum Endurnýj- un á mjöl- hluta verk- smiðjunnar Miðhúsum - Þörangaverk- smiðjan tók til starfa 1974. Hún var ein sinnar tegundar í heiminum og hefur gengið á ýmsu i rekstri hennar og er síðasta ár fyrsta árið sem hún skilar arði. Það má fullyi'ða að rekstur verksmiðjunnar var tilraunastarfsemi og þurfti að þreifa sig áfram við hvert fót- mál. Endurnýjunin kostar 30 inilljónir kr. Endurnýjunin sem ráðist er í nú mun kosta 30 milljónir og mun bæta aðstöðu starfs- fólks. I vetur vinna hjá verk- smiðjunni um 20 manns og á sumrin bætast í hópinn menn sem vinna við þangöflun. Skip Þörungaverksmiðj- unnar, Karlsey, aflar þarans og flytur hann ásamt þanginu sem þangskurðarmenn afla yfir sumarið heim að verk- smiðju. Hráefnið sem verk- smiðjan notar er þang og þari sem endurnýjar sig sjálft. Þar með er verksmiðjan sjálfbær sem kallað er. Framkvæmdastjóri er Bjarni Halldórsson, Reykhól- um. Verksmiðjan er nú í eigu bandarísks fyrirtækis. Enn betri skóli - ný námstefna kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.