Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Árangiir Nyrups virðist ekki sannfæra kjósendur DANSKIR kjósendur hafa úr nógu að velja í þingkosningunum sem fram fara í dag. í rúm fímm ár hefur Poul Nyrup Rasmussen verið forsætisráðherra Dana. Sigrún Davíðs- dóttir reifar árangur- inn, sem að mörgu leyti er góður, og hvers vegna Danir virðast þó hika við að veita Nyrup stj órnartaumana næstu fjögur árin. egar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra komst til valda í janúar 1993 var at- vinnuleysið höfuðvandi Dana, svo aðalmarkmið stjórnar hans var að snúa því við. Það hefur tekist, þó deila megi um hvort minna atvinnu- leysi þýði aukna atvinnu. Jafnframt gerir ákveðin þversögn vart við sig, þegar borinn er saman tíu ára stjórnartími hægristjómar Poul Schluters og fimm ár Nyrups: Fé- lagslegur jöfnuður óx í tíð hægri stjórnarinnar, þó hann minnkaði annars víðast í Evrópu á þessum tískutíma thatcherismans, meðan fé- lagslegur ójöfnuður hefur vaxið í tíð Nyrups. Skýringin er meðal annars sú að hægristjómin var minnihlutastjórn, sem ekki gat án stuðnings Jafnaðar- manna verið. Þeir hnikuðu stjórninni til vinstri, meðan Nyrap er undir áhrifum ríkjandi frjálsiyndishug- mynda. Spumingin er líka hvað það er sem kjósendur meta og hvort þeir hafi nokkum áhuga á afrekaskrá sitjandi stjórnar. En spurningin, sem vísast mun vakna meðal flokks- manna Nyrups, er hversu lengi for- maður, er tapi nú kosningum í fimmta skipti eigi að fá að sitja. Hversu áleitin sú spurning er ræðst í kvöld, þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum. Það hefur áð- ur sýnt sig að Jafnaðarmenn fá gjarnan heldur fleiri atkvæði í kosn- ingum en skoðanakannanir benda til. Frá barmi glötunar í traustan farveg Þegar Margaret Thatcher komst til valda í Bretlandi 1979 eftir hrika- lega stöðnun var hún tilbúin til að gera upp við hið blandaða hagkerfi sterks ríkisrekstrar og einkageira, sem Bretar höfðu búið við án tillits til hver var í stjórn. Stórfelld einka- væðingaráætlun fór í gang og niður- skurður í opinbera geiranum. Hug- myndir hennar fóra eins og eldur í sinu meðal hægriflokka í Evrópu, þegar harkalegar aðgerðir fóru að bera árangur upp úr 1980. í Danmörku höfðu þær einnig áhrif, þar sem ástandið var slæmt. Jafnvel Knud Heinesen fjármála- ráðherra í stjórn Jafnaðarmanna leist ekki á blikuna. „Við römbum á barmi glötunar,“ sagði hann og í september 1982 fór stjórnin undir forystu Ankers Jorgensens frá og hinn lítt kunni og að því er virtist ekki sérlega ákveðni Poul Schluter tók við án kosninga. „Efnahagsleg endurhæfing“ var slagorð fjór- flokkastjórnar Schlúters. Einn af leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar talaði hins vegar um „félagslega fjöldagröf‘ og hreyfingin lagði 80 milljónir danskra króna í kosninga- slaginn gegn Schlúter 1984, en allt kom fyrir ekki. Þegar leið á áratuginn var nokkurn veginn orðin eining frá Jafnaðarmönnum yfir miðflokkana, íhaldsflokkinn og Venstre um að skynsamleg efnahagsstefna fæli í sér fast gengi, lága vexti, hallalaus- an ríkisbúskap og að skuldirnar ætti að greiða. Atvinna handa öllum var ekki lengur viðmiðunin, heldur lág verðbólga. Á þessum áratug hnikað- ist Jafnaðarmannaflokkurinn í raun í þá átt, sem hinn nýi Verkamanna- flokkur Tony Blair í Bretlandi varð frægur fyrir í kosningunum á síð- asta ári. En þessari stefnu er ekki aðeins fylgt í Danmörku, óháð því hverjir sitja í stjóm, heldur era þetta í grófum dráttum þau mark- mið, sem Evrópusambandslöndin komu sér saman um með Maastricht-sáttmálanum 1991. En líkt og víðar í Evrópu hefur þessi stefna haft í för með sér vaxandi at- vinnuleysi frá því á síðasta áratug. í Danmörku náði það hámarki um 1995, komst í um 13 prósent, en hef- ur síðan dalað og er nú tæplega 8 prósent. En Schluter hafði ekki augun á frjálshyggjunni einni saman, heldur beitti sér fyrir breytingum í félags- kerfinu, sem allir áttu að njóta, ekki MIKIÐ fannfergi, sem gerði um helgina í Færeyjum, kann að hamla kjörsókn í dönsku þing- kosningunum, sem fram fara í dag. Spáð hefur verið snjókomu út vikuna og hafa menn og mál- aðeins þeir aumustu. Hann beitti sér fyrir jöfnum barnabótum til allra, ókeypis heimilishjálp handa öllum öldraðum, námsstyrkjum til allra, lengra fæðingarorlofi og ríflegum dagpeningum til sjúkra og atvinnu- lausra. Loforð hans um lægri skatta rættust iyrir hina tekjulægri, meðan hátekjufólk var skattað. Það hefur komið í hlut núverandi stjómar að herða tökin. Dagpeninga- reglur hafa verið hertar og þrýsting- ur á atvinnulausa að taka vinnu auk- inn. í tvígang hefur verið lækkaður skattur á eigið húsnæði, í annað skiptið þannig að aðeins þeir sem eiga stórar villur nutu þess. Skatta- breytingar hafa létt skattbyrðar hinna lægstlaunuðu, en sökum sam- spils við bótakerfið hafa kjör þeirra tæplega batnað, en skattbyrðin á miðstéttinni og hinum efnameiri lést. Skattkerfisbreyting núverandi stjómar er auðvitað ekki nein tilvilj- un. Þegjandi og hljóðalaust hefur stjómin einfaldlega gengið út frá leysingjar átt erfitt með að kom- ast leiðar sinnar. Því greip þessi bóndi til þess ráð að flytja kind- ur, sem gengið hafa úti í vetur, á snjóþotum í hús, þar sem þær sátu fastar f fönninni. þeirri hagfræðilegu kennisetningu að heppilegt sé að hinir vel stæðu haldi meira af tekjum sínum, sem þeir fjárfesti þá eða noti í neyslu, er ýti undir eftirspum. En þar sem Jafnað- armenn era að hefðinni til verka- mannaflokkur og öll tilvísun þeirra og undirstaða er í hinni voldugu dönsku verkalýðshreyfingu þá reyn- ist þeim erfitt að réttlæta gerðir sín- ar, líka þó hreyfingin standi þeim að bald. Vandinn er að dansa línuna milli frjálshyggju og verkalýðs- hyggju, í hverju svo sem hún liggur árið 1998. Ráðamönnum kennt um harðæri - góðærið kemur af sjálfu sér Þegar Poul Nyrap Rasmussen boðaði til kosninga upp úr þurru með óvenjulitlum fyrirvara vísaði hann strax til góðs árangurs ríkis- stjórnarinnar, sem kjósendur ættu því að veita áframhaldandi fulltingi. En kosningabaráttan hefur sýnt að kjósendur era ekki slegnir hrifning- arglýju af minnkandi atvinnuleysi, verðbólgu í botni, hagstæðum við- skiptajöfnuði og plássi fyrir 125 þús- und fleiri börn í bamagæslu. Þeir hafa áhyggjur af biðlistum sjúkrahúsa, slöppum skóla, ofbeldi og útlendingum. Og stjórnarand- staðan minnir óspart á að lækkun atvinnuleysis stafi ekki eingöngu af fleiri störfum, heldur af tilfærslu þeirra atvinnulausu á annan bás með öðra heiti. Það era 800 þúsund Danir á vinnualdri, sem ekki vinna og það er stór hópur í fimm milljón manna landi. Nyrup hefur fengið að reyna að kjósendur kenna stjórn- málamönnum um harðæri, en taka góðæri sem náttúralögmál. Og eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins segir, þá ýtir góðæri undir þá til- finningu kjósenda að úr því allt gangi ljómandi vel sé þorandi að prófa eitthvað nýtt. Gæði í stað bóta En hvaða söngur er það þá, sem hægriflokkarnir hafa heillað kjós- endur með? Þeh- bjóða lægri skatta, en ekki bara almennt, heldur eink- um þeim lægst launuðu, svo það borgi sig betur að vinna og höggva því í knérann Jafnaðarmanna. Þeir vara við vaxandi opinberum geira, sem þeir segjast reyndar ekki ætla að minnka með uppsögnum, heldur gera afkastameiri. Með því að tala um gæði og ekki aðeins peninga virðast þeir hafa hitt á tón, sem kjósendur skilja. Kjósendur virðast ekki á höttunum eftir meiri félags- framlögum úr kerfinu, heldur ein- faldlega betri afköstum kerfisins. Og hægriflokkarnir era ekkert að lofa jöfnum gæðum fyrir alla, heldur gæðum þar sem þess er þörf. Þetta virðast kjósendur kunna að meta. Venstre og Ihaldsflokkurinn hafa einnig lofað barnafjölskyldum að passi foreldrar börnin sjálfir fái þeir hlutdeild í því fé er sparast við opin- bera barnagæslu. I stað þess að rík- ið greiði sjálfu sér fyrir barnagæslu, verður foreldrunum greiddur pen- ingur. Þetta hefur verið umdeilt, sagt að verið sé að senda konurnar aftur í eldhúsið, en Uffe Ellemann- Jensen leiðtogi Venstre segist ekki geta ímyndað sér að ungar konur láti lengur segja sér fyrir verkum. Upp á síðkastið hafa flokkarnir dregið í land og sagt það undir bæj- arfélögunum komið hvort þau vilji greiða þessa foreldrapeninga. Einnig eigi fé að fylgja sjúklingum, þannig að þeir geti valið á milli þess að gangast undir aðgerðir á einka- sjúkrahúsum fyrir hluta þess fjár, sem aðgerðir kosti á ríkissjúkrahús- um. Þessar hugmyndir og aðrar flokkast undir slagorð þeirra um valfrelsi. I ýmsum hugmyndum vísa hægriflokkarnir til norsku hægrist- jórnarinnar, en aðrar fyrirmyndir era síður ljósar, nema ef vera skyldi bresku Frjálslyndu demókratarnir. Thatcher er ekki lengur í tísku. Kosningaloforð og framkvæmdir í stjórn fara ekki alltaf saman. Ný stjórn mun fylgja svipaðri efnahags- stefnu og fyrri stjórn og aðrar stjórnir í Evrópu, en svigrúmið til að setja sitt mark á er þó dágott. Lausnir jafnaðarmanna ganga gjarnan út á eitt kerfi fyrir alla, meðan hægrimenn vilja losa um kerfið, en hvort þeir ná að stýra kerfinu, eða kerfið stýrir þeim á eft- ir að koma í ljós. Líka hvort tal þeirra um skattalækkanir rekst á verðbólgumörk og önnur helg mörk. Framtíð Nyrups: Fimmta tapið? Fari svo að Jafnaðarmannaflokk- urinn missi fylgi og jafnvel stjórnar- taumana verða vísast einhverjir til að minna á að þetta séu fimmtu kosningarnar, sem flokkurinn tapi undir stjórn Nyraps. Hið fyrsta var þegar Danir höfnuðu Maastricht- sáttmálanum 1992. Sú höfnun beind- ist sterkast gegn Jafnaðai-mönnum, þar sem kannanir sýndu að einmitt kjósendur þeirra fylgdu ekki flokks- forystunni. I bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingum 1993 hlaut flokkurinn verstu útreið um áratugaskeið, meðan Venstre hlaut metkosningu. Nyrup komst til valda kosningalaust er Schluter fór frá í janúar 1993 vegna Tamílamálsins og hélt stjórnar- taumum í kosningunum 1994, þó út- koma flokksins þá, 34,6 prósent, væri tæpum þremur prósentum lak- ari en 1990. í bæjar- og sveitar- stjómakosningum í haust missti flokkurinn enn nokkur prósent mið- að við kosningamar 1993. Nyrap hefur því ekki tekist að koma flokknum á flug hvað fylgi snertir, þó hagtölurnar séu góðar. Ef svo fer sem horfir að flokkurinn fái rúm 30 prósent í dag, eins og skoðanakannanir benda til, þá er stefnan enn niður á við. Einn heim- ildamaður Morgunblaðsins giskar á að flokkurinn búist víst við hinu versta, þar sem á laun hafi verið boðað til þingflokksfundar og flokksstjórnarfundar á föstudag. Vísast muni forystan fylkja sér fast um Nyrap. Hvort sá stuðningur endist sé annað mál, þar sem enn séu menn í flokksforystunni, sem hafi ekki fyrirgefið Nyrup að skora Svend Auken á hólm í formanns- kjöri 1992. Heimildarmenn blaðsins í flokkn- um herma að Mogens Lykketoft fjármálaráðherra flokksins, höfuð- paur formannsskiptanna 1992, hafi þegar í haust imprað á að Nyrup hafi ekki staðið undir væntingum. Það gæti bent til að hinn valdamikli Lykketoft sé farinn að undii'búa næstu hólmgöngu. Ailar þessar hreyfingar skýrast í kvöld og spenn- an er næstum áþreifanleg. Morgunblaðið/Jens Kristian Vang Fannfergi í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.