Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 15 Viðbrögð bæjarbúa við Aksjón jákvæð AKSJÓN, bæjarsjónvarp á Akur- eyri, hóf starfsemi um mánaða- mótin október nóvember síðastlið- inn. Viðbrögð bæjarbúa hafa að sögn Gísla Gunnlaugssonar, sem ásamt Páli Sólnes rekur stöðina, verið afar góð og jákvæð. „Fólk vill greinilega sjá meira af efni úr heimabyggðinni og þai- er af nógu að taka,“ sagði Gísli. Samkvæmt áhorfskönnun sem gerð var í des- embermánuði kom í ljós að um 40% bæjarbúa horfðu eitthvað á útsendingar sjónvarpsstöðvarinn- ar í þeirri viku sem hún var gerð. Aksjón sendir út bæjarstjórnar- fundi sem eru annan hvern þriðju- dag og hefst útsending kl. 21 um kvöldið. „Ahorfendur hafa lýst yfir ánægju sinni með þessar útsend- ingar og vilja fylgjast með bæjar- málefnum á þennan hátt. Það kom mér reyndar sjálfum á óvart hvernig bæjarstjórnarfundir eru, þeir eru mun skemmtilegri en ég átti von á,“ sagði Gísli. „Fólki þyk- ir forvitnilegt að sjá hvemig þessir fundir fara fram, hvar og hvemig ákvarðanimar em teknar." A miðvikudags-, fimmtudags- og fóstudagskvöldum kl. 21 er sent út fjölbreytt efni úr bæjarlífinu, en að því loknu bíómynd, en eigendur stöðvarinnar hafa lagt sig fram um að sýna vandaðar kvikmyndir og era þær fengnar frá Háskólabíói. A laugardögum kl. 17 er sendur út þátturinn Helgarpotturinn í sam- vinnu við Dag og er hann endur- sýndur kl. 17 á sunnudögum og 21 og góð á mánudagskvöldum. Utsendingar bæjarsjónvarpsins nást einungis á Akureyri, en Gísli sagði að fjórar rásir væm í Eyja- firði, Ríkisútvarpið hefði þrjár þeima og Stöð 2 eina. „Við fengum bara að skáskjóta okkur yfir bæinn og þurfum að vera í ákveðnum skugga fyrir sveitunum í kring til að trafla ekki Ríkisútvarpið þar, þess vegna náum við bara hér rétt yfir bæinn,“ sagði Gísli. Aksjón stefnir þó að því í framtíðinni að bæta sendikerfið og útsendingar- tíðni sína. Tveir era í föstu starfi hjá Ak- sjón, þeir Gísli og Páll, en um tíu manns koma með einum eða öðram hætti að starfsemi bæjarsjónvarps- ins. Morgunblaðið/Kristján BÆJARMÁLAFÉLAG Akureyrarlistans var formlega stofnað á laug- ardag og framboðslisti kynntur, en myndin er tekin á fundinum. Bæjarmálafélag Akureyrarlistans stofnað Asgeir Magnús- son í fyrsta sæti Leikfélag Húsavíkur Æfir Þrek o g tár FÉLAGAR í Leikfélagi Húsavíkur vinna að því að setja upp leiki-itið „Þrek og tár“ eftir Ólaf Hauk Símon- arson í leikstjórn Sigrúnar Valbergs- dóttur, en frumsýning verður 21. mars næstkomandi. Leikarar í sýningunni eru 18 auk 5 manna hljómsveitar en einnig starfa fjölmargir aðrir við undirbúning sýn- ingarinnar, við hönnun og smíði leik- myndar, lýsingu og ýmsa tækni- vinnu, búningasaum, leikskrárgerð og fleira. Æfingar hófust 2. febrúar og er æft öll virk kvöld og á laugardögum í Samkomuhúsinu. Að þessu sinni læt- ur leikfélagið sér ekki nægja gamla Samkomuhúsið undir starfsemina því hljómsveitin æfir í „Uggahúsinu" sem er gamalt fiskvinnsluhús niður við höfn og nú hljóma ljúfir tónar tónlistar sjöunda áratugarins yfir Húsavíkurhöfn. Þrek og tár er þriðja leikrit Ólafs Hauks sem Leikfélag Húsavíkur sýnir, en hin tvö voru Astin sigrar og var það sýnt árið 1985 í leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar og Gaura- gangur sem sýndur var árið 1995 í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi Ólafsson ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Arnór Karlsson kaupmaður við afhendingu gjafarinnar. Háskólanum berst höfðingleg gjöf Ibúð og verslun- arhús að andvirði um 30 milljónir ARNÓR Karlsson, kaupmaður á Akureyri, afhenti Háskólanum á Akureyri tvær fasteignir við athöfn í háskólanum í gær. Um er að ræða íbúð í raðhúsi við Furalund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð á Akureyri. Að auki ánafnaði Amór háskólanum öllu innbúi sínu í Furu- lundi, þar á meðal 30 málverkum. Gjafirnar era bundnar því skil- yrði að andvirði eignanna verði not- að til stofnunar gjafasjóðs til upp- byggingar rannsóknarstarfi á Vé- geirsstöðum í Fnjóskadal, en Arnór og ættingjar hans hafa áður gefið háskólanum jörðina að gjöf. Tilgangur gjafasjóðsins á að nást með því að veita úr honum fé til skógræktar- og rannsókna- og ráð- stefnustarfsemi á Végeirsstöðum, til uppbyggingar rannsóknarstarfs á vegum Háskólans á Akureyri og til annarra verkefna sem sjóðs- stjórn telur brýnust á hverjum tíma. Sjóðurinn tekur jafnframt við framlögum frá öðrum gefendum til hvers konar framfaramála sem há- skólinn stendur fyrir. Þessi gjöf er stærsta gjöf sem einstaklingur hefur fram til þessa afhent háskólanum og lýsir miklum velvilja í garð háskólans og þeirrar uppbyggingarstarfsemi sem þar fer fram, að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, rektors Háskólans á Akur- eyri, sem kann Amóri bestu þakkir fyrir höfðingsskap hans. ,Að baki þessari gjöf býr mikil velvild til háskólans sem við erum þakklát fyrir. Með þessari gjöf opn- ast möguleikar á byggja upp að- stöðu á Végeirsstöðum sem koma mun háskólanum og starfsemi á hans vegum að góðum noturn," sagði Þorsteinn, en hann benti einnig á að á þessum eina degi hefði einn einstaklingur gefið háskólan- um 30 milljónir króna, en til saman- burðar væri allt framkvæmdafé hans um 20 milljónir króna. „Af þessum samanburði sést best hversu rausnarleg gjöf Arnórs er,“ sagði Þorsteinn. Gjöfina gefur Amór í minningu foreldra sinna, Karitas Sigurðar- dóttur og Karls Kr. Amgrímssonar, systldna sinna og velunnara Vé- geirsstaða um árin. BÆJARMÁLAFÉLAG Akureyr- arlistans, lista jafnaðarstefnu, fé- lagshyggju og kvenfrelsis var formlega stofnað á fundi í Alþýðu- húsinu á Akureyri á laugardag. Framboðslisti Akureyrarlistans var kynntur á fundinum en efsta sæti listans skipar Ásgeir Magn- ússon, Oktavía Jóhannsdóttir er í öðra sæti, Þröstur Ásmundsson í þriðja sæti, Sigríður Stefánsdóttir í fjórða sæti, Jón Ingi Cæsarsson er í fimmta sæti, Kristín Sigfús- dóttir er í sjötta sæti, Matthildur Sigurjónsdóttir í sjöunda sæti, Kristján Halldórsson, í áttunda sæti, Guðrún J. Magnúsdóttir í ní- Aksjóim Miðvikudagur 11. mars 20.00 Þ-Sjónvarpskringlan - Ak- ureyri 21.00 ^Leikfélag Akureyrar Bæjar- sjónvarpið lítur inn á frumsýningu LA á Söngvaseið í nýuppgerðu Sam- komuhúsinu. IIYIin 21-10 ►Níubíó-Mar- nl I nU tröðin (Armed & Innocent) Ellefu ára strákur drepur tvo þekkta glæpamenn sem ráðast inn á heimili hans. Þriðji innbrotsþjófurinn kemst undan og situr um fjölskylduna. Að- alhlutverk: Gerald McRaney ogKafe Jackson. 1994. Myndin er bönnuð börnum. 23.00 ^Dagskrárlok unda, Björn Guðmundsson í tí- unda sæti og Hilmir Helgason í því ellefta. Framundan er vinna við mál- efnaskrá listans og verður hann kynntur þegar þeirri vinnu er lok- ið. Vakninga- samkomur VAKNINGASAMKOMUR verða haldnar á Hjálpræðis- hernum á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld, og fimmtu- dagskvöld og einnig á sunnu- dag- Miriam Oskarsdóttir, flokk- stjóri Hjálpræðishersins í Reykjavík, mun syngja og pré- dika og ungt fólk mun taka þátt í samkomunum, en þær hefjast kl. 20.30 í kvöld og ann- aðkvöld og kl. 17 á sunnudag. Allir era velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Föstumessa FÖSTUMESSA verður í Akur- eyrarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Sungið verður úr Passíusálmunum, lesið úr píslarsögu Jseú og flutt litanía. KÆRU AKUREYRINGAR EINSTAKLINGAR OG FYRIRTÆKI Ráðgarður hf. hefur opnað útibú að Skipagötu 16, 3. hæð, Akureyri (Pedrohúsinu). Okkur vantar einstaklinga á skrá, endilega lítið við og skráið ykkur. Ráðgarður hf. býður jafnframt upp á: Starfsmannaráðgjöf, alhliða rekstrarráðgjöf, markaðsráðgjöf, þjónusturáðgjöf, ráðgjöf í gæðastjórnun, stefnumótun og fleira. Verið velkomin. Opnunartími frá 9:00 - 12:30 og 13:00 - 15:30. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.