Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 600°C heitt innskot undir Grímsvötnum talið tífalt stærra en fjallið ofaná MÆLINGAR á þyngdarsviði og segulsviði .jarðar yfir Grímsvötnum hafa leitt í ljós mjög stóran hleif af þéttu bergi í jarðskorpunni undir eldstöðinni, svokallað innskot sem er um 400 rúmkílómetrar að stærð, sem er um það bil tífalt stærra en eldfjallið sem ofaná liggur að rúmtaki. Ennfremur sýna mæling- amar að þetta innskot er heitt, um eða yfir 600 gráður á Celsíus. Þetta kemur fram í niðurstöðum um innri gerð Grímsvatna samkvæmt jarðeðlisfræðilegum mælingum sem Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðl- isfræðingur og nýkjörinn formaður Jöklarannsóknafélags íslands, kynnir á fundi félagsins í kvöld. Kvikan storknar í skorpunni Að sögn Magnúsar Tuma liggur að öllum líkindum grunnstætt kvikuhólf með bráðinni kviku ofaná miðju innskotsins stóra og sé það minna en 20 rúmkílómetrar eða í mesta lagi 5% af heildarmagninu. „Tilvist innskotsins og hiti þess varpa nýju ljósi á jarðhitann á Grím- svötnum og að öllum líkindum stafar hann að stórum hluta af kólnun hleifsins. Auk þess er sennilegt að nýleg öskjusig í Grímsvötnum eigi sinn þátt, því þá brotnar bergið upp og sprungur opnast sem auðvelda aðgang vatns að heitum kjama eld- stöðvarinnar. Niðurstöðumar benda einnig til að aðeins lftill hluti kvikunnar sem berst að Grímsvötnum gjósi upp til yfírborðs, þess í stað storkni hún í Varpar nýju 1 • ^ • / ljosi a jarðhitann jarðskorpunni," segir Magnús Tumi. „Ég geri ráð fyrir að þessar nið- urstöður eigi við um flestar íslensk- ar megineldstöðvar en sérstaða Grímsvatna liggur í að hafa gengið í gegnum mjög virk tímabil á síðustu árhundmðum eða árþúsundum." Mælingamar hafa að sögn Magn- úsar Tuma leitt í ljós að undir Bárð- arbungu sé að finna stórt innskot af svipaðri gerð og undir Grímsvötn- um, en engin slík innskot eða langlíf kvikuhólf sé hins vegar að finna undir Gjálp, gosstöðvunum frá 1996, eða undir Skaftárkötlum, þar sem jarðhiti hefur verið mikill síðustu áratugi. Tengslin milli eldstöðvanna séu þvi orðin skýrari. „Líklegast er að sú kvika sem kann að vera undir þessum svæðum staldri þar stutt við og sé lítil að magni miðað við það sem berst undir stóm megineld- stöðvamar. Einnig má vera að þessir staðir séu nokkurs konar sníkjudýr á stóm eldstöðvunum, að kvika berist til þeirra frá Grímsvötnum eða Bárð- arbungu," segir Magnús Tumi. Vísbending um legu og lögun Hann segir að fyrirliggjandi nið- urstöður séu fyrstu vísbendingar um legu og lögun jarðmyndana á svæðinu. I sumar era fyrirhugaðar frekari þyngdarmælingar að sögn Magnúsar en stærst í sniðum verði verkefni undir stjórn Bryndísar Brandsdóttur, þar sem skjálftamæl- ingar verði nýttar til að kanna tilvist kvikuhólfa undir norðanverðum Vatnajökli. Skógrækt Hvergerð- inga stór- skemmist í sinubruna Hveragerði. Morgunblaðið. MIKIÐ tjón varð á skógræktar- svæði Hvergerðinga við Hamar- inn þegar kveikt var í sinu í skógræktinni sfðastliðinn sunnu- dag. Eldurinn breiddist hratt út enda jörð mjög þurr og nokkur vindur. Logaði skógræktarsvæð- ið á nokkuð stóru svæði alveg upp að klettabelti sem er efst i Hamrinum. Að sögn Kristjáns Bjarnasonar, stjómarmanns í Skógræktarfélagi Hveragerðis, er ljóst að umtalsvert tjón hefur orðið á trjám og öðmm gróðri. Slökkvilið Hveragerðis var kallað út og gekk greiðlega að stöðva útbreiðslu branans. Lög- reglan telur að böm hafi verið að leik með eid í skógræktinni og hafí það orsakað bmnann. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SKÓGRÆKTARSVÆÐI Hvergerðinga er illa farið eftir sinubrunann á sunnudag. Hitasóttin komin í Grundar- fjörð HITASÓTT hefur verið staðfest í nokkmm hrossum í Grundarfirði, að sögn Halldórs Runólfssonar yfir- dýralæknis, en Snæfellsnesið hefur fram að þessu verið ósýkt svæði. Nýlega kom upp gmnur um að smit hefði verið borið vísvitandi milli varnarsvæða, úr hesthúsum í Borgamesi á Snæfellsnes, og fór yf- irdýralæknir því fram á rannsókn sýslumannanna í Stykkishólmi og í Borgamesi á málinu. Halldór segir þá rannsókn hafa leitt í ljós að ekki virðist sem um ásetning hafi verið að ræða og engin sótt hafí enn kom- ið upp þar sem grunur lék á að smitið hefði verið borið. Sex íslenskir hestar veiktust eftir komuna til Danmerkur Þá segir yfirdýralæknir að danskir dýralæknar hafi staðfest að sex íslenskir hestar hafi veikst skömmu eftir að þeir vom fluttir út til Jótlands, rétt áður en útflutn- ingsbannið var sett á hér. Þeir geta ekki staðfest að þetta sé sama pest- in og sú sem hér hefur geisað en þefr lýsa þessu með sama hætti. í næstu viku fer fram fundur í dýralæknanefnd Evrópusambands- ins í Brassel og hefur yfirdýralækn- ir óskað eftir því að fá að sitja fund- inn og kynna stöðu mála varðandi hitasóttina hér á landi. --------------- Þingflokkur Alþýðu- bandalags og óháðra Aðrir fylgi fordæmi Jóhanns ÞIN GFLOKKUR Alþýðubanda- lagsins og óháðra hefur sent frá sér ályktun þar sem trausti er lýst á störf Jóhanns Ársælssonar í banka- ráði Landsbankans. Þingflokkurinn telur eðlilegt að aðrir bankaráðs- menn fylgi fordæmi Jóhanns. í ályktun sem þingflokkurinn sendi frá sér segir: „Þingflokkur Al- þýðubandalagsins og óháðra lýsir trausti á störfum Jóhanns Arsæls- sonar í bankaráði Landsbankans en styður jafnframt heilshugar þá ákvörðun hans að segja sig úr bankaráðinu í Ijósi þróunar mála í bankanum að undanförnu. Þing- flokkurinn telur mikilvægt það frumkvæði sem Jóhann Arsælsson, einn bankaráðsmanna, hefur tekið í þeim tilgangi að endurreisa traust á allri yffrstjóm þessarar mikilvægu fjármálastofnunar." .augavegi 18 • Sími S15 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 4> FORLAGIÐ ^auðsynleg um garðf ækt Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. * 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Sannkðtluð aMí garðelgandans Forsætisráðherra um ástæður fyrir frestun hvalveiða Fleiri þættir en veiðitækin komu til DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að fleiri þættir en sá að ekki hefur tekist að tryggja bestu fáan- legu veiðitæki hafi komið til við ákvörðun ríkisstjómarinnar um að fresta hvalveiðum og segir hann að málið þurfi að undirbúa betur. Hann segir að sjávarútvegsráðu- neytið hafi veitt þær upplýsingar að þeir skutlar sem Norðmenn hafi not- að og vilji ekki selja íslendingum mistakist í 20% tilvika og verið sé að hanna nýja skutla sem eigi að vera áreiðanlegri og líka ódýrari. „Það má vel vera að Norðmenn kjósi, eða einhver maður á þeirra veg- um, að túlka það svo að það sé ein- göngu um kostnaðinn að ræða til þess að vera ekki að tala um hinn þáttinn," sagði Davíð í samtali við Morgunblað- ið í gær. Tilefni til að fara aftur yfir málið „Sjávarútvegsráðuneytið gaf þessar upplýsingar og ég tel að það eigi ekki að vera nein ástæða til að gefa okkur rangar upplýsingar. Þetta var þó bara einn þáttur, en það vora fleiri þættir sem líka komu til. Málið þaif að undirbúa betur.“ Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, sem sæti á í ráðgjafarnefnd um hvalveiðar, seg- ist hafa fengið staðfestingu á því að ekki sé verið að hanna nýja skutla 1 Noregi sem geri veiðarnar mannúð- legri og hér á landi séu til sprengi- hleðslur í skutla sem hrefnuveiði- menn geti fengið afnot af. „Mér finnst þetta gefa tilefni til þess að menn fari aftur yffr Þa<5 hvort þetta séu þannig breyttar að- stæður að málið standi enn opið hvað varðar sumarið í sumar,“ sagði Steingrímur. > ! I I l l t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.