Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Rústa á aðstoð við láglaunaQ ölskyldur FÉLAGSLEGA íbúðakerfínu, sem ráð- ið hefur úrslitum um framfærslumöguleika lægst launaða fólksins sl. 70 ár, á nú að loka. Við á að taka mark- aðsvæðing á félagslega 'flánakerfinu með stofn- un nýs banka, sem á að standa undir sér með eigin tekjum, gjöldum og vöxtum og veita íbúðarlán á markaðs- kjörum. 1.200 fjölskyldur í 50 leiguíbúðir 1.000 fjölskyldur hafa hingað til árlega fengið íbúðir gegnum félagslega kerfið. Stór hluti þessa fólks eða um 600 fjöl- skyldur af þeim 1.000 er fengið hafa félagslegar íbúðir árlega hafa ekki greiðslugetu til að standa -^j.mdir lánunum sem þessi nýi banki veitir. Þessum fjölskyldum á að vísa á leiguíbúðir, sem ekki eru til. Þegar eru á biðlista hjá Reykjavík- urborg eftir leiguíbúðum nokkur hundruð láglaunafjölskyldur. í til- lögum félagsmálaráðherra er ein- ungis gert ráð fyrir að veita fjár- magn til 50 leiguíbúða næstu tvö árin eftir að nýi bankinn tekur til starfa. Þó má gera ráð fyrir því að til viðbótar þeirri þörf sem nú er fyrir leiguíbúðir bætist við á þess- um tveim árum 1.200 fjölskyldur. *Húsnæðisaðstoð við námsmenn, fatlaða og aldraða er með þessum tillögum úti í kuldanum. Samt seg- ir félagsmálaráðherra að verið sé að breyta kerfinu til að tryggja betur hag lægst launaða fólksins. Af hverju á að rústa kerfið? En af hverju vill félagsmálaráð- herra stofna þennan nýja banka, sem úthýsir hundruðum láglauna- fólks á hverju ári, sem þá á hvergi höfði sínu að halla? Ráðherra segir að félagslegar íbúðir standi auðar um allt land, Byggingasjóður verkamanna sé á hausnum, útlána- töp séu mikil og láglaunafólkið standi ekki undir greiðslubyrði á íbúð- unum. Staðreyndirnar eru aftur á móti þess- ar: a) 32 íbúðir af 11 þúsund félagslegum íbúðum sem til eru hafa staðið auðar leng- ur en 1 ár og 79 íbúðir í 6 mánuði eða lengur. b) Utlánatöp beggja byggingalánasjóðanna voru 65 milljónir á fjögurra ára tímabili á sama tíma og útlána- töp ríkisbankanna og ýmissa sjóða fyrir- tækja voru 22 milljarð- ar króna. c) Staða byggingasjóðs verka- manna er slæm, vegna þess að nú- verandi félagsmálaráðherra skar niður framlög til sjóðsins um mörg hundruð milljónir króna. d) Staðhæfingin um að láglauna- fólkið geti ekki staðið undir þess- um lánum er alhæfing sem stenst ekki. Af 600 fjölskyldum sem feng- ið hafa 100% lán í félagslega kerf- inu voru 17% þeirra í vanskilum og innan við 20 þeirra lentu með íbúð- irnar í gjaldþroti. Gerum breytingar sem tryggja hag láglaunafólks Þó ég eigi nokkurn hlut að máli varðandi uppbyggingu félagslega kerfsins, þá mun ekki standa á mér að styðja allar breytingar og byltingar á kerfinu, ef ég er sann- færð um að þær þjóni betur hag lægst launaða fólksins. Stjórnar- andstaðan hefur verið að skoða breytingar, sem eiga að einfalda kerfið, létta greiðslubyrði, lækka fyrningu og gera endursölu og kaup íbúðanna hagkvæma og ódýrari fyrir láglaunafólk, ásamt því að stórefla leiguíbúðir fyrir þá sem allra verst standa. A kerfinu hafa komið fram gallar sem á að leiðrétta, sem frekar eru í fram- kvæmdinni en löggjöfinni sjálfri, auk þess sem einstaka sveitarfélög hafa notað félagslega kerfið meira 600 láglaunafjölskyld- um á árlega að vísa á leiguíbúðir sem ekki eru til, auk þess sem kostnaður margfaldast hjá þeim sem fá inni í nýju lánakerfi, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem bendir jafn- framt á að því séu sett- ar þröngar skorður að fólk geti nú valið sér sjálft íbúðir á almenna markaðnum. sem félagslega aðstoð við verk- takaiðnaðinn og atvinnulífið á staðnum fremur en að þjóna lág- launafólki. Þess vegna hafa félags- legar íbúðir orðið dýrar einkum á landsbyggðinni og í einstaka tilfelli á höfuðborgarsvæðinu. Flestir, þ.m.t. verkalýðshreyf- ingin, telja að byggja eigi breyt- ingar og lagfæringar á núverandi kerfi, en ekki rústa það, eins og íhaldið vill. Og nú Framsóknar- flokkurinn sem er að framfylgja stefnu íhaldsins frá síðustu kosn- ingum. títgjöld láglauna- heimilanna aukast Markmiðið með félagslegum íbúðum á að vera að tryggja hag láglaunafólks og veita þeim aðstoð á viðráðanlegum kjörum. - Tillög- ur félagsmálaráðherra ganga í þveröfuga átt. Þeir sem á annað borð fá fyrir- greiðslu í nýja bankanum, sem er vel innan við helmingur þeirra sem nú fá félagslega íbúð, verða að greiða meira fyrir lánin en þeir hingað til hafa gert. Jóhanna Sigurðardóttir Beinn kostnaður sem fólk þarf að taka á sig til að fá íbúðina er helmingi hærri en nú er. Aukinn kostnaður við að fá íbúðina getur því orðið yfir 100 þúsund krónum meiri en nú er, m.a. vegna stimpil- gjalda af lánum sem ekki voru áð- ur og hærri lántökugjalda. Við sölu íbúðar þurfa seljendur að greiða fimmfalt hærri sölulaun en í nú- verandi kerfi. Benda má einnig á þrennt sem eykur strax greiðslubyrði fólks frá því sem nú er. I fyrsta lagi þá er það staðfest m.a. af Húsnæðisstofnun og Ríkis- endurskoðun að félagslegar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru 10% ódýrari en á almenna markaðnum. Þetta þýðir strax m.v. 7 milljóna kr. íbúð 700 þúsund króna viðbót- arverð sem fólk tekur á sig. Auk þess verður nú 10% útborgun, sem fólk þarf að leggja fram ófrávíkj- anlegt skilyrði fyrir félagslegu láni. I öðru lagi hætta sveitarfélög- in að leggja fram til lækkunar á íbúðarverði 3,5% af kostnaðarverði íbúðar, sem fólk þarf nú að taka á sig sjálft. Auk þessa getur greiðslubyrði orðið allt að 150 þús- und krónum meiri á ári síðari hluta lánstímans. Skemmda gulrótin ráðherrans Félagsmálaráðherra hefur óspart notað til að fá fólk til liðs við einkavæðingu á félagslega íbúðakerfinu, að nú geti fólk valið sér sjálft íbúðir á almenna mark- aðnum. Rétt er að vara fólk við því horfa blint á þessa beitu ráðherr- ans, vegna þess að hér er ekki allt sem sýnist og frelsi fólks til að velja sér sjálft íbúð settar þröngar skorður. Gulrótin er nefnilega skemmd. I fyrsta lagi er hætta á pólitískri skömmtun vegna þess að viðbótarlán, sem veita rétt til að velja íbúð á almennum markaði gætu orðið fá og eru háð ströngum skilyrðum m.a. um greiðslugetu fólks. í öðru lagi er skilyrði fyrir viðbótarláni háð því að sveitarfélög hafi sjálf greitt 5% framlag í vara- sjóð. Geri þau það ekki fá íbúar þess sveitarfélags ekki viðbótar- lán. Einnig getur sveitarfélagið skilyrt lánið því að fólk fái ekki val, en verði að kaupa félagslegar íbúð- ir, sem sveitarfélögin hafa leyst til sín. Hvar er þá valfrelsi fólks um hvar það kaupir íbúðir? Eftirlit getur orðið þungt í vöfum, þvi hús- næðisnefndir þurfa að samþykkja íbúðirnar og væntanlega skoða þær íbúðir sem kaupendur hafa áhuga á, til að tryggja gæði þeirra, meta viðhaldsþörf o.fl. Sveitarfélögin fá nú heimild til að stytta þann tíma að vild sem þau hafa forkaupsrétt á félagsleg- um íbúðum sem til eru í dag. Þetta þýðir að sá sem er í núverandi kerfi en vill inní nýja kerfið getur það ekki t.d. í sveitarfélögum þar sem markaðsverð er lágt. Selji hann íbúðina á almenna markaðn- um ber hann sjálfur mismuninn á markaðsverði og áhvílandi Iánum hafni sveitarfélagið forkaupsrétti. Varasjóður tryggir hins vegar sveitarfélögin leysi þau til sín íbúð, þar sem markaðsverð er lægra en lánin sem á henni hvíla. Er líka verið að plata sveitarfélögin? Sveitarfélögin ættu líka að skoða vandlega þessar breytingar. Hvað ef fjöldi þeirra sem nú eru í félags- legum íbúðum og kaupskylda sveit- arfélaga hvílir á vilja nú losna við þær íbúðir og komast inní nýja kerfið? Hvað þýðir það í auknum útgjöldum sveitarfélaga og meira fjármagni í húsaleigubætur sem nú eru á ábyrgð sveitarfélaga, ef stór hópur bætist við þann sem fyrir er þarf á leiguíbúðum sveitarfélaga að halda? Hvað segja þau sveitarfélög sem staðið hafa skynsamlega að uppbyggingu félagslegra íbúða, ef þau nú gegnum framlag sitt í vara- sjóð, þurfa að fara að greiða mis- mun á markaðsverði og innlausnar- verði íbúða hjá öðrum sveitarfélög- um, sem byggt hafa umfram þörf í sínu sveitarfélagi? Hvað segja þau um að félagsmálaráðherra getur með einu pennastriki hækkað 5% framlag sveitarfélaga í varasjóð, ef það dugar ekki til að mæta skuld- um einhverra sveitarfélaga, sem byggt hafa félagslegar íbúðar um- fram þörf. Eiga sveitarfélög sem vel hafa staðið sig að greiða skuldir þeirra? Stöðvum atlöguna A einum mánuði ætlar ríkis- stjórnin að keyra í gegn frumvarp sem felur í sér að rústa félagslega aðstoð við lægst launaða fólkið án þess að nokkuð komi í staðinn. Getur verið að við séum að hverfa til ársins 1929, þegar þeir verst settu höfðu hvergi húsaskjól eða öryggi í húsnæðismálum? Þessa grófustu atlögu að láglaunafólki sem sést hefur um margra áratuga skeið verður að stöðva. Höfundur er nlþingismaður. m ■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðumv tískuverslun j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ^ Ibúðalánasjóður PÁLL Pétursson fé- lagsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjóm og stjórnarflokkana frum- varp um nýja húsnæð- islöggjöf. Megininni- hald frumvarpsins er að leggja Húsnæðisstofn- un ríkisins niður í þeirri mynd sem hún er í dag og stofna nýjan sjóð til þess að fara með mál- efni íbúðarkaupenda. Þá á að sameina bygg- ingasjóð verkamanna og byggingasjóð ríkis- ins og fella þá undir þennan sjóð. Kaupskylda sveitar- félaga afnumin Ljóst er að þær breytingar á fé- lagslega íbúðakerfinu sem boðaðar eru eru til verulegra bóta. Mikil- vægan kost tel ég vera afnám kaup- skyldu sveitarfélaga á félagslegum íbúðum. Þá er það mikið framfara- skref að skattkerfið leysi mál þeirra sem falla undir reglur félagslega íbúðakerfisins. Húsaleigubætur inn í skattakerfið Með þerrri stefnubreytingu sem félagsmálaráðherra tekur með frumvarpi þessu væri góður kostur að skoða fleiri lausnir á félags- legri aðstoð samhliða. Hvernig væri að skattakerfið leysti af hólmi húsaleigubæt- umar? Húsnæðisstofnun ríkisins Það má teljast merkilegt að ekki skuli fyrir löngu vera búið að breyta fyrirkomu- lagi Húsnæðisstofnun- ar. Með auknu fram- boði á hagstæðum lán- um og bættri þjónustu lánastofnana hlýtur að vera eðli- legt að endurskoða hlutverk henn- ar. Enda hefur færst í vöxt að íbúð- arkaupendur leiti út á hinn frjálsa markað með lántöku vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. í frumvarpi félags- málaráðherra virðist hins vegar ekki vera gert ráð fyrir því að leggja almenna húsbréfadeild stofnunarinnar niður. Þó er rætt um að hugsanlega geti íbúðalána- sjóðurinn gert verktakasamning við lánastofnanir um afgreiðslu húsbréfa. I meðferð þingsins á frumvarpinu kemur vonandi fram sú víðsýni að ein fjármálastofnun á vegum ríkisins til viðbótar sé ekki nauðsynleg. Vandi sveitarfélaga með félagslegar íbúðir I frumvarpi félagsmálaráðheira virðist ekki gert ráð fyrir að finna lausn á þeim vanda sem mörg sveit- arfélög standa frammi fyrir vegna íbúða sem þau hafa leyst til sín vegna kaupskylduákvæðis núver- andi laga. Mikilvægt er að samhliða samþykkt frumvarpsins verði fund- Ljóst er, segir Qlafur Aki Ragnarsson, að þær breytingar á fé- lagslega íbúðakerfínu sem boðaðar eru eru til verulegra bóta. in lausn á þeim málum. í bráða- birgðaákvæði við framvarpið er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti selt íbúðir sem þau eiga. Samhliða verði þau að gera upp lán á viðkom- andi íbúð við Byggingasjóð verka- manna. Ljóst er að þetta ákvæði hefur litla þýðingu nema að því gefnu að Byggingasjóður sé í flest- Ólafur Áki Ragnarsson um tilfellum tilbúinn til að afskrifa hluta af lánum félagslegra íbúða, eða sveitarfélögin séu tilbúin til að greiða niður verð íbúðanna. Þær íbúðir sem skapa mestan vanda hjá sveitarfélögunum eru dýrar íbúðir með háum áhvílandi lánum. Félagslegi íbúðalánasjóðurinn út á land Segja má að félagsmálaráðherra eigi hrós skilið með tilkomu þessa frumvarps, þó svo að ýmislegt megi betur fara. Með þeim breytingum sem hér eru boðaðar væri vel til fundið að flytja þennan nýja sjóð út á land. Ráðamenn gætu með því sýnt skilning á því frumkvæði sem sveitarstjómarmenn hafa sýnt á undanfórnum árum og misserum með sameiningu sveitarfélaga. Sam- eining styrkir byggðina í landinu og mikilvægt í kjölfarið að flytja enn frekar opinbera þjónustu út á land. Á sl. ári brutu sveitarfélög á Aust- urlandi blað í sameiningarferlinu með því að sameina þrjá vel stæða byggðakjama á Mið-Austurlandi. Þá hefur Homafjörður sýnt mildð frumkvæði í eflingu sveitarstjórnar- stigsins. Þessu frumkvæði og fram- sýni þarf að hlúa að af hálfu opin- berra aðila. Hér gæti verið kjörið tækifæri fyrir félagsmálaráðherra að sýna þessum byggðarlögum stuðning í verki með því að velja sjóðnum stað á öðrum hvorum þeirra. Höfundur er sveitarstjóri á Djúpavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.