Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fylgirit heilbrigðisskýrslna 1998 um áhættuslys Enginn skortur á reglum en þörf er á hugarfarsbreytingu LANDLÆKNIR og slysavamaráð kynntu í gær nýútkomið fylgirit heilbrigðisskýrslna 1998, þar sem birt eru tólf erindi sem flutt voru á landsfundi um slysavarnir í nóvem- ber 1996. Erindin fjalla öll um svokölluð áhættuslys, þ.e. slys sem rekja má til þess að tekin er of mikil áhætta, og er bent á að flest slys í lofti, láði og á legi verði vegna mannlegra mistaka'en ekki vegna bilana í tækjum eða ytri aðstæðna. A kynningarfundinum var sér- stök áhersla lögð á slys á sjómönn- um og hvað væri til ráða til að fækka þeim. Voru fundarmenn flestir sammála um að þörf væri á hugarfarsbreytingu meðal sjó- manna og útgerðarmanna. Ekki væri skortur á reglugerðum og leið- beiningum en svo væri sem menn færu alltof lítið eftir þeim, m.a. af þeim ástæðu að skipshafnir væru of fámennar og vinnuálag því mikið. Vinnuaðstaða á skipunum væri oft bágborin og því mikil hætta á slys- um, auk þess sem vökulög væru iðu- lega þverbrotin. Par við bætist svo að verkfræðsla meðal sjómanna er allt of lítil og víða á skipum er ör- yggismálum áfátt, þrátt fyrir strangar reglugerðh' þar um. I skýrslunni kemur m.a. fram að á árunum 1986-1991 strönduðu 102 skip hér við land. í tólf prósentum tilvika mátti rekja strand til þess að skipsstjórnandi hafði sofnað vegna mikillar þreytu og svefnleysis. Þá voru algengar orsakir strands röng notkun staðsetningartækja, skortur á nauðsynlegum sjókortum, van- ræksla við staðsetningu skips, van- þekking á notkun leiðarmerkja og kæruleysi við stjórn og sigling Morgunblaðið/Þorkell LÚÐVÍK Ólafsson, settur aðstoðarlandlæknir, Ólafur Olafsson land- læknir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, ræddu um áhættuslys á fundi landlæknisembættisins og slysa- vamaráðs. Smíði stálbita í brú á Andalæk Málmtak bauð lægst OPNUÐ hafa verið tilboð í tvö verk á vegum Vegagerðaiánn- ar, annars vegar smíði stál- bita í brú á Andalæk á Laug- arvatnsvegi og hins vegar smíði handriðs á Ölfusárbrú. Sumir buðu í bæði verkin Sjö tilboð bámst í .smíði stálbitanna. Lægstbjóðandi var Málmtak ehf. á Húsavík. Tilboðsupphæðin var alls 2.576.286 krónur. Tólf tilboð bárust í smíði handriðs á Ölfusárbrú. Kostn- aðaráætlun verkkaupa hljóð- aði upp á 5.714.150 krónur. Lægstbjóðandi var Málmtak ehf. Húsavík með 4.399.308 krónur. Á ÞESSU korti frá Veðurstofunni má sjá upptök skjálftanna og styrkleika þeirra. Jarðskjálftahrina á vestara gosbeltinu Stærsti skjálftinn á Vigdísarvöllum HRINA jarðskjálfta varð á vestara gosbeltinu, frá Langjökli suður um Hengil og vestur um Reykja- nesskaga, frá því í fyrrakvöld og fram undir hádegi í gær. Sterkasti skjálftinn mældist um 3 á Richter og átti hann upptök sín norðarlega á Vigdísarvöllum, austan í Núps- hlíðarhálsi, um kl. sex í gærmorgun en hans varð vart í Hafnarfirði og Krýsuvík. Hófst með smáskjálftum Hrinan hófst á tíunda tímanum í fyrrakvöld með smáskjálftum í Hró- mundartindi í suðaustanverðum Henglinum og mældust þeir allt upp í rúmlega 2 á Richter. Á fjórða tímanum í fyrrinótt hófust svo skjálftar í Geitlandsjökli í suðvest- urhomi Langjökuls og héldu áfram fram eftir morgni, sá stærsti um 2,8 á Richter um sexleytið í gærmorg- un. Um sama leyti fór að skjálfa á Vigdísarvöllum og mældist sterkasti skjálftinn um 3 á Richter. Nokkrir skjálftakippir urðu í framhaldinu á öllum þremur stöðun- um en að sögn Ragnars Stefánsson- ar jarðskjálftafræðings var alls stað- ar orðið nokkuð rólegt um hádegis- bilið í gær. Ragnar segir hrinuna ekki á neinn hátt mikla en hins vegar telur hann athyglisvert að svo stórt svæði sé undirlagt í einu lagi. Skjálftana nú telur hann benda til þess að smá- vegis heildarhnik hafi orðið á vest- ara gosbeltinu. Berum enga ábyrgð íslenskir aðalverktakar hafa gert ráðstaf- anir til að taka vinnureglur sínar varðandi eftirlit með förgun undirverktaka sinna til endurskoðunar. I samtali við Pétur Gunn- arsson segist Stefán Friðfínnsson, forstjóri fyrirtækisins, ekki vilja svara því hvort Aðalverktakar muni bera kostnað af því að lagfæra ástand mála við urðunarstað- inn við Straumsvík þar sem timburúr- gangur úr fjölbýlishúsum á Keflavíkur- flugvelli var urðaður í óleyfí. FYRIRTÆKIÐ Gámur-Hring- henda, sem urðaði timburúrganginn á lóð sinni við Straumsvík, var und- irverktaki Aðalverktaka og í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að olíutönkum af vamarsvæðinu hafi heldur ekki verið fargað í samræmi við samning Aðalverktaka og undir- verktaka þeirra. Stefán Friðfinnsson sagði að varðandi málið í Straumsvík hefðu Islenskir aðalverktakar samið við „menn sem höfðu til þess fullgild starfsleyfi og lögðu þau fram frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar. Við teljum að við höfum ekki brotið neinar reglur og berum enga ábyrgð á því hvemig þetta fór en við höfum auðvitað áhuga á þessu máli,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Sem betur fer ekki spilliefni „Þeir tóku að sér að taka við þessum timburúrgangi og farga honum á lögbundinn hátt,“ sagði hann. „Við erum að fylgjast með þessu máli og höfum rætt við heil- brigðisfulltrúa sem er með þetta mál í rannsókn. Sem betur fer era þetta ekki spilliefni. Utan á þessum húsum var hins vegar asbest sem var fjarlægt án þess að þessir menn kæmu þar að og því fargað á lögleg- an hátt.“ Hann segir að mjög harð- ar reglur gildi um fórgun asbests og spilliefna hjá Aðalverktökum. Stefán Friðfinnsson sagði að Að- alverktakar hefðu fengið þetta verkefni, að rífa fjölbýlishúsin á Keflavíkurflugvelli, eftir samkeppn- isútboð þar sem fyrirtækið var lægstbjóðandi. Undirverktakinn hefði verið lögleg flokkunarstöð sorps, sem hafði leyfi til að gera það sem hún tók að sér. „Þeir áttu að flokka þetta efni og farga því á lög- legan hátt. Við voram á engan hátt aðilar að því,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki upplýsa um hvaða fjárhagsstærðir hefði verið að tefla í þessu sambandi. „Hins vegar var, að okkar mati, fyllilega borgað fyrir það sem mennimir tóku að sér. Við greidd- um fyrir stórfé og það var ekki þátt- ur í tilboðinu að þeir ættu að grafa þetta bakvið hús,“ segir hann. Höfum áhyggjur af þessu Um það hvernig eftirliti Aðal- verktaka með efndum undirverk- takanna var háttað, sagði Stefán að fyrirtækið hafi ekki haft neina ástæðu til að ætla að „mennimir væra að gera neitt sem þeir mættu ekki gera.“ Samkvæmt samningi hefðu allir pappírar þessa fyrirtæk- is verið í fullkomnu lagi og það hefði gefið yfírlýsingar um að staðið yrði að flokkun og ráðstöfun úrgangsins á tiltekinn, löglegan hátt. „Um þetta gilda ákveðnar reglur og það eru í raun aðrir menn sem eiga að vera að fylgjast með þeim.“ Hann sagðist lítið vilja tjá sig um hugsanlega siðferðislega ábyi'gð ís- lenskra aðalverktaka á því hvernig farið hefði í þessu máli „en við höf- um áhuga á þessu máli og áhyggjur af því,“ sagði Stefán og aðspurður sagði hann að Islenskir aðalverk- takar hefðu þegar stigið skref til þess að taka vinnulag við mál sem þetta til endurskoðunar. „Þetta kom okkur ekkert síður í opna skjöldu en öðram.“ Stefán segir að framvegis verði náið fylgst með því hvað verður um það sem fer til förgunar á vegum Aðalverktaka. Endanlegar ákvarð- anir um nýjar reglur verði hins veg- ar látnar bíða niðurstöðu úr þessu máli, sem enn er til rannsóknar. Má segja að reglur hafí ekki verið nægilega traustar Stefán sagði að það, sem fjallað var um í frétt Morgunblaðsins í gær, að komið hefur í ljós að um það bil helmingi af 16 olíutönkum, sem fjarlægðir voru af varnarsvæðinu, var ekki fargað eins og samið var um við undirverktaka, ætti þátt í því að fyrirtækið hefði tekið verklag sitt í förgunarmálum til endurskoð- unar á fyrrgreindan hátt. Felur endurskoðunin í sér viður- kenningu fyrirtækisins á því að reglurnar sem það hefur starfað eftir hafi ekki verið nægilega traustar? „Já, auðvitað má segja það. En það er annað mál hvort við höfðum ástæðu til að ætla að þær væru ekki nægilega traustar," segir hann. En er hugsanlegt að íslenskir að- alverktakar muni bera kostnað af því að koma urðunarmálum við ólöglega urðunarstaðinn í Straums- vík í löglegt horf? „Eg ætla ekki að svara því á þessu stigi,“ sagði Stef- án Friðfinnsson. „Við teljum það al- farið ekki okkar mál en við bíðum eftir niðurstöðum.“ Þvert á okkar hagsmuni í frétt Morgunblaðsins i gær kom fram að förgunarmálið varðandi ol- íutankana væri litið alvarlegum augum innan stjórnkerfisins og talið slæmt fyrir samskipti varnar- liðsins og íslenskra aðalverktaka þótt forráðamenn Aðalverktaka hafi þar verið í góðri trú. Stefán Friðfinnsson sagðist ekk- ert vilja tjá sig um þetta atriði. „Við viljum ekki að svona mál komi upp. Það er þvert á okkar hagsmuni og vinnulag. Við höfum af þessu veru- legar áhyggjur og höfum þegar gert ráðstafanir til að þetta gerist ekki aftur. Við ætlum ekki að semja við menn um fórgun fyrir okkur nema við vitum nákvæmlega hvað verður um hlutina. En við höfðum enga ástæðu til að ætla að þessir menn færa ekki eftir starfsreglum sínum. Þeir voru með leyfi til þess að taka við þessu,“ sagði Stefán Friðfinns- son, forstjóri Islenskra aðalverk- taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.