Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.03.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uttekt á því hvar þrávirk lífræn efni er að fínna LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Aiþingi álykti að fela umhverfis- ráðherTa að gera úttekt á því hvar PCB og önnur þrávirk lífræn efni er að finna hér á landi og í hve miklu magni. Jafnframt skuli ráð- herra gera tillögu um eyðingu þeiri-a efna sem geta reynst skað- leg lífríkinu. Flutningsmenn tillög- unnar eru Kristján Pálsson, ])ing- maður Sjálfstæðisflokks, Össur Skarphéðinsson, þingflokki jafnað- armanna, og Arni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks. I greinargerð tillögunnar segir að þrávirk lífræn efni, svonefnd klórkolefnissambönd séu einhver eitruðustu efni sem þekkist í nátt- úrunni, en eitt þekktasta efnið inn- an klórkolefnissambandanna sé PCB. Það efni hafí verið notað til ýmissa hluta hér á landi, til dæmis á rafeinangrara, allt þar til notkun þess var bönnuð árið 1988. „Ástæð- an fyrir því að PCB var bannað er uppsöfnunaráhrif þess í lífríkinu og langur viðverutími sem getur haft ALÞINGI áhrif á ónæmiskerfi líkamans, vald- ið ófrjósemi og aukið líkur á krabbameini,“ segir í greinargerð. Skeldýr við strendur landsins menguð „Þó nokkurt magn var flutt inn af þessum efnum á árunum fyrir 1988, en ekki er vitað með vissu hve mikið. Ekki er heldur vitað hvar þessum efnum var fargað né í hve miklu magni, enda ekkert op- inbert eftirlit með því hvernig ein- staklingar og fyrirtæki, önnur en opinberir aðilar, eyddu því sem var í notkun þegar bannið tók gildi. Utanríkisráðherra til Bosmu-Hersegóvínu HALLDOR Asgrímsson utanríkis- ráðherra heldur í óopinbera heim- sókn til Bosmu-Hersegóvínu í dag. Króatísk yfirvöld taka á móti utan- ríkisráðherra á ílugvellinum í Za- greb. A morgun fer utanríkisráðherra til Banja Luka og á fund með Dodik, forsætisráðherra heima- stjórnar Serbneska lýðveldisins með aðsetur í Banja Luka. Einnig fer utanríkisráðherra í skoðunar- ferðir um borgina og herbúðirnar þar. Seinna um daginn á utanríkis- ráðherra fund með íslensku heilsu- gæsluveitinni á staðnum og snæðir kvöldverð með henni. A föstudag á utanríkisráðherra fund með Husein Zivalj, varautan- ríkisráðherra Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo, og verður Aziz Ha- dzimuratovié, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bosníu-Hersegóvínu sem fer með málefni varðandi endur- uppbyggingu innan Bosníu, við- staddur fundinn. Þá hittir hann Bozo Ljubic heil- brigðisráðherra landsins og á síð- ar um daginn fund með Rory C. O’Sullivan, fulltrúa Alþjóðabank- ans í Sarajevo. Þá heimsækir ut- anríkisráðherra Kosevo sjúkra- húsið og hittir starfsfólk sem ákveðið er að fari til Islands í þjálfun. Heimsókninni lýkur á laugardag. Helst er talið að þessu hafi verið fargað á sorphaugum nálægt þétt- býlisstöðum.“ I greinargerð tillögunnar kemur ennfremur fram að ýmsar mæling- ar á magni þrávirkra lífrænna efna í dýrum hafi farið fram á síðustu árum af hálfu m.a. Rannsóknastofu í lyfjafræði á Álftanesi. Þær mæl- ingar hafi sýnt að magn þessara efna í æðarfugli á Álftanesi sé heldur meira en mælist í æðarfugli á Svalbarða og tífalt meira en mælist í æðarfugli í Kanada. „Þeg- ar rjúpnastofninn er hins vegar skoðaður er PCB-magn minnst hér á Islandi miðað við rjúpnastofninn á Svalbarða og í Kanada. Munur- inn á fæðuvali þessara fuglateg- unda liggur í því að æðarfuglinn lif- ir að mestu á skeldýrum úr fjöru- borðinu en rjúpan lifir einkum á fræjum og lyngi. Þetta bendir ótví- rætt til þess að skeldýr við strend- ur landsins séu menguð af þrávirk- um lífrænum efnum þótt ekki sé um hættulega mengun að ræða enn sem komið er.“ Samræmd samgöngu- áætlun ALÞINGI hefur samþykkt ályktun þess efnis að sam- gönguráðherra verði falið að skipa nefnd til að kanna hvort samræma megi gerð áætlana um uppbyggingu samgöngu- mannvirkja í eina samræmda samgönguáætlun og gera í framhaldi af því tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum. Við umfjöllun um tillöguna í samgöngunefnd bárust um- sagnir frá Vegagerðinni, Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og Siglingastofnun Islands og mæltu þessir aðilar með sam- þykkt tillögunnar. Sjónvarp á ekki að vera barnfóstra ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, og barnalæknarnir Katrín Davíðsdóttir, Jón R. Kristinsson og Ólafur Gísli Jónsson sem stóðu að bæklingnum ásamt Ingibjörgu Georgsdóttur. MIKILVÆGT er að foreldrar séu til staðar þegar ung böm horfa á sjónvarp og að þeir velji það efni sem horft er á. Þetta kemur fram í bæklingnum Hvað er til ráða - Ahrif ofbeldis í sjónvarpi á börn sem umboðsmaður barna og Félag íslenskra barnalækna kynntu í gær. Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama, segist hafa leitað eftir sam- vinnu Félags íslenskra barnalækna um þetta verkefni fyrir næstum ári. „Við viljum minna foreldra á ábyrgð sína og leggjum áherslu á að þeir horfi á sjónvarpið með börnum sínum og velji efni á með- an þau eru ung. Ung börn upplifa hlutina oft á annan hátt en full- orðnir. Það er því mikilvægt að vera til staðar þegar þau era að byrja að upplifa hluti í gegn um sjónvarp og átta sig á þeim,“ segir hún. „Böm geta lært margt í gegn um sjónvarp en það á ekki að nota það sem barnfóstra." Bæklingum dreift til foreldra Bæklingnum verður dreift til foreldra sem koma með börn sín í þriggja og hálfs árs skoðun. Þannig verður tryggt að hann nái inn á hvert heimili ungra barna. Einnig kemur hann til með að liggja frammi á bamadeildum og heilsugæslustöðvum. Auk Þórhildar hafa þau Olafur Gísli Jónsson, formaður Félags ís- lenskra barnalækna, og barna- læknarnir Katrín Davíðsdóttir, Jón R. Kristinsson og Ingibjörg Ge- orgsdóttir unnið bæklinginn en Bamavemdarsjóður íslands styrkti útgáfu hans. Morgunblaðið/Ásdís PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra í ræðustól. Fyrstu umræðu um húsnæðisfrumvarp lokið Umræðan tók þrjá daga FYRSTU umræðu um frumvarp félagsmálaráðherra til húsnæðis- mála lauk á Alþingi í gær, en það var þriðji dagurinn sem frumvarpið var til umræðu. Nokkrir þingmenn stjómarandstöðu fóra fram á það við félagsmálaráðherra að hann drægi framvarpið til baka og legði það fram að nýju næsta haust, þannig að þeir aðilar sem fram- varpið snerti gætu fengið tíma til að fjalla ítarlegar um það í sumar. Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, tók ekki undir þær óskir, en kvaðst vera að bíða eftir því að fá athugasemdir um fmmvarpið frá ASÍ, BSRB og öðram samtök- um, þar á meðal samþykkt frá hús- næðisnefndum sveitarfélaga. Hann sagði að stefnan í framvarpinu væri klár, en gætu menn bent hon- um á eitthvað sem betur mætti fara væri hann alveg tilbúinn að skoða það. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða eftirfar- andi fyrirspumir til ráðherra: 1. Til dómsmálaráðherra: Starfs- svið tölvunefndar. 2. Til dómsmálaráðherra: Ráðn- ing fíkniefnalögreglumanna. 3. Til dómsmálaráðherra: Frest- un á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. 4. Til sjávarútvegsráðherra: Ut- boð á hafrannsóknaskipi. 5. Til sjávarútvegsráðherra: Heimkoma háhymingsins Keikós. 6. Til sjávarútvegsráðhema: Til- boð í smíði rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. 7. Til iðnaðarráðhema: Smíði á varðskipi. 8. Til viðskiptaráðherra: Stað- setning Fjárfestingarbanka og Ný- sköpunarsjóðs. 9. Til menntamálaráðherra: Listaverkakaup Listasafns Is- lands. Eftir atkvæðagreiðslu um nokk- ur þingmál verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Almenn hegningarlög. 1. umr. 2. Almenn hegningarlög. 1. umr. 3. Lögreglulög. 1. umr. Ártúnsskóli leigir tölvur Tilboði tekið frá Tæknivali FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt að veita Ártúnsskóla heimild til að taka tilboði Tækni- vals hf. í Reykjavík um leigu og viðhald á tölvum fyrir skólann. Ár- túnsskóli mun í samvinnu við for- eldrafélag skólans leigja allt að tuttugu tölvur frá Tæknivali og borga af þeim leigu. Jafnframt er gerður þjónustusamningur þar sem Tæknival skuldbindur sig til að sinna allri þjónustu á tölvunum, viðhaldi þar með talið. Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri í Ártúnsskóla, sagði hér álitlegan kost á ferðinni enda gengi þessi tækjakostur svo hratt úr sér og varla væri hagstætt að reyna í sífellu að fylgja tölvuþróun eftir og kaupa í sífellu nýjar og nýjar tölv- ur. Að sögn Ellerts er samningur- inn við Tæknival til þriggja ára og samkvæmt honum skuldbindur Tæknival sig til að skipta út tölvum eftir 2 ár ef þess gerist þörf vegna bilana eða annars þess háttar. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, segir hér á ferðinni spennandi samanburðarverkefni og að mark- miðið sé að skoða hvort þetta form geti reynst betur en það kerfi sem nú er við lýði hjá Reykjavíkurborg sem felst í því að bjóða út öll tölvu- kaup fyrir skólana í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir sagði að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefði borið saman kostnað þessa reynsluverkefnis við hefðbundinn rekstur og komist að þeirri niður- stöðu að meðaltalskostnaður á nemanda yrði ívið ódýrari, 5.603 krónur í stað 5.668 króna áður. Munurinn á reikningsdæmunum væri hins vegar svo lítill að engan veginn væri hægt að sjá nú hvern- ig málin þróuðust í raun og veru. Hún bætti því við að ef til vill myndi fyrirtækið sem um ræddi í þessu tilfelli leggja á sig meiri vinnu en ella við að halda tölvun- um í lagi. Það væri a.m.k. von Fræðsluráðsins, enda næðist þannig fram bæði sparnaður og hagræðing. Ekki var farið í útboð vegna verkefnisins að þessu sinni, að sögn Sigrúnar, enda taldi Fræðslu- ráð eðlilegt að fyrirtækið sem framkvæði hafði ætti skilið að njóta ávaxtanna. Vitaskuld yrðu hins vegar haldin útboð í framtíð- inni ef í ljós kæmi að þessi rekstr- arkostur reyndist fýsilegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.