Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 2
I • I —'| ' k 2 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna Ekki tekist að fínna samkomulagsfíöt hefði gefist tækifæri til að ræða i gær. Þórir sagði að viðræðumar hefðu gengið erfiðlega og ekki hefði tekist að finna samkomulagsfleti að svo komnu. Aðspurður um fyrirkomulag við- ræðnanna sagði hann að farið hefði verið yfir efnisatriði kjaradeilunnar í vinnuhópum. Rætt hefði verið sameiginlega við Sjómannasam- band íslands og Farmanna- og fiskimannasambandið annars vegar og við Vélstjórafélag íslands hins vegar. VIÐRÆÐUR samtaka sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjara- samning gengu erfiðlega í gær og miðaði ekki í samkomulagsátt. Rúmlega sex klukkustunda samn- ingafundi var slitið á sjöunda tíman- um í gærkveldi og nýr boðaður klukkan 14 í dag, þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horf- ið, en ekki tókst að fara yfir öll efn- isatriði deilunnar á samningafund- inum í gær. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að átt hefðu sér stað viðræður í nokkrum vinnuhópum um efnisat- Nýr fundur boðaður kl. 14 í dag riði deilunnar „en þær viðræður voru mjög erfiðar og án árangurs," sagði Þórir. Rætt í tvennu lagi Hann sagði að ekki hefði náðst að fara yfir öll efnisatriði deilunnar á fundinum í gær og á fundinum í dag yrðu þau atriði tekin fyrir sem ekki Morgunblaðið/Ásdís Vetrarbolti FÓTBOLTA er hægt að spila allt árið um kring að því er myndin gef- ur til kynna. Snjókoman virtist að minnsta kosti ekki aftra leikgleði þessara ungu manna sem spiluðu fótbolta á Tjörninni síðdegis í gær. Mikið hefur snjóað á höfuðborgar- svæðinu undanfarið en óvíst er að allir taki snjónum jafn vel og þessir drengir. Snjóflóðaæfíng haldin í Neskaupstað Morgunblaðið/Kristján Lögreglu- rannsókn á urðun HEILBRIGÐISFULLTRÚI Hafn- arfjarðar hefur óskað eftir lögreglu- rannsókn vegna urðunar úrgangs í Straumsvík sem myndaðist við nið- urrif húsa á Keflavíkurflugvelli. Beiðni um lögreglurannsókn barst fýrst rannsóknadeild lögregl- unnar í Hafnarfirði. Ríkislögreglu- stjóraembættið staðfesti í gær að borist hefði beiðni um rannsókn á þessu máli fyrir síðustu helgi. Rannsóknin er hafin og er hún í höndum efnahagsbrotadeildar Rík- islögreglustjóraembættisins. -------------------- Lenti á snjóruðn- ingstæki ÞRENNT var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að fólksbíll lenti framan á snjóruðn- ingstæki við Vogastapa á Reykja- nesbraut skömmu fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Að skoðun lokinni var annar far- þeganna, ungur drengur, fluttur á Landspítalann þar sem gera átti á honum aðgerð. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð og missti ökumaður- inn stjórn á bílnum með þeim afleið- ingum að hann lenti á snjóruðnings- tækinu sem kom úr gagnstæðri átt. LÖG UM innflutning dýra virðast ekki eiga við um innflutning á sjáv- ardýrum og samkvæmt því þarf ekki leyfi til að flytja háhyrninginn Keiko til Islands. Samkvæmt túlkun Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, sem sent hefur Guðmundi Bjarnasyni land- búnaðarráðherra bréf um málið í umboði Frelsið Willy Keiko-stofn- unarinnar, bæri fremur að styðjast við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim við afgreiðslu umsóknar um að fá að flytja háhyrninginn Keiko í sjávarkví á Austfjörðum. „Það þarf ekkert leyfi,“ sagði Jón Steinar í gær. „Að því er varðar dýrahald í landinu þarf ekki sér- stakt leyfi til að hafa dýr og það gildir ekkert sérstakt um þetta dýr. Lögin um innflutning dýra eiga ekki við í þessu tilfelli." Tekur aðeins til lagardýra í fersku vatni I fyrmefndum lögum, sem sett voru 1990, er lagt almennt bann við innflutningi dýra, en tekið fram að landbúnaðarráðherra geti veitt und- anþágu frá því. Um undanþágu gildi þó nokkuð strangar reglur. Til SNJÓFLÓÐAÆFING var haldin í Neskaupstað í gærkvöld. Al- mannavamir stóðu fyrir æfingunni en Björgunarsveitin Gerpir í Nes- kaupstað og Hundabjörgunarsveit Slysavamafélags Islands tóku einnig þátt. Að auki voru slökkvilið og lögregla staðarins kölluð út og taldi Guðmundur Bjarnason bæj- dæmis þurfi yfirdýralæknir að mæla með innflutningi auk þess sem uppfylla þurfi ýmsar kröfur, sem gerðar séu í lögunum. „Lög nr. 54/1990 um innflutning dýra eiga hér ekki við vegna skil- greiningar á orðinu „dýr“ í 1. gr. laganna," skrifar Jón Steinar í bréf- inu. „Dýr“ eru í lögunum skilgreind sem „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lag- ardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni“. Af þessari skýringu leiðir að lagardýr, sem að öllu leyti lifa í sjó, teljist undanþegin reglum laganna um innflutning dýra. Síðan beinir hann sjónum að lög- arstjóri Neskaupstaðar að hátt í 80 manns hefðu komið að æfingunni. Sviðsett snjóflóð var látið falla við svokallað Háhlíðarhorn í Odds- skarði. Engin byggð er á svæðinu en sviðsett var leit að fólki. Æfing- in hófst um klukkan 21 og stóð fram eftir kvöldi. unum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim: „Lög nr. 25/1993 áskilja í sjálfum sér ekki leyfi íslenskra stjórnvalda til að mega flytja dýrið að landi hér. Þau gera hins vegar ráð fyrir afskiptum þeirra ef gi’unur vaknar um að dýr sé haldið smit- sjúkdómi, sbr. 5. gr. laganna. Er yf- irstjórn stjórnsýslu skv. lögunum í höndum landbúnaðarráðherra og nýtur hann í því efni aðstoðar yfir- dýralæknis." Bréf Jóns Steinars var sent 24. febrúar, en 2. mars áttu fulltrúar Keiko-stofnunarinnar fund með Da- víð Oddssyni forsætisráðherra og Guðmundi Bjamasyni þar sem lögð Snúran klár ÞAÐ er ekki hægt að segja að þeir sem sjá um þvotta á akureyrskum heimilum hafi fengið mikinn þurrk að undanförnu, enda hafa frost- hörkur verið ríkjandi norðan heiða. Snjórinn hefur m.a. hlaðist á snúrurnar eins og sjá má heima hjá Fanneyju, sem var að hjálpa pabba sínum að beija hann af. Ekki fylgdi hins vegar sögunni hvort það væri mamma eða pabbi sem ætlaði að standa í þvottum. var fram umsókn um að flytja há- hyrninginn til Islands. Engin viðbrögð við bréfi Jón Steinar sagði að engin form- leg viðbrögð hefðu borist við þessu bréfi. „Ég held að allir séu sammála um að þetta sé rétt,“ sagði Jón Steinar. „Það er ekki gert ráð fyrir því að þurfi sérstök leyfi til að hafa dýr með höndum hér á landi. Fyrir- komulag laganna er að sé ástæða til að ætla að dýr sé haldið smitsjúk- dómi er gert ráð fyrir að yfirvöld geti gripið inn í. Yfirvöld eiga vita- skuld rétt á að fylgjast með því hvort um slíka sjúkdóma geti verið að ræða.“ Keiko veiddist undan Austfjörð- um og hefur verið undir manna höndum í 18 ár. Fyrir rúmum tveimur árum var hann fluttur úr skemmtigarði í Mexíkó í sædýra- safnið í Newport í Oregon með það fyrir augum að hefja undirbúning að því að sleppa honum lausum. Hjá Keiko-stofnuninni hafa menn hug á því að flytja háhyrninginn hingað í haust og setja hann í flotkví á Aust- fjörðum. Hefur Eskifjörður oftast verið nefndur í því sambandi. Húsbruni á Kjalarnesi ELDUR kom upp í fokheldu timb- urhúsi á Kjalamesi í gær laust eft- ir klukkan 16. Húsið stóð í björtu báli þegar Slökkvilið Kjalamess kom á staðinn svo erfitt reyndist að slökkva eldinn. Þegar Slökkviliðið í Reykjavík kom tO aðstoðar var húsið brunnið að stærstum hluta. Þak hússins féll niður og er húsið mikið skemmt að sögn aðalvarð- stjóra Slökkviliðs Reykjavíkur. Eldsupptök era ókunn en rann- sóknarlögreglan hefur tekið málið til rannsóknar. Eldur í vinnuskúr Lítilsháttar eldur kom upp í vinnuskúr við Brúnastaði í Grafar- vogi rétt fyrir klukkan 18 í gær. Slökkvistarf gekk greiðlega en skúrinn skemmdist þónokkuð. Eldsupptök era ókunn og engan sakaði. JRcrcimlJlabib BLAÐINU í dag íylgir blaðauki um menntun sem veitir innsýn í fjöl- breytt nám á íslandi. Blaðaukinn er gefinn út í tengslum við námskynn- ingu sem haldin verður í Háskóla Islands á sunnudaginn kemur. auglýsingablað frá Ki-inglunni. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður um flutning Keikos Telur ekki þurfa sér- stakt leyfí j i i I )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.