Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998 c í > I > I > M I I I » I i » i HÚS Roberts Sterl í nágrenni Pirna. Zimmermann er fyrir miðri mynd. EKKI veit ég hvað stúlkan unga hefur setið lengi á þessari tijágrein og hlustað á þá sem tala frá ræðupúltinu fyrir neðan hana. Mynd- in er frá torgi í Meissen. PRÓFESSOR dr. Ulrich Schiessl, rektor listakademíunnar í Dresden heldur ræðu á útskriftarhátíð skólans 8. janúar. Verðlaunaverk Annekatrin Klump sést við hlið hans, en blæbrigðaríkdómur málverksins er þó snöggtum meiri en fram kemur. HORST Zimmermann og Inga eiginkona hans. Á milli þeirra er lista- kona sem við heimsóttum í afar fínt íjölbýli í miðborginni, en var utan- garðs á tíma Alþýðulýðveldisins. harða samkeppni sem nafn- kenndasta málverk heims. Heldur einnig lykilverk eftir Tizian, Tintor- etto, Coreggio, Rubens, van Dyck, Rembrandt, Ribera, Velazques, el Greco, Brueghel og Jan van Eyck svo eitthvað sé nefnt. Einstakt þrí- verk Van Eycks, sem er ekki nema 33,1 x 54,7 sm. í heild sinni, miðjan 33,1 x 27,5, en hvor vængur 31,1 x 13,6, gerir allar stærðir afstæðar. Myndin er í glerskáp og á bakhlið myndarinnar hefur listamaðurinn skrifað með eigin hendi „Johannes van Eyck fullgerði mig á því herr- ans ári 1437. - Eins vel og ég mögulega gat.“ Sjaldan hafa augu mín litið ferskar málaða mynd, og sáu í henni staðfestingu orða Rainer Maria Rilkes; Hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt, það gengur mikil og eilíf fegurð um veröld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti.“ Og- leymdur skal Canaletto sá er eigin- lega hét Bemardo Bellotto, nem- andi og frændi Feneyjamálarans Antonio Canal, hirðmálari í Dres- den og málaði eins og lærimeistar- inn staðfræðilegar myndir, sem eru undursamlegar sjónrænar heimild- ir. Fræg er mynd hans í safninu í Pirna af drukknum villisvínum. Zwinger er „hátíðarsalur" undir berum himni, umkringdur listihús- um og innisvölum, galleríum. Telst einn af gimsteinum barokksins, og reis á árunum 1711-32, húsameist- ari var Daniel Pöppelmann sá er teiknaði margar fegurstu bygging- ar borgarinnar. Hvarvetna sér í styttur eftir Baltasar Permoser þann sem er höfundur óviðjafn- legra skreytinga í Dresden og ná- grenni. 011 konunglegu söfnin voru húsuð í Zwinger árið 1728, en eftir lát Ágústar sterka 1732 var þeim lítið sinnt og í niðurníðslu til loka 19. aldar. I stríðslok var byggingin rústuð, en íbúamir hófu strax að endurbyggja hana og fleiri söguleg- ar byggingar með berum höndum eins og frægt er. Árið 1956 hafði tekist að ljúka austurhlutanum og vesturhlutanum 1960. Rússar skil- uðu listaverkunum 1955, og var hin- um eldri þeirra komið fyrir í Zwin- ger en seinni tíma verkum hins vegar í húsi er nefnist Albertinum, í því fæga hverfi er nefnist Brúhlsche Terrasse, og var upp- runalega byggt sem vopnabúr á fimmtándu öld. Þar er einnig svo- nefnd Græna hvelfing, en hún geymir listaverk og völundarsmíð úr gulli, silfii og eðalsteinum frá 16.-18. öld. Hér telst meistari meistaranna hirðgullsmiður Ágúst- ar sterka, Johan Melchior Dinglin- ger, og allt er samasafnið hið ótrú- legasta enda var drjúgur fólks- straumur þar inni þrátt fyrir að þetta væri í janúar. Segir sitthvað um aðsóknina að sumarlagi. í Al- bertinum er höggmyndasafnið einnig varðveitt, og þótt ekki sé það stórt er það áhrifamikið og vel fyrir komið. Ánnars er þessi hluti safns- ins ekki eins ríkur af listaverkum og fynrum því ekki hefur öllu sem rænt var verið skilað aftur, þó er margt gildra og frábærra verka á málverkasafninu þótt sundurleitt sé á köflum, einnig frá tíma Al- þýðulýðveldisins. Byggingin er þung og var ég allskostar feginn er ég rakst á veitingabúð á annarri hæð og var fljótur að bjóða Zimmermann og frú Ingu þangað inn. Reyndist hún af nýi-ri gerð og hin vistlegasta og er ég hafði orð á því, kom í ljós að Zimmermann hafði látið innrétta hana og var ekki laust við að honum þætti vænt um hólið. Má minnast þess, að sá sem skapar magnað staðbundið andrúm og getur ekki lifað án listar, er listamaður sjálfur. I Dresdnerhöll var í gangi mikil og fróðleg sýning, Undir einni krúnu, er tók til meðferðar list og menningu saxnesk-pólska sam- bandsins á dögum Ágústar sterka og sonar hans Ágústar þriðja, er báðir voru kjörfurstar Saxlands og konungar Póllands, og var hún óviðjafnleg. Til sýnis voru 850 meistaraverk er gáfu yfirlit yfir þennan sérstaka þátt evrópskrar menningarsögu og voru munirnir komnir víða að m.a. frá þjóðminja- safninu í Varsjá, en sýningin var sett upp í samvinnu við það. Roman Herzog forseti Þýskalands var verndari sýningarinnar. Eftir kvöldverð 9. janúar dreif Zimmermann mig á Akademíuna og á sýningu meistaranemenda 1997. Akedemían er á hæð á einum fegursta stað borgarinnar, bygg- ingin mikil og vegleg, á bak við hana er hin sögufræga Coselhöll og ein aðalkirkjan og er verið að end- urreisa báðar byggingarnar í upp- runalegri mynd, sem er yfirgengi- lega mikið og vandasamt verk er verður lokið árið 2004. Mun það auka ris borgarinnar til mikilla muna. Utskriftarnemendumir voru ekki nema átta, þótt skólinn sé margfalt stæmi um sig en MHÍ og Dresdenbúar yfir 600.000. Var þetta fjölmenn og hátíðleg athöfn, sem lauk með því að veitt voru svo- nefnd Robert Sterl verðlaun og vildi svo undarlega til að listspíran Annekatrin Klump, sem hlaut þau hafði allan tímann staðið við hlið mér í salnum! Verk útskriftarnema voru furðu keimlík þeim úr málun- ardeild og fjöltækni í MHÍ, en blæ- brigðin þó meiri í málverkunum og tilþrifin öllu meiri í teikningunni. Eftir að hafa skoðað sýninguna fór Zimmermann með mig á torg eitt mikið fyrir neðan og sýndi mér óvenjulegt minnismerki, sem sam- anstóð af glugga, stól, málaratrön- um með myndramma og plötu fyrir neðan. Þar gat að lesa eftirfarandi orðsendingu: „Málari á ekki aðeins að mála það sem hann sér fyrir framan sig / Heldur einnig það sem hann sér inni í sér / Sjái hann svo ekkert inni í sér / Láti hann einnig hjá líða að mála það sem hann sér fýrir framan sig. C.D.F. (Caspar David Friedrich). Þarnæst var lá leiðin á opnun sýningar Andreas nokkurs Dress í einu af 4 graf- íkverkstæðum borgarinnar og var þar nokkur gleðskapur. Bað lista- maðurinn fyrir kveðjur til íslands sem hann hefur mikinn hug á að sækja heim. Verkstæðin eru til stuðnings grafíklistinni og geta^ listamenn sótt um að vinna á þeim í þrjár vikur í senn, gera hvers konar tilraunir ef vill og eru fagmenn í öll- um greinum grafíklista þeim til að- stoðar. Fá efni, liti og pappír til að gera allt að 3 myndir og 1000 marka styrk að auk. Þar kunna menn sig. Við fórum víða um nágrenni borg- arinnar og skoðuðum sögufrægar hallir og dómkirkjur, litum inn í ein- stakt steina- og steingervingasafn í Freiberg, sem telst eitt af 10 merk- ustu námuvísindasöfhum veraldarN* og er árangur 225 ára rannsókna ótal nafnkenndra vísindamanna. Hvað jörðin framber af formrænum meistarverkum er nokkuð sem myndhöggvarar ættu að gefa nánari gaum að, ber í sér rneiri núlistir í bland við eilífðina en nokkrar for- múlur og fræðikenningar. Einn daginn var ekið austur til Pima þar sem era 3 Canaletto- myndir, komið við í Pillnitz höllinni og svonefndu Robert Sterl húsi. Robert Sterl (1867-1932) var einn af frægum og elskuðum sonum Dresdenborgar, nafntogaður pró- fessor við listaháskólann, vinur Max Liebermann, kennari Karls Scmidts Rottluffs og prófmeisari" George Grosz. Þetta var 10. janúar og á dánardægri hans og var þar saman kominn lítill hópur innvígðra er hlýddi á Zimmermann ræða um líf hans og list. Að lokinni hátíðlegri kaffidrykkju var gengið að leiði hans í garðinnum og lagður þar blómsveigur. Loks var allt húsið skoðað þar sem allt mun eins og hann skildi við það og er nú safn sem opið er þrisvar í viku yfir sum- 1 armánuðina. Dresden var í upphafi aldarinnar^ öðru fremur tónlistarborg og hér var Sterl afar virkur í tónlistar- og óperuhúsum, þar sem hann sat og rissaði. Var vinur manna eins og Rachmaninows, Stravinskis, Skrja- bins og hljómsveitarstjórans Arthurs Nikisch, gerði framúrskar- andi teikningar af þeim. Þótt hann væri sjálfur af gamla skólanum var hann óþreytandi að lyfta undir framsækna list og barðist fyrir því að málarar eins og Koskoscha, Scmidt Rottluff og Klee yrðu ráðn- ir prófessorar við Akademíuna, bauðst jafnvel til að standa upp fyr- ir þeim! Vægi mannsins má marka af því að einn daginn, 9.10. 1926, komu Kandinsky og Nina, Otto Dix-** og Martha og George Grosz og Ga- bríela í heimsókn, án þess að vita hvort af örðu. Auðvitað var komið til postulíns- borgarinnar Meissen, höllin Moritzburg og hin fræga dómkirkja skoðuð. Einnig virkið Köningstein og höllin Wesenstein og fleira og fleira og á akstursleiðunum gat að líta nokkuð af þeim undursamlegu villum sem eru svo frægar að sér- stakar bækur hafa verið gefnar út um þær, sumar eins og stórkostleg- ir skúlptúrar. Landslagið fjölþætt, á köflum undursamlegt og allan tímann var veðrið upp á sitt besta, síðustu tvo dagana heiður himin og^^ sól hátt á lofti, en kalt um nætur. Umhverfi Dresdenborgar er þannig allt óskemmt, áherslan var lögð á að eyðileggja hið óviðjafnleg- asta í borginni sjálfri, og þó er hún að rísa aftur úr öskustó og á nýrri öld mun hún væntanlega enn á ný verða fegurst borga. Loftárásimar á Dresden endur- spegla heimsku, hatur, blindan hefndarþorsta og fullkomlega til- gangslaust hermdarverk. Enginn iðnaður var í borginni, síst af öllu hergagnaiðnaður og hernaðarlegt mikilvægi hennar 0,00, hins vegar** var hún troðfull af flóttafólki er beið óþreyjufullt styrjaldarlokanna, konum, börnum og gamalmennum. Þetta gerðist þó eftir að hers- höfðingjar Hitlers óhlýðnuðust skipunum hans um eyðileggingu sögufrægra borga í Evrópu, og er hægast að nefna sjálfa Parísarborg, sem setulið von Coltitz yfirgaf án* þess að hleypt væri af skoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.