Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 11.03.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 5§C MYNDBÖND Sökkva himinfley Hraði 2 (Speed 2: Cruise Control)_ Npcnnumynd ‘/2 Framleiðendur: Jan de Bont, Mark Gordon, Steve Perry, Michael Peyser. Leikstjóri: Jan de Bont. Handritshöfundar: Randall McCormick, Jeff Nathanson. Kvik- myndataka: Jack N. Green. Tónlist: Mark Mancina. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Jason Patrick, Willem Dafoe, Temuera Morrison. 120 mín. Bandríkin. Skífan 1998. Út- gáfudagur: 18.febrúar. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. HRAÐi 2 er hinn frumlegi titill á framhaldinu á hinni stórgóðu spennumynd „Speed“, sem skaut leikurunum Sandra Bullock og Ke- anu Reeves uppá stjömuhimininn. Myndin byrjar á því að kynna áhorfendum það sem gerst hefur á milli fyrri mynd- arinnar og fram- haldsins, en Anne Porter (Sandra Bullock) ■ er komin með nýjan kaerasta sem hún heldur að lifí mjög rólegu lífi miðað við sinn fyrri sem var í sprengjudeild lögregl- unnar. En nýi kærastinn, Alex (Ja- son Patrick) er lögreglumaður og algjört hörkutól og eftir mikinn bílaeltingaleik lendir hann nánast í fanginu á Anne. Hann mildar hana með því að bjóða henni í siglingu um Karabíahafið og ætla þau að skemmta sér ærlege. En einn far- þeginn, John Geiger (Willem Dafoe), ætlar að sjá til þess að skipið komist aldrei aftur í höfn. Síðasta ár er eftirminnilegt fyrir allar þær hræðilegu stóru fram- haldsmyndir sem kvöldu áhorfend- ur. „Lost World“, „Batman and Robin“ og síðast en ekki síst Hraði 2, gerðu það að verkum að Hollywood er alvarlega að athuga að gera færri myndir sem bera rómverska tölustafi. Fyrstu 90 mínúturnar af myndinni eiu hreint út sagt hundleiðinlegar og hrika- lega illa skrifaðar. Það er reynt að byggja upp svipað andrúmsloft og var í fyiTÍ myndinni en það tekst engan veginn. Einnig eru þau at- riði sem Jason Patrick talar fingra- mál við unga mállausa stúlku hjá- kátleg og koma söguþræðinum ekkert við nema að teygja lopann, sem var nógu þunnur íyrir. En þegar 90 mínútur eru liðnar byrjar myndin að sökkva enn dýpra og nær þeim merkilega árangri að verða skemmtilega léleg. Spennu- atriðin eru ótrúlega illa unnin og stundum svo fyndin að maður trúir varla að kvikmyndagerðarmönnun- um hafi verið alvara. Einnig sést að miklum peningum hefur verið eytt í myndina til þess að hún líti sem best út og eru hin stóru brelluatriði á skjánum ein ótrúlegasta peninga- sóun sem sést hefur. Hið 10 mín- útna atriði þar sem skipið siglir ró- lega inní höfnina, í gegnum nokkra báta, einn veitingastað, hótel og einbýlishús er botninn á þessu öllu saman. Ef fólk vill sjá skip sökkva þá er ráðlegast að sjá „Titanic" í annað eða þriðja skiptið, því skipið í Hraða 2 kemst aldrei á flot. Ottó Geir Borg - kjarni málsins! FÓLK í FRETTUM ÖRVAR segir tvöfalda geisladiskinn sinn með Led Zeppel- in „tvöfalda himnasendingu fyrir sanna aðdáendur". Hver er ég? „ÉG vinn á auglýsinga- stofunni Goð, menn & meinvættir. Starfið get- ur verið mjög _____________________ stressandi og eftir erfið- an dag er gott að slappa af í sund- laugum borgarinnar. Ég fer a.m.k. 3 sinnum í sund á viku og eru þá pottamir og gufubaðið vinsælast. Líkamsrækt 3-4 sinnum í viku er I HAVEGUM Örvar Guðni Arnar- son, grafískur hönnuður nauðsyn til að halda aukakílóunum í hæstu kjörþyngd því allar helgar síðustu mánaða hafa verið nýttar til hins ýtrasta í djamm og skemmt- anir. Áramótaheitið mitt var að fræðast á nýja árinu, og því hef ég nýtt hvert tækifæri til að nálgast bækur um ýmsa listamenn, rétt tii að vita einhver deili á þeim. Starfið er þó það sem tekur mestan tíma og nýti ég m.a. hvert tækifæri til að skoða auglýsingar ofan í kjöl- inn,“ segir Örvar um afþrey- ■ ingarvenjur sínar utan vinnunnar. Apaplánetan V „Já, að sjálf- sögðu hef ég séð þær,“ er hið eina sanna svar við spumingunni „Hefurðu séð Apaplánetumynd- irnar?“ Snilld á snilld ofan, saga sem allir verða að þekkja, hluti af mannkynssögunni, kryddið á kjötinu, sveppirnir í súpunni.“ Tímavélin eftir Walchfdsoi „Fyrir mörgum ámm (mjög mörgum ámm) var mér bent á bókina og því gerði ég mér ferð í Bókasafnið í Vestmannaeyjum og dustaði rykið af þessu fornriti, skrifuðu í upphafi þessarar aldar. Þetta er vísindaskáldsaga um upp- finningamann sem smíðar tímavél og ferðast með henni um einhver 60.000 ár (minnir mig) fram í tím- ann. Þar hafa jarðarbúar skipst í tvær íylkingar, og aðeins önnur þeirra býr ofan jarðar. A þeim bókasöfnum sem ég hef lagt leið mína í hef ég leitað dauðaleit að bókinni en ekki fundið hana. Bíó- mynd hefur verið gerð eftir bók- inni, sem ég hef þó ekki séð.“ BBC Session með Led Zeppelin „Tvöfaldur geisladiskur sem ekki er kominn til landsins en er tvöföld himnasending fyrir sanna Led Zeppelin aðdáendur, draumur tón- listarmannsins en öðrum ætti að vera alveg sama. Nýútgefin lög, nýjar útfærslur, góð rödd hjá Ro- bert Plant, Jimmy Page alltaf jafn góður, John Paul Jones og John Bonham spila gífurlega vel satnanf Diskur sem ég hef spilað sl. tvo mánuði. Ákveðið þema sem er í mörgum lögunum gerir hann mjög skemmtilegan. Ef þú átt ekki diskinn ert þú ekki aðdáandi, það get ég a.m.k. sagt.“ Yessongs Með Yes „Af hverju þekkir enginn þessa skrambans hljómsveit? Þeir gerðu reyndar eitt lag allfrægt sem jafn- íiramt er leiðinlegasta lagið þeirra „Owner of a Lonely Heart“. Yes- menn gera öðruvísi lög, voru á undan sínum samtíma, sannirj. listamenn og grínistar, m.a. tókst gítarleikaranum Steve Howe að sannfæra Jökul í Trúbroti um að hann væri einn besti trommuleik- ari heims, og reyndi Jökull að telja íslendingum trú um það fyrir skömmu. Diskurinn er einfaldlega góður, ekki orð um það meir.“ Kringlunm BRJALAÐ KRINGLUKAST 11.-14. mars Jakkar áður kr. 8.990, Nú aðeins kr. 5.990 áður nú aðeins Peysur kr. 5.990, Buxur kr. 5.990, Bolir kr. 2.490 Bolir kr. 1.990 kr. 1.490 kr. 990 o.fl. o.fl. frábær tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.