Morgunblaðið - 11.03.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
t
í
1
Pinochet dregur
sig í hlé sem yfír-
maður hersins
Santiago. Reuters.
AUGUSTO Pinochet hershöfðingi,
einræðisherrann fyrrverandi sem
stjórnaði Chile með harðri hendi á
árunum 1973-90, lét í gær af störf-
um sem yfirmaður hersins eftir að
hafa gegnt embættinu í 24 ár.
Herinn var með mikinn öryggis-
viðbúnað í Santiago þegar Pinochet
lét af embættinu við hátíðlega at-
höfn í skóla hersins í borginni. Göt-
ur að skólanum voru lokaðar, her-
menn voru á varðbergi og óeinkenn-
isklæddir útsendarar hersins stóðu
meðal stuðningsmanna Pinochets
sem söfnuðust saman til að kveðja
hann. Að minnsta kosti sjö skrið-
drekar voru á lóð skólans.
„Pinochet hershöfðingi, bjarg-
vættur þjóðarinnar,“ hrópuðu
stuðningsmenn einræðisherrans
fyrrverandi. Andstæðingar Pin-
ochets komu einnig saman við for-
setahöllina og víðar til að mótmæla
mannréttindabrotum einræðis-
stjórnarinnar.
Við embættinu tók Ricardo Izu-
rita hershöfðingi, sem er lítt þekkt-
ur utan hersins.
Reuters
AUGUSTO Pinochet hershöfð-
ingi táraðist þegar hann flutti
ávarp við hátíðlega athöfn í gær
í tilefni þess að hann lét af emb-
ætti yfírmanns hersins í Chile.
Þingsetu Pinochets
mótmælt
Pinochet, sem er orðinn 82 ára,
komst til valda í Chile í september
1973 eftir að hafa steypt Salvador
Allende forseta af stóli í blóðugu
valdaráni. Hann leysti upp þingið,
bannaði stjórnmálaflokka og hóf
mikla herferð gegn þekktum
vinstrisinnum í landinu. Að minnsta
kosti 3.000 manns biðu bana eða
hurfu á valdatíma hans.
Hershöfðinginn var við völd í 17
ár þar til komið var á lýðræði árið
1990. Hann hélt þó embætti yflr-
manns hersins þegar hann lét af
forsetaembættinu.
Pinochet ætlar þó ekki setjast í
helgan stein. Hann hyggst taka sæti
á þinginu og notfæra sér stjórnar-
skrárákvæði, sem hann beitti sér
fyrir árið 1980, um að fyrrverandi
forsetar geti átt sæti á þinginu til
æviloka án kosninga.
Andstæðingar Pinochets hafa
gagnrýnt stjórnina fyrir að koma
ekki í veg fyrir að hann taki sæti á
þinginu og segja það smánarblett á
lýðræðinu. Forseti þingsins, Sergio
Romero, tilkynnti í vikunni sem leið
að Pinochet myndi sverja þing-
mannseið í dag.
Blaðamaður og höfundur fyrstu fréttarinnar
um framhjáhald Clintons biður hann afsökunar
Segir hatursmenn Clintons
hafa komið sögunni af stað
Washington. Reuters.
BLAÐAMAÐURINN, sem
skrifaði fyrstu fréttina um
kvennamál og hugsanlegt
framhjáhald Bills Clintons,
forseta Bandaríkjanna, hefur
beðið hann opinberlega afsök-
unar. Segir hann, að hægri-
sinnaðir hatursmenn hans hafí
staðið að baki fréttaflutningn-
um. Eru þessi tíðindi enn eitt
áfallið fyrir Kenneth Starr,
saksóknara í málum Clintons,
en um síðustu helgi kom upp á
yfirborðið verulegur ágrein-
ingur meðal repúblikana
vegna málarekstursins gegn
forsetanum og þá lést James
McDougal, eitt aðalvitnið í
Whitewatermálinu.
Talsmaður forsetans sagði
að hann tæld afsökunarbeiðn-
ina gilda. í opnu bréfi til
Clintons, sem birtist í tímarit-
inu Esquire, segir blaðamað-
urinn, David Brock, frá „hin-
um skuggalega heimi haturs-
manna Clintons" og kveðst
hann óttast, að hann hafi unn-
ið bandarískum stjómmálum
mikið ógagn með grein sinni í
tímaritinu American Specta-
tor 1993. Segist hann hafa haft
söguna um framhjáhald Clint-
ons frá einum helsta stuðn-
ingsmanni Newt Gingrichs,
eins helsta leiðtoga repúblikana og
forseta fulltrúadeildarinnar, en
nefndi hann þó ekki á nafn.
Ekki „samsæri“
en pólitísk öfl að baki
stjómsýsluna; nefnum ekki
góða blaðamennsku. Nei, mig
langaði til að koma höggi á
þig,“ segir Brock í bréfinu til
Clintons.
Brock segist hafa komist að
raun um, að þjóðvarðliðarnir
hafí viljað ná sér niðri á Clint-
on fyrir að hafa ekki gaukað
einhverju að þeim eftir kosn-
ingasigurinn og auk þess hafi
þeir viljað fá peninga fyrir
söguna. „Eg var viss um það í
fyrstu, að þeir væm að segja
satt en síðan áttaði ég mig á
því, að þeim væri ekki
treystandi," segir Brock.
„Raunar getur verið, að ein-
hver flugufótur sé fyrir sög-
unni en ég tel, að sumt sé tóm-
ar ýkjur eða hreinn tilbúning-
ur.“
Reuters
KATHLEEN Willey, fyrrverandi starfskona í
Hvíta húsinu, á leið í dómhús í Washington til
að bera vitni fyrir kviðdómi, sem á að skera
úr um hvort grundvöllur sé fyrir ákæru
vegna ásakana um að Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hafi haldið við Monicu Lewinsky, fyrr-
verandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og fengið
hana til að bera ljúgvitni. Clinton hefur verið
sakaður um að hafa gerst nærgöngull við
Willey og káfað á henni.
Ásakanir Paulu Jones
„Það er ýmislegt til í því, sem
Hillary Clinton segir, að þetta sé
Fyrstu 100 viðskiptavinirnir
sem kaupa vörur á Kringlukasti
hjá Maraþon fá boðsmiða
á hina frábæru gaman- og
fjölskyldumynd „Air Bud"
sem forsýnd verður í
Stjörnubíó sunnudaginn
15. mars kl. 15.00
(3 bíó).
Ath.: Boðsmiðarnir
gilda fyrir tuo.
Tilboð á Kringlukasti
skór frá kr. 2.990
peysur frá kr. 2.990
KRINGLUNN
allt saman runnið undan rifjum
hægrimanna," sagði Brock í viðtali
við Reuters. „Ég myndi þó ekki
nota orðið „samsæri“ en það voru
vissulega pólitísk öfl, sem komu því
af stað.“
Þótt Brock segði ekki hver heim-
ildarmaður hans hefði verið, þá
lýsti hann honum sem „mjög nán-
um“ Gingrich og bætti því við, að
hann væri mjög háttsettur eða
valdamikill.
Þessi heimildarmaður Brocks
kom honum í samband við Cliff
Jackson, svarinn andstæðing Clint-
ons í Arkansas, og hann leiddi síð-
an Brock á fund fjögurra þjóðvarð-
liða. í greininni í American Specta-
tor 1993 hafði Brock það eftir þjóð-
varðliðunum, sem voru lífverðir
Clintons er hann var ríkisstjóri í
Arkansas, að þeir hefðu meðal ann-
ars haft með höndum að útvega
honum konur til að gamna sér við.
í nöp við Clinton
„Þessir þjóðvarðliðar voru fé-
gráðugir menn og ekki með hreint
mjöl í pokanum. Ahugi minn á sög-
unni stafaði heldur ekki af siða-
vendni eða löngun til að bæta
I fréttinni í American
Spectator nefndi Brock nafn
einnar konu, „Paulu“, og
skömmu síðar höfðaði Paula
Jones mál gegn Clinton og
hélt því fram, að hann hefði
flett sig klæðum og beðið hana
að eiga við sig munnmök í maí
1991. Það var síðan lögfræð-
ingur Paulu Jones, sem gróf
upp hugsanleg tengsl Monicu
Lewinsky og Clintons og kom
skriðunni af stað.
Brock segist ekkert vita hvað
þeim Clinton og Lewinsky hafi far-
ið á milli, ekki frekar en hann viti
hvað hæft sé í sögu þjóðvarðlið-
anna „en skrif mín um einkalíf þitt
gáfu óvinum þínum tækifæri til að
ljúka því verki, sem ég byrjaði á.
Ef við höldum áfram þessum sögu-
burði og gróusögum um kynferðis-
líf fólks, mun okkur takast að níða
niður æruna af öllum, sem gegna
opinberu starfi“.
Tilraun til að
niðurlægja Clinton
Lögfræðingar Paulu Jones hafa
stefnt Brock sem vitni en hann
vinnur að því að fá þeirri stefnu
hnekkt. Segist hann hafa ákyeðið
það eftir fjölmiðlafárið í kringum
vitnisburð Clintons 17. janúar sl.
að segja allt af létta. Þá segir hann
einnig í bréfinu, að lögfræðilegur
ráðgjafi Paulu Jones hafi sagt sér,
að hann væri ekki viss um, að ásak-
anir hennar væru sannar en hins
vegar liti hann á málið sem tilraun
til að niðurlægja Clinton.
ESB-viðræðum viðKýpur frestað?
Gríska stjórnin
hefur í hótunum
Brussel. Reuters.
GRÍSKA stjórnin hefur hótað að
koma í veg fyrir stækkun Evrópu-
sambandsins, ESB, ef viðræðum
um aðild Kýpur að bandalaginu
verður frestað eins og Frakkar
hafa lagt til. Var þetta haft eftir
heimildum í Brussel í gær.
Eins og raunar var búist við hafa
Kýpur-Tyrkir neitað að taka þátt í
ESB-viðræðunum með Kýpur-
Grikkjum en þær áttu að hefjast
21. þessa mánaðar. Frakkar, sem
segja það ekki koma til mála að
flytja Kýpurágreininginn inn á
ESB-heimilið, berjast nú fyrir því,
að viðræðunum verði frestað þar til
þjóðarbrotin á Kýpur hafi komið
sér saman.
L
i
l
f
I
!
L
f
Í
(
f
L
L
í
f
I
í
Vegna þessa hafa Grikkir í hót-
unum um að beita neitunarvaldi til
að tefja viðræður um aðild Pól-
lands, Tékklands, Ungverjalands,
Slóveníu og Eistlands en þær eiga
að hefjast 31. þ.m. Óttast er, að
deilan muni skyggja á ESB-ráð-
stefnuna í London á morgun en
hún er haldin til að marka upphaf
útþenslunnar í austurveg.
i
f
1-