Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 33
_____________MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 3||i Smári Sigurðsson og félagar komu fyrstir að fímmmenningunum í snjóhúsinu Þetta eru hörku- naglar sem brug'öust rétt við „ÞEIR urðu óskaplega kátir þegar við komum, þeir voru kaldir en þetta eru ungir og hraustir strákar og það amaði ekkert stórvægilegt að þeim. Þetta eru hörkunaglar sem gerðu það sem réttast var, koma sér í skjól og grafa sig í fönn,“ sagði Smári Sig- urðsson úr Hjálparsveit skáta á Akureyri sem ásamt félögum sínum Hreiðari Hreiðarssyni og Jóni Trausta Bjömssyni komu fyrsti að snjóhúsi fimmmenninganna frá Dal- vík á Nýjabæjarfjalh í fyrrinótt. Smári og félagar voru kallaðir út til leitai- um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og byrjuðu á að aka á vélsleðum inn Þormóðsstaðadal upp í skálann Landakot og skoðuðu öll gil og skompur sem þeir þekktu á þessum slóðum á leið sinni. Ur Landakoti fóm þeir í skála Lands- virkjunar, Galtaból, og þá að Sand- búðum. Á ferð sinni skoðuðu þeir all- ar nýjustu slóðir sem þeir sáu en ferðalangar höfðu verið þarna á ferð um helgina, ef svo hefði farið að Dal- víkingarnir hefðu villst inn á slíkar slóðir. Þá lá leiðin aftur í Laugafell með ýmsum útúrdúrum í gil og skorninga. Síðan fóru þeir félagar og athuguðu Geldingsárdrög sem ganga inn úr Skagafírði og loks í skálann Grána sem er í Austurdal í Skagafirði. Úr Grána héldu þeir í Eyjafjarðardalsbotn og fóru ofan í botninn en urðu einskis varir. Næst lá leiðin í stór og mikil gil sem ganga vestan úr Bleiksmýrardal og í skál- ann Bleik sem þar er áður en farið var í Landakot. „Þar tók ég mér pásu, var alveg búinn í höndunum, en félagar mínir eru miklir járnkarl- ar og héldu för sinni áfram,“ sagði Smári. Tók sig upp gamall þrái Þegar þeir höfðu farið um Hvann- árdal komu þeir til baka að nýju og fengu þremenningarnir þá þær fréttir að þrír mannanna væru komnir til byggða en hinir hefðust við í snjóhúsi. Lá þá leið félaganna á vélsleðum að Berglandi við Urðar- vötn í vestanverðum Eyjafirði og var þá að sögn Smára komið gjörsam- lega glórulaust veður þannig að und-^ ir öllum venjulegum ki-ingumstæð- um hefðu þeir hafst þar við. Létu þeir veðrið þó ekki aftra för sinni og héldu að Litlakoti en áttu í mesta bash með að finna skálann vegna veðurhamsins. I Litlakoti vora þrír björgunarsveitai-menn úr Skaga- firði. Fram til kl. 22 á mánudags- kvöld vora þeir allir veðurtepptii' í skálanum. „Við gátum ekki hugsað þá hugsun til enda að piltamir myndu hggja úti eina nótt enn vit- andi ekkert um afdrif félaga sinna og lögðu því allt kapp á að komast til þeirra. Við fórum út og börðum sleð- ana í gang,“ sagði Smári. „Það má eiginlega segja að það hafi tekið sigr upp gamall þrái, við vildum klárá þetta mál.“ Ekki auðvelt ferðalag Sleði eins Skagfirðingsins bilaði og héldu þeir því til baka í skálann. Veðrið var afar slæmt, skyggni ekk- ert og ferðin sóttist seint. Oku þeir eftir fjallsrindum og eggjum og þurfti að fara yfir grjót og rifskafla. „Þetta var ekki auðvelt ferðalag," sagði Smári. Að lokum sáu þeir þó grilla í vélsleða Dalvíkinganna sem voru dreifðir í brekkunni, en þehé' höfðust við á fjallshrygg og höfðu grafið sig í snjóhengju. „Við vorum nestislitlir eftir þetta ferðalag, en áttum kaffi og eitthvað smávegis að borða, lánuðum þeim svefnpoka og sokka og annan búnað sem við vorum með og þeim fór strax að líða betur,“ sagði Smári. Nokkrum klukkustundum síðar komu gönguskíðamenn að snjóhús- inu og nokkru síðar snjóbíllinn sem flutti Dalvíkingana til byggða en þá hafði veðrið skánað mikið. MORGUNBLAÐIÐ ) var eftir 36 tíma vist í snjóhúsi Morgunblaðið/RAX Jalvíkingarnir að halda til síns heima. Frá vinstri: Haukur Gunnarsson, Hlini Gíslason, Stefán Gunnarsson, Birkir Bragason, Gunnar Gunnarsson og Hörður Másson. sér út og ætlað að senda á loft neyð- arblys. Þá var skyggni nánast ekkert, glóralaust fárviðri og töldu þeir þá ekki ástæðu til að eyða blysi í óþarfa. Þeir Birkir og Stefán sögðu að- spurðir af hverju þeir hefðu ekki allir átta farið saman af fjallinu að þá ákvörðun hefði hópurinn tekið sam- eiginlega og ekki væri annað um hana að segja en að þeir hefðu farið niður sem einna best hefðu verið skóaðir. En hvað fannst Birki erfiðast við bið- ina?_ „Eg hugsaði heim, um fjölskylduna, konu og börn. En tíminn var hins veg- ar ekki lengi að líða og við stöppuðum stálinu hver í annan. Við vorum líka duglegir að berja hver annan og börð- um okkur til hita og höfðum reynt að hafa snjóhúsið eins lítið og unnt var til að geta verið þétt saman. Nei, við fóram ekki sameiginlega með bænir og ræddum það ekkert, ég veit ekki hvað hver og einn hefur hugsað innra með sér.“ Félagarnir segjast andlega þokka- lega vel staddir, allir væra þreyttir og þeirri stund fegnastir að komast í hvílu. Þeir kváðust síðan ætla að fara yfir málið og kanna hvaða lærdóm mætti draga af þessari reynslu. Illviðri á 15 mínútum Stefán Gunnarsson sagði frábær- lega vel hafa verið staðið að öllum að- gerðum. Kváðust hann og Birkir vilja koma á framfæri þakklæti fyrir hönd alls hópsins fyrir það hversu margir hefðu lagt mikið á sig fyrir þá. „Mesta sjokkið er að raska ró svo margra,“ sagði Stefá.i og var spurður um ástæðu þess að þeir ætluðu út með Eyjafirði að vestan en ekki að austan eins og einhverjir hefðu talið. Sagði hann ferðaáætlun þeirra ekki hafa verið mjög fastmótaða og veður verið gott; því hefði allt átt að ganga upp. „Veðrið var í raun frábært en síðan brestur á illviðri á fimmtán mínútum. Við reyndum að koma okkur fyrir í skjóli við sleðana fyrst í stað síðdegis á sunnudag en síðar færðum við þá dálítið og grófum okkur í snjóinn. Það tók óratíma og vorum við ekki búnir að koma okkur fyrir fyrr en um fimm- leytið á mánudagsmorgni," sagði hann. Eftir stutta hvíld héldu svo þre- menningarnir niður af fjallinu en hin- ir biðu björgunarmanna. ir og þrekaðir en 1 þokkalegu ástandi samt. Aðfaranótt þriðjudags Björgunarsveitarmenn hlúa að fimmmenningunum. Kannað hvort þyrlu sé fært að fljúga á vettvang með björgunarmenn eða að flytja mennina til byggða. Fallið frá því vegna veðurs og ákveðið að skoða málið með birt- ingu. Fleúi skíða- og vélsleðamenn ná á staðinn á næstu tveimur tímum og era með þurran fatnað og meiri vistir. Ákveðið að hreyfa ekki mennina úr snjóbyrginu en bíða frekar snjóbílsins úr Öxnadal. Veður tekur að ganga nið- ur. Þriðjudagur kl. 05.15 Snjóbíllinn kemur á vettvang. Þriðjudagur kl. 05.35 Snjóbíllinn snýr til byggða sömu leið með mennina. Þriðjudagur kl. 07.00 Vélsleðamenn sem fyrstir komu á vettvang koma í miðstöðina. Þriðjudagur kl. 07.30 Ljóst að þyrlan getur ekki athafnað sig vegna veðurs. Þriðjudagur kl. 08.30 Hluti börgunarsveitarmanna af höf- uðborgarsvæðinu heldur suður á ný með áætlunarflugi. Þriðjudagur kl. 09.45 Björgunarmenn úr Djúpadal koma í björgunarmiðstöðina. Þriðjudagur kl. 11.10 Snjóbíll kemur í Sesselíubúð og lagt af stað með Dalvíkinga í jeppum áleið- is til Akureyrai'. Þriðjudagur á hádegi Björgunai-menn koma á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri með Dalvík- ingana. Þriðjudagur kl. 13.30 Dalvíkingarnir útski-ifaðir. Björg- unarmenn Ijúka verkefni sínu með skýrslugerð. Faðir bræðra sem höfðust við í snjóhiisinu á Þorbjarnarbungnm •gnnar- •tskurn -2_____l_____ Morgunblaðið/RAX mennina fimm í snjóhúsið rennur hér á Öxnadalsheiði laust eftir klukk- ermorgun. Litlakoti sem er sunnarlega á Nýja- bæjarfjalli en höfðu haldið áfram nokkra fyrir miðnætti. Þriðjudagur kl. 01.20 Vélsleðamennirnir þrír tilkynna stjórnstöð að Dalvíkingarnir séu kald- + Morgnnblaðið/KiTstj án GUNNAR GUNNARSSON, faðir þeirra Hauks og Gunnars sem höfðust við í snjóhúsi við erfiðar aðstæður í 36 klukkustundir, ásamt Birgi syni sínum á Akureyri í gær. Frábært starf bj örgunar sveita Hann sagði það hafa verið fjöl- skyldunni ómetanlegur styrkur að geta leitað til björgunarsveitanna eftir upplýsingum. „Það hjálpaði manni mikið og dreif mann áfram að vera í góðu sambandi. Og björgunarsveitamennirnir unnu lireint frábært starf, sama hvar á það er litið og við erum mjög þakklát.“ Gunnar sagðist hafa haldið að þessu væri að ljúka þegar félagar þeirra komu til byggða á sunnudag. „En þá tók við annar erfiður tími ** þar til þeir fúndust í nótt, (fyrrinótt) og enn lengri tími þar til við vissum að þeir væru komnir í bfl en þá var komið ft'am á morgun.“ Gunnar sagði að synirnir, sem væru að nálgast þrítugsaldurinn, hafi frá unglingsárum starfað sinn í hvorri björgunarsveitinni á Dal- K vík og því reynt ýmislegt. Trúðum ekki öðru en þeir myndu skila sér „VIÐ misstum aldrei vonina og trúðum ekki öðru en þeir myndu skila sér,“ sagði Gunnar Gunnars- son, faðir þeirra Ilauks og Gunn- ars, sem voru í hópi fimmmenning- anna frá Dalvík sem höfðust við í snjóhúsinu á sunnudag. Þriðji bróðirinn, Birgir, var einnig í ferðahópi Dalvíkinganna inn á há- lendið en hann fór með jeppa úr Laugafelli til byggða á sunnudag. Það urðu því miklir fagnaðar- fundir er foreldrar þeirra, Gunnar og Stella Hauksdóttir, og bróðir hittu þá á slysadeild FSA í gær- dag. „Það er ekki hægt að lýsa allri þessari bið og öllum þessum tíma í einu orði. Þetta er í raun ólýsanlegt og vonandi eigum við aldrei eftir að upplifa neitt þessu líkt aftur,“ sagði Gunnar faðir þeirra í samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.