Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR EINS og öllum hestaeigendum er kunnugt komu upp í febrúar sl. óvenjuleg veikindi í hrossum á höf- uðborgarsvæðinu og hefur hún verið nefnd smitandi hitasótt. Þó að talsvert hafi verið fjallað um þessa veiki í fjölmiðlum bæði með fréttatilkynningum, greinum og viðtölum er ljóst að sumir hafa ekki náð að fylgjast með slíkum upplýs- ingum og því er nauðsynlegt að koma eftirfarandi greinargerð á framfæri. Upphaf veikinnar Ekld er alveg ljóst hvenær veik- in byrjaði, en talið er nú að fyrstu tilfellin hafi verið um helgina 7.-8. febrúar. Þó getur verið að einhver tilfelli hafi skotið upp kollinum fyrr, því dýralæknar á höfuðborg- arsvæðinu greindu þetta í upphafi sem fóðureitrun eða meltingarslen og meðhöndluðu þetta samkvæmt því, þar sem hestamir voru bara með háan hita, en engin einkenni . sem venjulega fylgja þeim veiru- sýkingum sem við óttumst mest, svo sem hósti og nasarennsli, voru greinanleg. Það er síðan ekki fyrr en hinn 18. febrúar sl. að haft er samband við embætti yfirdýralæknis um að eitthvað óvenjulegt sé á ferðinni og strax næsta dag voru flestir starf- andi dýralæknar á höfuðborgar- svæðinu kallaðir á fund yfirdýra- læknis til að fara yfír stöðu mála. Fréttaflutningur Fyrsta fréttatilkynning embætt- isins var síðan gefin út 20. febrúar og um málið fjallað sem fyrstu frétt í sjöfréttum Ríkisútvarpsins og Stöð 2 birti viðtal við mig síðai- það sama kvöld. Þá var strax varað við því að hér gæti verið á ferðinni smitsjúkdómur. Fréttatilkynning með nýjustu upplýsingum um gang sjúkdómsins var síðan send út 23. febrúar. Hinn 26. febrúar voru í tvígang lesnar í Ríkisútvarpinu viðvaranir vegna sjúkdómsins og fréttatilkynning var send út hinn 27. febrúar þegar reglugerð um bann við hestaflutn- ingum var gefin út. Hinn 4. mars var einnig send út tilkynning, þeg- ar fýrir lá að hér væri ekki um að ræða hestainflúensu eða tvær af svokölluðum herpes veirum. Yfirdýralæknir og dýralæknir hrossa- sjúkdóma hefur einnig veitt fjölmörg viðtöl við blaða-, útvarps- og sjónvarpsfréttamenn. Reynt hefur verið eftir megni að senda þessar tilkynningar til hesta- mannafélaganna bæði beint og í gegnum Landssamband hesta- mannafélaga. Upplýs- ingar hafa verið send- ar sérstaklega til dýralækna og til félags tamningamanna. Samráðs- fundir hafa verið haldnir með dýra- læknum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Öllum upplýsingum hefur því verið komið fljótt og vel til skila, jafnskjótt og þær hafa legið fyrir. Um eldri veirusýkingar í hrossum hérlendis Til samanburðar má geta þess að veiki sú sem kom upp í einu hesthúsi í Víðidal 1994 lýsti sér með þurrum hósta og barkabólgu en ekld hækkuðum hita. í því til- felli var því ljóst strax í upphafi að um eitthvað nýtt var að ræða og því eðlilegt að fljótt væri brugðist við og það hesthús einangrað. Ekki hefur þó tekist að skýra nákvæm- lega hvað var þar á ferðinni, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir þar að lútandi. Þó er talið að Herpes veira 4 hafi þar átt þátt í máli og talið er að mótefni gegn þeirri veiru sé allútbreitt hér. Ekki er kunnugt um að gerðar hafi verið tæmandi rannsóknir á mótefnum gegn veir- um í íslenska hrossastoftiinum, en vissulega væri slíkt æskilegt. Al- mennt er talið að íslensk hross hafi mótefni gegn tiltölulega fáum veir- um. Sjúkdómurinn nú En hvað er hér þá á ferðinni? Erum við að sjá hér í uppsiglingu nýjan sjúkdóm, eða kom hann hingað frá öðrum lönd- um? Er þetta veira sem er þekkt, en hag- ar sér öðruvísi í okkar næmu hrossum. Um sjúkdómseinkenni er það að segja að fyrst og fremst er hægt að greina hækkaðan hita og í flestum hestum kemur fram lystar- leysi, en þó ekki í öll- um. I sumum hestum má greina hljóð frá meltingarvegi sem benda til meltingar- truflunar. Þrír hestar sem taldir eru hafa verið veikir af þessari hitasótt, hafa verið krufðir og þá hafa m.a. komið í ljós greinilegar bólgur í slímhúð garnanna. Allt frá upphafi þessarar sóttar haf verið tekin sýni til rannsóknar, Svo virðist, segir Halldór Runólfsson, að hér sé á ferðinni frekar vægur sjúkdómur. þar á meðal heysýni, saursýni og blóðsýni og ýmist send til rann- sóknar að Tilraunastöð Háskólans á Keldum eða til Dýralæknahá- skólans í Uppsölum í Svíþjóð. I fyrstu greindust Listeria sýklar í heyi sem villti fyrir mönnum um stund. Síðan hafa komið nokkur svör frá Svíum um hvaða sjúkdóm- ar þetta eru ekki, en ekki enn hvað þetta er. Svíar eru hins vegar mjög áhugasamir um gang mála hér, því þeir telja sig hugsanlega vera með eitthvað svipað í gangi í Vestur- Svíþjóð. Fyrirspumir okkar er- lendis hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu enn, það kannast eng- inn við sömu sjúkdómsmynd og því er hugsanlegt að hér sé um nýjan sjúkdóm að ræða. Þess ber að geta að svo virðist sem hér sé á ferðinni frekar vægur sjúkdómur bæði í þeim reiðhestum sem hafa fengið veikina og eins í nokkrum stóðhrossum á útigangi. Þau virðast jafna sig á nokkrum dögum. Reiðhestar sem voru með þeim fyrstu sem veiktust eru taldir vera komnir til fullrar heilsu. Rannsóknir okkar hafa sýnt að veikinni fylgir mikil fækkun hvítra blóðkoma, eins og algengt er með veirusýkingar og því er alltaf hætta á að mótstaða gegn bakter- íusýkingum í kjölfarið sé lítil. Því vekur ugg að undanfama daga hafa verið að drepast nokkrir hest- ar sem virðast fá hrossasótt í kjöl- far hitasóttarinnar. Einnig er of snemmt að segja til um áhrif á fyl- fullar merar og stóðhesta meðan við vitum ekki um hvaða veiru er að ræða. Það er því óábyrgt tal að hvetja til þess að veiki þessi sé breidd út viljandi þar sem svo lítið er vitað um hana enn sem komið er. Viðbrögð við veikinni Það er ef til vill ekki óeðlilegt að það sé gagnrýnt hvað það tók lang- an tíma að átta sig á því að hér var um nýjan sjúkdóm að ræða. Komu þó við sögu margir af okkar reynd- ustu dýralæknum á sviði hrossa- sjúkdóma. Til samanburðar má geta þess að það sama gerist oft þegar um matareitranir er að ræða, fyrstu tilfellin era yfirleitt afskrifuð sem umgangspest eða ælupest, þar til nógu mörg tilfelli hafa komið fram til að fólk átti sig á því að um matareitran frá sömu uppsprettu hafi verið að ræða. Þegar málið kom á borð yfir- dýralæknis, var ljóst að ekki var sennilegt að um einhverja af hin- um skæðu veirasjúkdómum væri að ræða. Ennfremur benti allt til þess þá að allar líkur væra á að veikin hefði þá þegar borist víða vegna mikils samgangs við suma þá staði þar sem vitað var um veik- ina. Það var því metið svo að ekki myndi bera árangur að einangra þau hús, sem þá var vitað að væra sýkt. Allar aðgerðir hafa miðast við að koma í veg fyrir að veikin færi út á land í útigangshross þar sem þau gætu orðið illa úti ef þau veiktust í þessum mikla kulda sem hefur verið hér á landi að undan- fórnu. Utbreiðsla nú er talin ná til allra hesthúsahverfa á höfuðborgar- svæðinu, á Akranesi og á Selfossi og á nokkra bæi í Ámessýslu. í flestum tilfellum er hægt að skýra smit vegna samgangs við þá staði þar sem fyrst var vitað um veikina. Granur kom upp um að veikin væri komin á einn þæ í Eyjafirði en þar reyndist sem betur fer um ann- að að ræða. Gífurlegar sögusagnir hafa verið um veikina hér og þar um landið, en þær hafa ekki verið á rökum reistar. Þeir sem hlaupa með slíkai- kjaftasögur í blöð og út- varp verða einungis sjálfum sér til skammar, en hjálpa ekki til við að leysa málið á farsælan hátt. Hér skal einnig bent á að stjóm- sýslulög gera kröfu um að viðbrögð við málum sem þessum séu í sam- ræmi við alvarleika þeirra. Því er alveg ljóst að komi til þess að við fáum einn af hinum alvarlegu veirasjúkdómum í hesta okkar verður bragðist við á miklu harðari hátt. Framvinda málsins Það hefur komið vel í ljós undan- fama daga að skipulag hesthúsa- hverfanna er mjög slæmt hvað sjúkdómsvamir varðar. Þar er stutt á mih húsa og samgangur manna, hesta og hunda mikill. ís- lenskir hestamenn hafa notið þess frjálsræðis að fá að fara og flytja hesta sína um allt land, nánast án nokkurra reglna. Þetta hafa verið sérréttindi, borið saman við aðra búfjáreigendur og taka má sem dæmi að svínabóndi sem hefur far- ið til útlanda og í svínahús þar get- ur ekki farið inn í sitt eigið hús fyrr en að liðnum 48 klukkustundum til að forðast að bera hugsanlegt smit með sér. Hvað segðu hestamenn við slíkum hömlum? Menn era því beðnir að taka því með stillingu að lagðar era tímabundnar hömlur á í hestamennskunni, á meðan unnið er að því að hindra frekari út- breiðslu sóttarinnar, m.a. með því að framfylgja reglugerðinni frá 4. mars sl. Þar sem alveg er hugsanlegt að hitasótt þessi hafi borist okkur er- lendis frá, hefur þetta vakið upp þær umræður að gífurlega mikið sé í húfi fyrir íslenska hestaeigendur að halda erlendum hrossasjúkdóm- um frá okkar hestum. f gildi er auglýsing nr. 226/1990 um bann við innflutningi notaðra reiðtygja og á undanfómum árum hafa verið í gangi vamaðarauglýs- ingar í innlendum og erlendum hestatímai-itum frá embætti yfír- dýralæknis þar sem varað er við hættunni á að eriendir sjúkdómar berist hingað til lands með þeim umfangsmiklu samgöngum sem eru milli íslands og annarra landa vegna hestamennskunnar. Það er þó Ijóst að þennan áróður verðum við að stórauka og undirbúningur er þegar hafin í þá vera og verður síðar leitað eftir fullu samstarfi við hestamenn og félög þeirra um að skapa reglur sem að gagni munu koma við að hefta útbreiðslu alvar- legra hrossasjúkdóma hér á landi. Höfundur er yfirdýralæknir. Smitandi hita- sótt í hrossum Halldór Runólfsson SEGJA má að eftir nokkurra áratuga stúss í námunda við hinn mjög svo út- breidda gervi-alkóhól- isma og svo auðvitað, ekki síður hinn raun- veralega alkóhólisma sé ég orðinn nokkuð vel slípaður á þeim legunum og tel mig grana hvar þörfin á ofdrykkjuvörnum fyr- ir fullorðna muni vera mest, en það er meðal þeirra frísku og full- vinnandi „felu- drykkjumanna" sem dreifast vítt og breitt um þjóðfélagið en þora ekki að gefa sig í Ijós af ótta við fyllibyttu- stimpilinn. Mönnum gengur erfið- lega að átta sig á að orsaka drykkjuskapar getur verið að leita í allflestum flækjum og furðum mannlegra sálna, en þeirra erfið- ust er vafalaust hin svokallaða skynsemi. Víst má reikna með að drykkju- skapur sé oftast nær afleiðing ein- hvers konar flækju í sálar-, félags- eða framfærslulífi manns- ins sem sækir blint í áfengi eða aðra vímu- valda á flótta frá heimatilbúnum eða til- fallandi erfiðleikum. Lausn þessa vanda- máls gæti legið í því að fá viðkomandi til að velta fyrir sér áþreif- anlegum orsökum sem hugsanlega gætu átt einhvem þátt í vand- ræðunum, enda er reynsla fyrir því að þannig hefur mörgum verandi og verðandi ofdrykkjumanninum opnast leið til frelsis. AA-starfið sannar þetta. Hér áður fyrr var drykkjuskap- ur kallaður drykkjuskapur og sá sem hann stundaði talinn ábyrgur fyrir ástandi sínu og afleiðingum drykkjuskaparins. Nú er því miður svo komið að drykkjuskap má ekki lengur kalla drykkjuskap, heldur er alkóhólismastimplinum strax smellt á fyrirbærið. En vitað er að Tilraun er í gangi á Netinu. Steinar Guðmundsson bendir á slóðina islandia.is/bakkus lokastig drykkjuskapar er sjúk- dómur, sjúkdómurinn alkóhólismi. Hér er um mjög alvarlegan sjúk- dóm að ræða, sem rakinn verður til drykkjuskapar, sjúkdóm sem leggst eins og mara á alla tilvera mannsins og truflar hann, ekki bara siðferðilega heldur ekki síður líkamlega, andlega, félagslega og efnalega, en líkamlegir timbur- menn fyllibyttunnar með svita sín- um og skjálfta era ekki nema þol- anleg tilbreyting miðað við þá and- legu kvöl sem alkóhólismi leggur á það fólk sem trúir því að lífið eigi sér tilgang. Og erfiðasti og lúmsk- asti þáttur sjúkdómsins er að á honum verður ekki unnið nema sá sem við örkumlin býr eigi forystu í aðför að meininu þótt staðreynd sé að hann er ekki dómbær á ástand sitt vegna lamandi og raglandi þátta sjúkdómsins. Það er ekki bara hvolpurinn sem bítur í rófuna á sjálfum sér. Fávíslegt er það og ríflega það; það er ljótt, mjög ljótt, að reyna að telja drykkfelldum manni, sem ekki nær að hafa stjóm á drykkju- venjum sínum, trú um að volæði hans og vandræði verði rakin til sjúkdómsins alkóhólisma, sem hann enn hefur ekki drakkið yfir sig. Mér finnst þetta jafngilda því, að reyna að hrinda manni fram af björgum - reyna að ræna hann sjálfsbjargarviðleitninni. En þessi blekking er orðin nokkuð gróin í áliti almennings, því alla óeðlilega framkomu sem bundin er áfengis- notkun er farið að kalla alkóhól- isma. En einmitt á þessu skeiði, fylliríisskeiðinu, má koma mannin- um til hjálpar og fá hann til að taka forystu í sínum málum. Það hvort við teljum þetta sjúkdóm eða sjúk- legt ástand er aukaatriði svo fram- arlega sem við hlekkjum ekki drykkjuskapinn, sem er viðráðan- legt fyrirbæri, við sjúkdóminn alkóhóiisma án þess að lögmáls or- saka og afleiðinga sé getið. Hér er ég kominn að tilgangi mínum með þessu greinarkomi, því mig langar til að benda á til- raun sem er í gangi á „Intemetinu“ og ber kennislóðina: „islandia.is/ bakkus“, en þar er reynt að endur- vekja að einhverju leyti ábending- ar sem rekja má til starfsins að Sogni þegar SAA var að stíga sín fyrstu heillaspor. Reynandi er að þiggja það sem hér er í boði, en taka verður tillit til þess að hér er ekki um beina leiðsögn að ræða, heldur era tíndar fram ýmsar stað- reyndir sem ætlast er til að leit- andinn moði úr í von um að finna lausn á vandamáli sínu. Þessu má ekki ragla saman við skipulagða faglega meðferð, því að „fara í meðferð" er ekki bara upphaf bata, heldur helft hins varanlega bata. En án þessarar faglegu endurhæf- ingar bjargast samt alltaf einn og einn og þess vegna finnst mér freistandi að koma fræðslu um eðli ofdrykkju og alkóhólisma sem allra víðast í von um að menn nenni að kynna sér þetta um of algenga mannlega fyrirbæri svo þeir geti kinnroðalaust mætt því í björtu og unnið á því. Höfundur er áhugamaður um of- drykkjuvarnir. www.islandia.is/bakkus Steinar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.