Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 36
jgffi MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ Skjámenning vorra tíma „Með því að horfa á sjónvarp í eina klukkustund sér nútímaáhorfandi meira og flóknara myndmál en forfeður hans gerðu á allri ævi sinni. “ ÞAÐ þykir frekar lág- kúrulegt að horfa mik- ið á sjónvarp. Yfirleitt er það álitið einkenni á (list)menningar- skorti viðkomandi ef hann verður uppvís að því að horfa á sjónvarp kerfisbundið, stöðugt, daglega eða jafnvel of ákaft. Fræðimenn skilgi'eina sjónvarp sem miðil er krefst aðeins miðlungs athygli og þaðan af minna. Þess vegna er við hæfi að horfa á sjónvarpið af viðeigandi kæruleysi, eins konar uppgerðar áhugaleysi, því of áfergjulegt gláp kemur upp um hversu grunnt áhorfandinn stendur menningarlega. Það þykir líka viðeigandi að ( tala hæfilega illa um sjónvarpið, segjast horfa VIÐHORF tilviljanakennt á ------ einn og einn Eftir Hávar þátt, en að játa Sigurjónsson að hafa horft á dagskrána frá fréttum til dagskrárloka, gerir enginn sem vill teljast með eðli- legt viðhorf gagnvart sjónvarpi. Sjónvarpið er í huga margra ill nauðsyn, svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni, sem - eins og svartra sauða er von og vísa - fær lang- mesta athygli. 011 fjölskyldan sameinast í athyglinni á honum en þvertekur fyrir það út í frá. Þessi neikvæða afstaða er í samræmi við hina hefðbundnu kenningu um að sjónvarpið sé lágmenningarlegur afþreyingar- miðill. Vilji maður njóta hámenn- ingar. þ.e. bókmennta, leiklistar, tónlistar eða myndlistar verður að gera það með beinum hætti, en ekki fyrir milligöngu sjón- varpsins. Þetta þýðir m.ö.o. að allt sem sjónvarp snertir á verð- ur lágmenningarlegt, þar sem al- varleg umræða og skapandi listir glata inntaki sínu og verða eðli málsins samkvæmt að einhvers konar afþreyingu. í beinu framhaldi er það um- hugsunarefni hversu lítil umræða er um sjónvarpið - ekki dag- skrána frá degi til dags - heldur fyrirbærið sjálft, hlutverk þess og áhríf í samfélaginu því sjónvarpið er ekki einkenni á iðnvæddu nú- tímaþjóðfélagi, það er andlit þess og spegill; það gefur forskriftina að lífsstíl, útliti og athöfnum sem hæfa nútímafólki. Bent hefur ver- ið á að lágmenningarlegt eðli sjónvarpsins komi fram í því að yfirborð hlutanna, stíll og form, njóti meiri áherslu en innihaldið. Nútíminn er upptekinn af því að ^ skapa ímynd, útlit og stíl. „Nú- tímamenning þar sem skilin milli hámenningar og lágmcnningur er orðin óljós, ef ekki horfín, snýst að miklu leyti um yfírborð hlut- anna; hún einkennist af þrá- hyggju um form en ekki innihald. I listum hefur slíkt tilhneigingu til að ala af sér útlits- og líkams- dýrkun (sensúalisma), en í al- mennara samhengi ýtir það undir alls kyns neyslu þar sem almenn- ingur reynir að kaupa ímynd eða stíl. Sjónvarpið ýtir undir menn- ingarlega yfírborðsmennsku af þessu tngi. “ (S. Ewan 1988). Oft er sagt að sjónvarpið geri áhorfendur að hlutlausum þátt- takendum, það mati áhorfandann sem gleypi umhugsunarlaust það sem fram er borið. Hér er hið margnefnda forheimskandi hlut- verk allsráðandi. Spyrja má hvern sjónvarpið forheimski með þessum hætti. Fæstir myndu telja sjálfa sig í þeim hópi. Hverja þá? Viðtekin klisja dregur upp mynd af heiladofnum fjöldanum sem starir glaseygður á skjáinn og nærir sig samtímis á draslmat. Erlendar áhorfendarannsóknir benda þó til þess að fjöldinn sé ekki jafn einsleitur og ekki jafn heiladofinn og kenningin gerir ráð fyrir. Afþreyingarhlutverk sjónvarpsins er óumdeilanlegt en forheimskunaráhrif þess má draga í efa. Afstaða áhorfandans er að einhverju leyti mótuð af umræðunni um neikvæð áhrif miðilsins (við höfum vara á okk- ur) og kenningin gerir einnig lítið úr ályktunarhæfni áhorfandans og skoðunum hans á þeim fyrir- bæi'um sem fjallað er um. Lengst af hafa þau viðhorf ver- ið ríkjandi að sjónvarpið hafi mjög mótandi hugmyndafræðileg áhrif á áhorfendur. Hlutleysis- stefna ríkissjónvarpsstöðva bygg- ist á þessari skoðun. A síðustu ár- um telja sumir fjölmiðlafræðing- ar að innrætingarhlutverk sjón- varpsins sé fyrst og fremst fólgið í stöðugri endurtekningu og eft- iröpun á samfélagsfyrirbærum; hið ríkjandi ástand hlutanna birt- ist nánast eins og náttúrulögmál. „Myndmál þess (sjónvarpsins) er ekki aðeins lýsandi heldur gefur einnig forskrift. Það sýnir ekki aðeins hvað fer fram í þjóðfélug- inu heldur sýnir okkur hvernig á að uðlugust því. Auk þess sýnir það refsingunu sem fylgh- því að aðlagast ekki. Stöðugar endur- tekningar á sams konar mynd- máli skapa sjónvaipsveröld þar sem hið hefðbundna er viðtekið og uðlögunin er reglan." (Kellner 1982). Bresk könnun sem gerð var ár- ið 1994 leiddi í ljós að eitt eða fleiri sjónvarpstæki eru á 95-98% heimila í landinu og að daglega væri kveikt á sjónvarpinu 4,9-5,3 klukkustundir og að hver einstak- lingur innan fjölskyldunnar eyddi daglega að meðaltali 3-3,8 klukkustundum í að horfa á sjón- varpið. Þetta er meiri tími en fer samanlagt 1 öll önnur áhugamál (meðal)fjölskyldunnar og kemur næst á eftir vinnu og svefni. ís- lensk könnun árið 1994 sýndi fram á að meðaláhorf er 16 klukkustundir á viku. Það er tals- vert minna en breska könnunin sýnir en umtalsverður tími engu að síður. Óhætt er að fullyrða að ekkert fyrirbæri í veröldinni fái jafnmikla athygli jafnmargra og sjónvarpið og því er ekki að undra að barist sé hart um yfir- ráð á þeim markaði, hvort heldur er alþjóðlega eða á smærri svæð- um. Einnig hér á Islandi. Myndmettun (image satur- ation) er einnig fyrirbæri sem fræðimenn nota yfir hinn el- ektróníska myndheim nútíma- mannsins. Fjölmiðlafræðingurinn John Fiske er ómyrkur í máli þegar hann segir: „Mettunin er slík að um er að ræða fullkominn eðlismun en ekki stigsmun á milli okkar tíma og fyrri tíma. Með því að horfa á sjónvarp í eina klukkustund sér nútímaáhorfandi meira ogflóknara myndmál en forfeður hans gerðu á allri ævi sinni. Við búum í dag við gjörólík tengsl milli myndmálsins sem fyrir okkur ber á degi hverjum og reynslu okkur að öðru leyti. Veruleiki okkar er slíkur að við drögum engin skil á milli mynd- málsins ogreynslunnar.“ Áð í Dresden Dresden var fegurst borga Miðevrópu, Flórenz Þýskalands. Umhverfí borgarinn- ar er ekki síður fagurt, fjallahéruðin í nágrenni hennar bera þannig heitið saxneska Sviss. Bragi Ásgeirsson var þar í könnunarferð og heimsókn til vinar síns Horst Zimmermanns fyrrverandi safn- stjóra Albertinum og hermir hér lítillega af því sem á daga hans dreif. EITTHVAÐ er þetta verk úr silfri og kóröllum nútímalegt, þótt gert hafi verið í lok 16. aldar. Höfundur Abraham Jamnitzer. ÞAÐ er ekki nema liðlega tveggja tíma lestarferð frá Berlín til Dresden, en um þessar mundir er ljóðurinn sá, að farið er frá brautarstöðinni Lichtenberg, sem er austast í út- jaðri Berlínar. Komnir á leiðarenda eru menn hins vegar í miðri borg kjörfurstanna með Agústarnafnið, sem gerðu staðinn að höfuðdjásni Miðevrópu, Flórenz Þýskalands. Arið 1995 var ofarlega á baugi að sækja borgina óviðjafnlegu við Sax- elf heim í annað skipti, skoða þær mörgu sýningar sem í gangi voru í tilefni stríðslokanna hálfri öld áður. Og þó ég hafi verið á leiðinni í mörg ár og freistingin mikil, voru list- og sögusýningarnar enn fleiri í Berlín, svo ég náði ekki á leiðarenda í það skiptið. Varð til talsverðra eftir- þanka, því þáverandi forstöðumað- ur Málverkasafns nýrri meistara, Albertinum, Horst Zimmermann, hafði lengi verið óspar að hvetja mig að koma í heimsókn. Sjálfur hafði maðurinn kannski ekki úr há- um söðli að detta, því hann hafði verið nær tuttugu ár á leið til mín og Sögueyjunnar. Zimmermann byggði upp Tvíær- inginn í Rostock, og leiddi hann í heila tvo áratugi, en þótt ég væri meðlimur alþjóðlegu nefndarinnar frá 1967-81 og hefði nokkur sam- skipti við hann var ég hóflega upp- lýstur um einkahagi mannsins. Það var fyrst eftir að hann lét verða af því að koma til íslands fyrir nálægt tveim árum að rakinn var að nokkru örlagavegur sem ég hafði ekki hugmynd um. Var fæddur og uppalinn í Dresden, hafði upplifað loftárásirnar miklu á borgina í stríðslok og verið forstöðumaður Albertinum í áratug áður en honum var falin uppbygging tvíæringsins. Og síðan annan áratug eftir að hann hætti í Rostock, eða allt þar til aldurstakmörkunum var náð um áramótin 1995-96. Bæði embættin voru mikilvæg og erfið í austurhlut- anum og hér þurfti engan meðal- mann að velja til forystu, fremd safna hafði einfaldlega ekki forgang í Alþýðulýðveldinu. Þannig var list- höllin við Svanatjörn í úthvei'fí Rostock hin eina sem upp reis í 40 ára sögu þess og fátt ef nokkuð gert til viðhalds eldri söfnum, þau frekar látin drabbast niður. Þó sagði áhrifamaður nokkur í flokkn- um einhverntíma, að menn ættu að byggja fleiri listhallir, því það minnkaði þörfina á fangelsum! Evrópuhraðlestin til Búkarest hafði stuttan stanz, svo fólk var til- búið með farangur sinn við út- göngudyr. Ekki þurfti ég að svipast um er ég sté á brautarpallinn því Zimmermann var þegar kom- inn, þrautþjálf- aður að taka á móti ferðalöng- um, nánast með ofvirkt sjötta skilningarvit á því sviði. Aldarfjórð- ungur var frá síðustu dvöl minni í borginni og voru það minnisstæðir dagar. Þá var alþjóðlegu nefndinni komið fyr- ir á Köningshof, einu fínasta hótel- inu og væsti ekki um okkur. Þó skeði einn daginn, nokkru áður en farið skyldi í dagsferð til flestra hinna sögufrægu halla í nágrenni borgarinnar að ég drakk eitraðan ■ austurþýskan kóladrykk, fékk magabruna og úr leik. Það fór afar illa í mig og nú skyldi úr bætt, sem var gert með meiri ágætum en nokkrar væntingar vóru um. Fyrir óviðráðanlegt orsakasamhengi bar komu mína óvænt að, svo Zimmer- mann varð að gera breytingar á vinnuáætlunum sínum og strika út fundi og viðtöl, en borgarlistasöfnin hagnýta sér enn víðfeðma þekkingu hans og hann er með skrifstofu á aðalstöðvunum að mér skilst. Hins vegar hafði hann breytt vinnuher- bergi sínu heima í gistirými fyrir mig. Hefur ennfremur þann starfa fyrir ferðaskrifstofu nokkra að fara með hópa á söfn og sýningar vítt og breitt um Evrópu. Gerist þetta nokkrum sinnum á ári, og í maí fer hann til Stokkhólms, menningar- borgar Evrópu 1998, og mun þá væntanlega skoða sýninguna Kjörsifjar, sem ég sagði honum frá og hann var afar leiður að hafa misst af. Er ekki að efa að fararstjórnin sé 100%, jafn lífsreyndur og fróður og Zimmermann er á sínu sviði. Er við vorum að skoða hof og hörg í gamla daga las hann margra alda og breytilega stflsögu af ytri byrði þeirra eins og að drekka vatn og var stundum að uppgötva eitthvað nýtt og ljómaði þá allur. Annað, sem ég fékk nú mun betra tæki- færi til að sannreyna, er eðlislægur hæfileiki hans að skoða hlutina og endurnýja sýn sína á þeim, eins og hann væri að sjá þá í fyrsta skipti. það er þetta sem hefur vægi til úr- slita í lífinu, hæfileikinn að sjá og upplifa, en ekki afgreiða það sem menn hafa áður séð, sem eitthvað sem tæmt hefur verið og rúið mikil- vægi. „Eg hef séð þetta áður“ er grunnfærð setning í návist Zimmennanns, því að jafnvel á gamla safninu hans, Gemáld- egalerie Neue Meister, var hann stundum á eftir mér svo niðursokk- inn sem hann og kona hans voru að skoða listaverk sem þau um árabil höfðu dags daglega haft í næsta sjónmáli! Maður þekkir þetta, því endurfundirnir geta verið líkastir því að hitta gamla vini eftir nokkurn aðskilnað. Mikil listaverk eru stöðugt að skapa ný viðbrögð, nýja ögrun, eru vel að merkja eng- an veginn dauðir hlutir. Safnið var áður í Zwinger, þar sem Semper galleríið svonefnda, eitt frægasta safn veraldar er til húsa, ekki einungis fyrir Sixtínsku Madonnuna, sem veitir Mónu Lísu BLÖKKU STÚLKA með skál, Benjamin Thomas og Melchior Dinglinger, u.þ.b. 1709. Nashyrnings- horn, gull, silfur, smelti, demantar. Græna hvelfingin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.